Morgunblaðið - 14.03.2000, Síða 17

Morgunblaðið - 14.03.2000, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2000 1 7 Fulltrúi í áfengis- og vímuvarnanefnd Fíkniefni fundust á heimili hans TVÖ fíkniefnamál komu upp á Akur- eyri um helgina og gerði rannsókn- ardeild lögreglunnar á Akureyri nokkurt magn fíkniefna upptækt. Einn þeirra, sem koma við sögu í þessum málum, á sæti í áfengis- og vímuvarnanefnd Akureyrar. Síðdegis á laugardag voru fjórir ungir menn handteknir í bíl á Akur- eyri grunaðir um fíkniefnaneyslu. Einn þeirra er á þrítugsaldri en þrír 17 ára gamlir. Við húsleit heima hjá þeim elsta fundust 9 gi’ömm af amfetamíni og 4 grömm af hassi auk nokkurs magns af tækjum og tólum til neyslu fíkni- efna. Maðurinn viðurkenndi að eiga fíkniefnin og sagði við yfii-heyrslur hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri að þau væru ætluð til eigin nota. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins á viðkomandi maður sæti í áfengis- og vímuvamanefnd Akur- eyrar. Manninum var sleppt úr haldi eftir hádegi á sunnudag en piltunum þremur var sleppt fljótlega. Málið telst upplýst samkvæmt upplýsingum frá rannsóknardeild lögreglunnar. Fyrra málið kom upp aðfaranótt sunnudags þegar lögregla handtók mann á veitingastaðnum Club 13. Hann reyndist hafa í fórum sínum amfetamín og viðurkenndi að eiga efnið en kvað það ætlað til eigin nota. Tillaga um að bænd- ur kaupi mjólkur- vinnslu KEA felld TILLAGA um að væntanlegt fram- leiðenda-samvinnufélag bænda í Eyjafirði myndi kaupa Mjólkursam- lag KEA og MSKÞ á Húsavík á 1,3 milljarða var felld á deildarfundi í Hrafnagils-, Saurbæjar- og Öng- ulsstaðadeildum Kaupfélags Eyfirð- inga fyrr í vikunni. Benedikt Hjalta- son á Hrafnagili bar tillöguna upp á fundinum, en auk hans stóðu að henni Aðalsteinn Hallgi’ímsson í Garði, Sigurgeir Pálsson í Sigtúnum og Finnur Sigurgeirsson á Staðar- hóii. I tillögunni kemur fram að með í sölunni ættu að vera eignarhlutar KEA í fyrirtækjum tengdum mjólk- uriðnaði, t.d. Rannsóknarstofu mjólkuriðnaðarins og Osta- og smjörsölunni, sem og t.d. tankbif- reiðar og fleira tengt rekstri sam- laganna. Verðmæti félaganna er annars vegar fengið með því verðmætamati sem viðhaft var síðasta sumar þegar KEA tók við rekstri mjólkursam- lags KÞ á Húsavík og hins vegar úr tölum úr efnahagsreikningi. I greinargerð með tillögunni seg- ir að framleiðendur mjólkur á Norð- urlandi beri kvíðboga fyrir framtíð sinni í breyttu umhverfi sem hluta- félagavæðing KEA hefði í för með sér og vilji þeir að mjólkurvinnsla á svæðinu verði áfram í höndum sam- vinnufélags, „þai’ sem ekki sé höfð að leiðarljósi sú fjármagnsdýrkun sem tröllríður nú íslensku þjóðfé- lagi heldur reki framleiðendur mjólkuriðnaðinn á eigin ábyrgð þar sem samvinnuhugsjónin ráði ríkj- um“, segir í greinargerðinni. MMWMMMNWMMM ? «► e> r Plastprent hf. AÐALFUNDUR Aðalfundur Plastprents hf. verður haldinn miðvikudaginn 22.mars 2000 kl.: 16.00 í húsnæði félagsins að Fosshálsi 17-25, Reykjavík. Dagskrá 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 18 gr. samþykkta félagsins. 2. Breytingar á samþykktum vegna forkaupsréttartímabils. 3. Tillaga um heimild til stjórnar til kaupa á eigin hlutabréfum félagsins skv 55. grein hlutafélagalaga. 4. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Fundargögn verða afhent á fundarstað. Stjórn Plastprents hf. Nokia 3210 Snotur og tæknilegur VIT simi Styður „Dual Band" 900 og 1800 mhz GSM kerfin • Rafhlaða endist I 50-250 klst. í bið og 2-4 klst. I notkun • Upplýstur skjár með allt að fimm Knum fyrir texta og graftk • 250 nöfn og númer f símaskrá • 40 mismunandi hringingar • SMS skilaboðasendlngar og móttaka, 160 tákn • VIT simi 21.900 kr. með 500 kr. Frelsisinneign Ihnú Með Frelsisáskrift Símans GSM greiðirðu fyrirfram fyrir tiltekna notkun, engin mánaðargjöld og þarft ekki að hafa áhyggjur af símreikningum. Og nú eru Ericsson A1018s, Nokia 5110 og Nokia 3210 simar á sérstöku FrelsistiIboði. Þú færð símann á frábæru tilboðsverði, greiðir ekkert stofn- gjald og færð 500 kr. inneign á Frelsiskortinu. Sannkölluð freisting fyrir hagsýna símnotendur. Ericsson A1018s með Chatboard Nettur VIT sími sem fer vel í hendi Styður „Dual Band" 900 og 1800 mhz GSM kerfin Rafhlaða endist i allt að 85 klst. I bið 4 klst. ( notkun • 13 sm hár, 4,9 sm breiður og 2,7 sm þykkur • Graffskur skjár fyrir allt að 3 linur fyrir texta og graffk • SMS skilaboða- sendingar og móttaka Hægt að skipta um framhlið á simanum • Hægt að semja eigin ingingu • Öll sérþjónusta í GSM kerfinu möguleg Vekjaraklukka með „Snooze" • VIT sfmi Nokia 5110 Traustur sími með lífseiga rafhlöðu • Styður 900 mhz GSM kerfið • Rafhlaða endist í 50-270 klst. i bið og 2-4 klst. f notkun • Upplýstur skjár sem býður upp á fullkomna grafík • 250 nöfn og númer í símaskrá • SMS skilaboða- sendingar og móttaka, 160 tákn • 35 mismunandi hringingar 12.980 kr. með 500 kr. Frelsisinneign 14.980 kr. með 500 kr. Frelsisinneign FÆST í VERSLUNUM SÍMANS WWW.VEFVERSLUN.IS SIHINN<3SM FÆRIR ÞÉR FRAMTÍÐINA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.