Morgunblaðið - 14.03.2000, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 14.03.2000, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Sinfóníuhljómsveitm og nýtt tónlistarhtís MEÐ glæsilegum tónleikum síðast liðið fimmtudagskvöld fagn- aði Sinfóníuhljómsveit Islands 50 ára afmæli sínu þar sem flutt var þriðja sinfónía austur- ríska tónskáldsins Mahlers undir stjórn ,'í*Petri Sakaris, en hann hefur með uppbygging- arstarfi sínu á undan- förnum árum átt ríkan þátt í að gera hijóm- sveitina að því sem hún er í dag. Það voru ánægðir en jafnframt stoltir áheyrendur sem gengu út af afmælis- tónleikunum. Stoltir yfir því að heyra hversu langt hljómsveitin hefur náð og er það nánast ótrúlegt miðað við Inga Jóna Þórðardóttir þær aðstæður í hús- næðismálum sem hún hefur búið við í gegnum árin. Bygging tónlistar- húss sem hýst gæti Sin- fóníuhljómsveit Islands hefur lengi verið draumur margra. A sínum tíma fengu Sam- tök um byggingu tón- listarhúss úthlutað lóð í austurenda Laugar- dalsins. Skoðaðir hafa verið möguleikar að staðsetningu víðar t.d. í Öskjuhlíð. Verulegur skriður hefur komist á málið í tíð Bjöms Bjarnasonar menntamálaráðherra. Hefur hann unnið ötullega að undir- búningi þess og fyrir rúmu ári var gert samkomulag milli ríkisstjórnar- innar og borgarstjórnar Reykjavíkur um að þessir aðilar ætluðu að vinna að því sameiginlega að við höfnina í Reykjavík risi tónlistarhús í tengsl- um við ráðstefnuhús og hótel. Sam- komulag þetta var stutt af báðum fylkingum í borgarstjórn Reykjavík- ur. I framhaldi af því var sérstök undirbúningsnefnd sett á laggirnar skipuð fulltrúum ríkis og borgar. Á vegum Reykjavíkurborgar hefur síð- an verið unnið að því að marka tónl- istar- og ráðstefnuhúsi ásamt hóteli lóð. Hafa margar tillögur verið ræddar á þessu rúma ári sem liðið er. Framan af var almennt gengið út frá því að Faxaskáli yrði rifinn til að tryggja þessum byggingum nægilegt rými og góða ásýnd. Fyrir nokkru voru settar fram til- lögur sem miðuðu að því að leysa Tónlistarhús Þar sem ég hef orðið vör við að sumir líti á það sem andstöðu við bygg- ingu tónlistarhúss, segir Inga Jóna Þórðardótt- ir, fínnst mér mikilvægt að fram komi að svo er ekki, Við vorum að mót- mæla vinnubrögðum borgarstjóra sem ítrek- að er staðinn að því að virða ekki lýðræðislegar leikreglur. mætti um leið bílastæðavandamál miðborgarinnar og nýta Faxaskála í því skyni. Hann ætti því að standa. Jafnframt er í þeim tillögum gert ráð fyrir að inn í þessa mynd komi bygg- Eiturlyf í almennri sölu? HEILBRIGÐISSTOFNUN Sam- einuðu þjóðanna (WHO) telur reyk- ingar eitt stærsta heilbrigðisvanda- mál heimsins í dag. Á meðan tóbaksvarnir í heiminum hafa aukist til muna á það einnig við um reykingar ung- menna. Lög, reglu- gerðir og forvarnir á vegum ríkisins eru þau vopn sem nota á gegn “^auknum reykingum ungmenna. Því miður hefur sú barátta ekki skilað sér sem skyldi og enn aukast reykingar í hópi þeim sem, sam- kvæmt lögum, má ekki kaupa tóbak. Hvert er fordæmis- gildi foreldra og stjórn- valda? Hvaða skilaboð er unga fólkið fá? Hvaða misræmi liggur í lögum og framfylgni stjórn- valda hér á landi? Hvað geta ábyrgir foreldrar gert til þess að taka á mál- unum með skilningi, aga og ákveðni? 4000 efnasambönd "’Si I tóbaki eru rúmlega fjögur þús- und efnasambönd, þar af fjörutíu sterk eiturefni sem geta valdið krabbameini. Meðal þeirra eru ammóníak, blásýra, arsenik, for- maldehýð, metanól og nikótín. Tób- ak er engu að síður selt í sjoppum (ein við hvern skóla, ef ekki fleiri), bensínstöðvum, matsölustöðum og matvöruverslunum, svo eitthvað sé nefnt. Ekki er haft eftirlit með söl- unni, hverjir selja hverjum eða hvort unglingar séu að selja vöruna yfir borðið. 30% 50% 70% UTSALA GLERAUGA 0 I ii j| n a v r r s I u iÁ.IÁ.;;: 568 2662 Einu takmarkanirnar eru að tób- akið má ekki selja einstaklingi undir átján ára aldri. Þar höfum við einu lögin sem snúa að söl- unni. Af öllum þeim stofnunum sem ríkið rekur er ekki ein sem ber ábyrgð á því að fylgja þessum lögum eftir. Við broti á þess- um lögum eru engar refsingar. Engin for- dæmi eru þess efnis að lögunum hafi verið framfylgt nema með áminningu frá hinum eina starfsmanni tób- aksvarnanefndar. Lögin eru hins vegar góð og gild. Aminning Guðjón hangir í hven’i sjoppu. Bergmann Samkvæmt könnun sem gerð var í Hafna- firði fyrir stuttu seldi rúmlega helm- ingur söluturna krökkum undir átj- án ára aldri tóbak. Þótti það góður árangur, því þar á undan var talan sjötíu prósent. Sambærileg könnun í Reykjavík sýndi að í tæplega sjötíu prósent tilvika var börnum selt tób- ak. Glæpsamlegt?? Betur má ef duga skal. Misræmið gífurlegt Á sama tíma og ríkið flytur inn og selur tóbak án ábyrgðar er mjög erf- itt að fá leyfi fyrir innflutningi margra bætiefna. Lyfjaeftirlitið bannaði eftirminnilega innflutning á töflum frá Herbalife sem innihéldu efedrín, meira að segja með stríðsyf- irlýsingum í fjölmiðlum. Virtur læknir sagði sölumenn Herbalife “verri en eiturlyfjasala". Hvað er þá hægt að segja um sölumenn tóbaks? Berum saman þau fjögur þúsund eit- urefni sem eru í tóbaki, stórhættu- leg, mörg geislavirk og flestöll geta þau framkallað frumustökkbreyting- ar sem eru upphafið að krabbameini og efedrín. I töflunum frá Herbalife var efnið í svo litlu magni að árs- byrgðir hefði þurft að taka á mjög stuttum tíma til að einhver einkenni kæmu fram. Dauði var ekki á meðal “einkenna" en í öllum rannsóknum um reykingar eru dauðsföll tíðrædd og hér á landi deyr einn á dag af völdum reykinga samkvæmt rann- sóknum Hjartaverndar. Hvers vegna bannaði Hollustu- vernd innflutning á rauðu M&M sæl- gæti á sínum tíma? Vegna þess að í því var litarefni sem gat hugsanlega valdið krabbameini. Hvað myndi Tóbaksvarnir Hér á landi þarf sterk- an þrýstihóp sem get- ur aðstoðað við for- varnarstarf, segir Guðjón Bergmann, og látið í sér heyra um aukið aðhald í sölu og dreifingu á tóbaki. Okeypis lögfræðiaðstoð öll fimmtudagskvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012 ___ Orator, félag laganema gerast ef eitthvað af morgunkorni innihéldi t.d. arsenik? Allt yrði vit- laust. Morgunkornið yrði umsvifa- laust tekið af markaðnum. Annað dæmi. Eru verkjalyf seld í sjoppum og matvöruverslunum? Nei. Þau má aðeins selja í takmörk- uðu magni í apótekum. Lyfjaeftirlit- ið og Hollustuvernd eru stofnanir sem standa sig vel á sínu sviði en misræmið er gífurlegt. Kröfur um framfylgni Sem ábyrgt foreldri ættir þú að krefjast þess að lögum um tóbaks- varnir sé framfylgt. Tóbaksvarna- nefnd og Krabbameinsfélagið, sem eru öflugust í tóbaksvörnum, þurfa á stuðningi almennings að halda. Ný- legar kannanir sýna mikla fylgni milli reykinga á unga aldri og notk- unar á áfengi og eiturlyfjum. Því fyrr sem krakkar byrja að reykja því meiri líkur á að þau leiðist út á þessa niðurrifsbraut. Hér á landi þarf sterkan þrýstihóp sem getur aðstoðað við forvarnarstarf og látið í sér heyra um aukið aðhald í sölu og dreifingu á tóbaki. Ekki gengur að firra sig ábyrgð og beina öllum spjótum að þeim örfáu sem sinna tóbaksvarnastarfi í landinu. Fyrirmyndir Foreldrar eru sterkustu fyrir- myndirnar. Niðurstöður fjölmargi-a rannsókna sýna að börn fara frekar eftir því sem foreldrarnir gera, síður eftir því sem þau segja. Foreldri með sígarettu í munnvikinu sem segir barni sínu að byrja aldrei að reykja mun líklega ekki ná tilætluðum ár- angri. Þar að auki hefur barnið feng- ið nikótín skammtinn alla sína ævi og er líklegt til að vilja viðhalda honum þegar það flytur að heiman. Ábyrgð foreldra er mikil. Foreldrar þurfa að byrja snemma að brýna skaðsemi reykinga fyrir barni sínu og kenna því aðrar leiðir til uppreisnar en sjálfsniðurrif í gegnum hvers kyns neyslu. Hjálpa því að byggja upp sterkan persónu- leika. Ef foreldrar eiga sjálfir við vandamál að stríða þurfa þeir að taka á þeim vanda og verða barninu góðar fyrirmyndir. Snertir alla Til að taka á auknum reykingum unglinga þarf fordómalaust samstarf stjómvalda, foreldra, skóla, æsku- lýðs- og íþróttafélaga. Stjórnvöld þurfa að taka sig saman í andlitinu og samræma lög landsins, ákvarða refsingar og tilskipa framkvæmdar- aðila. Foreldrar þurfa að vera sterk- ar fyrirmyndir og taka fullan þátt í forvarnarstarfi. Auk þess þurfa for- eldrar að viðhalda þrýstingi á alþing- ismenn með öllum tiltækum ráðum. Við þurfum ekki að benda hvert á annað og krefjast aðgerða frá hinum. Nauðsynlegt er að allir vinni saman með eitt sameiginlegt markmið í huga: Við viljum ekki að börnin okk- ar reyki. Höfundur er tóbaksvarnaráðgjafí. ing nýrrar skiptistöðvar fyrir Stræt- isvagna Reykjavíkur. Heildardæmið er því orðið mun stærra en upphaf- lega var ráðgert og telur undirbún- ingsnefndin að ekkert sé því til fyrir- stöðu að bjóða þannig út verkefnið allt. Á fundi hafnarstjórnar sl. miðviku- dag var lagt fram minnisblað borgar- verkfræðings um hvernig standa skyldi að forsögn um byggingu tón- listar- og ráðstefnuhúss ásamt hóteli og uppbyggingu á lóðinni, ásamt af- mörkun hennar og skilyrðum. Þá kom fram í fyrsta sinn að fyrirhugað væri að byggja nýja löndunaraðstöðu fyrir fiskiskip á lóðinni næst norðan við væntanlegt tónlistarhús. Sú lönd- unaraðstaða á að koma í stað þeirrar sem er í dag í Faxaskála, en honum verður væntanlega breytt í bfla- stæðahús. Vildum við fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins fá greinarbetri upp- lýsingar um þetta, en samkvæmt lauslegum upplýsingum er talið að löndunai'aðstaða á þessum stað muni kosta mörg hundruð milljónir króna. Auk þess má nefna að umferðar- tengsl til og frá tónlistar- og ráð- stefnuhúsinu og lóð fisklöndunar- húss eru nokkuð þröng. Óskuðum við því eftir því að málinu yrði frestað svo að hægt yrði að skoða þetta bet- ur. Ný löndunaraðstaða fyrir fiski- skip hefur verið til athugunar í vest- urhöfninni og virðist eðlilegra að allt kapp verði lagt á að skapa þar viðun- andi framtíðaraðstöðu. Borgarstjóri, sem að þessu sinni var staddur á fundi hafnarstjórnar, taldi af og frá að við frestunarbeiðni yrði orðið. Við tókum þyíekki þátt í afgreiðslu máls- ins á þessúm fundi. Þar sem ég hef orðið vör við að sumir líti á það sem andstöðu við byggingu tónlistarhúss finnst mér mikilvægt að fram komi að svo er ekki. Við vorum að mótmæla vinnu- brögðum borgarstjóra sem ítrekað er staðinn að því að virða ekki lýð- ræðislegar leikreglur. Þegar undirbúið er verkefni af þeirri stærðargráðu sem hér um ræðir er mikilvægt að vanda vel til undirbúningsins. Mistök í dag geta orðið dýrkeypt á morgun. Bygging tónlistarhúss er löngu tímabær og vonandi verða þessar miklu umbúðir sem búið er að setja málið í ekki til þess að tefja það enn frekar. Menn verða að taka höndum saman um að tryggja að svo verði ekki. Höfundur er leiðtogi sjálfstæðis- manna í borgarstjórn Reykjavíkur. Unnið gegn hagsmunum launafólks HREYFING verka- lýðsins á íslandi heldur áfram að berjast gegn hagsmunum félags- manna sinna. Núna með árangri, því samið hefur verið um 91 þús. króna lágmarkslaun. Þegar slíku launa- gólfi er þröngvað upp á atvinnurekendur og launþega skapast at- vinnuleysi. Af hverju? I stuttu máli vegna þess að þegar verð á vöru er hækkað minnk- ar spurn eftir henni. Af hverju ekki að hækka lágmarkslaun í 200 Lágmarkslaun Lágmarkslaun, segir Ivar Páll Jónsson, skapa atvinnuleysi og vinna því gegn hagsmunum þeirra lægstlaunuðu. þúsund krónur? Von- andi dettur fáum í hug að berjast fyrir slíkri hækkun, en hún myndi að sjálfsögðu hafa óæskileg áhrif á fyrir- tæki í landinu; senni- lega setja mörg þeirra á hausinn og neyða önnur til uppsagna. Varla væri það starfs- fólkinu í vil? Á hagfræðimáli er talað um að eftirspurn sé teygin þegar hún eykst við lækkun verðs ívar Páll og minnkar við hækkun Jónsson verðs. Spurn eftir vinnuafli er teygin. Um það eru hagfræðingar sammála. Þegar lágmarkslaun eru ákveðin 91 þúsund krónur missir fólk líka vinnuna. Kannski ekki jafn margir og í dæminu um 200 þúsundin, en einhverjir þó. Þess vegna er sorglegt að fylgjast með forystumönnum verkalýðshreyfingarinnar vera að vinna gegn hagsmunum þeirra sem þeir þykjast vera að hjálpa. Höfundur er hagfræðinemi og ritstjóri Minimalstate.com, (slenska frjálshyggjuvefjarins d ensku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.