Morgunblaðið - 11.04.2000, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2000 21
AKUREYRI
Fegurðardrottning Norðurlands
krýnd í Sjallanum
Vilborg kom,
sá og sigraði
VILBORG Þorsteinsdóttir, 21 árs
Akureyrarmær, var kjörin feg-
urðardrottning Norðurlands en
krýningin fór fram í Sjallanum á
Akureyri sl. föstudagskvöld. Vil-
borg var sú stúlka sem kom, sá
og sigraði, því að auki var hún
valin besta ljósmyndafyrirsætan,
vinsælasta stúlkan í hópnum og
Netstúlkan, þar sem almenning-
ur gat valið „sína“ stúlku á Net-
inu úr hópi keppenda.
Hulda Þórhallsdóttir hafnaði í
öðru sæti og Katrín Björk Sæv-
arsdóttir í því þriðja. Sportstúlk-
an var valin Harpa Gunnarsdótt-
ir og hún var einnig valin
Elle-stúlkan úr hópi keppenda.
Allar eru stúlkurnar frá Akur-
eyri.
Alls tóku eliefu stúlkur þátt í
keppninni um fegurstu stúlkuna
á Norðurlandi að þessu sinni,
átta frá Akureyri en hinir þrjár
frá Olafsfirði, Húsavík og Eyja-
fjarðarsveit.
Á myndinni eru stúlkurnar
þrjár sem urðu í efstu sætunum,
f.v. Hulda Þórhallsdóttir, Vil-
borg Þorsteinsdóttir og Katrín
Björk Sævarsdóttir.
Morgunblaðið/Kristján
Snjókarlinn á ráðhústorgi er farinn að láta á sjá og nefíð dottið af.
Sólin bræðir Snæfinn
SNÆFINNUR snjókarl, sem síð-
ustu ár hefur staðið á Ráðhú-
storginu á Akureyri fyrir og um
páskana er vart nema svipur hjá
sjón eftir að sól og sunnanvindur
hefur leikið hann grátt um helg-
ina. Nemar í Myndlistarskólanum
á Akureyri sjá um að búa snjó-
karlinn til en Búnaðarbankinn á
Akureyri greiðir þetta verkefni.
Hafist var handa við gerð
snjókarlsins sfðdegis á fóstudag
og var hann þá hinn reffilegasti.
Hlýindin hafa gert hann mun
minni að umfangi en var í upp-
hafi, líkt og hann hafi gleypt i sig
megrunartöflur alla helgina.
Hann er líka heldur skítugur en
gæti hann hugsað leikur varla
vafi á að verst þætti honum að
hafa misst sitt volduga bleika nef.
Þeir heiðursmenn og félagar
Svanur Eiríksson og Steindór
Gunnarsson eru þarna að skoða
Snæfinn og ræða hremmingar
hans.
PASKAR NAL6AST
Ókeypis aðgangur
Skreytingákvöld
íBíómaváli
fimmtudaginn
13. apríl kl 20-22
Skreytingameistarar
Bíómaváls og
garðyrkjufrceðingar
leika listir sínar og
skemmtafólki með
fjölbreyttum
skreytingum
bSömaud
UPPLÝSINGASÍMI: 5800 500
QUELLE buxnamarkaður
Allar stœrbir, ótal gerbir; margir litir,
stuttar og síbar. Beint frá Þýskalandi
Eitt ótrúlegt verb: Kr.790,-
Einnig dragtir, jakkar, blússur og peysur í úrvali á frábœru verbi
Afiri f r vEfSLUN,dalvegi2
Ul/CLLCi K0PAV0GI,S:564 2000