Morgunblaðið - 14.03.2000, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 14.03.2000, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ PltrgmulíIiiMI* STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. TÖLVURÁ HVERT HEIMILI ÞAÐ ER skemmtilegt framtak hjá Eimskipafélagi íslands að bjóða starfsfólki sínu tölvu heim ásamt nauðsynlegum búnaði gegn vægu mánaðarlegu gjaldi í þrjú ár en að tölvan sé þeirra eign að því loknu. Þetta framtak kemur bæði fyrirtækinu og starfsmönnum þess til góða. I fyrsta lagi stuðlar það almennt að aukinni tölvuvæðingu heimilanna en þótt tölvunotkun sé almenn er ljóst að hér er um töluverð útgjöld fyrir fólk að ræða auk þess, sem tölvur eru þeirrar gerðar að þær þarf að endurnýja á nokkurra ára fresti. Með þessu boði auðveldar Eimskipafé- lagið starfsfólki sínu að tölvuvæða heimilin og það skilar sér með margvíslegum hætti til starfsfólksins sérstaklega en líka til þjóðfélagsins alls. I öðru lagi færist það sífellt í vöxt að starfsfólk fyrirtækja vinni heima hjá sér beintengt við fyrirtækið bæði með póst- kerfi og eins getur starfsfólkið farið inn á sitt venjulega starfsumhverfi og unnið heima með sama hætti og í vinnunni. Með þessu getur sparazt vinnuaðstaða inni í fyrirtækinu en starfsmaðurinn er samt í fullu starfi, en getur að auki sinnt öðrum persónubundnum störfum á heimili sínu án þess að það trufli störfin í vinnunni. Þetta getur verið hagkvæmt bæði fyr- ir fyrirtækið og starfsmanninn. Líklegt má telja að slík heimavinna starfsmanna muni aukast mjög á næstu árum. Þannig er aðkoma fólks að vinnu sífellt að breytast með nýrri tækni og nýjum tækifærum. Bæði fyrirtækið og heimilin hagnast á slíku fyrirkomulagi. Benedikt Sveinsson, stjórnarformaður Eimskipafélags Is- lands, sagði á aðalfundinum síðastliðinn föstudag: „I þekking- arþjóðfélagi nýrrar aldar verður mannauðurinn sífellt mikil- vægari og fyrir íslenskt athafnalíf þarf að tryggja sem besta menntun og nýtingu upplýsingatækninnar á sem flestum svið- um. Með tengingu við póstkerfi félagsins og Netið verða öll samskipti milli starfsmanna og við umhverfíð auðveldari, bæði í vinnutíma og utan hans. Framtíðarsýn okkar íslend- inga á að vera sú að við verðum ávallt í fararbroddi þjóða heims við nýtingu upplýsingatækninnar í þágu bætts mann- lífs og aukinnar hagsældar. Eimskip vill leggja sitt af mörkum í þessu efni.“ Undir þessi orð Benedikts Sveinssonar má taka og ekki ólíklegt að önnur fyrirtæki verði til þess að fylgja fordæmi Eimskipafélagsins að þessu leyti. Almenn tölvuvæðing lands- manna er ein helzta forsenda þess, að okkur takist að tryggja hér góð lífskjör og batnandi efnahag á næstu árum. Þess vegna er ánægjulegt að einkafyrirtæki taki frumkvæði sem þetta. A næstu misserum þarf að leggja mikla áherzlu á tölvu- væðingu landsbyggðarinnar og tryggja að hún standi jafnfæt- is þéttbýlissvæðinu á suðvesturhorninu í þessum efnum. SIGUR AZNARS JOSE María Aznar, forsætisráðherra og leiðtogi Þjóðarflokks- ins, er ótvíræður sigurvegari þingkosninganna á Spáni um helgina. Fyrir kosningamar bentu flestar kannanir til að Aznar og flokkur hans myndu hafa sigur en fæstir áttu þó von á því að honum myndi takast að tryggja sér hreinan meirihluta á spænska þinginu. Þetta er í fyrsta skipti frá því að lýðræði var komið á á Spáni árið 1976 að hægriflokkur hefur hreinan þingmeirihluta og Aznar er nú ekki lengur háður stuðningi flokks katalóna. Fæstir töldu að Aznar væri til stórræðanna er hann myndaði ríkisstjóm í fyrsta skipti árið 1996. Hann hafði verið leiðtogi Þjóð- arflokksins frá 1989 og þótt fremur litlaus og laus við persónu- töfra. Aznar, sem hóf feril sinn sem skattaeftirlitsmaður en var íyrst kjörinn á þing 29 ára gamall, var nær óþekktur utan Spánar er hann tók fyrst við embætti forsætisráðherra. Á síðastliðnum fjómm ámm hefur hann hins vegar aflað sér virðingar jafnt innan Spánar sem utan. Sem leiðtogi Þjóðarflokksins hefur hann unnið staðfastlega að því að færa flokkinn sinn inn á hina pólitísku miðju. Þar með hefur hann breytt ásýnd flokksins í augum kjósenda, sem margir hverj- ir hafa verið hikandi við að veita hægriflokkum stuðning vegna hinnar pólitísku arfleifðar Franco-tímans. Sigur Aznars og Þjóðarflokksins má þó líklega fyrst og fremst rekja til stöðu efnahagsmála. Núverandi stjóm tókst að tryggja aðild Spánveija að EMU, en lengi efuðust margir um að Spán- veijum myndi takast að uppfylla þau skilyrði, sem sett vom fyrir aðild að myntbandalaginu. Hagvöxtur hefur verið mikill og stöð- ugur, um 4% að jafnaði, og tekist hefur að draga vemlega úr at- vinnuleysi, þótt það sé enn mikið (um 15%) og eitt helsta efna- hagslega og félagslega vandamál Spánar. Spánn hefur skipað sér í hóp leiðandi ríkja Evrópusam- bandsins og Aznar er líklega sá stjómmálamaður á hægri væng evrópskra stjómmála, sem hvað mest kveður að. Nýr sauðfjársamningur fer í almenna atkvæðagreiðslu meðal bænda Stefnt að því að fækka sauðfé um 45 þúsund Með nýjum samningi milli ríkisins og sauð- fjárbænda er stefnt að því að fækka sauðfé í landinu um 45 þúsund og ætlar ríkið að verja til þess allt að 990 milljónum. Samningurinn kveður á um gæðastýringu og í honum er að fínna hvata fyrir bændur til að skila góðum afurðum og ganga vel um landið. Egill Ólafs- son kynnti sér nýja samninginn. Framleiðsla og sala sauðfjárafurða 1990-1999 (_ pramleiðsla ■| 0 --þús. tonn 9-rr 8 7 6 5 4 3 2 1 0 Sala 8,643 6,913 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 Sala kjöts á hvern íbúa 1994-99 Núverandi sauðfjársamningur Beingreiðslur milljónir kr. 1.654 Vaxta- og geymslukostnaður 252 Niðurgreiðslur á ull 235 Hagræðing og vöruþróun 45 Umhverfisverkefni 22 Samtals 2.208 Tilboð ríkisins um nýjan samning Beingreiðslur og jöfnunargreiðslur milljónir kr. 1.800 Þróunar- og þjónustukostnaður 235 Niðurgreiðslur á ull 220 Fagmennska og landbætur 35 Samtals 2.290 Miðað er við að 45.000 ærgildi verði keypt upp. Þá verður árlegur sparnaður ríkisins á beingreiðslulið 198 milljónir kr. Endurúthlutun 25.000 ærgilda, 110 milljónir kr. Samtals árlegur kostnaður ríkisins 2.202 Til viðbótar er boðið uppkaupafé, allt að 990 milljónum kr. ARIÐ 1991 var gerður samn- ingur milli ríkisins og bænda þar sem tekin var sú stefnumótandi ákvörð- un að leggja niður útflutningsbætur og bændur tóku alfarið sjálfir á sig ábyrgð á framleiðslunni, en ábyrgðin hafði áður hvílt á ríkisvaldinu. Jafn- framt voru teknar upp beinar greiðsl- ur úi' ríkissjóði til bænda, en áður fór stuðningur ríkisins í gegn um heild- sölustigið. Árið 1995 var gerður nýr samning- ur þar sem gerð var sú breyting að verðlagning á kindakjöti var gefin frjáls. Jafnframt var framleiðslustýr- ing afnumin. Bændur gátu framleitt eins og þeir vildu en stuðningur ríkis- ins var hins vegar takmarkaður við greiðslumark hvers lögbýlis. Kjöt sem ekki seldist á innanlandsmarkaði urðu bændur að selja úr landi. Léleg afkoma sem fór versnandi í fyrra Afkoma í sauðfjárrækt á Islandi hefur verið slæm til margra ára. Sam- kvæmt skýrslu sem Byggðastofnun tók saman á síðasta ári voru árslaun sauðfjárbónda á meðalbúi 824 þúsund krónur á árinu 1998. I skýrslunni kemur jafnframt fram að horfur séu á að tekjurnar lækki á árinu 1999 m.a. vegna lækkunar á gæruverði. Bók- færðar eignir sauðfjárbænda lækk- uðu um 288 þúsund á árinu 1998 og skuldir þeirra hækkuðu um 600 þús- und. Frá 1991-1998 lækkuðu tekjur sauðfjárbænda um 19,9% á sama tíma og kaupmáttur almennra launþega hækkaði um 14,8%. Þó endanlegar tölur liggi ekki fyrir um síðasta ár liggur fyrir að þessi munur hefur enn aukist. Þess ber að geta að afkoma sauð- fjárbænda batnaði 1997 og 1998, en versnaði á síðasta ári þegar saman fór samdráttur í kindakjötssölu, hrun á gærumarkaði og lágt verð á ull. Sala á kindakjöti hefur dregist saman ár frá ári mörg um liðin ár ef árið 1998 er undanskilið en þá jókst salan. Á síðasta ári nam samdráttur- inn 1,6%, en framleiðslan jókst hins vegar um 5,7%. Það er athyglisvert að framleiðslan á síðasta ári var nánast sú sama og við upphafs þess sauðfjár- samnings sem nú er að falla úr gildi eða 8.600 tonn. Oflítilbú Á síðustu árum hefur sú þróun orð- ið í landbúnaði að búum hefur fækkað, en þau hafa jafnframt stækkað. Þessi þróun hefur gengið mjög hratt í mjólkurframleiðslu og svínarækt svo dæmi sé tekið. Mjólkurframleiðend- um fækkaði um 3,5% árið 1998, sem jafngildir að einn bóndi hætti í hverri viku. Þróunin hefur hins vegar verið mun hægari í sauðfjárræktinni. Árið 1998 fækkaði framleiðendum um 1,5%. Samdráttur liðinna ára hefur leitt til þess að sauðfjárbúin hafa smátt og smátt orðið minni. í Búnaðarritinu fyrir árið 1998, þar sem fjallað er um afkomu í sauðfjárrækt, er komist að þeirri meginniðurstöðu að vandi sauð- fjárræktarinnar liggi í því að búin séu orðin of lítil og nýting fastafjármuna og vinnuafls sé ekki nógu góð. Stuðningurinn tengdur gæðastýringu Bændur og stjórnvöld hafa reynt að stuðla að fækkun bænda, en gild rök virðist mega færa fyrir því að ekki hafí verið gengið nægilega langt í þeim efnum. í samningi ríkisins og bænda um sauðfjárræktina, sem gerður var 1995, var samið um að rík- ið styrkti bændur til að hætta búskap. Markmiðið var að fækka sauðfé um 30.000 fjár. Þetta markmið náðist og gott betur. Sauðfé fækkaði úr 500.000 í 460.000. Frá 1995 hefur hins vegar sauðfé í landinu fjölgað ár frá ári og nú er álíka margar kindur í landinu eins og þegar niðurskurðurinn hófst. í þeim sauðfjársamningi sem gerð- ur var um helgina er enn á ný gert ráð fyrir að ríkið stuðli að fækkun sauð- fjár með uppkaupum á greiðslumarki. Markmiðið nú er að fækka sauðfé um 45.000. Til þessa á að verja 800-1.000 milljónum króna. Bændum verða gerð tilboð og fæst 22.000 kr. fyrir ærgildið fyrir þá sem taka tilboðinu fyrir 15. nóvember í haust. Verðið lækkar síð- an ár frá ári og fer niður í 16.000 fyrir þá sem taka tilboðinu fyrir 15. nóvem- ber 2002. Þeir sem taka tilboði eftir þann tíma geta fengið greiðslur sem samsvara þriggja ára beingreiðslum frá ríkinu. Framkvæmdanefnd bú- vörusamninga getur tekið ákvörðun um að hætta uppkaupum þegar 45.000 ærgildi hafa verið keypt. I gamla sauðfjársamningnum var reynt að bæta stöðu bænda sem voru með stór og meðalstór bú með því að endurúthluta greiðslumarki sem ríkið keypti af bændum sem hættu búskap. Þetta ákvæði samningsins var reynd- ar umdeilt á sínum tíma. í nýja bú- vörusamningnum er reynt að styrkja stöðu þeirra bænda sem náð hafa bestum árangri í greininni og einnig þeirra sem hafa nýlega hafíð búskap. Þetta er gert með því að greiða sér- stakar jöfnunargreiðslur til bænda sem eru með óvenju miklar afurðir og þeirra sem hafa verið að stækka bú sín. Að hluta til er þetta gert með því að endurúthluta þeim stuðningi sem ríkið kaupir upp af bændum í upphafi samningstímabilsins. Aðalsteinn Jónsson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, segir að með þessu sé í reynd verið að byggja stuðning ríkisins við bændur á fleiri þáttum en greiðslumarkinu, sem að grunni til byggi á framleiðslu bænda á árunum 1976-1978. I nýja sauðfjársamningnum er að finna nýmæli um gæðastýringu í sauðfjárrækt. Það byggir á samkomu- lagi sem gert hefur verið milli sauð- fjárbænda, Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, Rannsóknastofnun land- búnaðarins, Samtök sláturleyfishafa, embætti yfirdýralæknis og Land- græðslu ríkisins. Bændur sem taka þátt í verkefninu verða að standast forsendur sem settar eru um land- notkun. Þeir verða að halda gæðadag- bók og fylgjast vel með gæðum fram- leiðslunnar. Gerðar eru kröfur um fóðrun, áburðarnotkun og fleira. Bændur sem taka þátt í verkefninu fá greiðslur sem geta numið að hámarki 100 kr/kg- Gert er ráð fyrir að álags- greiðslur, sem tengjast gæðastýr- ingu, fari vaxandi eftir því sem líður á samningstímann. Álagið á að nema 12,5% af heildarbeingreiðslum árið 2003, en nema 22,% í lok samnings- tímans árið 2007. Ágreiningur um framsal á greiðslumarki Það atriði sem helst hefur verið deilt um við gerð þessa sauðfjársamn- ings er um hvort heimila skuli frjálst framsal á greiðslumarki. Um þetta var tekist á síðasta aðalfundi Lands- samtaka sauðfjárbænda þannig að ljóst er að skiptar skoðanir eru um þetta meðal bænda. í skýrslu Byggðastofnunar um sauðfjárræktina frá því í fyrra er lögð höfuðáhersla á að opnað verði fyrir frjálst framsala á greiðslumarki milli framleiðenda. „Frjálst framsal greiðslumarks mun skapa svigrúm til nauðsynlegrar hagræðingar innan greinarinnar og færa framleiðsluna á færri hendur,“ segir í skýrslunni. Þar er jafnframt eindregið lagst gegn uppkaupum rík- isins á framleiðslurétti sem færi síðan til endurúthlutunar. Þetta er hins vegar sú leið sem farin er í nýja sauð- fjársamningnum og raunar hefur hún oft áður verið farin. Þeir sem mæla gegn frjálsu fram- sali segja að frjálst framsal leiði til þess að efnalitlir bændur skuldsetji sig með kaupum á greiðslumark af öðrum bændum. Óeðlilegt sé að nota takamarkaða fjármuni bænda með þessum hætti. Þeir sem vilja frjálst framsal benda aftur á móti á að þessi leið leiði til þess að það verði til mark- aðsverð á greiðslumarki og bændur geti selt greiðslumarkið og létt þannig á skuldum. I nýja sauðfjársamningnum varð samkomulag um að heimila frjálst framsal á greiðslumarki þegar upp- kaupum á 45.000 ærgildum er lokið og eigi síðar en 1. janúar 2004. Árlegur stuðningur 2,2 milljarðar Samkvæmt núverandi sauðfjár- samningi nemur árlegur stuðningur rikisins við sauðfjárbændur 2.208 milljónum, þar af fara 1.654 milljónir í beingreiðslur. Nýi samningurinn leið- ir til þess að árlegur stuðningur ríkis- ins verður nánast sá sami eða 2.290 milljónir. Þá er ótalinn kostnaður rík- isins við uppkaup, en hann getur orðið 990 milljónir ef markmið um uppkaup næst strax á fyrsta ári þegar verðið er hæst. Ari Teitsson, formaður Bænda- samtakanna, segir að samkvæmt nýja samningnum fari stærri hluti stuðn- ings ríkisins beint til bænda en áður. Ýmis kostnaður svo sem vaxta- og geymslukostnaður hafí verið færður beint til bænda. Hann segist gera sér vonir um að samningurinn styrki fjár- hagsstöðu bænda. Akvæði um gæða- stýringu og fleira gefi bændum færi á að bæta umtalsvert stöðu sína. Sauðfjársamningurinn fer nú í al- menna kynningu meðal bænda, en forysta Bændasamtakanna áformar að halda á næstunni 20 fundi úti um allt land. Síðan fer hann í almenna at- kvæðagreiðslu og eiga allir sauðfjár- bændur sem eiga fleiri en 50 kindur rétt á að greiða atkvæði. ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2000 35 ' ' ' ...... '■ ..... ............. ...... M * / Háskóli Islands hefur bætt mjög aðgengi fyrir fatlaða að skólanum Heiðurs- verðlaun í norrænni samkeppni Ragna Ólafsdóttir og Arnfríður Ólafsdóttir námsráðgjafar með verðlaun- in, sem veitt voru Háskóla Islands fyrir aðgengi fatlaðra að æðri menntun. Fatlaðir nemendur við Háskóla Islands veturinn 1999-2000 66 Heyrnar- skertir Sjón- skertir 17 32 12 Hreyfi- Geðræn- Langv,- Lpsb.indir hamlaðir vandamál sjúkdómar LesD,inair NORRÆNA nefndin í mál- efnum fatlaðra (Nordiska Handikappolitiska Radet NHR) efndi í annað sinn til samkeppni sem að þessu sinni bar yf- irskriftina ,Aðgengi fatlaðra að æðri menntun“. Skólum á háskólastigi á Norðurlöndunum var boðin þátttaka og þurftu þeir að senda inn lýsingu á þeirri þjónustu sem fötluðum stúdent- um er veitt til að auðvelda aðgengi þeirra að háskólanámi. Háskóli ís- lands var einn þeirra skóla sem hlaut verðlaun í samkeppninni. Stokkhólms- háskóli og Óslóarháskóli deildu með sér fyrsta sætinu og þrír skólar hlutu heiðursverðlaun, Háskóli íslands, Vesturjóska tónlistarakademían í Es- bjerg í Danmörku og Opni háskólinn í Jyvaskylas í Finnlandi. Arnfríður Ól- afsdóttir og Ragna Ólafsdóttir náms- ráðgjafar tóku við verðlaununum fyrir hönd Háskóla Islands í Hamar í Nor- egi í febrúar. 140 nemendur njóta aðstoðar „Við lítum á þessi verðlaun sem hvatningarverðlaun, og auðvitað við- urkenningu á því sem vel hefur verið gert hér við skólann. Aðstoðarkerfi háskólans er víðtækt og er fötluðum nemendum og nemendum með sér- þarfir veitt aðstoð og ráðgjöf miðað við þarfir hvers og eins. Með skipu- lögðu stuðningskerfi er leitast við að jafna stöðu hins fatlaða nemanda til náms með því að draga úr áhrifum fötlunarinnar. Þessi hópur nemenda hefur stækkað á undanförnum árum og eru nú um 140 nemendur sem fá einhver úrræði vegna fötlunar eða sérþarfa,“ segja þær Arnfríður og Ragna. En hvers konar fótlun eiga stúdentar við Háskóla íslands við að etja? „Við skólann eru hreyfihamlaðir, sjónskertir og heyrnarskertir nem- endur en stærsti hópurinn eru nem- endur með dyslexíu. Einnig má nefna nemendur sem eiga við langvarandi veikindi að stríða sem vissulega geta haft áhrif á námsframvindu og má í því sambandi nefna, flogaveiki, liða- gigt og ýmsa aðra sjúkdóma," svara þær Arnfríður og Ragna. „Fólk tengir orðið aðgengi oftast við aðgengi að byggingum en hér er verið að veita Háskóla íslands viður- kenningu fyrir aðgengi í víðasta skiln- ingi þess orðs og þá er ekki síður átt við aðgengi að námi, gögnum og kenn- urum heldur en byggingum,“ segir Ragna. „Samþykkt háskólaráðs um málefni fatlaðra stúdenta við Háskóla Islands frá 1995 lagði grunninn að þeirri stefnumótun sem námsráðgjafar, kennslusvið, deildarskrifstofur og kennarar vinna eftir. „Það er nauð- synlegt í öllu stuðningskerfi að hafa ákveðnar vinnureglur því annars get- ur jafnrétti breyst í misrétti,“ segir Arnfríður. Með samþykktinni er mót- uð ákveðin stefna í málefnum fatlaðra þar sem boðleiðir, viðbrögð og úrræði eru tilgreind. Aðstoðarkerfið er marg- þætt og sem dæmi má nefna túlka- þjónustu, aðstoðarmenn, stuðnings- tæki, námsgögn á tölvutæku formi og ýmis prófúrræði. Árið 1998 var tekið upp það nýmæli að Háskólinn og fatl- aðir nemendur og nemendur með sér- þarfir gera með sér samning þar sem Háskólinn skuldbindur sig til þess að veita nemandanum ákveðna aðstoð og nemandinn gerir námsáætlun í sam- ráði við námsráðgjafann. Með samn- ingnum er verið að tryggja skilvirkni og formfestu stuðningskerfisins og er samningurinn endumýjaður hvert há- skólaár. Hagsmunasamtök stúdenta Verðlaunaafhendingin fór fram í upphafi norskrar ráðstefnu í Hamar um aðgengi fatlaðra að æðri menntun og það sem vakti sérstaka athygli þeirra Amfríðar og Rögnu var hversu mikið málsvarar hagsmunasamtaka fatlaðra stúdenta létu að sér kveða á ráðstefnunni og sögðu að það væri tví- mælalaust styrkur fyrir fatlaða stúd- enta að stofna slík hagsmunasamtök. Norðurpólsfararnir láta vel af sér í 40 stiga frosti Hafa lagt að baki um 13 km í erfiðu færi ÍSLENSKU norðurpólsfaramir hafa nú gengið um 13 km af 800 á leið sinni til norðurpólsins og láta vel af sér í upphafí leiðangursins þrátt fyr- ir mikinn kulda og erfitt færi á köfl- um. Á sunnudag komust þeir hálfan fimmta kíló- metra frá klukkan 10.30 til 18.05 í ágætu skyggni. Snjórinn er mun dýpri en þeir bjuggust við, sem gerir sleðadráttinn erfiðan. Hins- vegar eru ísruðningarnir ekki eins miklir og búist var við og það kom þeim félög- unum Haraldi Emi Ólafssyni og Ing- þóri Bjarnasyni þægilega á óvart. Á sunnudag og í gær hringdu pól- fararnir úr Iridium-gervihnat tasíma sínum í bakvarðasveit sína á Islandi, sem hefur bækistöðvar í versluninni títilíf og gáfu skýrslu um stöðu mála. Blaðamaður Morgunblaðsins fylgdist með á sunnudag og talaði þá við Har- ald þegar klukkan var að ganga nfu að morgni hjá þeim Ingþóri og frost- ið um 40 stig. Haraldur sagði að þeim félögum hefði tekist ágætlega að takast á við aðstæðumar á fyrstu dögum ferðar- innar sem áætlað er að taki 60 daga. „Það hefur verið gríðarlega kalt hérna eins og við var að búast,“ sagði Haraldur. „Frostið hefur verið 40 til 45 stig en okkur hefur gengið ágætlega að glíma við kuldann. Það hefur komið okkur skemmtilega á óvart að ísruðningarnir eru heldur minni en við reiknuðum með í upphafi. Hins vegar er færið mjög þungt. Snjórinn er mjög djúpur og laus í sér, sem ger- ir okkur erfitt fyrir. Við reiknuðum ekki með að færið yrði svona slæmt en engu síður hefur okkur tekist ágætlega að takast á við aðstæðurnar og komast áfram.“ Aðspurður um tjaldlífið á fsnutn sagði Haraldur að það væri talsvert erfiðara en þeir Ingþór hefðu kynnst áð- ur, aðallcga vegna kuldans. „Þetta er erfitt að mörgu leyti, eins og t.d. að kveikja á hitunartækjum til að hita upp tjaldið. Eldsneytið er svo kalt, að það brennur illa f byrjun en sfðan fer að ganga betur þegar búið er að kveikja upp. Okkur er oft tölu- vert kalt þegar við komunt inn í tjald- ið og einnig er erfitt að komast upp úr svefnpokunum á morgnana, bytja að klæða sig og kveikja upp. Þetta horfir þó til batnaðar enda erum við allir að koma til. Það er okkar reynsla að það taki alltaf nokkra daga að venjast öllum aðstæðum.“ Svitinn loðir við likamann á nóttunni Til að gefa nánari mynd af tjaldlíf- inu má þess geta pólfararnir þurfa að fara ofan í plastpoka í líka- msstærð áður en þeir skrfða í svefn- poka að kvöldi. Þetta er gert til að hindra að svitinn fari út í svefnpok- Ljósmynd/Ólafur Öm Haraldsson „Frostið hefur verið 40 til 45 stig en okkur hefur gengið ágætlega að glfma við kuldann," sagði Haraldur Örn Ólafsson á sunnu- dag þegar hann hringdi til Islands á sunnudag úr Iridium-gervi- hnattasfmanum. ana, frjósi þar og geri þá gagnslausa með tfmanum. Þetta hefur í för með sér að svitinn loðir við líkama þeirra á nóttunni og getur það orðið óþægi- legt í kuldanum. „Maður er allur þvalur en við höf- um passað okkur á því að vera rétt klæddir þannig að svitinn geti skilað sér sem mest út á göngunni. Kuldinn er hins vegar það mikill að við svitn- um sáralftið á göngunni sjálfri," sagði Haraldur. Hélt að kominn væri hvítabjöm Þeir félagar hafa ekki orðið varir við hvftabirni, ólfkt a.m.k. tveimur norrænum leiðöngrum, sem stefndu á pólinn frá Síberíu. Fram hefur komið að minna er um hvítabimi Kanadamegin, þaðan sem Islending- amir ganga, en engu sfður em þeir vopnaðir og hafa varann á sér. „Við reynum að hafa ekki of miklar áhyggjur af hvítabjömum en við lít- um þó í kringum okkur á daginn og höfum varann á okkur á nóttunni. Síðustu nótt [aðfaranótt laugardags] hélt ég t.d. að hvítabjörn væri kom- inn í heimsókn en þá vora það bara hrotumar í Ingþóri sem höfðu rask- að svefnró minni og vakið gransemd- ir mínar,“ sagði Haraldur léttur í bragði. Sænskur pólfari varð að snúa við A.m.k. þrettán manns í fimm leiðöngrum vom að reyna að ná norðurpólnum um helgina þegar fækkaði um einn á sunnudag. Ungur Svfi í þriggja manna sænskum Ieið- angri þurfti að yfirgefa félaga sína og snúa við með slæmt kal á höndum. Hann var nýkominn út á fsinn en hann lagði af stað með félögum sín- um sama dag og Haraldur og Ingþór. Svíinn var ásamt félögum sfnum kominn lengra út á fsinn en Islend- ingamir enda með mun léttari byrð- ar og mætti Haraldi og Ingþóri á bakaleiðinni. Hann gat látið þeim í té gagnlegar upplýsingar um það sem framundan væri og eru því íslend- ingarnir vel undirbúnir fyrir næstu lotu. Svfinn mun hafa verið mjög illa haldinn af kalsárum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.