Morgunblaðið - 14.03.2000, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 14.03.2000, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ 48 ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2000 ' HESTAR Keppnin bætir reið- mennskuna Keppnistímabil hestamanna er komið vel á skrið og félög keppast við að halda stutt mót þar sem boðið er upp á töltkeppni með fírmakeppniformi, þ.e. engar einkunnir gefnar en notað útsláttarfyrirkomulag. Valdimar Kristinsson tínir hér til ýmis rök sem mæla með því að knapar taki þátt í keppni án þess þó að þeir geri keppnina sjálfa að aðalatriði í hestamennskunni. VETRARMÓTIN eru tilvalinn vett- vangur fyrir þá sem lítið eða ekki .-fhafa komið nálægt keppni. Yfirleitt eru ekki gerðar stífar kröfur um ákveðinn hraða og knapar hafa nokk- uð frjálsar hendur um það hvernig þeir ríða hrossunum og þar sem fimm til tíu knapar og hestar eru inni á vellinum í einu er athygli dómara og áhorfenda ekki yfirþyrmandi á einum keppanda. Slíkar aðstæður eru mun léttbærari fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu spor á vellinum en það sem skelfir menn mest er að verða nú sjálfum sér og kannski, það sem verra er, hestinum til skammar. •fc Oftast er þessi ótti ástæðulaus en vissulega getur spennan og álagið orðið þvílíkt að allt fari úrskeiðis og hesturinn geri ekki neitt af því sem hann hefur boðið upp á í undanforn- um útreiðartúrum. Hættan á slíkum uppákomum er meiri eftir því sem færri eru inni á vellinum í einu og að sjálfsögðu mest þegar knapinn er einn með hesti sínum á vellinum. Dómaramir fylgjast með hverju fót- máli og tugir og jafnvel hundruð áhorfenda (hinir óvægnu brekku- dómarar) eru tilbúnir að hakka mann ísig. Nú er hins vegar tækifærið að fljóta með fjöldanum og láta nú loks verða af því að taka þátt í keppni. % Víða frambærilegir hestar Það leynast víða ágætlega fram- bærilegir hestar en spumingin snýst oft um það hversu vel knöpunum gengur að laða fram hina góðu eigin- leika. Aflir vilja hestamenn vera vel ríðandi og njóta fáka sinna sem best þeir mega. Hafa þá vel viðráðanlega og geta stjórnað hraðanum sem riðið er á hverju sinni, hafa fulla stjóm á takti gangtegundanna, sérstaklega töltsins, svo ekki sé nú talað um að geta tekið til þeirra á góðri yfirferð inn á milli en ná þó að hægja yfir- vegað niður þannig að hvorki fas né taktur raskist. Allt þarf þetta að ger- ast af ákveðni en spennuleysi, bæði hjá knapa og ekki síður hesti. En era þeir knapar sem flokka sig undir það að vera útreiðarmenn nógu duglegir að leita eftir nægri þekkingu og tækni til að laða betur fram kosti hestsins? Svari hver fyrir sig. Þótt áhugi fyrir keppni sé mjög vaxandi heyrast alltaf gagnrýniradd- ir á flest er viðkemur keppni og mótahaldi og mjög rík tilhneiging er til að flokka hestamenn í annaðhvort keppnismenn eða útreiðarmenn. Staðreyndin er hins vegar sú að vel fer á að sameina þessa þætti hesta- mennskunnar ætli menn sér að ná árangri og er hér átt við að bæta hest sinn þannig að knapinn nái kostun- Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Frá opnu móti á Varmárbökkum í fyrra. Atvinnumenn sækja í keppni í tvennum tilgangi; þeir þurfa auglýsingu til að fá betri hesta í þjálfun en þátttakan tryggir þeim eins og áhugamönnum meiri framfarir í reiðmennsku. Þóra Þrastardóttir er góður fulltrúi áhugamannsins sem reynir að bæta reiðmennsku með keppni. Hefur henni farið mikið fram siðan hún fyrst brá sér á brautina og lagði reiðmennskuna undir mælistiku dómaranna. um betur og auðveldar. Á undanförn- um áram hafa skapast fjölbreyttari möguleikar fyrir knapa í ýmsum getuflokkum með fjölgun styrkleika- flokka og opinna móta víða um land. Nú hafa knapar meiri möguleika á að keppa á þeim tíma sem þeim hentar og eiga jafnvel meiri möguleika á verðlaunum en áður. Þótt þessi þró- un sé vel á veg komin er langt í frá að hún sé komin á leiðarenda. Telja margir að lokatakmarkið sé að nán- ast öll mót verði opin og ekki bundið að keppt sé í öllum styrkleikaflokk- um á hverju móti. Hvernig hljómar til dæmis „íslandsmót fyrir áhuga- menn“ eða „Meistaramót öldunga", sem gæti þá verið knapar 45 ára eða 50 ára og eldri? En hvers vegna keppni? Nú er það svo að menn era mismiklir keppnis- menn. Sumir njóta þess fram í fing- urgóma að taka þátt í keppni og fá ríkulega umbun vinni þeir sigra. 011- um þykir að sjálfsögðu gaman að ná góðum árangri en hvatinn er mis- mikill milli einstaklinga. Fullyrða má að öllum þeim sem vilja ná árangri í reiðmennsku er mjög hollt að taka þátt í keppni einhvem tímann á æv- inni. Staðreyndin er nefnilega sú að það er ekkert sem stuðlar eins ríku- lega að framföram í reiðmennsku og það að keppa. Keppnismaðurinn veltir fyrir sér að lokinni keppni hvað tókst vel og hvað var ekki í lagi. Hverjir era möguleikarnir á að bæta það sem aflaga fór, hvemig get ég gert það? Vonandi betri á morgun Útreiðarmaðurinn hugsar meira í þá áttina að hafi hesturinn ekki verið eins góður og oft áður í útreiðartúrn- um verði hann vonandi betri næst. Hann hugsar ekki eins djúpt um or- sakir fyrir því að hesturinn var svona en ekki hinsegin eða hvemig hægt sé að bæta úr. Útreiðarmaðurinn fær ekki blákalt mat á það sem hann er að gera, í mesta lagi að útreiðarfélag- ar hafi orð á því þegar hesturinn er góður, en annars er þagað og talinu beint að öðrum þægilegri hlutum að ræða um. Keppni þarf ekki að vera höfuð- markmið hestamennsku. Hesta- mennskan býður upp á marga skemmtilega möguleika, allir byggj- ast þeir upp á því að auka tækni og þekkingu knapans á reiðmenn- skunni. Því betri sem knapinn er í þeim efnum því fleiri verða ánægjustundirnar á baki hestsins. Það er ekkert eins örvandi fyrir bætta reiðmennsku og það að taka þátt í keppni. Keppnin getur því nýst sem gott tæki til að bæta reiðmenn- skuna og auka fæmi knapans. Það skilar sér í fleirl ánægjustundum á hestbaki, á ferðalögum eða styttri út- reiðum í góðum félagsskap, sem áfram geta verið höfuðmarkmið í hestamennsku útreiðarmannsins. Mjög mikil ásókn er í Orra frá Þúfu FYRR í vetur var seldur hlutur í Orra frá Þúfu og mun söluverðið vera 1 milljón króna eða sama verð og annar hlutur í hestinum var seld- ur á í haust. Þetta munu einu hlutim- ir sem hafa skipt um eigendur frá því í haust. Ljóst er nú að færri fá en vilja sem ^ A’ótt hafa um að komast að með 'hryssur til Orra. 1. mars höfðu borist umsóknir um 32 hryssur en ákveðið hafði verið að hleypa 10 hryssum að til viðbótar við þær 70 hryssur sem hafa hingað til hafa verið leiddar undir klárinn árlega. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum era þrír að- ilar með umsóknir fyrir fimm, níu og tíu hryssur. Sagði Indriði Ólafsson frá Þúfu að komið hefðu fram hug- myndir um að bæta við þann fjölda eftir að ljóst væri hversu eftirspurn- in væri mikil en ekkert þó verið ákveðið í þeim efnum. Ekki verður farið eftir kynbótamati eða einkunn- um til að ákveða hvaða hryssur verði sæddar með sæði úr Orra. Indriði sagði að á fundinum hefði verið ákveðið að setja öll nöfn umsækjenda í pott og síðan yrðu tíu þeirra dregin. Búið er að semja við Sæðingastöð- ina í Gunnarsholti um að sæða með sæði úr Orra en eins og fram hefur komið verða allar hryssurnar 80 sæddar en engin leidd undir klárinn. NÝTT - NÝTT Ný sterk fljotandi bíótínblanda nSTUHD FREMSTIR FYRIR GÆÐI Umræða á Alþingi um sumarexem sem hrjáir hesta „Hestunum væri heilla- ráð að hleypa í Bláa lónið“ ÍSLENSKI hesturinn og hesta- mennskan hefur undanfarna mán- uði verið mikið í þjóðmálaumræð- unni og nú fyrir skömmu lagði Gísli S. Einarsson alþingismaður fram munnlega fyrirspurn á Alþingi til Guðna Agústssonar landbúnaðar- ráðherra um hvað hann hyggðist gera vegna útflutnings hrossa þar sem 50 til 90% allra hrossanna sem út færu fengju sumarexem í flest- um þeirra landa sem hross era seld til. Spurði Gísli hvort ráðherra hyggðist stöðva útflutning hrossa tímabundið Guðna fannst varhugavert að menn fullyrtu að svo mikill hluti hrossanna fengi þennan kvilla en tók undir með fyrirspyrjanda að hér væri mikið vandamál á ferð- inni. Upplýsti ráðherra að miklir fjármunir hafi verið lagðir til hliðar hjá Framleiðnisjóði sem til stæði að veita til rannsókna á sumarex- emi. Fyrir lægju tvær umsóknir um styrkinn sem þyrfti að gera upp á milli. Síðar sagði ráðherra að ekki kæmi til greina að stöðva út- lfutning hrossa af þessum sökum og tók fram að það þjónaði mjög hagsmunum erlendra aðila að ís- lenskur þingmaður tali í þinginu á þessum nótum því ráðist væri á greinina með þessum hætti erlend- is frá af aðilum sem vilja íslend- inga út af markaðnum. Gísli sagði það vera mjög alvar- leg orð að ásaka hann um að ráðast gegn útflutningi íslenskra hrossa. Það væri alrangt, sem hæstvirtur landbúnaðarráðherra bæri á borð, að hann væri að vinna bæði gegn íslenska hestinum og þeim sem stæðu að útflutningi. Óskaði Gísli eftir því að ráðherra drægi þessi ummæli sín til baka. Landbúnaðar- ráðherra sagði að Gísli væri vænsti krati sem hann hefði hitt og ætti alls ekki skilið að að honum væri veist því hann mætti eiga það fram yfir marga menn að hann sýndi landbúnaðinum mikinn áhuga. „Eg mundi segja að hann hefði gull í hjarta hvað það varðar, þannig að ég vil ekki væna hann um slæmar sakir. En stundum leyfa menn sér það hér í ræðustól Alþingis að gá ekki að á hvaða vettvangi þeir era,“ sagði Guðni undir lok umræðunnar um sumarexemið. En það voru fleiri en þingmaður og ráðherra sem lögðu eitthvað til umræðunnar um sumarexemið sem mörgum finnst orðið tímabært að fái umfjöllun í þinginu svo al- varleg sem áhrif þess era á hrossa- sölu til annarra landa. Orðaskipti Gísla og Guðna urðu einum af starfsmönnum þingsins Sigurlínu Hermannsdóttur tilefni til kveð- skapar sem er á þessa leið: Það er engin þörf að kvarta á þingi slíkt er metið; Gísli er með gullið hjarta, Guðni lét þess getið. Um hestamálin margt er sagt og meiningamar hljóma en gullhjörtun þau tifa í takt er trippin ber á góma. Exemið ef að er gáð óbætt gerir tjónið. Hestunum væri heillaráð að hleypa í Bláa lónið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.