Morgunblaðið - 11.04.2000, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 11.04.2000, Qupperneq 63
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2000 63 BRÉF TIL BLAÐSINS ^ Banni við hnefa- leikum verði aflétt Kalk og ekki kalk? eitt gerir enn brýnna að bæta samgöngukerfið, og svo er það flugvöllurinn á Egilsstöðum, sér- staklega síðan áætlunarflugið var lagt niður til Breiðdalsvíkur. Mér er ljóst að nauðsynlegt er að byggja upp vegi hér í sveitunum á Héraði og er ég heldur ekki að krefjast þess að öll þau milljóna- hundruð verði öll lögð í þennan vegarkafla. I fréttunum í útvarp- inu í dag 3. apríl er sagt að áætlað væri að 150 milljarða kostnaður yrði við þessa framkvæmd. Er nokkurt vit í þessu? Dettur nokkr- um heilvita manni í hug að þessar framkvæmdir eigi eftir að skila þjóðarbúinu arði. Gaman væri að fá útreikningana. Þetta er bara pólitískur skollaleikur og þeir sem hafa sótt það fastast munu falla á eigin bragði. Nýlega var sagt frá því í út- varpsfréttum að síðastliðið ár hafi þjóðarbúið haft mun meiri tekjur af erlendum ferðamönnum en af allri stóriðju á íslandi. En í stað þess að efla ferðamannaþjónust- una er eins og ríkisstjórnin sjái ekkert annað bjargráð en ál- verksmiðjur og þeim mun stærri, þeim mun betra. Ég skal taka það fram að ég er ekki á móti virkjun- um á Austurlandi en það hafa fleiri kostir verið nefndir, sem ekki mundu setja þjóðarbúið á hausinn þó að í þá væri farið. Aðalatriðið er að kapp er best með forsjá. Forfeðrum okkar hefur lengi verið legið á hálsi eyðing skóga hér á landi og má það til sanns vegar færa. En skyldi ekki afkom- endum okkar finnast líkt varðandi núverandi kynslóð ef henni tekst að sökkva dýrmætustu náttúru- perlum okkar undir uppistöðulón? SIGURÐUR LÁRUSSON, frá Gilsá. Frá Guðmundi Arasyni: NÚ LOKSINS hillir undir að þing- menn losi þjóðina undan þeirri skömm sem bann við hnefaleikum er. Hugrakkir þingmenn þriggja helstu stjórnmálaflokka landsins hafa lagt fram frumvarp um að leyfa ólymp- íska hnefaleika, og vekur það athygli að fremstu kvenskörungar hins háa alþingis eru þeirra á meðal. Það hefur vakið furðu margra að ólympískir hnefaleikar séu bannaðir hér á landi, og margir útlendingar hafa spurt: Af hverju? Þið leyfið bar- dagaíþróttir frá Asíulöndum sem ekki flokkast undir ólympískar íþróttir, en eru samt æfðar hér án nokkurra athugasemda eða eftirlits. Þrekæfingastöð í Garðabæ dreifði auglýsingabæklingi með mynd af þeldökkum manni með hnefaleika- hanska vera að sparka út í loftið, kallað Kick-Box; sú íþrótt leyfir að sparkað sé í höfuð mótstöðumanns- ins og í viðkvæmustu hluta líkamans. Það sem vekur undrun flestra hér á landi er hvað mönnum er mismun- að. Ekki þarf glöggan mann, sem horfir á t.d. karate-æftngar og keppni, að þar eru hnefaleikar á ferð- inni, en þeir nota hvorki hanska né höfuðhlífar. Mér fannst ekki gaman að horfa á Norðurlandamótið í karate, sem sýnt var í Sjónvarpinu fyrir nokkrum ár- um, þar sem sást að ungir drengir gengu volandi frá keppni. Einnig er mér minnisstætt þegar hinn ágæti íþróttafréttamaður Ingólfur Hann- esson fékk fyrir alllöngu menn til að sýna helstu brögð karate-íþróttar- innar í Sjónvarpinu. Jafnframt ósk- aði hann eftir að sýndar yrðu helstu aðferðir við að yfirbuga andstæðing. Fyrst sýndu þeir hvernig kasta á manni niður, og að á eftir væri hægt að sparka í kynfæri hans. Þetta var sýnt með látbragðsleik. Þar næst var sýnt hvernig manni var kastað í gólf- ið, og að hægt væri að hoppa upp á brjóstkassann og sprengja hjarta- kúluna. Ennfremur var sýnt hvernig slegið er með láréttum lófa á hálsinn. Höfuðkúpan niður við hálsinn er sem hnífsegg, með örsmáum æðagöng- um, og þeir karatemenn sem hafa æft sig í að brjóta í sundur múrsteina fara létt með að hálsbrjóta fólk. Umræddur þáttur er eflaust til í safni íþróttadeildar Sjónvarpsins. Það hefur fyrir löngu verið sannað með rannsóknum færastu lækna að ólympískir hnefaleikar eru síst hættulegi-i en aðrar íþróttir, nema síður sé. Það virðist því ástæðulaust fyrir lækna landsins að vera á móti þessu frumvarpi, því það er vitað að staðreyndum verður ekki breytt. Og hinn langi biðlisti sjúklinga með slit- in liðbönd, ónýt hné eða ónýtar mjaðmir er ekki frá hnefaleikum kominn. Hnefaleikar hafa verið bannaðir síðan árið 1956 þrátt fyrir mótmæli ÍSÍ, sem er aðili að Alþjóða ólymp- íunefndinni. Samt bannar alþingi ól- ympíuíþrótt sem nýtur virðingar um allan heim. Þetta hlýtur að vera mjög óvenjulegt, svo ekki sé meira sagt. GUÐMUNDUR ARASON, Eskiholti 12, Garðabæ. Frá Þuríði Ottesen: ER sama hvaða kalk maður kaupir, er allt jafnt virkt og nýtist það eins til beina og tanna? Margar gerðir af kalki eru fáanlegar á markaðnum í dag. Náttúrulegar auðlindir kalks eru kalsíumsítrat, kalsíumlaktat og dólómít-kalk. Allar þessar tegundir kalks nýtast misjafnlega til beina og tanna og hafa það sammerkt að hjá þeim sem skortir magasýrur nýtist kalkið frekar illa. Auk þess er hætta á að þessar náttúrulegu kalktegund- h- innihaldi eitraða málma á við blý og ál sem geta haft skaðleg áhrif á bein („Almunium and Lead Ab- sorption from Dietary Sources in Women Ingesting Calcium Citrate". Nolan, Charles R., M.D. et. al, Southern Medical Journal, Septem- ber 1994; (9): 894-898). Kalsíum- karbónat er verksmiðjuframleitt og inniheldur ekki málma á við ál og blý. Margar rannsóknir hafa verið gerðar á virkni ofangreindra kalk- tegunda, hversu fljótt og vel kalkið frásogast í líkamanum. Flestar benda til þess að kalsíumkarbónat sé þar fremst í flokki og nýtist að jafnaði best til beina. Beingisnun er að verða eitt stærsta og dýrasta heilsufarsvanda- mál í hinum vestræna heimi. For- varnir felast í að neyta kalkríkrar fæðu, hreyfa sig og einnig er talið að fáein aukakíló geti hjálpað til að vinna gegn beingisnun. Þeir foreldr- ar sem eru að ala upp unglinga í dag, sér í lagi unglingsstúlkur, verða að gæta vel að kalkneyslu þeirra. Mjólkurdrykkju unglinga er ábótavant og þarf því að örva börn og unglinga til neyslu á t.d. fjör- mjólk og undanrennu, auk þess má nefna að sesamfræ eru kalkauði*. Fólk með mjólkuróþol þarf að íhuj^: alvarlega að verða sér úti um kalk, þá í töflu- eða vökvaformi. Þá kom- um við aftur að því hvaða kalk skal velja þegar í verslun er komið. Magninnihald af kalki eftir tegund- um er mjög misvísandi, t.d. er fáan- legt kalk sem segir að 1 tafla inni- haldi 500 mg afkalsíumlaktati en ráðlagður dagskammtur af kalki er 800-1.200 mg á dag. í þessu kals- íumlaktati eru aðeins 45 mg nýtan- leg og þyrfti því u.þ.b. 18-26 töflur af kalki á dag til þess að sinna dags- þörfinni. Þetta er mjög alvarlegt pg misvísandi fyrir neytandann. Heil- brigðisyfirvöldum ætti að vera kappsmál að bæta úr þessu þar sem jöfn kalkneysla getur dregið veru- lega úr beinþynningu og í leiðinni sparað kerfinu stórar fjárhæðir í framtíðinni. Sem neytendur eigum við að geta keypt kalk með réttum leiðbeiningum um raunverulegt nýt- anlegt kalkinnihald. Skylda ætti framleiðendur og innflytjendur á kalki að merkja umbúðir kalks með upplýsingum um nýtanleika. Við hér á Islandi höfum mjög öflugt Lyfja- eftirlit og væri e.t.v. ráð að setja reglugerð um þessa bráðnauðsyn- legu upplýsingaskyldu. Gott ráð er að spyrja t.d. sérfræð- inginn í versluninni hversu miifíó4 kalsíum ca2+ (elemental) sé í hverri töflu en það þýðir nýtanlegt kalk. Ekki má gleyma að þegar velja skal gott kalk þá er nauðsynlegt að í það sé blandað D-vítamíni, magnes- íum og sinki en það hjálpar til við nýtingu kalks fyrir bein. ÞURÍÐUR OTTESEN, framkvæmdastjóri. ú er tækifærið... að eignast ekta pels Oðruvísí Ijós og klukkur Síðir leðurfrakkar Handunnir dúkar og rúmteppi Sófasett og þrjú borð á aðeins kr. 157.000 __________________________ Viðskiptanetið Fákafeni (Bláu húsin), s. 588 4545 j Sigurstjama Hársnyrtistofan Hár Class Skeifunni 7 VILLI ÞÓR HÁRSNYRTIR TÍMAPANTANIR í SÍMA 553 8222 Glæsilegt hárkolluúrval Nýjar sendingar Fataprvði ÁKheimum 74, Glæsibæ, slml 553 2347. Tökum gömlu hárkolluna upp í nýja - Aðeins í apríl **STJÖRNUR *.* ^ Barna- og unglingafataverslun vljóddin, Alfabakka 12 • Sími 557 7711 Míðjan, Hlíðasmára 17 • Sími 554 4744 Erum mættar í miðjuna Kvenfatnaður - Unglingafatnaður - Barnafatnaður f lott ■ föt Hlíðasmára 17 • Sími 554 7300 Jón Böðvarsson 70 ára 2. maí 2000 Við vinir og nemendur Jóns Böðvarssonar ætlum að fagna með honum á þessum degi og halda hátíð honum til heiðurs og í þakkarskyni. Okkur þykir við hæfi að minnast tímamótanna með því að bjóða Jóni og fjölskyldu hans til hátíðarsamkomu í Borgarleikhúsinu kl. 20.00 á sjálfan afmælisdaginn. Dagskráin tengist ævistarfí Jóns. Ýmsir af okkar bestu listamönnum voru nemendur Jóns og eru fúsir að gleðja hann með list sinni. Að dagskrá lokinni verður boðið upp á léttar veitingar. Vonandi sérð þú þér fært að taka þátt í þessu hófí með okkur og heiðra þannig afmælisbamið. Nöfn þátttakenda verða skráð á sérstaka heillaóskaskrá sem verður afhent Jóni innbundin. Frekari upplýsingar veitir Soffía A. Sigurðardóttir hjá Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands í síma 525 4231. Undirbúningsnefndin.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.