Morgunblaðið - 14.03.2000, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.03.2000, Blaðsíða 24
M ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Spænski Þjóðarflokkurinn fékk meirihluta þingsæta í óvæntum stórsigri Sigri Aznars lýst sem „pólitískum landskjálfta" Madrid. AP, AFP, The Daiiy Telegraph, Reuters. ÞJÓÐARFLOKKURINN á Spáni fékk meirihluta þingsætanna í kosningunum á sunnudag og er þetta í fyrsta sinn sem hægrimenn fá meirihluta á spænska þinginu frá því lýðræði var komið á fyrir 25 árum. Búist hafði verið við að Þjóð- arflokkurinn færi með sigur af hólmi en fáir höfðu spáð því að sig- urinn yrði svo stór. Spænskir fjölmiðlar lýstu úrslit- um kosninganna sem „pólitískum landskjálfta" og litið var á þau sem mikinn persónuJegan sigur fyrir José María Aznar, leiðtoga Þjóðar- flokksins, sem komst til valda fyrir fjórum árum. „Óumdeildur leiðtogi" hægrimanna í Evrópu? Spænska dagblaðið El Mundo, sem styður yfirleitt stjórn Þjóðar- flokksins, sagði að sigurinn gerði Aznar að „óumdeildum leiðtoga" allra miðju- og hægrimanna innan Evrópusambandsins og benti á að vinstrimenn eru nú við völd í nær öllum aðildarríkjum þess. Dagblaðið El País, sem aðhyllist vinstristefnu og hefur oft gagnrýnt stjórnina, viðurkenndi að úrslitin væru „ótvíræður sigur" fyrir Aznar sem þótti ekki líklegur til afreka þegar hann komst til valda eftir mjög nauman sigur á sósíalistum fyrir fjórum árum. „Aznar hefur unnið stóran sigur, sem knýr menn til að leiðrétta fljótfærnislegt mat sitt á trúverðugleika hans sem leið- toga miðju- og hægrimanna." Þjóðarflokkurinn fékk jafnvel meira fylgi en bjartsýnustu stuðn- ingsmenn hans höfðu spáð. Hann fékk 183 þingsæti af 350 í neðri deildinni og bætti við sig 27 þing- mönnum. Fyrir kosningarnar þurfti hann að reiða sig á stuðning flokka þjóðernissinna í Katalóníu og Baskalandi. Almunia segir af sér Vinstriflokkarnir guldu mikið af- hroð í kosningunum. Sósíalista- flokkurinn tapaði 16 þingsætum og er nú með 125 þingmenn. Vinstra- bandalagið, undir forystu kommún- ista, fékk aðeins átta þingsæti, en var með 21. Leiðtogi sósíalista, Joaquín Alm- unia, lýsti því yfir eftir að úrslitin lágu fyrir að hann hygðist segja strax af sér. Á síðasta þingi höfðu vinstri- flokkarnir tveir fleiri þingsæti en Þjóðarflokkurinn. Núna hafa þeir færri þingsæti samanlagt en sósíal- istaflokkurinn einn á síðasta þingi. Vinstriflokkarnir höfðu myndað Þjóðarflokkurinn á Spáni fékk meirihluta þingsætanna í kosningunum á sunnudag og er þetta í fyrsta sinn sem spænskir hægri- menn geta stjórnað landinu án stuðnings annarra flokka eftir dauða Francos einræð- isherra fyrir 25 árum. Urslitunum er lýst sem miklum persónulegum sigri José María Aznars forsætisráðherra. Reuters Stuðningsmenn Þjóðarflokksins fagna sigri hans í þingkosningunum á sunnudag við höfuðstöðvar hans í Madrid. Reuters José María Aznar, forsætisráðherra Spánar, og eiginkona hans, Ana Botella, veifa til stuðningsmanna á svölum höf uðstöð va Þjóðarflokksins eftir að úrslit þingkosninganna voru tilkynnt. bandalag fyrir kosningarnar í von um að geta fellt stjórnina en svo virðist sem samstarf þeirra hafi mistekist herfilega. Stjórnmála- skýrendur sögðu að margir stuðn- ingsmenn Vinstrabandalagsins hefðu ákveðið aðsitja heima vegna óánægju með samstarfið við sósíal- ista sem þeir segja að hafi leitað alltof langt inn á miðjuna. Sam- starfið við kommúnista kann einnig að hafa fælt miðjumenn frá sósíal- istum. Sósíalistar voru við vóld í fjórtán ár undir forystu Felipe González, fyrrverandi forsætisráðherra, þar til Þjóðarflokkurinn komst til valda fyrir fjórum árum. Fall González var að miklu leyti rakið til spilling- armála sem ráðherrar hans voru viðriðnir. Vill verða forsætisráðherra allra Spánverja El País sagði að líklegt væri að Þjóðarflokkurinn myndi færast lengra til hægri eftir kosningarnar þar sem hann þyrfti ekki stuðning annarra flokka. Aznar kvaðst hins vegar ætla að verða forsætisráð- herra allra Spánverja og beita sér fyrir „varanlegum viðræðum við allt spænska samfélagið". Þúsundir stuðningsmanna Þjóð- arflokksins söfnuðust saman við höfuðstöðvar hans í Madrid til að fagna sigrinum. Aznar var lítillátur þegar hann ávarpaði mannfjöldann af svðlum byggingarinnar og kvaðst „virða þá sem völdu að setja traust sitt á hina flokkana". Hann minntist einnig „þeirra sem létu líf- ið í þágu lýðræðisins" og átti þar við fórnarlömb ofbeldisverka að- skilnaðarhreyfingar Baska, ETA, sem hafa kostað tæplega 800 manns lífið síðustu 30 árin. Styrkti stöðu sína í Baskalandi Óttast var að ETA myndi reyna að spilla kosningunum með hermd- arverkum og mikill öryggisviðbún- aður var því út um allt landið á kjördag. Um 106.000 lögreglumenn og þjóðvarðliðar voru á varðbergi við kjörstaðina en ekki kom til átaka. Baskneski þjóðernisflokkurinn (PNV) og Þjóðarflokkurinn juku fylgi sitt í Baskahéruðunum þar sem aðskilnaðarsinnar hvöttu kjós- endur til að taka ekki þátt í kosn- ingunum. Báðir flokkarnir fengu sjö þingmenn og tveimur fleiri en í síðustu kosningum árið 1996. Jordi Pujol, leiðtogi fylkisstjórn- arinnar í Katalóníu, kvaðst hafa orðið fyrir vonbrigðum með að Þjóðarflokkurinn skyldi hafa fengið URSLIT KOSNINGANNA Skipting þingsætanna eflir kosningarnar á Spáni á sunnudag Þingsæti Breyting Þjóðarflokkur 183 Sósíalistar CiUí Katalóníu 125 15 tmt * Vlnstra- JKL bandalagið Flokkur baskneskra þjóöernissinna J (PNV) Aðrir 12 ^n^ (Þingsætin eru alls 350) meirihluta á þinginu þar sem tvær síðustu ríkisstjórnir Spánar hafa þurft að reiða sig á stuðning flokks katalónskra þjóðernissinna, CiU. Hann bætti þó við að efnahagsleg og pólitísk áhrif Katalóníu væru enn mjög mikil á Spáni. CiU fékk 15 þingmenn, missti eitt þingsæti og er nú þriðji stærsti stjórnmála- flokkur Spánar vegna fylgishruns Vinstrabandalagsins. Konur fengu tæpan þriðjung þingsætanna í kosningunum og þingkonunum fjölgaði úr 77 í 96. 45 þeirra eru í Þjóðarflokknum og jafnmargar í sósíalistaflokknum. Lætur verkin tala Aznar þykir ekki gæddur mikl- um persónutöfrum og spænskir skopmyndateiknarar hafa óspart gert grín að lágum vexti hans og yfirvaraskeggi, sem þykir minna á Chaplin. Hann var skatteftirlits- maður áður en hann haslaði sér völl í stjórnmálunum og mörgum þykir hann minna meira á skriffinna í smábæ en þjóðarleiðtoga. Aznar hefur viðurkennt að hann sé ekki mikill ræðumaður en stjórnmálaferill hans bendir til þess að hann leyni á sér og láti verkin tala. Mikil umskipti hafa orðið á efnahag landsins frá því hann komst til valda fyrir fjórum árum. Hagvöxturinn hefur verið um 4% á ári, atvinnuleysið hefur minnkað úr 21% í 15%, skattar hafa verið lækkaðir, auk þess sem Aznar hefur dregið úr spillingu í stjórn- kerfinu. Forsætisráðherrann lagði áherslu á að vinna spænska miðju- menn á sitt band og úrslit kosning- anna sýna að honum hefur tekist að vinna bug á tortryggni spænskra kjósenda í garð hægrimanna eftir áratuga einræði Francos hershöfð- ingja. Aznar sagði eitt sinn að stjórn- málamenn ættu „að tala minna en framkvæma meira" og kosninga- sigur hans bendir til þess að verkin séu mikilvægari en orðin í augum spænskra kjósenda. Snjóþungi veldur manntjóni í Noregi Ósld. AP. ^^ ÞRÍR norskir hermenn létust og tuttugu og þrír slösuðust aðfaranótt sunnudags þegar þak skála sem her- mennirnir gistu í í bænum Málselv nærri Tromso gaf sig undan snjó- þunga með þeim afleiðingum að byggingin lagðist saman. 76 hermenn voru í skálanum þeg- ar hann féll saman og þurfti að flytja fjóra hinna slösuðu á sjúkrahús að því er Terje Myklevoll, yfirmaður í norska hernum, greindi frá. Skálinn var almennt notaður und- ir stjórnstöð norska hersins að vetr- arlagi, en hermennirnir voru þátt- takendur í sameiginlegum Reuters Frá slysstað í Málselv. heræfingum 12 þjóða sem eiga sér stað í Norður-Noregi þessa dagana og taka um 12.000 hermenn þátt í æf- ingunum. Námuslys í Úkraínu Kra8nodon. AP. ÞJÓÐARSORG ríkti í Úkraínu í gær þegar fyrstu fórnarlömb kola- námasprengingar í Barakova námun- um á laugardag voru borin til grafar. Björgunarðgerðum var hætt á sunnudag, en alls lést 81 námaverka- maður í sprengingunni og sjö liggja enn særðir á sjúkrahúsi eftir þetta mesta námuslys í landinu í áratugi. Viktor Jútsjenkó, forsætisráð- herra Ukraínu, hvatti í sjónvarpsvið- tali á sunnudag til þess að hættuleg- um og óarðbærum námum yrði lokað, en aðrir kröfðust aukinna fjárveit- inga til kolaiðnaðarins þannig að unnt yrði að koma í veg fyrir frekari óhöpp. Leoníd Kútsjma, forseti landsins, var meðal þeirra sem voru viðstaddir jarðarfarirnar í gær. Hann sagði að líklega mætti rekja sprenginguna til metangass og brots á öryggisreglum Reuters Björgunarmenn að störfum við kolanámuna í Úkraúiu. að því er ínterfax-fréttastofan greindi frá. Talsmenn stéttarfélags námaverkamanna segja þó ekki síður lfklegt að neisti frá logsuðubúnaði hafi kveikt í kolaryki. Ríkisstjórn Ukraínu hefur veitt um 130 milljónir króna til aðstoðar við fjölskyldur fórnarlambanna. Fleiri látast í kolanámaslysum í Ukraínu ár hvert en þekkist annars staðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.