Morgunblaðið - 14.03.2000, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.03.2000, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ URVERINU ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2000 23 ERLENT Morgunblaðið/Ásdís Skipt var um brúarglugga á Jónu Eðvalds SF í gær, auk þess sem hugað var að öðrum skemmdum. „Hvellurinn eins og fallbyssuskot“ Morgunblaðið/Ásdís Ný rúða komin í og að loknum viðgerðum var skipið tilbúið til veiða. Jóna Eðvalds SF fékk á sig brotsjó LOÐNUSKIPIÐ Jóna Eðvalds SF fékk á sig brotsjó í fyrrakvöld þegar skipið var á siglingu í Faxaflóa, um 25 mílur suður af Snæfellsnesi. Rúða í brú skipsins brotnaði en engan sak- aði. Minniháttar skemmdir urðu á tækjum. Jóna Eðvalds SF var á leið á loðnu- miðin við Snæfellsnes í fyrrakvöld en þá var haugasjór og vonskuveður á Faxaflóa, að sögn Ingólfs Ásgríms- sonar skipstjóra. „Brotið lenti á bak- borðshlið skipsins og við það brotnaði brúargluggi og sjórinn fossaði inn. Krafturinn var ógurlegur og hvellur- inn þegar brotið skall á rúðunni eins og fallbyssuskot. Við vorum tveir uppi í brú en vorum báðir stjóm- borðsmegin í brúnni og mildi að eng- inn skyldi slasast.“ Ingólfur segir að skemmdir af völd- um brotsins séu óverulegar. Þó hafi sjórinn líklega eyðilagt siglingatölvu skipsins og skemmt dýptarmæli. Engar skemmdir urðu á skipinu að öðru leyti. Svo vel vildi til að skipverj- ar höfðu í fórum sínum aukaglugga og var hann settur í umsvifalaust og stefnan var tekin til Reykjavíkur til að huga þar að frekari skemmdum. Öhreint mjöl í pokahorninu FRAMKVÆMDASTJÓRI danska fyrirtækisins Scanmills a/s á yfir höfði sér allt að fjögurra ára fangelsi eftir að hafa játað að hafa falsað útflutningsvottorð á fóðurmjöli. Þetta fyrirtæki er einn af stærstu kaupendu af fiski- mjöli frá íslandi. , Danska blaðið Politiken greindi frá þessu á mánudag og kemur þar fram að í 800 tilfellum hafi vottorðum frá dönskum yfir- völdum verið breytt við útflutn- ing á fiskimjöli til Rússlands, Hvíta-Rússlands, Tékklands, Rúmeníu, Eistlands, Lettlands og Bangladesh á árunum 1994 til 1999. Samkvæmt yfirlýsingum var þarna um að ræða fiskimjöl, en í rauninni var um að ræða mjöl framleitt úr kjúklingaúrgangi, fiðri og slíku, en í það blandað lít- ilsháttar af fiskimjöli eða lýsi. Málið varð uppvíst þegar kaup- endur frá Rússlandi og Tékklandi sneru sér til danskra yfirvalda til að fá staðfest að mjölið væri rétt vottað. Svo reyndist ekki vera. Fiskafurðir eru eitt þeirra fyr- irtækja, sem selt hafa danska fyr- irtækinu mjöl. Jón Guðlaugsson, sem sér um sölu á fískimjöli hjá fyrirtækinu, segist lítið vita um þetta mál og gerir ekki ráð fyrir því að það hafi áhrif á viðskiptin við Danina. Hann segist hafa vit- að að þeir væru að selja blandað mjöl til Austur-Evrópu en vissi ekki til þess að það hefði venð gert með ólöglegum hætti. „Ég talaði við þá, þegar fréttin birtist og þeir gerðu mjög lítið úr þessu svo við erum alveg rólegir," segir Jón Guðlaugsson. Fyrsta kolmunn- anum landað HOFFELL SU landaði 1.000 tonn- um af kolmunna á Fáskrúðsfirði um helgina og hélt aftur út eftir hádegið í gær. Þetta var fyrsti kolmunnaafli Islendinga á vertíðinni en áhafnir fleiri skipa eru að búa sig undir að fara á kolmunnaveiðar á næstunni. Skipið var níu daga í túrnum og að sögn Bergs Einarssonar, skipstjóra, fékkst kolmunninn um 250 mílm- vestur af Irlandi, en þangað er um tveggja og hálfs sólarhringa sigling. Fá skip voru á miðunum þegar Hof- fell kom á svæðið en þegar það fór voru þar um 20 norsk, rússnesk og færeysk skip. Bræla var á miðunum nær allan tímann en skipverjamir á Hoffellinu fengu nær fullfermi í fimm holum. „Trollið var 76 mínútur í lóði með þessi 1.000 tonn,“ sagði Bergur. „Það var rétt dýft í og svo híft.“ Bræla hamlar veiðum á loðnumiðunum við Snæfellsnes Tvísýnt hvort kvót- inn næst á vertíðinni LOÐNUSKIPIN lágu flest í vari norðan við Snæfellsnes í gær og hafa lítið getað aðhafst á miðunum síðan á sunnudag vegna veðurs. Nú eru um 137 þúsund tonn eftir af loðnukvót- anum og tvísýnt um að hann náist á vertíðinni. Agæt veiði var á loðnumiðunum við Snæfellsnes á fostudag og laug- ardag og lönduðu skipin samtals um 45 þúsund tonnum af loðnu um helg- ina, samkvæmt upplýsingum frá Samtökum fiskvinnslustöðva. Þá eru samtals um 137 þúsund tonn eftir af loðnukvótanum. Mjög styttist nú í að loðnan hrygni og hefur fengist hrygnd loðna í nokki-um köstum. Allt útlit er fyrir að skipin hætti veið- um eftir að loðnan hrygnir og sögð- ust skipstjórnarmenn, sem Morgun- blaðið ræddi við í gær, þakka fyrir hvem dag sem enn er veiði. Þeir von- uðust til að geta haldið áfram veiðum út þessa viku og þá væri að öllum lík- indum hægt að fara langt með kvót- ann. Nú væri það aðeins veðrið sem hamlaði veiðunum. Loðna hefur ver- ið undanþegin viðskiptum á Kvóta- þingi til að liðka fyrir viðskiptunum í þeirri von að kvótinn náist. Heimsókn forseta Alþingis til Litháen Sérstakur vináttuvottur við Island HALLDÓR Blöndal, forseti Alþing- is, tók um helgina þátt í því er Lithá- ar minntust þess með hátíðlegum hætti að réttur áratugur er liðinn frá því litháíska þingið lýsti yfir sjálf- stæði landsins frá Sovétríkjunum. „Ég fann hvarvetna mikinn hlýhug í garð okkar íslendinga,“ sagði Halldór í samtali við Morgun- blaðið eftir heimkomuna. Halldór var ásamt þingforsetum Lettlands og Eistlands sérstakur heiðursgest- ur á aukafundi litháíska þingsins á laugardag, sem helgaður var afmæli sj álfstæðisyfirlýsingarinnar. Segir Halldór Litháa hafa viljað sýna Islandi sérstakan vináttuvott með því að bjóða sér að vera við- staddur þessar hátíðlegu minningar- athafnir. Litháar séu þakklátir ís- lendingum fyrir að þeir voru fyrstir til að viðurkenna formlega endurnýj- að sjálfstæði Litháens. Kemur þetta þakklæti meðal annars fram í því, að við þinghúsið, í næsta nágrenni við minnismerkið um þá sem létu lífið er sovézk yfirvöld reyndu að brjóta sjálfstæðisvilja Litháa á bak aftur með valdi, er annað minnismerki með áletruninni „Guð blessi ísland“ álitháísku. A föstudagskvöld sat Halldór ásamt hinum heiðursgestunum kvöldverð í boði Vytautas Lands- bergis, forseta litháíska þingsins, Seimas. A laugardag voru þingfor- setarnir allir viðstaddir opnun á sýn- ingu í þinghúsinu í Vilnius um þjóð- þing Islands, Noregs, Svíþjóðar, Finnlands og Eistlands. Vilji til nánari samskipta Halldór afhenti Landsbergis gjöf frá Alþingi til litháíska þingsins. Að sögn Halldórs var þetta fallegt lista- verk eftir Jón Snorra hjá Jens ehf., blóm smíðað úr silfri, sem tákn lýð- ræðisins; blómknappurinn sjálfur er hraunmoli frá Þingvöllum. Á laugardeginum hitti Halldór einnig Valdas Adamkus, forseta Lit- háens, og var viðstaddur opnun sýn- ingar um atburðarás sjálfstæðis- málsins í þjóðminjasafni Litháens í Vilnius. Á sunnudag átti Halldór tvíhliða viðræður við Landsbergis í þinghúsinu. „Við ræddum saman um ánægju- leg samskipti þjóðanna og hann sagði okkur frá þeim atburðum sem áttu sér stað í þinghúsinu fyrir tíu árum,“ sagði Halldór um viðræður sínar við Landsbergis. „Við lýstum yfir vilja okkar til þess að eiga nánari samskipti í framtíðinni. Við töluðum sérstaklega um það að rækta vináttu þjóðanna og efla samskipti milli þeirra og ég vonast til að Landsberg- is geti komið og heimsótt okkur á Þingvöllum í sumar ásamt fulltrúum þjóðþinga hinna Eystrasaltsland- anna,“ sagði hann. Ljósmynd/ INNA/Dzoja G Barysaite Halldór Blöndal, forseti Alþingis, heilsar Valdas Adamkus, forseta Litháens, í opinberri heimsókn sinni til Vilnius um helgina. Aukið fé í sjóði V erkamanna- flokksins London. Morgunblaðið. TONY BLAIR hefur að sögn The Sunday Times tekizt að fá verka- lýðsfélögin til þess að stórauka framlög til kosningasjóðs Verka- mannaflokksins. Munu þau leggja flokknum til 13 milljónir punda af þeim 20 sem hann má lögum sam- kvæmt verja til kosningabaráttunn- ar á næsta ári. Auk þess munu þau greiða 2 milljónir punda í flokks- gjöld frá næstu áramótum sem er helmingshækkun. Við kosningarnar 1997 lögðu verkalýðsfélögin flokknum til 9 af þeim 26 milljónum punda, sem kosn- ingabaráttan kostaði. Blaðið hefur eftir talsmönnum verkalýðsfélaga, að allt tal um vinslit milli félaganna og flokksins sé nú úr sögunni og Tony Blair geri sér ljóst, að flokkur- inn þarfnist stuðnings verkalýðs- hreyfingarinnai-. Hins vegar komi samkomulag þetta sér vel fyrir Bla- tr, sem hefur sætt gagnrýni flokks- manna sinna fyrir að þiggja stuðn- ing viðskiptajöfra og fjölmiðlakónga. Blaðið hefur eftir talsmanni íhaldsflokksins að með þessu sam- komulagi séu Verkamannaflokkm-- inn ogverkalýðshreyfingin að fallast í faðma á ný, sem veki spurningar um það til hvers verkalýðshreyfing- in ætlaðist af Tony Blafr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.