Morgunblaðið - 14.03.2000, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 14.03.2000, Blaðsíða 56
Tilboð mtz og # BllfM koupouki vetrarvörur MORGUNBLAÐIÐ ÍDAG VELVAKAIVDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Metrafárið í veðurfréttunum EG er alveg sammála þeim sem vilja afnema metrafár- ið í veðurfréttunum. Ég vii að aftur verði notast við hin gömlu orðtök, svo sem logn, golu og kalda, stinn- ingskalda, rok og ofsarok. Ég þekki fólk sem segist vera hætt að hlusta á veð- urfréttimar síðan nýja kerfinu var komið á. Ég er ekki frá því að þeir sem voru fastir í bílunumá Hell- isheiðinni nú á dögunum hafi ruglast á metrunum. Eldri borgari. Oskudagssælgætið BJÖRG hafði samband við Velvakanda og vildi koma á framfæri óánægju sinni með sælgætið sem börnin hennar fengu á öskudag- inn. Þau fóru fjögur saman út að syngja og fengu fullt af sælgæti. Þau vom látin bíða með að borða sælgætið fram á laugardag. Þegar átti að fara að gæða sér á gottinu, kom í ljós að það var allt meira og minna út- mnnið í desember 1999. Finnst henni þetta afar lé- legt hjá verslunum, það mætti frekar hafa sælgætið minna fyrir hvern og einn, en hafa það nýtt. Strætisvagnar Reykjavíkur ÉG er rosalega óhress með breytingarnar hjá Strætis- vögnum Reykjavíkur. Það er alltaf verið að breyta strætisvagnaleiðunum og númerunum á vögnunum. Það er til dæmis nýbúið að breyta leið 6 sem keyrir hjá Arnarbakka. Þetta er sér- staklega bagalegt fyrir fólk sem notar mikið strætis- vagnana og eldra fólk. Sigríður Johnsen. GSM-sími týndist NOKIA 5110 GSM-sími týndist aðfaranótt sunnu- dagsins 12. mars sl. Kona, sem var að koma frá skemmtistaðnum Catalínu í Kópavogi, fékk far með rauðum station-bíl inn í Nökkvavog. Hún heldur jafnvel að síminn hafi getað orðið eftir í bflnum. Skilvís finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband við Maríu í síma 555-3962 eða 552-2077. Nokia 6110 týndist GSM-simi af gerðinni Nok- ia 6110, týndist um hádeg- isbilið föstudaginn 3. mars sl. annaðhvort við Grettis- götu eða við Laugaveg. Skilvís finnandi vinsam- legast hringi í síma 552- 0587. GSM-sími týndist GSM-SÍMI, Nokia 6110, týndist á Wunderbar, laug- ardagskvöldið 11. mars sl. Finnandi vinsamlegast hafi samband við Jóhönnu í síma 567-6097 eða 863- 3282. Apwtekið Nýskráð fyrirtæki — mikil sala 1. Frábær sólbaðstofa á einstaklega góðum stað í borginni. Nýlegir bekkir og flest nýendurnýjað í fyrirtækinu. Besta verð á sólbað- stofu sem við höfum séð í langan tíma. Mikil og góð viðskipti sem má auka. 2. Gömul og þekkt prentsmiðja, einstaklega vel tækjum búin, sem Ijósritar, er með tölvuvinnslu, leiser-útprentanir og vinnur mest í smærri verkum. Flytur hráefni inn sjálf. Vel staðsett í borginni. Traust fyrirtæki með mikið af föstum og góðum viðskiptavinum. 3. Tölvuskóli á stórhöfuðborgarsvæðinu. Leggur mikla áherslu á hönnunarvinnu. Mjög góð aðstaða og tæki. Námskeið í gangi. Einnig tilvalið sem útibú frá stærri tölvuskóla. í tölvunum er fram- tíðin. 4. Frábært leiktækjafyrirtæki til sölu sem er staður fyrir börn á aldrin- um 2ja til 12 ára. Veitingaaðstaða fylgir með. Geysimiklir möguleik- ar. Mikið um afmælisveislur og hópsamkomur. Svona staðir eru mjög vinsælir erlendis og verða hér einnig. 5. Sérstakur söluturn sem er með bílalúgu og hefur verið mikið end- urnýjaður. Myndbandaleiga ervaxandi. Spilakassasr gefa góðan pening. Mjög góð afkoma, sérstaklega lág húsaleiga. Gott verð fyrir gott fyrirtæki. 6. Skyndibita- og matsölustaður er selur mikið af mexíkóskum mat sem er mjög vinsæll í dag. Heimsendingarþjónusta. Frábært eldhús og mjög snyrtilegur matsalur og bar. Hlaðborð um helgar. 7. Fataverslun fyrir konur á heitasta stað á Laugaveginum. Sami eigandi í 15 ár. Góð sambönd fylgja með. Þekkt fyrirtæki með ágæta verslun og góða afkomu. Laus strax. Sanngjarnt verð. 8. Söluturn með mjög mikla veltu, sem selur sælgæti, nýlenduvörur og leigir út myndbönd. Lottó á staðnum og spilakassi. Mjög vinsæl hverfismiðstöð í miðborginni, þar sem íbúarnir koma til að spjalla og versla. Verðið er ótrúlega hagstætt miðað við veltu. 9. Einkaklúbbur með billjarðborðum, gufu, heitum potti, búningsher- bergi, fundarherbergi, eldhúsi, veislusal, setustofu með þægilegum stólum og sófum, stóru sjónvarpi, vínveitingaleyfi, matsal og plássi fyrir súlur. Húsnæðið getur einnig verið til sölu. 10. Frábær sérverslun á einstaklega góðum stað við Laugaveginn. Selur gjafavörur og búsáhöld sem er eigin innflutningur og enginn annar er með. Mjög fallegar og seljanlegarvörur. Vel þekkt ver- slun þó hún sé ekki gömul að árum. Öðruvísi verslun fyrirfram- sækið, smekklegt fólk. Mikið af stórum fyrirtækjum á skrá. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. umnnimEtjinn SUOURVE R I SÍMAR581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. Fjárfestar athugið! Öll almenn verðbréfaviðskipti með skráð og óskráð verðbréf. IVerðbréfamiðlunin hf -Verðbréf Löggilt óháð fyrirtæki í verðbréfaþjónustu • Aðili að Verðbréfaþingi íslands • Suðurlandsbraut 46 • Sími: 568 10 20 Maður og kona á göngu. Morgunblaðið/Kristinn Víkverji skrifar... AÐ er ekki ofsögum sagt að Vík- verji sé ósáttur við viðskipti sín við fyrirtækið Landssímann, sem er í einkaeigu rfldsins. Hann hefur oft kvartað undan samskiptum sínum við þetta fyrirtæki og forvera þess Póst og síma og haft til þess ærna ástæðu. Nú hefur reyndar að mati Víkverja keyrt um þverbak. Heima- sími hans hefur verið bilaður frá því um miðjan febrúar og hafa stöðugar kvartanir engan árangur borið. xxx AÐ VAR um miðja þriðju viku síðastliðins febrúarmánaðar, að ólag komst á heimasímann. Við skötuhjúin héldum að það væri vegna rafmagnstruflana og skiptum um rafhlöður í síma og símanúmera- birti, en ekkert lagaðist. Við gátum hvorki hringt úr símanum né svarað símtölum. I ofanálag fór símanúm- erabirtirinn að tala við okkur á dönsku, í þau örfáu skipti, sem hann var með lífsmarki. Laugardaginn 19. febrúar var hringt í bilanir þar var staðfest að síminn væri ekki í lagi, en ekki væri ljóst hver mein- semdin væri. Hófst svo gangan milli Heródesar og Pílatusar. Eftir helg- ina kom í ljós að það var bilun ein- hvers staðar í jörðinni og úrbótum lofað eins fljótt og unnt væri. En úr- bæturnar létu á sér standa þó kvart- að væri reglulega. Það var vont veð- ur, erfitt að fara að grafa ofan í jörðina til að lagfæra einn einka- síma, það var svo mikið að gera, veðrið vont og kassamir fullir af snjó og svo voru þeir líka orðnir lé- legir. Svona gekk dælan í hvert skipti sem kvartað var, en í flestum tilfellum voru starfsmenn kvörtun- ardeildar og annarra deilda, sem málið kom, við kurteisir, en árang- urinn var enginn. Síðastliðinn föstu- dag, nota bene, þann 10. marz, datt starfsmönnum Landssímans svo loks í hug að lána okkur farsíma, okkur að kostnaðarlausu, svo við gætum verið í sambandi við um- heiminn. Það var þegið og jafnframt var heimanúmerið stillt í „gems- ann“, svo þeir sem þangað hringdu gátu nú loks eftir þrjár vikur náð sambandi við okkur með þeim hætti. Að vísu verðum við að borga sím- talaflutninginn úr heimanúmerinu í lánsgemsann. Víkverji vinnur tölu- vert á einkatölvu sína og þarf vegna þess að vera í sambandi við Netið. Það er óþarfi að taka það fram að um slíkt samband hefur ekki verið að ræða frá því síminn bilaði og lánsgemsinn breytir engu um það. Þá var okkur á föstudaginn enn einu sinni lofað að síminn kæmist í lag eftir helgina. Það hefur reyndar aldrei verið tekið fram eftir hvaða helgi það ætti að gerast. Víkverji skrifar þetta á mánudeginum 13. marz og bíður hann í ofvæni eftir því hvort þetta var helgin, sem um var talað. XXX SVONA þjónusta er náttúrlega fyrir neðan allar hellur og skelfileg til afspurnar fyrir fyrir- tæki, sem er að keppa á frjálsum markaði, þrátt fyrir að vera í eign ríkisins. Sjálfsagt hefur þetta lítil áhrif á verðmæti Landssímans á al- mennum markaði, þegar þar að kemur, hvort sem hann verður seld- ur í einu lagi eða einhverjum hlut- um. En hitt er nokkuð víst að um leið og annað fyrirtæki getur boðið sambærilega þjónustu, mun Vík- verji ekki hugsa sig tvisar um áður en hann kveður Landssímann. Það er að mati Víkverja mjög al- varlegt mál að svona lagað skuli eiga sér stað. Síminn er nauðsynlegt ör- yggistæki hverjum og einum og get- ur það skipt sköpum að hann sé í lagi, komi eitthvað fyrir. Víkverja hefur verið tjáð að í smáa letrinu í samningum við Landssímann um notkun síma, sé það tekið fram að líða megi fjórir dagar án þess að gert sé við bilanir og án þess að not- andi símans geti farið að vera með uppsteit. Gott og vel, en það stendur ábyggilega ekki fjórar vikur í smáa letrinu. xxx ÍKVERJI bíður nú spenntur eftir símareikningi fyrir þetta tímabil. Honum kæmi ekki á óvart að þurfa að borga fullt afnotagjald, en hann hefur í hyggju að fá útskrift af símtölum sínum úr heimasíman- um þetta tímabil. Það verður vafalít- ið fróðleg lesning. Víkverji hefur búið í núverandi húsnæði sínu í rúm þrjú ár. Þetta er í annað skiptið á þeim tíma, sem síminn bilar, en í fyrra skiptið tók það „bara“ fáeina daga að gera við. Það þótti Víkverja ekki boðlegt og nú tekur það aðeins fáeinar vikur. Víkverji getur ekki ímyndað sér að nokkrum þyki það boðlegt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.