Morgunblaðið - 01.04.2000, Síða 14

Morgunblaðið - 01.04.2000, Síða 14
14 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Guðmundur Þorgeirsson um rannsóknir ÍE á erfðaþáttum heilablóðfalls Afangi að auknum skilningi á orsökum sjúkdómsins GUÐMUNDUR Þorgeirsson hjartalæknir, sem er yfirlæknir á Landspítalanum og formaður rann- sóknastjórnar Hjartaverndar, segir það ótvírætt mikil tíðindi að vís- indamönnum Islenskrar erfða- greiningar skuli hafa tekist að stað- setja erfðavísi á litningi sem tengist heilablóðfalli. Takist að finna genið sjálft og greina hvað það gerir veiti það mun dýpri skilning á sjúkdómn- um og það geti svo aftur orðið til að skapa skilyrði fyrir því að þróa t.d. ný lyf eða forvarnarviðbrögð. „Þetta er varða á leiðinni," segir Guðmundur um tilkynningu sviss- neska lyfjafyrirtækisins F. Hoff- mann-La Roche, sem er samstarfs- aðili Islenskrar erfðagreiningar, um að íslenskum vísindamönnum hafi tekist að staðsetja erfðavísinn. Segir hann að niðurstöðurnar bendi eindregið til þess að tiltekið gen hafi áhrif á tilkomu heilablóðfalla, og þá einkum svokallaðra blóð- þurrðarheilablóðfalla. Hins vegar vita menn ekki enn hvaða gen þetta er, eða hvað það gerir, og segir Guðmundur að á þessu svæði sé að finna mikið magn gena sem komi til greina á endan- um. Mikið starf sé því enn óunnið en þessi árangur styðji menn í trúnni um að þetta gen sé til. „Það sem okkur finnst merkileg- ast í þessu,“ segir Guðmundur, „er að heilablóðfall er flókinn og marg- þættur sjúkdómur. Margs konar vandamál liggja að baki greiningu hans, bæði sjúkdómar í stórum æð- um og litlum æðum, og jafnframt getur það gerst að um sé að ræða hluta af hjartasjúkdómi, sem kemur fram á þennan hátt.“ Segir hann að í ljósi þessa hafi menn ekki verið sérstaklega bjartsýnir á að þessi genaleit sem hér hefur verið stunduð myndi skila árangri af þessu tagi. Nú þegar tek- ist hefur að staðsetja erfðavísinn standi menn hins vegar frammi fyr- ir þeirri vitneskju að líkurnar séu allt í einu orðnar yfirþyrmandi á því að til sé gen sem valdi heilablóðfalli, þ.e. gen sem flyst milli kynslóða, einhvers konar boð eða upplýsingar flytjist semsé milli kynslóða og hafi þannig áhrif á tilurð þessa sjúk- dóms. Framundan sé vitaskuld ómæld vinna við að finna genið sjálft en þessi árangur Islenskrar erfða- greiningar í rannsóknum á erfða- þáttum heilablóðfalls - sem gerð var í samstarfi við lækna Land- spítalans, Sjúkrahúss Reykjavíkur og Hjartaverndar - veki hins vegar mikla athygli bæði hér heima og er- lendis enda með þessu búið að stíga mikilvægt skref í þá átt að geta þróað viðbrögð við þessum hættu- lega sjúkdómi. Morgunblaðið/Kristinn Laganemar taka þátt í al- þjóðlegri málflutningskeppni Tveggja mánaða fangelsi og sekt fyrir skattsvik HÉRAÐSDÓMUR Reykjavík- ur hefur dæmt Reykvíking á fertugsaldri í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 1,6 milljóna króna í sekt vegna vangreidds tekju- skatts og útsvars á árunum 1993 til 1995 að fjárhæð 1,3 milljónir króna. Akvæðum laga um tekju- skatt og eignarskatt frá 1981 þess efnis að brot gegn lögun- um varði aldrei lægri fésekt en nemur tvöfaldri skattfjárhæð- inni, var þó ekki beitt í tilfelli ákærða nema vegna brota hans vegna vangreidds tekju- skatts og útsvars tekjuárið 1995, samtals 288 þúsund krónur, þar sem brot voru fullframin 10. febrúar 1996, eftir að breytingarákvæði á skattalögunum tóku gildi árið 1995. Efnahagsbrotadeild ríkis- lögreglustjóra, sem sótti málið gaf ákærða að sök að hafa van- talið tekjur á árunum 1990 til 1995 að fjárhæð 10,6 milljónir króna en brot ákærða frá 1990 til 1992 voru fyrnd er málið var þingfest og ákærði því sýknaður vegna brota á því tímabili. Héraðsdómur sýknaði ennfremur ákærða af ákæru fyrir brot gegn lögum um virð- isaukaskatt, með því að standa ekki Tollstjóranum í Reykjavík skil á innheimtum virðisauka- skatti að fjárhæð 2,6 milljónir króna, þar sem ákærði var ekki virðisaukaskattskyldur. LAGANEMAR við lagadeild Há- skóla íslands taka í ár í fyrsta sinn þátt í alþjóðlegu málflutn- ingskeppninni The Philip C. Jess- up International Law Moot Court Competition sem er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum í dag. Hefur keppnin farið fram á vegum alþjóðasamtaka laganema (ILSA) si'ðan 1959 og taka árlega þátt í henni um 1600 laganemar frá um 330 lagaskólum í rúmlega sjötíu þjóðríkjum. NITIN Desai, framkvæmdastjóri efnahags- og félagsmála hjá Sam- einuðu þjóðunum, flytur á mánudag klukkan 17.15 fyr- irlestur í stofu 101 í Odda í Háskóla íslands þar sem hann mun meðal annars fjalla um hlutverk smærri aðildarríkja Sam- einuðu þjóðanna. Desai, sem hingað kemm’ í Nitin Dcsai boði Halldórs Ás- grímssonar utan- ríkisráðherra, mun einnig fjalla um mikilvægi sjávarútvegs fyrir þróun- arlönd og jafnréttismál, þar á meðal Þar sem einungis ein lagadeild er á íslandi kemst íslenska liðið, sem keppir undir nafninu Leifur Eiríksson málflutningsfólag, sjálf- krafa í lokaumferðina. Sendi liðið frá sér ítarlegar greinargerðir í sókn og vörn 15. febrúar síðast- liðinn en heldur í dag til Banda- ríkjanna en lokaumferð í munn- legum málflutningi fer fram í Washington dagana 3.-8. apríl samhliða vorfundi ILSA. íslenska liðið er skipað lagane- að nú er verið að fylgja eftir kvenn- aráðstefnunni, sem haldin var í Kína fyrir fimm árum undir yfir- skriftinni Peking+5. Desai kemur hingað á mánudag og snæpii' hádegisverð með Hall- dóri Ásgrímssyni utanríkisráð- herra. Síðar um daginn mun hann eiga fund með Davíð Oddssyni for- sætisráðherra í stjórnarráðinu. Desai lauk BA-gráðu við Háskól- ann í Bombay á Indlandi árið 1962 og mastersgráðu við hag- og stjórn- málafræðiskóla Lundúna (LSE) 1965. Hann starfaði við skipulag- smál á Indlandi og var meðal ann- ars yfirráðgjafi í fjármálaráðuneyti Indlands áður en hann gekk til liðs við Sameinuðu þjóðirnar. Þar var munum Atla Má Ingólfssyni, Heiðari Ásberg Atlasyni og Sig- ríði Hrefnu Hrafnkelsdóttur og stunduðu þau æfingar fyrir keppnina í Héraðsdómi Reykja- víkur. Á myndinni er Atli Már í pontu en sitjandi í dómi eru frá vinstri: Helgi Jónsson héraðsdóm- ari, Edwin Brown, viðskiptafull- trúi hjá bandariska sendiráðinu, Jónatan Þórmundsson, forseti lagadeildar, og Ragnar Tómas Árnason héraðsdómslögmaður. hann efnahagsmálaráðgjafi hinnar svokölluðu Brundtland-nefndar um umhverfis- og þróunarmál frá 1985 til 1987. Árið 1993 stofnaði framkvæmda- stjóri SÞ þrjár nýjar deildir í höfuð- stöðvum samtakanna og 1993 var Desai skipaður aðstoðarfram- kvæmdastjóri stefnumótunar og sjálfbærrar þróunar. 1997 fékk Kofi Ánnan, framkvæmdastjóri SÞ, Des- ai til að samræma störf þessara þriggja deilda og varð hann síðan yfirmaður þeirra. Hann fer einnig fyrir framkvæmdanefnd um efna- hags- og félagsmál, þar sem saman koma yfirmenn allra deilda og stofnana SÞ, sem fjalla um efna- hags-, umhverfis- og félagsmál. Aðstoðarframkvæmdastjóri efnahags- Og félagsmála hjá SÞ á íslandi Fyrirlestur um hlut- verk smærri ríkja í SÞ Dregið hefur úr kennslu í tóbaks- vörnum VERULEGA dró úr kennslu í tóbaksvörnum hjá nemend- um á aldrinum 11-16 ára á skólaárinu 1998-1999. 57% skóla sinntu lögboðinni kennslu í tóbaksvörnum þá en sambærileg tala fyrir skólaár- ið 1997-1998 er 73%. Skólaárið 1997-1998 sinntu 84% skóla í Reykjavík kennslu í tóbaksvörnum en ekki nema 49% 1998-1999. Guðlaug B. Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Krabba- meinsfélags Reykjavíkur, tel- ur að hluti skýringarinnar í Reykjavík geti verið truflun sem varð á kennslu vegna kjarabaráttu kennara. Aukn- ing varð á kennslu í tóbaks- vörnum á Vesturlandi úr 60% í 64%. Mesti samdrátturinn varð í Reykjavík og Reykja- nesi. Samningar um reykleysi Samkvæmt aðalnámskrá er skylda að sinna kennslu í tób- aksvörnum í skólum landsins. Krabbameinsfélagið hefur leitað skýringa á þessu og lýst áhyggjum sínum við menntamálaráðuneytið. Guð- laug segir að könnun sem var gerð á síðasta ári á reyking- um barna og unglinga í grunnskólum árin 1994-1998 hafi sýnt að daglegar reyk- ingar hafi aukist um 0,6% en allar reykingar höfðu aukist úr 10,3% í 11,4%. Námsefnið hefur verið sent til allra grunnskóla sem sinna kennslu 10. bekkjar, þeim að kostnaðarlausu. Guðlaug segir að þó að þeim skólum, sem sinna tób- aksvörnum, fækki þá fjölgi þeim unglingum sem skrifa undir samninga um reykleysi með foreldrum eða forráða- mönnum. Staðfestingar samn- inganna eru sendar til Krabbameinsfélags Reykja- víkur og bárust félaginu mun fleiri staðfestingar á síðasta ári en áður. Heimsent efni virðist því falla í góðan farveg meðal nemenda og foreldra. Samningarnir eru sendir heim til allra barna í 8., 9. og 10. bekk ásamt foreldrabæk- lingum sem innihalda upplýs- ingar um það hvernig foreldr- ar geta stutt barn sitt til að velja reyklaust líf. í desem- ber sl. fengu 400 nemendur í 9. og 10. bekk armbandsúr að launum fyrir reykleysi sitt. Arthur Morthens hjá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur segir að í gildi sé samningur milli Tóbaksvarnanefndar og Krabbameinsfélagsins um út- gáfu námsefnis fyrir nemend- ur grunnskólans, þ.e. átakið Sköpum reyklausa kynslóð, sem hófst 1997. Nú verði til námsefni fyrir alla efri bekki grunnskólans sem falli inn í Lífsleikni, sem er nýr náms- flokkur í aðalnámskránni. Námskráin tekur gildi frá 1999-2002 og segir Arthur að það sé nokkuð frjálst hvernig aðalnámskráin sé útfærð á þessu tímabili. Hann kveðst hins vegar ekki kannast við að dregið hafi úr kennslu í tóbaksvörn- um í skólunum, ekki nema þá að þeir aðilar sem að tóbaks- vörnunum standa hafi fengið minna fjármagn til þess.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.