Morgunblaðið - 14.03.2000, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 14.03.2000, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2000 JK------------------------- MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Anna Itagnhild- ur Björnsdóttir Maack fæddist í Reykjavík 3. júní 1911. Hún lést á Víf- ilsstöðum 28. febr- úar síðastliðinn. Faðir hennar: Björn Rósinkranz Ólafs- son, kaupmaður í Reykjavík (1874- 1935), móðir hennar: Guðrún Sveinsdóttir ^ (1890-1945). Eigin- maður Guðrúnar og stjúpi Önnu: Jón Guðmundsson (1886-1967). Systir hennar sam- feðra: Ingveldur R. Björnsdóttir (1904-1989). Systkini hennar sammæðra: Sigríður (1916- 1997), Guðmundur (1918-1990), Magnús (1920-1944), Sveinn (1922-1998). Elsta dóttir Önnu: Esther Jónsdóttir (1930-1996), kjördóttir Jóns Guðmundssonar og Guðrúnar ömmu sinnar, maki Ari Einarsson (1925). Börn þeirra: Kristín (1955), Guðrún (1957) og Ragnheiður (1965). *r.f Anna fæddist í Stóra-Seli, vestast í vesturbænum í Reykjavík. Húsið er steinbær sem Sveinn móðuraíi hennar byggði, og stendur enn, þótt lítið beri á milli stórhýsanna. Sels- bæirnir voru þrír og við þá er Sels- vörin kennd. Leikvöllur barnanna voru túnin vestan við Melana, stakkstæðin á Bráðræðisholtinu og fjaran í Sels- vörinni. Þar var útfyri mikið og auð- velt að verða á flæðiskeri staddur. Þarna sleit Anna barnsskónum og í iSeykjavík ól hún allan sinn aldur. Ættir hennar voru af Seltjamarnesi ogÁlftanesi. Rætur hennar voru því í Reykja- vík og nánasta nágrenni höfuðstað- arins. Anna unni átthögum sínum og æskuslóðum og tók undir með Tóm- asi Guðmundssyni sem var hennar eftirlætisskáld: En er nokkuð yndislegra leit auga þitt nokkuð fegra - en vorkvöld i vesturbænum? Og hún dró dám af æskuslóðum sínum og var af fyrstu kynslóð ís- lendinga sem leit á sig sem borgar- böm, þótt reyndar hafi hún verið MUIHJID OTOflD ÍJfl um flÓTÍL flOflö MiTAUMNT (fllí Upplýsingar í s: 5511247 Blómastofa Friðfinns Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík, sími 553 1099. Opið öli kvöld til kl. 22 - einnig um helgar. Skreytingar fyrir öll tilefni. Gjafavörur. li Eiginmaður Önnu (I): Einar Karl Magnússon (1912- 1938). Dóttir þeirra: Katrín (1935-1988), maki Viðar Jónsson (1933). Börn þeirra: Anna Ragnhildur (1958-1988) og Jón Viðar (1961). Eigin- maður Önnu (II) Pjetur Andreas Maack (1915-1944), Dætur þeirra: (a) Guðrún Hallfríður (1939), maki Sverrir Sveinsson (1940). Þeirra börn: Ingibjörg (1960), Anna Svava (1962), María Vigdís (1963), Skúli (1966). (b) María Bóthildur Jakobína (1940), maki Reynir Einarsson (1939). Þeirra börn: Kristín (1958), Pétur And- reas (1960), Hallfríður (1962), Reynir (1968). Frá 1948 var Anna í sambúð með Skúla Arna- syni (1919-1994). Útfor Önnu fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin kiukkan 13.30. komin til fullorðinsára þegar Reykjavík hafði breyst úr bæ í borg. Og hún var ein af þeim dætram Austurstrætis sem borgarskáldið yrkir um. Þegar Anna óx úr grasi kom í ljós að hún hafði hlotið í vöggugjöf mikla lífsgleði, en jafnframt ríka sjálfs- bjargarhvöt, athafnaþrá og sterkan vilja. Alla ævi var hún mjög kapps- full og þessir góðu eiginleikar entust henni vel, þrátt fyrir áföll, sem sennilega hefðu eitthvað deyft lífs- gleðina hjá flestum. Leikjum og gleði æskuáranna var ekki lokið þegar starfsævin hófst, og hún bar gæfu til þess alla ævina að kunna að gleðjast með vinum sínum þrátt fyr- ir alvöra og áföll lífsins, og mikla vinnu oft og tíðum. Hennar fyrsta starf var við fiskbreiðslu með móður sinni á fiskreitunum við Selsvörina. Síðar vann hún í heimabakaríi, og enn síðar hjá frú Steinholt, norskri konu, sem hafði kostgangara. Eftir að hún giftist Einari Karli Magnús- syni hóf hún að starfa við Café Royal, veitingastað, sem þau ráku við Austurstræti, í hjarta hinnar ungu íslensku höfuðborgar. Hún þroskaðist mjög á þeim áram og kynntist mörgum, en Einar Karl veiktist og lést af völdum ættgengr- ar heilablæðingar áður en sambúð þeirra hafði staðið lengi. Þegar Anna giftist Pjetri A. Maack, stýrimanni á Max Pember- ton, gekk hann Katrínu dóttur hennar í föðurstað, og fyrr en varði höfðu tvær dætur bæst í fjölskyld- una, Anna Maack orðin sjómanns- kona og heimavinnandi húsmóðir. Pjetur var elstur í stórum og glað- væram systkinahópi á Ránargötu 30, elsti sonur Pjeturs A. Maack eldra, sem var annálaður dugnaðar- forkur og aflamaður og skipstjóri á áðurnefndum togara. Tengdamóðir Önnu var Hallfríður Hallgrímsdótt- ir, ættuð af Austurlandi. Anna féll vel inn í þessa samhentu fjölskyldu og þau Pjetur áttu ákaflega vel sam- an. Þau unnust hugástum og löngu síðar, þegar hún leit yfir farinn veg, óvenju lífsreynd kona, var þetta hamingjuríkasta tímabilið á langri ævi hennar. En þetta vora viðsjár- verðir tímar og hætturnar miklar á hafinu. Áður en ófriðnum lauk fórst Max Pemberton með allri áhöfn. Það var atburður sem lét engan ís- lending ósnortinn. Auk þess að missa mann sinn og tengdaföður var Magnús bróðir hennar einnig 1 áhöfninni. Missir Önnu var því mik- ill og hún var orðin ekkja í annað sinn, nú með dæturnar þrjár á fram- færi. Hvernig kona bregst við áfalli sem þessu, og hvar hún leitar hugg- unar, er jafn misjafnt og þær era margar; hitt er víst að enginn er samur eftir slíka lífsreynslu. Það var Anna heldur ekki. En hún lét ekki bugast, en ákvað að vinna og berjast fyrir velferð dætranna, og í því fann hún mesta huggun. Ekki hugnaðist henni að ráða sig í fasta vinnu frá dætranum ungu, en kaus heldur að hasla sér sinn eigin völl, enda var atorka einstaklingsins og framtak kjarninn í lífsskoðun hennar, og hún var ávallt sjálfri sér samkvæm. Hún hafði gott viðskipta- vit, var listfeng, handlagin og fram- leg. Hún gat því skapað sér verkefni við ýmiskonar handverk, sem hún stundaði með heimilisstörfunum, og átti auðvelt með að koma verkum sínum á markað. Þannig var hún sífellt að finna upp á einhverju, og í byrjun hjálpaði það til að fyrst eftir stríðið var lítið um vörur í verslunum, en eftirspurn nokkur. Þessu hélt hún áfram í ára- tugi og framleiddi m.a. minjagripi fyrir ferðamenn. Snilli hennar við matseld gerði henni að kleift að selja mönnum fast fæði á heimili sínu, sem þætti víst skrítið í dag. En þá hét það að hafa kostgangara, og var ekki fátítt. Þetta stundaði hún í nokkur ár og hafði þannig öll spjót úti til að sjá heimilinu farborða. Um 1948 hóf hún sambúð með Skúla Árnasyni verslunarmanni. Hann kom á heimilið og þau bjuggu saman allt til ársins 1989, er hann varð að flytjast á hjúkrunarheimili vegna sjúkleika. Hann reyndist Önnu góður lífsförunautur um fjöru- tíu ára skeið. Sambúð þeirra var far- sæl þótt þau væra ólík um margt, og vel reyndist hann dætrum Önnu og fjölskyldum þeirra. Anna var frábær húsmóðir og bjó honum gott heimili, þar hann fékk notið næðis og sinnt starfi sínu og áhugamálum. Þar var ætíð mikið um gestakomur, enda heimilið annálað fyrir gestrisni. Skúli veiktist meðan hann var enn á góðum aldri, og var áram saman heima sjúkur. Þá reyndi mikið á Önnu, en hún stóðst þá raun með prýði eins og ávallt þegar lífið lagði henni skyldur á herðar. Eins og áður sagði missti Anna fyrri eiginmann sinnn úr arfgengri heilabæðingu. Þá vissu menn minna um þennan hræðilega vágest en nú, en vissu þó að afkomendur hans gætu átt sjúdóminn á hættu. Því fylgdi að sjálfsögðu nagandi ótti, sem reyndist því miður á rökum reistur. Katrín dóttir Önnu lést af völdum sjúkdómsins árið 1988, eftir sautján ára sjúkralegu, og Anna Ragnhildur, dóttir Katrínar lést einnig á því sama ári, 1988, eftir tveggja og hálfs árs veikindi. Nærri má geta hvílík raun það hefur verið Önnu að fylgjast með framvindu þessarar ættarfylgju, án þess að læknar fengju að gert. En svo er Guði fyrir að þakka að ekki verður oftar höggvið í þennan knérunn, því aðrir afkomendur Katrínar hafa ekki erft þennan lífshættulega sjúk- dóm. Sú vissa er staðfest með merkilegri erfðafræðilegri rann- sókn íslenskra vísindamanna. Þótt Esther Jónsdóttir, elsta dóttir Önnu, væri ekki alin upp hjá móður sinni var ávallt gott samband hjá þeim mæðgum öllum. Esther giftist og varð gæfukona. En sorgin kvaddi enn dyra hjá Önnu árið 1996, þegar Esther andaðist eftir erfið veikindi. Þá fylgdi hún dóttur til grafar í annað sinn. Það vora aldr- aðri móður erfið spor. Þegar Anna starfaði á Café Royal í Austurstræti á kreppuárunum færði hún Jóhannesi Kjarval mat og kaffi á vinnustofu hans í Austur- stræti 12. Með þeim tókst vinátta; hún gaf honum útsaumaðan púða og hann gaf henni myndir eftir sig. Til þessara kynna má e.t.v. rekja áhuga Ónnu á myndlist, en því áhugamáli sínu sinnti hún vel og lengi. Ekki málaði hún sjálf, en var virkur þátt- takandi í listalífi borgarinnar ára- tugum saman með málverkasöfnun, ástundun sýninga og uppboða, og meðalgöngu um kaup og sölu á lista- verkum. Ut frá þessu bast hún mörgum listamönnum vináttubönd- um, sem voru henni mjög dýrmæt. Á engan er hallað þótt Karólína Lárusdóttir, sé ein nefnd í þessu samhengi. Skoðanir Önnu á mynd- list vora einlægar og fordómalausar, og byggðust á óvenjulegu innsæi og óbrigðulum smekk. Hún þekkti vel takmörk sín, og hætti sér aldrei út í fræðilega umræðu um listir. Snar þáttur í listnautn hennar var barns- legt hrifnæmi sem hún varðveitti með sér til gamals aldurs. Sá sem getur hrifist svo af listaverki að aug- un tindra hefur óneitanlega forskot á daufgerðari einstaklinga þegar kemur að því að njóta listar. Anna var falleg kona, fremur lág- vaxin og grönn, dökk á brún og brá og bauð af sér góðan þokka. Hún hafði til að bera óvenjulega persónu- töfra, sem gerðu henni auðvelt að stofna til kynna við þá sem urðu á vegi hennar í lífinu. Hún var ófeim- in, en nálgaðist samt fólk af hæversku og alúð. Fólk dróst því ósjálfrátt að henni. Nú hlýtur hún þau eftirmæli að því hafi þótt gaman að kynnast henni, og að lífið hefði verið fátæklegra án kynna við hana. Hún var alla ævi vinsæl og vinmörg en átti þó frá barnsaldri þröngan hóp vinkvenna sem vora henni sér- lega kærar. Af þeim eru nú aðeins eftirlifandi þær Anna Haarde og Brynhildur Sörensen. Það er til marks um trygglyndi þeirra allra, að sú vinátta hefur nú staðið í rúm áttatíu ár. Hún var einnig frændrækin og mjög var kært með henni, systkin- um hennar, mökum þeirra og öðru venslafólki. Tengdafólk hennar af Maackættinni var henni einnig alla tíð traustir og góðir vinir. Lífið varð Önnu tengdamóður minni strangur skóli, en hún stóðst öll þau próf sem henni var gert að gangast undir, og af lífsreynslu sinni dró hún lærdóma, sem urðu henni til þroska og hjálpar í lífsbar- áttunni. Eitt var, að til að öðlast eitt- hvað í lífinu þurfti hún að berjast fyrir því. Annað, að til að ekki yrði gengið á rétt hennar þurfti hún oft að standa fast á sínu. Þetta tvennt var henni einkar tamt. Hún var bar- áttufús, og ótilneydd lét hún aldrei hlut sinn fyrir neinum. Af þessum orðum kynnu ókunnugir að ætla að Anna hafi verið mjög hörð af sér. Þeir sem þekktu hana vel vita betur. Hið sanna er að hún var óvenju til- finningarík kona og viðkvæm. Ósnortin mátti hún ekkert aumt sjá, og örlæti hennar og gjafmildi átti sér næstum engin takmörk. Hún var örgeðja og stundum skjót- ráð, en sló aldrei af, og gerði ávallt sitt ýtrasta til að standa við það sem hún sagði og gerði. Eins og áður sagði varðveitti Anna gleðistreng í brjósti sínu alla ævi þrátt fyrir ýmis áföll, og átti sem betur fer margar gleðistundir. Það var því að þakka að hún var óvenju sterk manneskja, en einnig hinu, hve lífsgleðin var ríkur þáttur í fari hennar, þegar hún lagði upp í sína löngu vegferð. Meðal þess sem veitti henni óblandna ánægju voru ferðalög til útlanda, og hún fór margar ferðir. London var löngum uppáhald hennar, en hún fór fyrstu ferðina þangað 1948. Sú ferð var henni upplifun sem hún aldrei gleymdi. Að deila geði með vinum sínum, gömlum og nýjum, var henni einnig mikill gleðigjafi, ekki síst þegar hún var í hlutverki veitanda, og hús hennar fullt af gestum. Megnið af ævinni átti Anna því láni að fagna að hafa góða heilsu og mikla starfsorku. Það urðu því mikil viðbrigði, þegar hún var komin vel á níunda tug aldursára, að heilsa hennar fór að gefa sig. Því kunni hún ákaflega illa eins og eðlilegt er, en einnig hinu, að viðfangsefnum fækkaði, hún hafði minna umleikis, fór minna út og færra var um heim- sóknir. Þá kynntist hún einsemd- inni, sennilega í fyrsta skipti á æv- inni. Það varð henni mjög erfitt. Síðasta hálfa árið sem hún lifði var hún á Vífilsstöðum. Þar naut hún frábærrar umönnunar lækna og hjúkranarfólks. Við aðstandendur Önnu færam þeim nú alúðar þakkir, og eins öllum öðram sem líknuðu henni í veikindum hennar. Eins og áður sagði vann Anna að velferð dætra sinna eins og kraftar leyfðu. En þótt fjölskyldan stækkaði mjög, af tengdasonum, barnabörn- um og barnabarnabörnum, þá breyttist hún ekkert. Hún bar hag okkar allra fyrir brjósti alla tíð, allt þar til yfir lauk. Við Guðrún og börnin okkar öll þökkum henni nú, þótt þakkarorðin séu hjóm eitt og næsta fátækleg, borin saman við allt það sem hún lagði af mörkum. Blessuð sé minning elskaðrar móð- ur, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, Önnu Ragnhild- ar Björnsdóttur Maack. Sverrir Sveinsson. Elsku mamma mín, nú þegar leið- ir okkar skiljast um sinn langar mig til þess að skrifa smá hugrenningar um það sem þýtur gegnum hugann. Ég treysti mér ekki til þess að koma á blað öllu því sem þú hefur mátt þola í sambandi við ástvinamissi og allt þitt lífshlaup, en ætla samt að fara rúma hálfa öld aftur í tímann. Ég minnist þess að við systurnar vildum allar sitja í stól pabba við matborðið þegar hann var á sjónum og héldum áfram að metast um stól- inn eftir að Maxin fórst. Hvað þú hefur þurft að vera sterk og stór þá. Ekki var neitt til sem hét áfallahjálp þá, 1944. Barnshugurinn er frjór og ég var alltaf að vona að pabbi fynd- ist einhvers staðar á eyðieyju og allt yrði gott aftur. Ég man að þú varst alltaf með einhvern saumaskap í höndum og ófá veggteppi og púðar lágu eftir þig. Ég minnist þess líka þegar ég sat við saumavélina og horfði á þig sauma svuntur og barnasmekki til þess að framfleyta okkur. Það var sama hvað það var, það lék allt í höndum þér, að ég tali nú ekki um matargerð. Enda fórstu að taka að þér kostgangara. Það var alltaf hvítur dúkur og stífaðar ser- vettur með hring og rómverskum tölum á og hver átti sinn hring. Allt- af gastu komið fólkinu á óvart með gómsætum mat þannig var þitt líf. Þú stóðst af þér alla storma og fannst þér alltaf eitthvað nýtt að fást við og hélst áfram með beint bak og barst höfuðið hátt. Með þess- um hugrenningum viljum við Reyn- ir og fjölskylda biðja algóðan Guð að blessa þig og hjálpa okkur að varð- veita minningu þína. I faðmi Drottins finnast munum við. Hvað er sorgin? Sælla daga boði. Sjálfurdauðinn? Lífsins morpnroði. Lífið sjálft? Ein lítil stundarbið. (Páll Ólafsson.) María. Við viljum með örfáum fátækleg- um orðum kveðja kæra ömmu, lang- ömmu og tengdaömmu. „Við eram fædd inn í tilvera sem er handan þess sem við fáum skilið, og það lengsta sem við getum náð er að leysa dagsverk okkar sem best af hendi.“ (John Cage.) Dagsverki þínu er lokið hérna megin, með miklum sóma, en önnur verkefni bíða á nýjum og betri stað. Það er öraggt að þú situr ekki auðum höndum á nýja staðnum, frekar en hérna megin. Þú varst dugnaðarforkur, sem vannst þitt dagsverk af heiðarleik og ósérhlífni. Þú varst alltaf að, hin síðari ár við miðlun listar, þar sem þekking þín og innsæi nutu sín til iúllnustu. Við þökkum fyrir stundirnar sem við áttum með þér, alltaf of fáar, en að sama skapi góðar. Eins og dagur er til þess að sjá eins og nótt er til þess að heyra eins og líf er til þess að lifa eins og dauði er til þess að breytast eins og fræ sem fellur í mold eins og fegurð máttur og vizka eins og skeiðrúm frá austri til vesturs eins og hæð til himins frá jðrð eins og verk mitt er speglun mín eins og ég er speglun Guðs. (Elías Mar.) Halla, Guðjón og dætur. Ég hitti Önnu Maack fyrst í London seint á áttunda áratugnum og féll strax vel við þessa glettnu og brosleitu konu, sem átti eftir að verða svo góður vinur minn. Þegar hún var ung rak hún matstofu í Austurstræti og einn af viðskipta- ANNA MAACK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.