Morgunblaðið - 14.03.2000, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 14.03.2000, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2000 h MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ JON ORN GARÐARSSON + Jón Örn Garðars- son fæddist í Reykjavík 8. janúar 1980. Ilann lést í Reykjavík 4. mars si'ðastliðinn. Foreldr- ar Jóns eru: Sigurdís Jónsdóttir, f. 27.5.1960, maki Birg- ir Rafn Árnason, f. 25.1.1962, og Garðar Ingþórsson, f. 16.2.1959, maki Ingi- björg Óladóttir, f. 7.12.1960. Systkini Jóns eru: Tanja Mist Birgisdóttir, f. 1.9.1992; Tómas Óli Garðarsson, f. 25.10.1993; Matthías Garðarsson, f. 4.3.1997; Heiða Björk Garðarsdóttir, f. 25.4 1999. Jón Örn bjó hjá móður sinni og fóst- urföður í Gnoðarvogi og var við nám í pipulögnum. Útför Jóns fer fram í Fossvogs- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Ég er að fletta í myndaalbúmun- um og minningamar flæða yfir. Frá því að þú varst ungi og þar til þú varðst að þessum háa myndarlega unga manni sem ég var svo stolt af. Ég kem samt engu niður á blað, minningarnar hef ég í hjartanu. Það eru svo fá ár síðan ég var að gantast við þig um að það yrði nú fjör hjá okkur árið 2000, þú tvítugur og ég fertug. Þegar þú varst 10 ára bjóst þú til tvö ljóð, bæði yndisleg og þau hef ég y geymt. Annað þeirra vil ég setja með hér. Skugginn: Þar sem þú ert er skrítinn furðuhlutur. Hann gerir það sem þú gerir, hann er svartur, hann er lítill, alveg eins og ég og dálítið skrítinn fmnst mér alveg eins og ég. Það sem er minn styrkur og hugg- un í dag, er að þú vissir hvað mér þótti vænt um þig, bæði tók ég utan wim þig og sagði þér að ég elskaði þig; Ég veit líka hvað þér þótti vænt um mig. Þú sagðir við mig einu sinni: Mamma mín, þó ég geti ekki sagt það við þig oft þá veistu að ég elska þig. Þetta virka svo einfaldar sagnir, en allt of mörgum of erfitt að láta frá sér. Opnunina gagnvart tjáningunni og snertingunni eigum við honum Birgi fóstra þínum að þakka. Það var hann sem opnaði okkur öll hér í fjölskyldunni fyrir því að láta kær- leikann í ljós með orðum og gjörð- um. Þú áttir hann alltaf að. Það var ósjaldan sem hann tók ut- ^ an um þig og kreisti og sagði þér "'nvað honum þætti vænt um þig. Enda gerðir þú það líka oft við hann og kysstir, sérstaklega þegar hann var að koma í land af sjónum. Snertingar, orð, hvað þetta er hvort tveggja máttugt, bara eftir því hvernig það er notað. Hann fékk þig líka oft til að setj- ast með sér til að tala, þegar okkur fannst þú leiður eða eitthvað hvíla á þér. Stundum gastu tjáð þig. Stund- um er ekki hægt að ræða líðan og stundum ekki hægt að skilgreina eigin líðan. Þú áttir góða vini, það hefur held- ur betur sýnt sig og góða vinkonu þar sem hún Jenný frænka þín er. Þið gátuð oft talað saman. Daginn sem þú komst heim úr Flórídaferðinni var ég veik og með svo mikinn hita. Ég var að spyrja þig hvort ekki hefði verið gaman, og eitt og annað varðandi ferðina, en svörin voru fá og stutt. Ég spurði þig hvort eitthvað væri að en þú sagðist bara vera þreyttur. Nokkru seinna fórstu fram og ég kallaði til þín: Nonni minn, er ekki örugglega allt í lagi? Mér fannst koma hik á þig en þú svaraðir jú. Þá sagði ég: Nonni minn, þú veist þú getur alltaf talað við mig ef éitthvað er að. Þú svaraðir j^að þú vissir það. Fimmtudagurinn leið og á föstu- deginum varst þú að búa þig undir að kaupa jeppa. Þessu átti að ganga frá á laugardeginum, þú varst kátur. Þú kysstir mig bless þegar þú fórst út á föstudagskvöldið og ör- ugglega með allt annað í huga en þetta. Takk fyrir kossinn, Nonni Ég þakka Guði fyrir það í dag að hafa verið heima í hádeginu síðast- liðið ár, þegar þú komst í mat. Fyrir hversdagslegu hádegisstundirnar; bara það sem virkaði lítilvægt dag- lega er orðið mikils virði fyrir mig í dag. Síðan hún amma þín dó, þegar ég var ung, hef ég með árunum alltaf litið svo á að þeir sem maður elskar og hefur í kringum sig séu ekki sjálf- sagðir. Það eru forréttindi að eiga hlutdeild í lífi annarra. Ég þakka Guði fyrir að hafa feng- ið þig að láni þau 20 ár sem þú varst með mér. Þú kemur úr stórri samheldinni fjölskyldu þar sem öllum er annt um alla og þegar skarð kemur í hópinn er sorgin mikil. Hún Tanja systir þín bjó til fallegt kort og bréf sem ég setti í kistuna þína. Hún veit að þú ert orðinn að engli og ert hér hjá okkur ennþá. Bænirnar sínar biður hún nú til þín, þú ert hennar verndarengill. Birgir kvaddi þig með því að setja um hálsinn þinn krossinn sinn, sem hann var búinn að vígja á sinn máta. Ég bið algóðan Guð að varðveita sálu þína og umvefja þig ljósinu sínu. Ég bið Guð að styrkja okkur ást- vini þína, allan vinahóp þinn, sem hefur reynst okkur svo vel í sorg- inni. Hana Beggu okkar sem á um sárt að binda. Hann Nonni afi þinn sem elskaði þig svo mikið átti frátekin tvö leiði við hlið hennar Elsu ömmu þinnar sem þú kynntist aldrei því hún lést svo ung en hefur nú tekið á móti þér. Þar færð þú að hvíla. Það gleður okkur öll svo mikið. Ég kveð þig hér, Nonni minn, þar til við sjáumst næst, þó ég tali við þig heima. Lítill drengur leggst á koddann, lokar sinni þreyttu brá, uns í draumi er hann staddur ömmu sinni góðu hjá. Amma brosir - amma kyssir undurblítt á kollinn hans. Breiðist ást af öðrum heimi yfir beð hins iitla manns. (Jóhannes úr Kötlum). Mamma. Mig langaði að skrifa nokkur orð til besta vinar míns og kærasta. Elsku Nonni, ég trúi varla að þú sért farinn frá mér. Ég mun aldrei gleyma deginum þegar dyrabjöll- unni var hringt og Jenný þurfti ekki nema að líta á mig og þá vissi ég að þú værir dáinn, það var eins og ég hefði verið stungin beint í hjartastað og veröldin hrundi yfir mig. Síðast- liðnir dagar hafa allir runnið í eitt og endalausar minningar hafa sótt á mig. Ég var svo stolt af því að vera með þér. Þú varst hinn fullkomni kærasti, svo fallegur, blíður og með hjarta úr gulli. Ég man svo vel þegar við vorum að tala saman um hvað það væri skrítið að við fundum sér- staka lykt hvort af öðru sem enginn annar fann og við fundum hana al- veg langar leiðir og hvað við pössuð- um ótrúlega vel saman, það var allt svo rétt, ég vissi þá að ég hefði fund- ið sálufélaga minn, ég sá allt svo skýrt, allt var eins og það átti að vera. Ég var svo viss um að við mundum giftast, eignast falleg börn og vera hamingjusöm til æviloka. En ég tel mig samt heppna, margir fara í gegnum alla ævina í leit að því sem við höfðum og finna það aldrei. Þeg- ar ég horfði í augun á þér var alltaf eins og þú vissir eitthvert leyndar- mál, hefðir einhverja dýpri visku sem þú vildir ekki deila með neinum. Ég mun aldrei elska neinn eins og ég elska þig og ég sakna þín meira en ég get með orðum lýst. Guð geymi þig, engillinn minn. Ást alltaf, Berglind. Dagur óttans varð að kveldi sorg- ar þegar skyndilega kvaddi sá sem öllum þótti vænt um og dáðu fyrir eiginleika ljúfmennis, háttprýði og einlægni hjartans. Nonni var yndislegur, hjartahlýr drengur sem bjó yfir óbilandi jafn- aðargeði, svo nærgætinn og hógvær, annarra gleði var og hans gleði. Frá fallegu brúnu augunum hans streymdi umhyggja og blíða og ég sé fyrir mér drenghnokkann með tindrandi spékoppann, kastaníu- brúnt hárið, blíða brosið með glettn- ina í augunum og ég minnist hans yndislegu nærveru. Ég sem móðursystir hef fengið að njóta þess að hafa talsvert haft af Nonna að segja á hans yngri árum í boðum og heimsóknum, næturdvöl- um og ferðalögum. Sem ungur drengur var hann oft á mínu heimili sem frændi og leikfélagi barnanna minna, alltaf jafn ljúfur og nægju- samur, svo þakklátur og ánægður. Þessi elska sýndi mér takmarka- laust umburðarlyndi þegar ég þrá- aðist yfir ömmuleysi drenghnokkans og fór í ömmuleik. Nonni naut mikilla samvista við afa sinn og nafna sem saknar hans sárt, sem yljar sér nú m.a. við minn- ingar um veiðiferðirnar þeirra, þeg- ar þeir drabbararnir fóru á Þingvöll í veiðiferðir, fóru saman í bíltúra og unnu saman í garðinum. Minningar koma upp í hugann af fallega unga manninum sem 17 ára, svo stoltur og glaður, leiddi mömmu sína að altarinu við brúðkaup þeirra Birgis og á ættarmótinu nú í febrúar þegar „sjarmörinn" Nonni í nýju jakkafötunum, glæsilegur og falleg- ur tók danssporin af innlifun og sá til þess að við „gömlu“ sætum ekki hjá. Hann var frábær bróðir, stoltur af systkinum sínum, og unun að sjá af hve mikilli natni og kærleika hann sinnti Tönju litlu systur, sem vinur og leiðbeinandi. Nonni var frænd- rækinn, hann lét sér annt um okkur hin, spurði ætíð um þá sem voru fjarstaddir, um líðan og gengi. Nonni ólst upp við ástríki og mildi móður og hann átti föður sem hon- um þótti vænt um og hans fjöl- skyldu. Og eins og hann Nonni elsk- aði og dáði hana mömmu sína, var einstakt að sjá unglinginn Nonna, hversu innilega hann tók á móti nýja manninum í lífi hennar. Hann Nonni átti nóg hjartarúm fyrir hann Birgi, sem tók hann sem sinn eigin son og var honum bæði faðir og vinur og var greinilegt að á milli þeirra ríkti uppbyggilegt samband vináttu, trausts og hjartahlýju. Meðlimir þessara litlu fjölskyldu voru ötulir við að tjá hver öðrum væntumþykju og umveíja hver annan örmum blíðu og elsku. Og það er gott til þess að vita að hann Nonni vissi að hann var elskaður. A þeirra kærleiksríka notalega heimili er nóg hjartarúm, þar er rætt um aðra af nærgætni og kær- leika. Virðing borin fyrir annarra lífsmáta, þar er enginn dæmdur, heldur sendar hlýjar hugsanir með orku bæna og kærleika, öllum til handa. Elsku yndslega systir mín, Birgir og Tanja, Garðar og fjölskylda. Sorg allra sorga hefur knúið dyra. Ég bið Guð um að umvefja okkur vængjum vemdar og ljósi vonar. Við þökkum elsku Nonna okkar íyrir samfylgdina, fyrir það sem hann gaf okkur og kenndi með þeim manni sem hann hafði að geyma. Megi Guð gefa, að þessi erfiðu spor þroskans verði okkar styrkur og veganesti til góðs. Kristín Jónsdóttir. Ljúfur, góður og fallegur, nú ert þú farinn. Brosið þitt svo blítt og sál- in líka. Þú varst alltaf til í að spjalla. í fjölskylduboðunum plöntuðum við okkur alltaf við eldhúsborð og töluð- um um heima og geima. Ég var allt- af svo ánægð að hitta þig. Það vom einnig ánægjulegar stundirnar sem við áttum saman á Langholtsvegin- um þegar ég var að passa Tönju Mist. Þú leitaðir að vídeómyndum fyrir mig svo frænku leiddist ekki eftir að þú varst farinn til afa þíns sem beið eftir þér. Mamma þín ljóm- ar alltaf þegar hún talar um hann Nonna sinn. Elsku drenginn sinn. Hvað hún var stolt af þér þegar þú leiddir hana inn kirkjugólfið er hún giftist Bigga bróður. Það var mikill heiður að fá að kynnast þér, elsku frændi, og jafn sárt að hugsa til þess að fá aldrei að sjá þig aftur. Ég veit að þú hefur fundið friðinn sem þú þráðir. Elsku Nonni, þú átt og hefur alltaf átt þinn stað í hjarta okkar allra sem varð- veitum vel. Elsku Dísa, Biggi, Tanja og afi Jón; Garðar, Ingibjörg og böm. Guð blessi ykkur og veiti ykkur styrk á þessum sorgartímum. Hafdís frænka. Nonni var að upplagi blíður og viðræðugóður drengur sem átti framtíðina fyrir sér og maður getur ekki ímyndað sér annað en að fram- tíðin hafi beðið eftirvæntingarfull eftir að hann markaði spor sín í hana. En framtíðin fór á mis við Nonna og situr sár eftir. En sárari sitja þó hans nánustu eftir, Dísa mamma, Birgir og Tanja, afi Jón; Garðar pabbi, Ingibjörg og litlu hálf- systkini hans, ættingjar og ekki síst vinahópurinn sem er góðum dreng fátækari. En þó Nonni sé farinn mun hann þó ávallt eiga sér stað í hjarta okkar sem þekktum hann. Við úr Kópavoginum sendum ykk- ur öllum samúðarkveðjur og biðjum Guð að gefa ykkur styrk í sorg ykk- ar. Lífssólar skin bak sjónarrönd hverfur; röðulroði í fjarska dvín. Á brautu er ljósið, er kærast þú unnir. Umvafin vinum ei hjartasnauðum; allt um kring. Huggunverðiþér, harmi gegn. Svo sorgin í hafið hnígur en sólin úr djúpinu rís; er morgnar af degi. Þávorarafvetri, ogveitirþérfrið. Unni þér móðir; og ann hún þér enn. (SverrirAmason.) Amma Jóna, Þóra, Sverrir og Haukur. Hann var langur laugardagurinn í eldhúsinu hjá henni Dísu minni, það veit Guð almáttugur, biðin og svo kom fregnin, og allt varð svart. Nonni litli var dáinn, nei og aftur nei, það gat ekki verið satt. Nonni litli eins og hann var kallað- ur með sín fallegu brúnu augu, kop- arrauða hárið og með fallega brosið sitt blíða er dáinn. Það fara Ijúfar minningar um huga minn um þennan góða dreng en fátt sem ég get skrifað. En ég veit að þú ert umvafinn ástvinum og kærleika í Guðsljósinu. Hvíl þú í friði, elskan mín. Þegar hnígur sól í sæinn og sveipar rökkurhjúpur bæinn en þögnin rikir helgihjjóð, með sorg í huga bið ég blæinn að bera þér mitt kveðjujjóð. Eg fer í nótt til fjarra stranda. þar framans dyr mér opnar standa bak við djúpin draumablá. Mín köllun er að leita landa og lifa fyrir hjartans þrá. Þó að kveðjan hinzta hþómi, og hugann flötri sorgardrómi, lifir eins og ljósást mín innst í hjartans helgidómi horfna vina, minning þín. (Helgi Sæmundsson.) Ég bið algóðan Guð að blessa og styrkja Dísu mína, Birgi, Tönju, Nonna afa, Garðar og aðra ástvini. Samúðarkveðja Unnur frænka. Það er ekki hægt að lýsa því með orðum hvemig laugardagurinn 4. mars var í fjölskylduhúsinu okkar. Innst inni var óttinn til staðar um að eitthvað hefði komið fyrir hann Nonna. Biðin tók enda og það hræði- lega hafði gerst og ekkert sem gat breytt því. Það er svo margt sem mig langar að segja en ég kem ekki orðum að því. I hjarta mínu er ennþá aðeins sorg og söknuður en eftir því sem dagamir líða koma minningamar fram og þær mun ég varðveita í hjarta mínu og deila með öðmm. Ég mun gera allt sem ég get til að hjálpa Tönju litlu sem missti stóra bróður sinn, sem hún var svo stolt af, og vera henni til stuðnings. Nonni ólst upp við mikla ást og hlýju frá foreldrum sínum og Nonna afa og man ég hvað mér fannst aðdá- unarvert að sambandið þar á milli einkenndist af svo mikiili vináttu og einlægni. Birgir, fósturfaðir hans, var honum svo góður og veitti honum mikla ást og hlýju og Nonni leitaði mikið til hans og ég veit að Birgir hefur ekki bara misst fósturson held- ur einnig góðan vin. Elsku Dísa frænka mín, þú átt yndislega fjölskyldu sem ég veit að mun gera allt til þess að hjálpa ykkur að komast í gegnum þessa erfiðu tíma og ég veit að ykkur mun aldrei skorta ást og hlýju frá fólkinu í kringum ykkur. Elsku Garðar, Inga, systkini Nonna, afi, mamma, Unnur, Jenný, Begga og aðrir ættingjar og vinir, megi Guð vera með ykkur og styrkja. Elsku Nonni, mér hefur alltaf fundist ég eiga pínulítið í þér og nú átt þú hluta í mér þar sem þú munt eiga þinn stað í hjarta mínu. Þú varst svo yndislegur, góður og fallegur með þitt sæta bros og ég veit að það verður þannig áfram í þínum nýju heimkynnum þar sem Elsa amma og Dóri frændi hafa tekið á móti þér og ég veit að þar verður þú umvafinn ást og umhyggju eins og þú varst hér. Elsa frænka. Það kemur sá tími í lífi allra að missa einhvern sem er þeim nákom- inn, vin eða ættingja. En aldrei bjóst ég við því að þú myndir hverfa úr lífi okkar svo skjótt. Elsku Nonni minn, það situr svo margt eftir, minningar um okkur vin- ina saman og okkar skemmtilegu samtöl. Það var alltaf jafn gaman að hitta þig, þú varst alltaf i góðu skapi, brosandi og hress. Þú varst alltaf til- búinn til að gera allt fyrh- okkur, ein- lægur og traustur vinur. Þótt ég hafi ekki þekkt þig lengi þá er ég mikið þakklát fyrir það að hafa kynnst þér og hafi notið návistar þinnar. Þegar ég lít yfir vinahópinn okkar núna þá sé ég stórt skarð sem aldrei verður fyllt. Elsku Nonni, við eigum öll eftir að sakna þín svo sárt að engin orð fá því lýst. Margs er að rainnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna, Guð þeirri tregatárin stríð. (V. Briem) Elsku Dísa, Birgir, Garðar, Begga, Unnur og Jenný. Megi góði Guð styrkja ykkur í gegnum þessa eifiðu tíma. Auður Elísabet. Þakka ykkur, himnanna englar, íýrir að lána mér Nonna frænda minn, fyrir að leyfa mér að horfa í fallegu brúnu augun hans og verða aðnjótandi yndislegu hlýjunnar og einlægninnar sem einkenndi hann. Ég hélt að ég vissi margt um lífið og tilveruna, hélt að ég væri sterk og vissi hvað hamingja og sorg væru.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.