Morgunblaðið - 01.04.2000, Page 14

Morgunblaðið - 01.04.2000, Page 14
14 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Guðmundur Þorgeirsson um rannsóknir ÍE á erfðaþáttum heilablóðfalls Afangi að auknum skilningi á orsökum sjúkdómsins GUÐMUNDUR Þorgeirsson hjartalæknir, sem er yfirlæknir á Landspítalanum og formaður rann- sóknastjórnar Hjartaverndar, segir það ótvírætt mikil tíðindi að vís- indamönnum Islenskrar erfða- greiningar skuli hafa tekist að stað- setja erfðavísi á litningi sem tengist heilablóðfalli. Takist að finna genið sjálft og greina hvað það gerir veiti það mun dýpri skilning á sjúkdómn- um og það geti svo aftur orðið til að skapa skilyrði fyrir því að þróa t.d. ný lyf eða forvarnarviðbrögð. „Þetta er varða á leiðinni," segir Guðmundur um tilkynningu sviss- neska lyfjafyrirtækisins F. Hoff- mann-La Roche, sem er samstarfs- aðili Islenskrar erfðagreiningar, um að íslenskum vísindamönnum hafi tekist að staðsetja erfðavísinn. Segir hann að niðurstöðurnar bendi eindregið til þess að tiltekið gen hafi áhrif á tilkomu heilablóðfalla, og þá einkum svokallaðra blóð- þurrðarheilablóðfalla. Hins vegar vita menn ekki enn hvaða gen þetta er, eða hvað það gerir, og segir Guðmundur að á þessu svæði sé að finna mikið magn gena sem komi til greina á endan- um. Mikið starf sé því enn óunnið en þessi árangur styðji menn í trúnni um að þetta gen sé til. „Það sem okkur finnst merkileg- ast í þessu,“ segir Guðmundur, „er að heilablóðfall er flókinn og marg- þættur sjúkdómur. Margs konar vandamál liggja að baki greiningu hans, bæði sjúkdómar í stórum æð- um og litlum æðum, og jafnframt getur það gerst að um sé að ræða hluta af hjartasjúkdómi, sem kemur fram á þennan hátt.“ Segir hann að í ljósi þessa hafi menn ekki verið sérstaklega bjartsýnir á að þessi genaleit sem hér hefur verið stunduð myndi skila árangri af þessu tagi. Nú þegar tek- ist hefur að staðsetja erfðavísinn standi menn hins vegar frammi fyr- ir þeirri vitneskju að líkurnar séu allt í einu orðnar yfirþyrmandi á því að til sé gen sem valdi heilablóðfalli, þ.e. gen sem flyst milli kynslóða, einhvers konar boð eða upplýsingar flytjist semsé milli kynslóða og hafi þannig áhrif á tilurð þessa sjúk- dóms. Framundan sé vitaskuld ómæld vinna við að finna genið sjálft en þessi árangur Islenskrar erfða- greiningar í rannsóknum á erfða- þáttum heilablóðfalls - sem gerð var í samstarfi við lækna Land- spítalans, Sjúkrahúss Reykjavíkur og Hjartaverndar - veki hins vegar mikla athygli bæði hér heima og er- lendis enda með þessu búið að stíga mikilvægt skref í þá átt að geta þróað viðbrögð við þessum hættu- lega sjúkdómi. Morgunblaðið/Kristinn Laganemar taka þátt í al- þjóðlegri málflutningskeppni Tveggja mánaða fangelsi og sekt fyrir skattsvik HÉRAÐSDÓMUR Reykjavík- ur hefur dæmt Reykvíking á fertugsaldri í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 1,6 milljóna króna í sekt vegna vangreidds tekju- skatts og útsvars á árunum 1993 til 1995 að fjárhæð 1,3 milljónir króna. Akvæðum laga um tekju- skatt og eignarskatt frá 1981 þess efnis að brot gegn lögun- um varði aldrei lægri fésekt en nemur tvöfaldri skattfjárhæð- inni, var þó ekki beitt í tilfelli ákærða nema vegna brota hans vegna vangreidds tekju- skatts og útsvars tekjuárið 1995, samtals 288 þúsund krónur, þar sem brot voru fullframin 10. febrúar 1996, eftir að breytingarákvæði á skattalögunum tóku gildi árið 1995. Efnahagsbrotadeild ríkis- lögreglustjóra, sem sótti málið gaf ákærða að sök að hafa van- talið tekjur á árunum 1990 til 1995 að fjárhæð 10,6 milljónir króna en brot ákærða frá 1990 til 1992 voru fyrnd er málið var þingfest og ákærði því sýknaður vegna brota á því tímabili. Héraðsdómur sýknaði ennfremur ákærða af ákæru fyrir brot gegn lögum um virð- isaukaskatt, með því að standa ekki Tollstjóranum í Reykjavík skil á innheimtum virðisauka- skatti að fjárhæð 2,6 milljónir króna, þar sem ákærði var ekki virðisaukaskattskyldur. LAGANEMAR við lagadeild Há- skóla íslands taka í ár í fyrsta sinn þátt í alþjóðlegu málflutn- ingskeppninni The Philip C. Jess- up International Law Moot Court Competition sem er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum í dag. Hefur keppnin farið fram á vegum alþjóðasamtaka laganema (ILSA) si'ðan 1959 og taka árlega þátt í henni um 1600 laganemar frá um 330 lagaskólum í rúmlega sjötíu þjóðríkjum. NITIN Desai, framkvæmdastjóri efnahags- og félagsmála hjá Sam- einuðu þjóðunum, flytur á mánudag klukkan 17.15 fyr- irlestur í stofu 101 í Odda í Háskóla íslands þar sem hann mun meðal annars fjalla um hlutverk smærri aðildarríkja Sam- einuðu þjóðanna. Desai, sem hingað kemm’ í Nitin Dcsai boði Halldórs Ás- grímssonar utan- ríkisráðherra, mun einnig fjalla um mikilvægi sjávarútvegs fyrir þróun- arlönd og jafnréttismál, þar á meðal Þar sem einungis ein lagadeild er á íslandi kemst íslenska liðið, sem keppir undir nafninu Leifur Eiríksson málflutningsfólag, sjálf- krafa í lokaumferðina. Sendi liðið frá sér ítarlegar greinargerðir í sókn og vörn 15. febrúar síðast- liðinn en heldur í dag til Banda- ríkjanna en lokaumferð í munn- legum málflutningi fer fram í Washington dagana 3.-8. apríl samhliða vorfundi ILSA. íslenska liðið er skipað lagane- að nú er verið að fylgja eftir kvenn- aráðstefnunni, sem haldin var í Kína fyrir fimm árum undir yfir- skriftinni Peking+5. Desai kemur hingað á mánudag og snæpii' hádegisverð með Hall- dóri Ásgrímssyni utanríkisráð- herra. Síðar um daginn mun hann eiga fund með Davíð Oddssyni for- sætisráðherra í stjórnarráðinu. Desai lauk BA-gráðu við Háskól- ann í Bombay á Indlandi árið 1962 og mastersgráðu við hag- og stjórn- málafræðiskóla Lundúna (LSE) 1965. Hann starfaði við skipulag- smál á Indlandi og var meðal ann- ars yfirráðgjafi í fjármálaráðuneyti Indlands áður en hann gekk til liðs við Sameinuðu þjóðirnar. Þar var munum Atla Má Ingólfssyni, Heiðari Ásberg Atlasyni og Sig- ríði Hrefnu Hrafnkelsdóttur og stunduðu þau æfingar fyrir keppnina í Héraðsdómi Reykja- víkur. Á myndinni er Atli Már í pontu en sitjandi í dómi eru frá vinstri: Helgi Jónsson héraðsdóm- ari, Edwin Brown, viðskiptafull- trúi hjá bandariska sendiráðinu, Jónatan Þórmundsson, forseti lagadeildar, og Ragnar Tómas Árnason héraðsdómslögmaður. hann efnahagsmálaráðgjafi hinnar svokölluðu Brundtland-nefndar um umhverfis- og þróunarmál frá 1985 til 1987. Árið 1993 stofnaði framkvæmda- stjóri SÞ þrjár nýjar deildir í höfuð- stöðvum samtakanna og 1993 var Desai skipaður aðstoðarfram- kvæmdastjóri stefnumótunar og sjálfbærrar þróunar. 1997 fékk Kofi Ánnan, framkvæmdastjóri SÞ, Des- ai til að samræma störf þessara þriggja deilda og varð hann síðan yfirmaður þeirra. Hann fer einnig fyrir framkvæmdanefnd um efna- hags- og félagsmál, þar sem saman koma yfirmenn allra deilda og stofnana SÞ, sem fjalla um efna- hags-, umhverfis- og félagsmál. Aðstoðarframkvæmdastjóri efnahags- Og félagsmála hjá SÞ á íslandi Fyrirlestur um hlut- verk smærri ríkja í SÞ Dregið hefur úr kennslu í tóbaks- vörnum VERULEGA dró úr kennslu í tóbaksvörnum hjá nemend- um á aldrinum 11-16 ára á skólaárinu 1998-1999. 57% skóla sinntu lögboðinni kennslu í tóbaksvörnum þá en sambærileg tala fyrir skólaár- ið 1997-1998 er 73%. Skólaárið 1997-1998 sinntu 84% skóla í Reykjavík kennslu í tóbaksvörnum en ekki nema 49% 1998-1999. Guðlaug B. Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Krabba- meinsfélags Reykjavíkur, tel- ur að hluti skýringarinnar í Reykjavík geti verið truflun sem varð á kennslu vegna kjarabaráttu kennara. Aukn- ing varð á kennslu í tóbaks- vörnum á Vesturlandi úr 60% í 64%. Mesti samdrátturinn varð í Reykjavík og Reykja- nesi. Samningar um reykleysi Samkvæmt aðalnámskrá er skylda að sinna kennslu í tób- aksvörnum í skólum landsins. Krabbameinsfélagið hefur leitað skýringa á þessu og lýst áhyggjum sínum við menntamálaráðuneytið. Guð- laug segir að könnun sem var gerð á síðasta ári á reyking- um barna og unglinga í grunnskólum árin 1994-1998 hafi sýnt að daglegar reyk- ingar hafi aukist um 0,6% en allar reykingar höfðu aukist úr 10,3% í 11,4%. Námsefnið hefur verið sent til allra grunnskóla sem sinna kennslu 10. bekkjar, þeim að kostnaðarlausu. Guðlaug segir að þó að þeim skólum, sem sinna tób- aksvörnum, fækki þá fjölgi þeim unglingum sem skrifa undir samninga um reykleysi með foreldrum eða forráða- mönnum. Staðfestingar samn- inganna eru sendar til Krabbameinsfélags Reykja- víkur og bárust félaginu mun fleiri staðfestingar á síðasta ári en áður. Heimsent efni virðist því falla í góðan farveg meðal nemenda og foreldra. Samningarnir eru sendir heim til allra barna í 8., 9. og 10. bekk ásamt foreldrabæk- lingum sem innihalda upplýs- ingar um það hvernig foreldr- ar geta stutt barn sitt til að velja reyklaust líf. í desem- ber sl. fengu 400 nemendur í 9. og 10. bekk armbandsúr að launum fyrir reykleysi sitt. Arthur Morthens hjá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur segir að í gildi sé samningur milli Tóbaksvarnanefndar og Krabbameinsfélagsins um út- gáfu námsefnis fyrir nemend- ur grunnskólans, þ.e. átakið Sköpum reyklausa kynslóð, sem hófst 1997. Nú verði til námsefni fyrir alla efri bekki grunnskólans sem falli inn í Lífsleikni, sem er nýr náms- flokkur í aðalnámskránni. Námskráin tekur gildi frá 1999-2002 og segir Arthur að það sé nokkuð frjálst hvernig aðalnámskráin sé útfærð á þessu tímabili. Hann kveðst hins vegar ekki kannast við að dregið hafi úr kennslu í tóbaksvörn- um í skólunum, ekki nema þá að þeir aðilar sem að tóbaks- vörnunum standa hafi fengið minna fjármagn til þess.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.