Morgunblaðið - 14.03.2000, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 14.03.2000, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Kássast upp / • S ajussur Heimspekin glímir nú við óttann við að vera ekki það sem hún hélt sig vera, sér- staka eða öllu heldur einstaka frœðilega orðræðu um manninn ogheiminn. F RÁ ÞVÍ í byrjun árs hafa nokkrir sérvitring- ar úr íslenska fræði- mannasamfélaginu komið saman í Norræna húsinu á hálfsmánaðarfresti til að svara þessari spurningu: Hvað er póst- módemismi? Spekingarnir munu halda áfram að spjalla fram á vor en enn sem komið er hafa þeir ekki gert markverða tilraun til að svara spurningunni. Eitt ein- kenni póstmódernismans hefur hins vegar komið fram í máli þeirra flestra og það er óvissan um eigin stöðu, sjálfsmyndar- ki-eppan sem virðist stafa af þeh-ri upplausn sem einkennt hefur fræðaheiminn á undan- förnum áratugum. Áður vissu menn hvar þeir stóðu, hverjum þeir tilheyrðu og hvers var ætlast til af þeim en nú hafa markalínur riðlast eða VIÐHORF Eftir Þröst Helgason jafnvel máðst burt og því erfitt að sjá hvernig landið liggur. Þessar hræringar hafa einkum komið út í aðferðafræðilegu ör- yggisleysi sem hrjáð hefur flestar greinar hugvísinda hér á landi síðustu ár. Um þessar mundir birtist það með hvað skýrustum hætti í sagnfræðinni þar sem mikil umræða fer fram um hefð og póstmódemisma, um afstæðis- hyggju, sannleikshugtakið og samband texta og veruleika. Sjá mátti merki þessa titrings meðal sagnfræðinga í fyrirlestrum Davíðs Ólafssonar og Gunnars Karlssonar í Norræna húsinu og sömuleiðis í umræðunni sem fylgt hefur í kjölfarið í vefritinu Kist- unni. (Allir íyrirlestrarnir eru birtir í Kistunni auk fyrirspurna og athugasemda um þá.) Sjálfsmyndarkreppan endur- speglast einnig í afar ólíkum við- brögðum við þessum hræringum. Sumir fræðimenn (sem kenna sig oft við póstmódernisma) vilja nýta þá röskun sem orðið hefur á markalínum og búa til þverfag- legt vísindasamfélag þar sem kostir ólíkra sjónarhorna eru látnir vega ókostina upp. Aðrir tala eins og þeir tilheyri ættbálki sem hafi tapað yfirráðasvæði sínu. Afleiðingarnar séu óæskileg blöndun við eitthvert skítapakk, fólk sem eigi alls ekkert heima í tilteknu samfélagi, kunni sig ekki á meðal hinna hreinræktuðu, tali ekki tungumálið rétt og brjóti all- ar hefðir. Magnús Diðrik Baldursson heimspekingur hélt fram slíkri einangrunarstefnu í fyrirlestri í Norræna húsinu fyrir skömmu sem hann kallaði ,Ándúðin á hinu almenna. Hugleiðingar um heim- speki og póstmódernisma." Ein- angrunarstefna er sennilega of sterkt orð því sjálfsagt hefur Magnús ekkert á móti því að heimspekingar eigi í samræðum við aðra fræðimenn, en hann er andsnúinn þjónkun heimspekinn- ar við aðrar fræðigreinar. Hann segir að heimspekin eigi „sjálf- stætt erindi á opinberum vett- vangi“ en gagnsemi hennar og skyldur stafi „af því að hún hefur, ef svo má segja, sérstaka heimild til að hunsa alla hagsmuni". Til þess að geta sinnt þessu hlut- verki sínu þarf hún að vera laus við sífelldan átroðning annarra fræðigreina, hún þarf að vera frjáls og þora að vera hún sjálf. En það leynast víða hættur, að sögn Magnúsar: ,Á- sama hátt og gagnrýnin félagsvísindi og hin nýmarxíska gi'eining á kapítal- ismanum bitu samvisku heim- spekinnar á 7. áratugnum og bók- menntafræðin og menningar- fræðin reyndu að temja hana á 8. áratugnum, þannig er það um þessar mundir hin endalausa orð- ræða um einstök, staðbundin pólitísk og söguleg sjónarhorn sem vill slá eign sinni á hina frjálsu hugsun heimspekinnar. I öllum þessum tilvikum er gefið sama falska loforðið um að heim- spekinni sé betur borgið annar- staðar [svo] en hjá sjálfri sér. En heimspekinni er best borgið óborgið. Heimspeki „eftir“ póst- módemismann væri heimspeki sem hefði endurheimt fullt frelsi." Magnús vill með öðrum orðum hafa sína heimspeki í friði, hreina og frjálsa, svo hann geti samið kenningar um heiminn „óháð öll- um ytri markmiðum og hagsmun- um,“ eins og hann tekur til orða. I annars frábærlega gáfulegum fyrirlestri er þetta ekki traust- vekjandi málflutningur. I öllum ákafenum við að standa vörð um hagsmuni (það er sérstöðu) heim- spekinnar í fræðasamfélaginu heldur Magnús því (óvart?) fram að heimspekin hafi „sérstaka heimild til að hunsa alla hags- muni“. Þessi meinlegi þverbrest- ur í málflutningi Magnúsar af- hjúpar með sannfærandi hætti hina rómantísku goðsögn um hagsmunalausa fræðimennsku. Það er ekkert til sem heitir hags- munalaus fræðimennska og ef svo væri, af hverju ætti hún þá frekar að vera möguleg í heim- speki en til dæmis bókmennta- fræði, menningarfræði eða fé- lagsfræði? Þeirri spurningu svaraði Magnús ekki í erindi sínu. Fyrirlestur Magnúsar sýnir vel sjálfsmyndarkreppu heimspek- innar. Heimspekin glímir nú við óttann við að vera ekki það sem hún hélt sig vera, sérstaka eða öllu heldur einstaka fræðilega orðræðu um manninn og heim- inn. Um leið og Magnús talaði gegn andúðinni á hinni almennu heimspekilegu þekkingu, sem fæst með því að hugleiða sérstaka aðstöðu manns sjálfs, þá lýsti hann óttanum við hið almenna eðli heimspekinnar sem felst í því að hún er hvers manns jússa, ef svo óvirðulega má að orði kveða. Þessi sjálfsmyndarkreppa heimspekinnar endurspeglaðist einnig í tilraun Magnúsar til að greina hana frá bókmenntum og listum. Heimspekin deilir þeim eiginleika með listinni „að opna augu okkar fyrir því kunnuglega í hinu framandlega og fyrir því framandlega í hinu kunnuglega“, en er að öðru leyti gerólík, segir Magnús. Rökin fyrir greinarmun heimspeki og bókmennta hljóma líka ágætlega: „Heimspekilegur lestur sækir merkingarbærar setningar úr málrými textans; bókmenntalegur lestur leggur túlkanir í hljómrými textans." Þau koma hins vegar ekki í veg fyrir að menn munu halda áfram að kássast upp á annarra manna jússur og lesa sumar bókmenntir sem heimspeki og einstaka heim- spekinga sem bókmenntir. Vonbrigði okkar Péturs Bjarnasonar í Morgunblaðinu 8 mars sl. er grein eftir Pétur Bjarnason sjáv- arútvegsfræðing og formann stjórnar Fiskifélags íslands. Lýsir Pétur vonbrigð- um með skrif Jóns Sigurðssonar, fyrrver- andi forstjóra Járn- blendifélagsins, um að fiskveiðiráðgjöf Haf- rannsóknastofnunar standist ekki vel dóm reynslunnar. Eg er einn af þeim sem hef gagnrýnt veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofn- unar. Mér finnst við- brögð við þeirri gagnrýni von- brigði hvað varðar málefnalega umræðu. Það er rétt hjá Pétri að opinber skoðanaskipti eigi að vera málefnaleg og að menn eiga að eigast við með rökum. Pétur segir að þeir sem ekki rökstyðji mál sitt dæmi sig úr leik. Bara ef þetta væri nú svona. Vel rökstuddri gagnrýni á veiðiráðgjöf Hafrann- sóknastofnunar frá mörgum aðil- um hefur því miður verið svarað með þögninni. Ein ríkisskoðun? Hafrannsóknastofnun stundar rannsóknarstarfsemi - sem er án efa - sú besta á heimsmælikvarða. Þegar svo kemur að því að draga ályktanir af rannsóknargögnum virðist eins og ekki megi nota gögn eins og fallandi vaxtarhraða til að draga þær ályktanir að hugsanlega megi auka veiðiálag. Þá er eins og ein „ríkisskoðun“ - vafasamrar tölfræði - taki völdin með sjálf- virkum hætti. Getur það virkilega talist vísindi þegar að ein „ríkis- skoðun" ágiskaðrar tölfræði skuli vera svo heilög að ekki megi ræða efnisatriði málefnalega? Það þekk- ist varla nokkurs staðar á byggðu bóli, nema þá í einræðisríkjum, að ein „ríkisskoðun" sé notuð í svo af- ar mikilvægu máli. Þeir sem vilja rökræður um ný sjónarmið, eða breyttar áherslur eins og t.d. að auka veiði þegar vaxtarhraði fer fallandi eins og í þorskstofninum sl. tvö ár, virðist lagðir í einelti með þögninni og/eða reynt að gera þá tortryggilega með einhverjum hætti. Grein Péturs um Jón Sigurðsson virðist mér tilraun til þess síðara, því mið- ur, því margt gott hefur Pétur oft lagt til málanna. Spurningar til Péturs Pétur segist vilja málefnalegar umræð- ur. Ég spyr því Pétur lykilspurningar sem spurt var við upphaf kvótakerfisins 1983 og á einnig við í dag. Að spurningunni verður smáformáli: 1975 kom „svarta skýrslan" út, sem kvað á um að ef ekki væri far- ið að tillögum ráðgjafa myndi þorskstofninn hrynja. Haldið var áfram að veiða 360 þúsund tonn á ári og hvað gerðist? Þorskstofninn stækkaði úr um 830 þúsund tonn- um í um 1.530 þúsund tonn 1980 eftir „glórulausa ofveiði" um 600 þúsund tonn á þessum fimm árum (1975-1980) skv. „svörtu skýrslu". Árin 1980-1983 minnkaði svo þorskstofninn óvænt niður í um 900 þúsund tonn 1983. Þá hafði vaxtarhraði í stofninum fallið um 20-30% á árunum 1980-1983. Hvernig getur „ofveiði" hafa vald- ið minnkun þorskstofnsins 1980- 1983 þegar vaxtarhraði féll um 20- 30% , og ekki náðist einu sinni að veiða samkvæmt ráðgjöf? Þorsk- stofninn minnkaði, - óvænt, - úr 1.530 þúsund tonn (1980) í um 900 þúsund tonn (1983) og ekki voru veidd 120 þúsund tonn sem mátti veiðal982 og 1983. Það „týndust" því 630+120 = 750 þúsund tonn. Tölfræðin kvað samt upp „ofveiði“. Hvar var þá þessum 750 þúsund tonnum landað því „ofveiði" merk- ir að þau hafi verið veidd. Var þessum 750 þúsund tonnum líka landað fram hjá vigt og stolið und- an skatti? Verðmæti 750 þúsund tonna er um 150 milljarðar. Þetta er ekki bara eins og einhver smá- kommufeill í bókhaldinu. Fall í vaxtarhraða árin 1980-1983, - virðast mér afgerandi sannanir fyrir því að fæðuskortur og niðurs- veifla í umhverfisskilyrðum sé hér aðalatriði en alls ekki veiði fiski- Fiskveiði Er ekki rétt að ræða málefnalega, spyr Kristinn Pétursson hvort auka megi veiði- álag og reyna þannig að draga úr falli vaxtar- hraða og minnka sjálfát í stofninum? manna. Þetta fæst ekki rætt mál- efnalega, en er grundvallaratriði. Hvernig svarar þú þessu, Pétur? Var þetta náttúrusveifla upp og niður eða ofveiði? Blanda af hvoru tveggja er mótsögn sem ég bið þig vinsamlegast að forðast til að við- halda málefnalegri umræðu. Enn og aftur fall í vaxtarhraða Vaxtarhraði í þorskstofninum féll líka á árunum 1990-1993 og ráðgjafar skilgreindu það samt sem „ofveiði". Vaxtarhraði hefur nú aftur farið að falla í þorskstofn- inum sl. tvö ár þrátt fyrir afar góð umhverfisskilyrði. Er þá málið ekki að verða sýnu alvarlegra? Er ekki rétt að ræða málefnalega hvort auka megi veiðiálag og reyna þannig að draga úr falli vaxtahraða og minnka sjálfát í stofninum? Var það rétt ákvörðun, Pétur, að hafa veiðiálag lítið sl. tvö ár og láta hungraðan þorskinn éta upp rækjustofninn? Hverju svarar þú? Eigum við svo að setja kíkinn fyrir blinda augað í dag, meðan þorskstofninn heldur áfram að horast næstu mánuði og misseri, - og étur svo seiðin sín og sjálfan sig þarmeð niður. „Byltingin étur börnin sín“ Eigum við ekki frekar að ræða það málefnalega, - hvort ekki sé rökrétt sé að auka veiðiálg og víkja „ríkisskoðuninni" til hlið- ar, - þó ekki væri nema rétt á meðan meðan málefnaleg umræða fer fram? Höfundur er framkvæmdastjóri. Kristinn Pétursson Kindur í þjóðgarði EITT sinn gekk ég fyrir Svínanes í Múla- sveit. Þar eru bæir fyrir löngu komnir í eyði og land friðað fyrir beit. Gróðursæld er mikil og víða birki- skógur í hlíðum. Er nú svo komið að götur eru grónar og sum- staðar illfærar gang- andi manni þar sem þétt víði- og birki- kjarr lokar þeim al- veg. Á einum stað á leiðinni frá Selskers- seli að Selskeri við austanverðan Skálm- arfjörð var kjarrið svo þétt að ég festist alveg í viðjum gulvíðis og var lengi að slíta mig lausan. Svipaða sögu má segja úr Þjóð- garðinum í Skaftafelli. í vestur- hlíðum Skaftafellsheiðar niður að Skaftá er skógurinn orðinn svo þéttur að gönguleiðin um Vestur- brekkuslóð verður að teljast illfær ef ekki varasöm. Víða er gróðurfar Islands illa á sig komið vegna ofbeitar. En eins og dæmin hér að ofan sýna getur friðun lands frá beit valdið því að sum landsvæði verða göngumönnum tor- fær. Utanlands sjá villt- ar jurtaætur um að halda gróðri í skefjum og troðningum greið- færum. Að hreindýr- um undanskildum eru engin villt spendýr á íslandi sem lifa á jurtafæðu. Hins vegar má með góðu móti halda því fram að ís- lenska sauðkindin sé hluti af náttúru lands- ins. Sauðkindin ís- lenska er harðgerð skepna og vel aðlöguð því sem okkar hrjóstruga land hef- ur upp á að bjóða í fæðuúrvali. Það var hún sem hélt lífi í þjóðinni fyrr á öldum. I Núpsstaðarskógi gekk sauðfé villt á 18. og 19. öld og þar hefur oft verið flækingsfé síðan. Mér skilst að síðasti sauðurinn í skóginum hafi verið skotinn á færi í hittifyrra. Ég legg til að nokkrum vel völd- um ám og hrútum verði sleppt lausum til reynslu í Þjóðgarðinn í Skaftafelli. Féð verði látið ganga sjálfala árið um kring en undir eft- Gróðurfar ✓ Eg legg til, segir Ingimundur Gíslason, að nokkrum vel völdum ám og hrútum verði sleppt lausum til reynslu í þjóðgarðinn í Skaftafelli. irliti til þess hæfra aðila. í vetrar- harðindum þarf að færa því hey á gjöf og veita eitthvert skjól. í snjóþynglsum verður að fylgjast með hjörðinni svo fé farist ekki í fönn. Ef stofninn stækkar um of má grisja eins og þurfa þykir. Gamlar götur munu opnast aft- ur. Bergmál af ropi karrans og jarmi gimbrar í Bláhnúkadal mun minna okkur á hvar við erum stödd. I íslenskum þjóðgarði. Höfundur er augnlæknir og áhugamaður um náttúruvemd. Ingimundur Gislason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.