Morgunblaðið - 14.03.2000, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 14.03.2000, Blaðsíða 68
ATLANTSSKIP - ÁREIÐANLEIKI í FLUTNINGUM - Leitið upplýsinga í síma 520 2040 www.atlantsskip.is MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Flugkerfí rannsaka áhrif Kötlugosa á flugumferð Heklugosið gaf tæki- færi til prófunar Nýfæddir kiðlingar Myndin sýnir þrívítt líkan af gosmekki úr Heklu úr vestri kl. 22 fyrsta gosdaginn. Mökkurinn náði í um 45 þúsund feta hæð. MEÐAL verkefna sem unnið er að hjá hugbúnað- arfyrirtækinu Flugkerfum er viðbúnaðaráætlun vegna flugumferðar yfir landinu í tengslum við hugsanlegt Kötlugos. Unnt var að prófa kerfið að nokkru í Heklugosinu um mánaðamótin. Þetta getur skipt máli í flugum- ferð þar sem þotuhreyflar eru viðkvæmir fyrir gos- , ,-g^efnum. Matthías Sveinbjörns- son, verkfræðingur hjá Flugkerfum, tjáði Morg- unblaðinu að verkefnið væri unnið fyrir Flugmála- stjórn og snerist um að kanna dreifingu gosefna í lofthjúpnum og áhrif þeirra á flug- umferð. „Það má segja að Heklu- gosið hafi komið upp í hendurnar á okkur og tókst okkur að sýna fram á að líkanið sem við notum og líkir eft- ir dreifingu ösku í lofthjúpnum sé ■^Btíiokkuð gott og staðfesta að við er- um á réttri leið,“ sagði Matthías. Líkanið var fengið hjá bandarísku veðurstofunni og var upphaflega þróað til að meta dreifingu hvers kyns eiturefna í lofthjúpnum. Matthías sagði að verkefnið væri tilkomið vegna hugsanlegs Kötlu- goss, en þessi gos væru varasöm flugumferð þar sem þau gætu staðið lengi og gosaska dreifst yfir víðáttu- mikið svæði. Heklugos væru hættu- leg vegna lítils fyrirvara en Katla yrði að brjóta sér leið gegnum 400 m þykka íshellu og það gæfi mönnum nokkurn fyrirvara. Kötlugosið 1918 sagði hann hafa staðið í 24 daga og hefði Katla þann tíma sífelit spúð gosefnum upp í lofthjúpinn. Gosefnin dreifast víða Matthías sagði gosefni úr Kötlu að líkindum dreifast yfir mjög stórt svæði, þau væru til dæmis fljót að fara yfir hafið og til Evrópulanda. Rannsóknir Matthíasar snúast um að kanna skammtímaáhrif, þ.e. fyrstu 12 tíma eftir upphaf goss. Hann hefur skoðað hvernig gosaska myndi hafa dreifst á hverjum degi á síðasta ári miðað við að gos hefði byrjað klukkan 10 að morgni. Ut frá því er skoðað hversu mikil áhrif út- breiðslan hefði á flugumferð og hversu mörgum vélum þyrfti að beina á aðrar brautir miðað við umferð- ina á sama tíma. Ekki kvaðst Matthías tilbúinn að greina frá hversu mörgum vélum yrði að beina frá gos- svæði, en leiðir flugvéla á leið austur og vestur um hafið liggja jafnan misná- lægt landinu eftir veður- fari. „Könnunin beinist einkum að því að finna út hvort eitthvert samspil er milli umferðar á svæðinu og gosmakkarins, hvort líklegt sé að flugumferð sé mikil þegar gosmökk- inn leggur þvert á flug- leiðirnar, en það virðist reyndar ekki vera í fljótu bragði." Kanna þarf áhrif á kerfið í heild Matthías segir að Heklugosið hafi staðfest að líkanið fari mjög nærri um dreifingu gosefna, það hafi hann líka getað staðfest með gervitungla- myndum. Næsta skref hjá Matthíasi er að kanna frekar áhrif af hugsan- legu gosi, hvert verði álag á flugum- ferðarstjóra, á hversu margar vélar gos hafi áhrif og áhrif á kerfið í heild vegna þessara aðstæðna. Milli 15 og 20 manns starfa hjá Flugkerfum og snúast verkefnin einkum um þróun og viðhald hug- búnaðar fyrir flugstjórnarkerfi. Þá hefur fyrirtækið einnig annast verk- efni fyrir flugmálayfirvöld Namibíu. Laxamýri - Þeim fjölgaði, geitun- um á Rauðá í S-Þingeyjarsýslu, fyrir heigina þegar nokkrir hvítir og flekkóttir kiðlingar fæddust í hjörðinni. Geitabúskapur hefur minnkað mjög í sýslunni á undanförnum árum og er Rauðá stærsta búið með 18 geitur á vetrarfóðrum. Þar er því von á mörgum kiðling- um á næstunni og fjörugt verður í geitahúsinu þar sem ungviðið fer víða og leikur sér. Á mynd- inni eru bræðurnir Erlingur og Grímur Vilhjálmssynir, sem stundað hafa geitabúskap frá ár- inu 1967, með kiðiinga sem alltaf eru jafn skemmtilegur vorboði. Fyrirhugað að greina á milli framleiðslu, dreifíngar og sölu á raforku .LANDSVIRKJUN er að yfirfara innra skipulag fyrirtækisins í ljósi þeirra breytinga sem fyrirhugað er að gera á raforkumarkaði hér á landi og snúast meðal annars um að greina á milli framleiðslu, dreifingar og sölu á raforku í samræmi við til- skipun Evrópusambandsins þar að lútandi. í dag er ráðgert að nefnd um stofnun landsnets sem sett var á laggirnar haustið 1998 skili form- lega af sér tillögum en verkefni nefndarinnar var meðal annars að fjalla um framtíðarfyrirkomulag raforkuflutnings á íslandi. Jóhannes Geir Sigurgeirsson, for- maður stjórnar Landsvirkjunar, segir að í undirbúningi sé setning ýrra raforkulaga, en þar sé gert ráð fyrir aðskilnaði milli fram- leiðslu, flutnings og sölu á raforku og því hafi Landsvirkjun að eigin frumkvæði ráðist í heilmikla skipulagsvinnu til þess að vera í Landsvirkjun yfirfer innra skipulag stakk búin til að taka við slíkum breytingum. Aðspurður hvort einkavæðing fyrirtækisins stæði fyrir dyrum sagði Jóhannes Geir að engar fyrirætlanir væru uppi í þeim efnum að svo stöddu, þótt vitað væri að þær breytingar sem framundan væru á þessum markaði kölluðu á að þessi mál yrðu skoðuð í heild. „Hins vegar get ég sagt það sem mína persónulegu skoðun eftir kynni af orkugeiranum að það sé nauðsyn- legt sem fyrsta stig að fyrirtækja- væða orkugeirann, þ.e.a.s. að koma honum inn í hlutafélög þannig að hann vinni í sama umhverfi og önn- ur fyrirtæki í landinu. Það er síðan seinni tíma ákvörðun hvort menn selja eitthvað," sagði Jóhannes Geir. Hann benti á að orkugeirinn hefði smám saman þróast úr því að vera þjónustufyrirtæki ríkis og sveitarfé- laga yfir í það að vera orðinn mjög öflugur atvinnuvegur á eigin for- sendum án þess að nokkurn tíma hafi verið hugað að því hvort rekstr- arformið .hæfði starfseminni. Hugmyndir um breytingar á skipulagi raforkumarkaðarins lúta að því að greina milli framleiðslu, dreifingar og sölu á raforku, eins og fyrr sagði, og er gert ráð fyrir að flutningskerfið sem slíkt verði sjálf- stætt, en verði að flytja fyrir þá sem vilja framleiða raforku til þeirra sem vilja kaupa. Landsvirkjun hefur til þessa ein- göngu verið í framleiðslu og dreif- ingu á raforku til dreifiveitna og stórkaupenda, en Jóhannes sagði að í þeirri skipulagsvinnu sem yfir stæði hjá fyrirtækinu væri horft til þess að fyrirtæki sem ætlaði sér að vera öflugt á þessu sviði í framtíð- inni yrði að vera öflugt bæði í fram- leiðslu og sölu á raforku. Varð und- ir þungu íari SKIPVERJI slasaðist í vinnu- slysi um borð í bát í höfninni á Patreksfirði í gær þegar nokk- ur hundruð kílóa kar féll á hann. Karið var fullt af fisk- beinum og lenti á manninum með þeim afleiðingum að hann hlaut beinbrot en tildrög slyss- ins voru ekki ljós, að sögn lög- reglunnar á Patreksfirði. Skamman tíma tók að ná hin- um slasaða undan karinu og hélt hann meðvitund á meðan. Þyrla Gæslunnar var kölluð út um klukkan 16 til að flytja manninn á Sjúkrahús Reykja- víkur og kom hún þangað kl. 19.30. Skv. upplýsingum læknis er maðurinn ekki í lífshættu. Sauðfé hefur fjölgað jafnt og þétt frá 1995 MEÐ nýjum samningi milli ríkis- ins og sauðfjárbænda, sem gerður var um helgina, er stefnt að því að fækka sauðfé í landinu um 45 þús- und og ætlar ríkið að verja til þess allt að 990 milljónum. Frá árinu 1995 hefur sauðfé í landinu fjölgað ár frá ári, þrátt fyrir markmið um fækkun og nú eru álíka margar kindur í landinu og þegar síðasti samningur um sauðfjárræktina var gerður, 1995. í samningi ríkisins og bænda sem gerður var 1995, var samið um að ríkið styrkti bændur til að hætta búskap. Markmiðið var að fækka sauðfé um 30 þúsund fjár. Þetta markmið náðist og gott bet- ur á einu ári en sauðfé fækkaði þá úr 500 þúsundum í 460 þúsund. Frá 1995 hefur sauðfé hins vegar fjölgað á ný. ■ Stefnt að/34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.