Morgunblaðið - 14.03.2000, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 14.03.2000, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR t Ástkær eiginkona mín, móðir og amma, SÓLVEIG JÓNSDÓTTIR, Aflagranda 40, Reykjavík, andaðist í Landakotsspítala föstudaginn 10. mars sl. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Geir G. Jónsson, Marín Sjöfn Geirsdóttir, Örvar Omrí Ólafsson, Jón Örvar G. Jónsson. + æBíf 1 Ástkær eiginkona mín, jpjijjjfc} GUÐBJÖRG SIGRÍÐUR PETERSEN „Bauký", jffe. Wv Sogavegi 72, Reykjavík, ffe J andaðist á líknardeild Landspítalans sunnu- daginn 12. mars. Fyrir hönd fjölskyldunnar, * Emil Petersen. + VILHJÁLMUR EINAR EINARSSON frá Laugarbökkum, er látinn. Útförin hefur farið fram. Börnin. t Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, tengdasonur og afi, INGI R. HELGASON hæstaréttarlögmaður, Hagamel 10, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 21. mars nk. kl. 15.00. Þorsteins, Sigurmar K. Albertsson, Ragna M Álfheiður Ingadóttir, Ragnheiður Ingadóttir, Steinunn Ásmundsdóttir, Stefán I. Bjarnason, Eyrún Ingadóttir, Birgir E. Birgisson, Ingi Ragnar Ingason, Eva Rún Þorgeirsdóttir, Jóhanna S. Þorsteins, Magnús Ingi, Ingi Kristján og Áslaug Ragna. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, INGVELDUR MARKÚSDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður Klapparstíg 9, Reykjavík, verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju ( Hafnar- firði fimmtudaginn 16. mars kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Heimahlynningu Krabba- meinsfélagsins. Stefán T Hjaltalín, Sigurbjörg M. Stefánsdóttir, Guðmundur M. Sigurðsson, Ingibjörg St. Hjaltalín, Jóhannes Sv. Halldórsson, Sigurður J. Stefánsson, barnabörn og fjölskyldur þeirra. t Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi JÓN SIGURÐSSON frá Gvendareyjum, Gullsmára 7, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 16. mars nk. kl. 13.30. Kristín Sigbjörnsdóttir, Helgi S. Jónsson, Unnsteinn Jónsson, Kristín Sigurgeirsdóttir, Sigurður R. Jónsson, Auður Kristjánsdóttir og barnabörn. ÞORMOÐUR KARLSSON + Þormóður Karls- son fæddist í Reykjavík 29. desem- ber 1958. Hann lést á Landspítalanum 2. mars síðastliðinn. Foreldrar hans eru Halla Jóhannsdóttir, f. 20. nóvember 1923 og Karl B. Guðmun- dsson, viðskipta- fræðingur, f. 12. nó- vember 1919. Systkini Þormóðar eru Anna, f. 1950, Auður, f. 1963, og Jó- hann Ármann f. 1964. Þormóður ólst upp á Seltjarn- arnesi. Hann stund- aði nám í Myndlista- og handíðaskóla Is- lands um árabil. 1980 fluttist hann til Kaupmannahafnar þar sem hann starf- aði í Bella Center samhliða mynd- listarnámi. Þaðan fluttist hann til San Francisco og lauk mastersgráðu í myndlist frá San Francisco Art Inst- itute árið 1988. Utför Þormóðar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ég var svo lánsöm að alast upp í faðmi stórfjölskyldu; foreldrar, bræður, frændur, frænka, öll saman- komin á heimili ömmu og afa úti á Nesi. Þormóður var stóri frændi minn. Eins og góðri lítilli frænku sæmir bar ég ótakmarkaðra virðingu fyrir stóra frændanum sem alltaf var eitthvað að bralla, og hafði eitthvað um allt að segja. Skemmtilegast var að fylgjast með honum fitja sig áfram á vegi listarinnar, og kom snemma í Ijós að Þormóður var mikl- um hæflleikum gæddur. Þó tók það hann sinn tíma að finna hið eina rétta form fyrir listsköpunina. Hann átti til dæmis gítar og reyndi stundum að spila smá á hann, en þó alltaf með ör- uggt „backup" frá plötuspilaranum. Betri var hann þó á píanóinu sem síð- an varð að hljóðgerfli, og þá fannst manni hann nú vera orðinn alveg svakalega flottur. Einu sinni fór ég með honum á hljómsveitaræfingu í hálfbyggðu húsi mömmu og pabba. „Ég er húsbóndi á heimili hér...“ glumdi um sali, sem síðar urðu að svefnherbergjum, en hljómsveitar- meðlimir héldu til annarra starfa. Skynsamleg ákvörðun. Þormóður hélt síðar út í heim. Hugmyndir hans pössuðu ekki við þau viðhorf sem ríktu á Islandi. Að búa á Islandi var svo takmarkandi fyrir hann á svo marga vegu. Fyrst fór hann til Kaupmannahafnar, að Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Atlan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ finna sjálfan sig, svo til San Francisco að nema myndlist, loksins búinn að finna hið rétta form. Þar lauk hann mastersgráðu í myndlist með glæsibrag, frami hans var tryggður og framtíðin björt. Hörmu- legt slys varð þó til að binda enda á allar framavonir. Allt í einu var Þor- móður kominn aftur til íslands og líf- ið gjörbreyttist. Þegar ég minnist frænda míns sem nú er farinn aftur frá okkur, er svo margt sem kemur upp í huga mér. Þormóður var litrík persóna. Fyrir slys kom hann í heimsóknir heim til Islands og gaf okkur sem heima sátum innsýn í fjölbreytta og á stundum framandi veröld sína handan hafsins. Fjölskyldunni, sem alltaf borðaði gúllas eða lambalæri á tyllidögum, færði hann kínverska prjóna og exó- tísk krydd. Það lagði því oft undar- lega angan úr eldhúsinu þegar hann var í heimsókn. Eftir slys var hann mér áfram góður, enda bar hann ætíð mikla umhyggju fyrir sínu fólki. Hann færði mér íste út á svalir í sól- baðið, góð ráð átti hann í bunkum gegn öllum kvillum og kvefum, sára- bindi á brotinn putta. Meðan honum entist heilsan sagði hann brandara, misklúra, vitnaði í bíómyndir og frægt fólk sem margir ku hafa verið ágætis vinir hans. Síðustu ár hrakaði heilsunni hratt, nú var það sárt að fylgjast með stóra frænda og sjá hvað honum leið illa. Oft var hann erfiður, en enginn þarf þó að efast um hversu vænt honum þótti um sitt fólk, sérstaklega ömmu og afa sem sinntu honum af óendanlegri um- hyggju, hlýju og þolinmæði. Allir þeh- sem hafa stutt við bakið á þeim í erfiðum veikindum Þormóðar færi ég ég innilegustu þakkir. Mér er einnig þakklæti í huga þegar ég hugsa til vina hans á 22. > éí*. GARÐHEIM^ -ÓMABÚÐ • STEKKJARBA ^ SÍMI 540 3320 ^—' + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vináttu vegna andláts elsku- legrar dóttur, eiginkonu, móður okkar, tengdamóður, systur og mágkonu, GUÐRÚNAR SÆMUNDSDÓTTUR, Hverfisgötu 52b, Gerðinu, Hafnarfirði. Sigurveig Guðmundsdóttir, Jón Rafnar Jónsson, Sæmundur Jónsson, Áifheiður Jónsdóttir, Ólafur Ásmundsson, Sigurveig Jónsdóttir, Hinrik Fjeldsted, Margrét Thorlasius, Margrét Sæmundsdóttir, Þorkell Erlingsson, Gullveig Sæmundsdóttir, Steinar J. Lúðvíksson, Hjalti Sæmundsson, Jenný Einarsdóttir, Frosti Sæmundsson, Dagbjörg Baidursdóttir, Logi Sæmundsson, Jóhanna Gunnarsdóttir. Það er gott til þess að vita að þar átti hann góða vini. Frænda minn kveð ég að lokum með söknuði og trega, en finn hugg- un í því að nú fær hann loks að hvfla í friði. Hildur. Hann Móði vinur minn er dáinn, og þegar ég kveð þig, kæri vinur, kemur orðið samferða upp í hugann. Ég kynntist þér þegar ég var nýkominn frá Danmörku 1978, og þú vannst hjá Guðna frænda mínum á leirkeraverkstæðinu hans. Þú varðst strax einstakur í mínum huga, list- rrænn og með ólíkindum hugmynda- ríkur og uppfinningasamur. Það stóð til að opna veitingahús og auðvitað varstu sjálfkjörinn í að taka þátt í þeirri byltingu sem varð þá í miðborg Reykjavíkur, og þú áttir stóran þátt í að innrétta fyrsta litla veitingahús miðborgarinnar á þess- um tíma og þar prýðir ennþá einn vegginn stór mynd efth’ þig sem er full af lífsgleð og spaugi. Það var ein- staklega skemmtilegt að vinna með þér, Móði, þú varst alltaf svo hress og kátur og svo var það heimspekin. Þá voru hin ýmsu mál krufin til mergjar og manstu hvað við hlógum mikið þá. Já, þetta voru góðir tímar, við vorum að skapa eitthvað nýtt og nutum okkar í botn. Þú varst líka orðinn fastur heimilisvinur áður en við vissum af og þetta varð að vináttu sem aldrei bar skugga á. Þú kenndir mér líka mai'gt í sambandi við listina og sérstaklega myndlistina sem var þitt hugðarefni og áhugamál númer eitt. Þú hafðir svo sérstakar og öðru- vísi skoðanir og lífssýn og vildir miðla því öllu til okkar hinna. Við fór- um líka á flakk til útlanda, Kaup- mannahafnar og Amsterdam, og lentum í ýmsu skemmtilegu. Þú varst alltaf til í allt og máttir aldrei neitt aumt sjá. Seinna skildi leiðir og þú fórst til Ameríku í nokkur ár að læra meira í myndlistinni en alltaf var haft sam- band og það þótti mér svo vænt um. Við héldum síðan sýningu á nýju myndunum þínum sem voru stórar og kraftmiklar og allir voru svo hrifnir. Nú ertu farinn í ferðina stóru, en ég sem var svo heppinn að fá að vera samferða þér um tíma vil þakka þér fyrir mína hönd og fjölskyldu minnar allar góðu stundirnar. Móði, vinur minn, þér gleymi ég aldrei. Jakob H. Magnússon. Hvert eitt líf á sér upphaf og endi. Hvorugt verður fyi-irséð með vissu. Stundum er upphafs beðið í eftir- væntingu, í annan tíma brestur það á, sama má segja um endalokin. Þau kunna að liggja í loftinu, en koma samt ætíð að óvörum. Þannig var með andlát Móða. Ég kynntist Móða ekki fyrr en eft- ir slysið hörmulega sem hann varð fyrir og mótaði allt hans líf síðustu æviárin. Okkar fyrstu kynni fólu í sér gagnkvæma varkámi, greinilegt að hvorugt vildi stíga á líkþorn hins, væru þau fyrir hendi. Upp úr var- kárninni þróaðist smám saman djúp og einlæg vinátta, sem var mér mik- ils virði og veitti honum vonandi einnig ánægju. Aldrei heyrði ég Móða kvarta vegna heilsu sinnar eða líkamlegs ástands, á hinn bóginn var hann óþreytandi að spyrja eftir líðan ann- arra og lét sig velferð vinanna miklu varða. Það er hörmulegt til þess að vita að Móði skuli ekki hafa fengið að njóta nema stuttan tíma þeirra margþættu hæfileika sem hann bjó yfir. Það er hörmulegt einnig að við skulum ekki hafa fengið að njóta þeirra með honum, nema að litlu leyti. Hörmulegast er þó að þessu skuli hafa valdið fordómar; fordómar sem leiða til ofbeldis og mannfyrir- litningar, fordómar sem nærast á heimsku og hatri. í þeirra stað fylli ég huga minn af hugsunum um fagurkerann Móða, dandýgæjann sem þrátt fyrir allt elskaði ástina. Ég kveð Móða með mikilli hlýju og votta andstandendum hans öllum samúð. 49b Birna Þórðardóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.