Morgunblaðið - 14.03.2000, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.03.2000, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ PRIÐJUDAGUR 14. MARS 2000 13 HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Borgarlögmaður um gögn sem Framarar hafa lagt fram í deilu um Safamýrarsvæðið Safamýri Hefðbundin úthlutun til íþróttastarfsemi HJÖRLBIFUR Kvaran borgarlögmaður segir að sér sýnist að gögn þau sem Sveinn Andri Sveinsson, for- maður Fram, segir staðfesta eign félagsins á svæðinu við Safamýri styðji þá skoðun að svæðinu hafi verið úthlutað á hefðbundinn hátt undir íþróttastarfsemi. I því felist að félagið geti ekki selt landið undir aðra starfsemi. I dag mun borgarráð fjalla um bréf sem Fram hefur skrifað með ósk um samþykki við því að félagið selji félagsheimili sitt við Safamýri. „Því hefur aldrei verið hald- ið fram af Reykjavíkurborg að Fram væri þarna í heimildar- leysi, þannig að þetta eru eng- ar fréttir fyrir borgaryfir- völd,“ sagði Hjörleifur um frétt Morgunblaðsins af því að Framarar hefðu fundið gögn sem staðfestu eign félagsins á félagssvæðinu við Safamýri. „Það kemur fram í viðtalinu við Svein Andra að þeim hafi verið úthlutað þessari lóð á sínum tíma og það kemur al- veg heim og saman við okkar bækur. Það hefur aldrei verið ágreiningur um það og er al- veg ljóst að Fram er þama með fullri vitund, vitneskju og samþykki Reykjavíkurborg- ar.“ Þá sagði Hjörleifur að sér sýndist enginn ágreiningur geta verið um hvers eðlis rétt- indi félagsins til svæðisins væru. „Þarna er um að ræða hefðbundna úthlutun eins og önnur félög hafa fengið og það kemur þama fram að borgar- ráð hafi samþykkt að úthluta þeim þessu svæði. Þetta er eins og hver önnur úthlutun sem önnur íþróttafélög hafa fengið. Þetta er fyrir starf- semi Fram og ekkert annað og ef félagið þarf ekki á þessu svæði að halda þá skilar það landinu aftur til borgarinnar. En þeir selja þetta ekki undir einhverja aðra starfsemi. Samkvæmt aðalskipulagi er þetta íþróttasvæði og ef íþróttafélag hættir starfsemi sinni þá fellur þetta svæði aft- ur til borgarinnar." Að sögn Sveins Andra kem- ur fram í skjalinu, sem er frá borgarstjóratíð Gunnars Thoroddsen, að félagið eigi rétt til lands beggja vegna Miklubrautar. Hjörleifur sagðist ekki hafa skoðað það en svæði félagsins hefði verið afmarkað og hann kvaðst ekki telja að ágreiningur væri um það. „Mér er ókunnugt um ef það er ágreiningur um hvaða svæði það er sem Fram hefur til afnota. I það minnsta hafa menn ekki verið að halda því íram gagnvart borginni að það sé ágreiningur um hvem- ig svæðið lítur út.“ Bréf um sölu á félagsheimili Hjörleifur sagðist ekki vita til þess að Fram hefði átt í við- ræðum við borgina um svæðið í Safamýri en sagði að í dag yrði tekið fyrir í borgarráði bréf þar sem Fram fer fram á að mega selja félagsheimili sitt á svæðinu. Áður hefur komið fram í Morgunblaðinu að hugmyndir séu uppi um að rekstur félagsmiðstöðvarinn- ar Tónabæjar verði færður yf- ir í Framheimilið. „Þeir óska heimildar til að mega selja féalgsheimilið og ég held að það sé rétt af þeim að þeir þurfa að bera það undir Reykjavíkurborg, og væntan- lega ríkið líka, sem hafa borg- að stærsta hlutann í þessu fé- lagsheimili. Ég held að það sé rétt af þeim að bera undir borgina hvort hún heimili fyr- ir sitt leyti sölu. Þetta hús er samþykkt sem félagsheimili og ég held að það verði ekki selt undir hvaða starfsemi sem er og að þeir selji það ekki nema að fengnu sam- þykki Reykjavíkurborgar bæði vegna þess hvemig stað- ið var að byggingunni og fjár- mögnun hennar og líka vegna þess að, nema einhver annar ætli að reka þarna félags- heimili, þarf þetta sérstaka skoðun skipulagslega og það er ekki síður mikilvægt." Rætt við kjötborð Nýkaups Hjörleilúr sagðist þannig engan veginn telja að plaggið, sem Framarar hafa fundið, styddi að félagssvæðið væri eignarland félagsins enda kæmi fram í samtali Morgun- blaðsins við Svein Andra síð- astliðinn laugardag að það hefði falast eftir 50 ára leigu: lóðarsamningi við borgina. „í slíkum samningi er landið leigt undir íþróttastarfsemi og ekki neitt annað, hvorki verslunarstarfsemi né annað. Önnur starfsemi en íþrótta- starfsemi er ekki heimiluð. Það er slíkur samningur sem hægt væri að gera við Fram,“ sagði Hjörleifur. Hann sagði að það hefði á sínum tíma tafið viðræður við félagið að svæðið var ekki endanlega afmarkað en svæði félagsins hefði verið skert í góðu samkomulagi við Framara þegar undirgöng voru gerð undir Miklubraut vegna beygju að Kringlunni. „En ég held að það eigi alveg að liggja fyrir hvemig svæðið lítur út.“ Þá sagði Hjörleifur að Sveinn Andri hefði sagt að engin andstaða væri í ráðhús- inu við gerð 50 ára leigusamn- ings en sagðist aðeins hafa rætt málið lauslega einu sinni við Svein Andra þegar báðir biðu eftir afgreiðslu við kjöt- borðið í Nýkaupi. „Það voru engar formlegar viðræður milli Fram og Reykjavíkur- borgar sem þar fóru fram,“ sagði Hjörleifiir. Fram hefur komið að Fram kunni að hafa áhuga á í fram- tíðinni að leita fyrir sér með samstarf eða samvinnu við t.d. Fjölni í Grafarvogi eða Þrótt í Reykjavík og Hjörleifur var spurður hvort tilkall félagsins til Safamýrarsvæðisins væri ekki til marks um að það væri að reyna að auka verðmæti svæðisins í viðræðum við borgina um flutning í annað hverfi. Hann sagði að það væri annað mál. Borgin væri nýbúin að ganga í gegnum slíkt ferli með Þrótturum, sem fluttu starfsemi sína úr Sæviðarsundi á stærra svæði í Laugardal. „Þá var samið um að landið í Sæviðarsundi gengi til Reykjavíkurborgar og við lét- um þeim í té í staðinn ágætis aðstöðu í Laugardalnum. Síð- an tók borgin landið í Sævið- arsundinu til sinna nota, bjó til skipulag og seldi lóðir. Það gerði Þróttur ekki. Borgin keypti félagsheimilið Þrótt- heima af Þrótti og lét þá í staðinn hafa annað hús inni í Laugardal, sem borgin byggði með Þrótti og fyrir Þrótt. Þannig vinna menn þessi mál. Þegar menn þurfa ekki lengur á svæði að halda eða vilja flytja sig, kemur borgin inn í það og aðstoðar félögin.“ Um hugsanlega afgreiðslu borgarráðs á erindi Fram um heimild til sölu á félagsheimil- inu sagði Hjörleifur að það kæmi í ljós en sagði að sér skildist að félagið teldi sig ekki þurfa á félagsheimilinu að halda og geta komið starf- semi sinni fyrir í íþróttahús- inu við Safamýri. „Það getur verið mikil skynsemi í því að vera ekki að reka tvö hús,“ sagði Hjörleifur. Morgunblaðið/Ómar Matmálstími í Laugardal GEITIN er dýr mánaðarins í Húsdýragarðin- um og leggur starfsfólk garðsins nú áherslu á fróðleik um geitur, auk þess sem fyrstu kiðl- ingar ársins fæðast væntanlega einhvern næstu daga. En þótt geiturnar fái nú að vera í sviðsljósinu þurfa aðrir íbúar garðsins sitt og sem fyrr finnst áhorfendum gaman að fylgj- ast með því þegar selimir gæða sér á síldinni. Samstarfsnefnd um afbrota- og fíkniefnavarnir í Reykjavík starfar áfram Áhersla á forvarnir og liverfalöggæslu Reykjavík ÁKVEÐIÐ hefur verið á fundi borgarráðs að sam- starfsnefnd um afbrota- og fíkniefnavamir í Reykjavík starfi áfram næstu tvö árin. Tilgangur nefndarinnar er að skapa vettvang fyrir þverfag- legt samstarf þeirra aðila sem starfa í þessum málaflokkum og að tryggja samræmda stefnu í þeim. Þannig er nefndinni ætlað að draga úr neyslu fíkniefna og auka ör- yggi borgaranna. Á þessu ári verður lögð megináhersla á að styðja við og efla þverfag- legt forvarnarstarf í hverfum borgarinnar. Ástandið í mið- borginni batnar Samstarfsnefnd Reykja- víkurborgar um afbrota- og fíkniefnavarnir, SAF, var skipuð í ársbyrjun 1998 og tók við verkefnum vímuvarn- arnefndar ásamt nýjum verk- efnum á sviði afbrotavarna. Nefndin var á sínum tíma skipuð til tveggja ára. Á fund- um nefndarinnar hefur verið rætt hvort að tímabært væri að hún léti af störfum, en sök- um þess hve fíkniefnavarnir og önnur öryggismál eru orð- in umfangsmikil og vaxandi verkefni, er talin full ástæða til að framlengja starf nefnd- arinnar um tvö ár til viðbótar. Á fjárhagsáætlun borgar- innar lyrir þetta ár er gert ráð fyrir að fjárveiting til nefndarinnar verði 10 millj- ónir króna, sem er sama upp- hæð og nefndin hafði yfir að ráða á síðasta ári. Nefndin hefúr lagt fram greinargerð um afbrota- og fíkniefnavarnir á árinu 1999, ásamt starfsáætlun fyrir árið 2000. I greinargerðinni kem- ur fram að ástandið í miðborg Reykjavíkur hafi batnað mjög. Ölvun og mannsöfnuð- ur er þar mun minni, mjög lít- ið beri á unglingum undir lög- aldri og samsöfnun eldri unglinga. Þetta er samkvæmt upplýsingum lögreglu, starfs- manna borgarinnar og félaga- samtaka sem starfa í miðborg Reykjavíkur. Þennan árangur þakka menn öryggismyndavélum, lengdum afgreiðslutíma vín- veitingahúsa og því að for- eldrar virði útivistartíma barna og unglinga. Á þessu ári verður lögð áhersla á að efla þverfaglegt starf í hverfum borgarinnar. I flestum þeirra starfa sam- ráðsnefndir um málefni barna og unglinga og eru skipaðar m.a. af fulltrúum félagsmið- stöðva, skóla, félagsþjónust- unnar, lögreglu og æskulýðs- og íþróttafélaga. I starfsáætl- un SAF kemur fram að þetta samstarf hafi reynst afar vel og að vilji sé fyrir því í hverf- unum að tengsl þessara aðila verði aukin og styrkt. Hverfastarf með þátttöku íbúanna Innan SAF hefur verið samþykkt að skipta borginni í 8 svæði eða hverfi með tilliti til samstarfs um forvamir. SAF mun beita sér fyrir því að ákveðið verklag varðandi forvarnir verði tekið upp í hverfunum og að verkefni samráðsnefndanna verði að vinna að samræmdri for- vama- og vímuvarnaráætlun fyrir hvert hverfi. SAF mun síðan styðja kynningu og út- gáfu áætlunarinnar með ákveðinni fjárveitingu og að- stoða við öflun og miðlun upp- lýsinga og úrvinnslu rann- sókna. Samkvæmt tillögu SAF verður borginni skipt í eftir- talin hverfi vegna samstarfs um forvarnir: Grafavogs- hverfi með félagsmiðstöðv- amar Gufunesbæ, Fjörgyn og Sigyn, Árbæjarhverfi/ Kjalarnes með félagsmiðstöð- ina Ársel, Breiðholtshverfi með félagsmiðstöðvarnar Miðberg og Hólmasel, Bú- staða-, Smáíbúða- og Háaleit- ishverfi með félagsmiðstöðina Bústaði, Voga-, Heima-, Langholts-, Laugarness- og Laugalækjarhverfi með fé- lagsmiðstöðina Þróttheima, Hlíða- og Mýrahverfi/gamli Austubær/Þingholtin með fé- lagsmiðstöðina Tónabæ, Vesturbær/Miðbær/Skerja- fjörður með félagsmiðstöðina Frostaskjól og áttunda hverf- ið er síðan miðbærinn. Nú þegar er í gangi sveit- arfélagaverkefni í Vestur- bænum, sem er undir hand- leiðslu SÁÁ með sérstökum styrk frá Forvarnarsjóði. SAF átti fmmkvæði að verk- efninu, sem hófst í mars á síð- asta ári og lýkur nú í vor. Hverfalöggæsla skilar góðum árangri í nóvember á síðasta ári hófst undirbúningur sam- starfsverkefnis um öruggara og betra líf í Efra-Breiðholti undir heitinu Efra-Breiðholt - okkar mál. Ráðinn var verk- efnisstjóri í hálfa stöðu og skipaður stýrihópur með þeim fulltrúum stofnana borgarinnar sem starfa í hverfinu. Markmið þessa verkefnis er að afla upplýs- inga, þróa hugmyndir og hrinda í framkvæmd verkefn- um sem eru til þess fallin að bæta líðan og ánægju íbúanna í hverfinu, og er þetta starf unnið með þátttöku íbúanna. Á vettvangi SAF var á síð- asta ári fjallað um fyrirkomu- lag fjölskylduráðgjafar, en niðurstaðan varð sú að Fé- lagsþjónustan í Reykjavík tók að sér framkvæmd málsins og var stefnt að því að Félags- þjónustan og Fjölskyldumið- stöðin myndu hefja rekstur fjölskylduráðgjafar á þessu ári. Markmiðið með því er að gefa reykvískum barnafjöl- skyldum kost á faglega sterkri, aðgengilegri og við- bragðsskjótri þjónustu með fjölskylduráðgjöf og/eða með- ferð eftir viðtal eða tilvísun. Tilraunaverkefni lög- reglunnar um hverfalöggæslu í Bústaða- og Háaleitishverfi hélt áfram á fyrstu mánuðum síðasta árs. Það þótti takast vel og í greinargerð lög- reglunnar er það talið hafa skilað góðum árangri, þann tíma sem það varði. Verkefnið var lagt af í byjun sumars vegna manneklu og fjár- hagsvanda lögreglunnar. I starfsáætlun SAF er gert ráð fyrir að halda áfram með samstarfsverkefnið hverfa- löggæslu, þar sem að unnið verði að því að hvetja lög- regluna til að auka hverfa- bundið starf og að lögreglan verði sýnileg. Þá verði einnig lögð áhersla á að sömu lög- reglumenn starfi í ákveðnum hverfum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.