Morgunblaðið - 11.04.2000, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 11.04.2000, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ 42 ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2000 ■í*------------------------- Tímarnir tvennir Sátt er lausnarorðið. En þetta lausnar- orð á sér ekkert andlag. Það er ekkert sem þarfað ná sátt um. Þessi hróp um sátt eru einungis sýndarlœti frumlags- ins sem vill láta líta svo út að það þurfi að ná sátt um eitthvað, og að sú sátt muni raunverulega breyta einhverju. En undir niðri lúrirþetta látlausa ríkj- andi skipulagsem forðast dagsins Ijós og ofurbirtu fjölmiðlanna. HEFUR eitthvað breyst, eða er allt eins og það var? Sjáum tfl. Hinn módemíski ynaður var alltaf einn. Hinn póst- módemíski maður er alltaf fjarri, alltaf annars staðar, í ömggri fjar- lægð, bæði frá skjánum og at- burðunum. Samt er hann alltaf með á nótunum, alltaf með nýj- ustu upp- VIÐHORF Eftir Þröst Helgason lýsingar á hreinu, ólíkt hinum mód- emíska manni sem var alltaf úti á þekju, íirrtur, og vitlaus eins og bam sem er ekki búið að læra á kerfið. ^ Eigi að síður verður kerfíð allt- af flóknara. Segja má að ríkjandi kerfi felist í því að það sé ekkert kerfi lengur. Kerfið eins og við þekktum það hefur verið leyst upp, rifið niður í frumeindir sínar. í staðinn fyrir gamla góða mód- emíska kerfið, sem hafði undan- tekningarlaust röklega og fyrir- sjáanlega virkni, er nú komið kerfi sem lýtur lögmálum ofurvemleik- ans, sýndarkerfi þar sem táknbyl- urinn byrgir sýn á hlutina eins og þeir em í raun og vem. Aður- byggði kerfið á traustum tengsl- um orða og hluta, nú er bilið þarna á milli óendanlegt, ef ekki endan- legt. Þetta kerfi er orðin tóm, í því , eiga hlutimir engan þegnrétt. í hinu nýja kerfi birtast þó leif- ar hins gamla í máðum og endur- unnum táknum. Steindauð pólitík kalda stríðsins er endurframleidd i málum dagsins, að öðmm kosti skini í nakið einræði markaðarins, hugsjónaleysi fjármagnsins, þessa skrælnuðu eyðimörk vem- leikans sem undir liggur. Sátt er lausnarorðið. En þetta lausnarorð á sér ekkert andlag. Það er ekkert sem þarf að ná sátt um. Þessi hróp um sátt era ein- ungis sýndarlæti fmmlagsins sem vill láta líta svo út að það þurfi að ná sátt um eitthvað, og að sú sátt muni raunvemlega breyta ein- hverju. En undir niðri lúrir þetta látlausa ríkjandi skipulag sem forðast dagsins Ijós og ofurbirtu fjölmiðlanna. Og fleiri em þessi undarlegu tákn á tímans báram. Rykið er jafnvel dustað af gömlum draumum frá kalda- stríðstíma. Sameining vinstri- manna er unglingsdraumur sem aldrei rættist, frekar en aðrir slík- ir. í staðinn er draumurinn settur á svið nú, þrjátíu áram síðar, end- urframleiddur á sýndarsviði fjölmiðlanna. Þessi saga hefur <:Jlt; spennandi fléttu sem lengst af virtist óleysanleg, baráttu tveggja valdagráðugra aðalpers- óna, fjölda aukapersóna sem reyna allt hvað þær geta til að grafa undan aðalpersónunum og endalok (vonandi). Þessi saga hef- ur bókstaflega allt, nema boðskap , sem gufaði upp í rykmekkinum af falli múrsins í Berlín ’89. Talandi um uppgufun. Eitt af endurunnum táknum löngu liðins nútímans er Stofnunin. Módern- isminn var tími Stofnunarinnar. Og hinn firrti móderníski maður var fórnarlamb hennar. Nú em engar raunvemlegar stofnanir til lengur, aðeins ríkisfyrirtæki sem óðum em að verða ríkjandi skipu- lagi að bráð. Það er hin náttúm- lega uppgufun í eyðimörk vem- leikans. Þannig er gufan loksins orðið réttnefni á Ríkisútvarpinu. Það hangir í loftinu. Tákn um kerfi sem hefur engan tilgang lengur og stígur bara upp til himna eins og reykmerki sem enginn kann að lesa í lengur. Stofnun á tímum sem engar stofn- anir þrífast. Stofnun sem er bara til af gömlum vana. Stofnun þar sem aldrei neitt gerist. Og hárið hans Boga löngu orðið grátt, eins og umhverfið allt. Allt er orðið grátt. Það sem var svart og hvítt er nú grátt. Og það sem var rautt er nú grátt. Einnig blátt er nú grátt. Allt er grátt eins og Ráðhús Reykjavíkur sem reis þegar múrinn féll. Einmitt þegar línur máðust burt og litróf kalda- stríðsins var numið úr gildi, þá reis Ráðhús grámanns. En það er rétt. Kerfið er flókn- ara, þrátt fyrir eintóna grámann. En við sjáum það ekki. Veitum því enga athygli því að upp- lýsingarnar byrgja okkur sýn. Þetta endalausa flæði upplýsinga, táknbylurinn hefur komist upp á milli okkar og vemleikans. Við sjáum með öðram orðum ekki veraleikann fyrir upplýsingunum um hann (sem eiga sér ekki alltaf göfugan uppmna, eins og rakið var hér að framan). En upplýsingamar virðast nægja okkur og fyrir vikið eram við alltaf fjarri, ekki firrt heldur fjai-ri, annars staðar. Við eram ekki þar sem atburðurinn á sér stað heldur heima í stofu að rýna inn í skjáinn, að gleypa í okkur upplýsingarnar sem villa okkur sýn á vemleikann. Við sjáum allt og vitum allt en reynum ekkert, ólíkt hinum móderníska manni sem sá ekki neitt og vissi ekki neitt en reyndi það allt á sjálfum sér. Þetta kann að hafa ófyrirsjáan- legar afleiðingar, til dæmis fyrir lýðræðið. Við kjósum í síauknum mæli að taka ekki þátt, að vera fjarri, að lifa í ofurveralegum heimi miðlanna (sbr. sífellt minni þátttöku í almennum kosningum hérlendis sem erlendis). Þetta er póstmódernismi. Eða hvað? Er póstmódernismi bara endurunninn módernismi? Eitt af þessum undarlegu táknum sem byrgja sýn á ríkjandi kerfi? (P.s. Eða er póstmódernismi bara eitthvað sem kemur þegar fræðimenn era hættir að nenna að svara spumingunni: Hvað er módernismi?) MENNTUN Grunnskólar Reykjavíkur - Hvernig trygg;ium við börnunum okkar bestu kennara sem völ er á? Á fundi sem SAMFOK efndi til nýverið var þessari spurningu varpað fram og leitað svara. Sveinn Guðjónsson sat fundinn og fylgdist með umræðum. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Framsögumenn sitja fyrir svörum. Frá vinstri Ólafur Proppé, rektor KHÍ, Finnbogi Sigurðsson, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, Helgi Hjörvar, forseti borgarsljórnar, Óskar ísfeld Sigurðsson, formaður Samfoks og fundarstjóri, Bergþór Þormóðsson foreldri og Sigrún Magnúsdóttir, formaður fræðsluráðs Reykjavíkur. Að laða að hæfa kennara • Fyrirsjáanlegur skortur á menntuðum kennurum. • Kennarastarfíð nýtur ekki þeirrar virðingar sem því ber SAMFOK, Samband for- eldrafélaga og foreldra- ráða í skólum Reykjavíkur á grunnskólastigi, efndi nýverið til fundar, þar sem um- ræðuefnið var: „Hvernig tryggjum við börnunum okkar bestu kennara sem völ er á?“ Framsögu höfðu Sigrún Magnúsdóttir formaður Fræðsluráðs Reykjavíkur, Finn- bogi Sigurðsson formaður Kenn- arafélags Reykjavíkur, Bergþór Þormóðsson foreldri, Ólafur Proppé rektor Kennaraháskóla Is- lands og Helgi Hjörvar forseti boigarstjórnar. Oskar ísfeld Sigurðsson formað- ur SAMFOK setti fundinn og í ávarpi sínu lýsti hann áhyggjum manna yfir þeirri þróun, að mennt- aðir kennarar hefðu horfið frá störfum á undanförnum árum og hlutfall réttindalausra kennara, það er leiðbeinenda, aukist í grunn- skólum Reykjavíkur. Hann vildi þó undirstrika að enn væri fjöldi hæfra kennara við störf í grunn- skólum borgarinnar. Hins vegar væri brýnt að búa þeim þannig starfsumhverfi að skólunum mætti haldast á þeim til frambúðar og jafnframt laða að fleiri góða kenn- ara. Sigrún Magnúsdóttir formaður fræðsluráðs Reykjavíkur fjallaði í framsöguerindi sínu um vanda grunnskólanna út frá sjónarmiði fræðsluyfirvalda og sagði meðal annars að vegna mikillar fjölgunar nemenda á höfuðborgarsvæðinu væri líkur á að grunnskólar Reykjavíkur myndu búa við kenn- araskort á næstu árum. Hér hefði byggðaröskun haft sín áhrif og aukið á vandann sem og mikil aukning nýbúa. Sigrún sagði enn- fremur að lenging skóladags kall- aði á fleiri kennara tD starfa þannig að fátt væri til bjargar á næstu ár- um til að bæta úr skorti á kennur- um með réttindi. Sigrún kom einn- ig inn á tölvuvæðingu og tækjakaup í framsöguerindi sínu, aukin fjárframlög til skólanna og sagði að á þremur árum hefði 130 ný stöðugildi komið til í grunnskól- um borgarinnar. Þá nefndi hún einnig aukið framboð á námskeið- um fyrir kennara. Mikilvægt og merkilegt starf „Fyrst vil ég segja að kennara- starfið er í mínum huga ákaflega mikilvægt og merkilegt starf, en vandamálið er ef til vill það, að kennarastarfið nýtur ekki þeirrar viðurkenningar og virðingar úti í samfélaginu sem því ber,“ sagði Ól- afur Proppé, rektor Kennarahá- skóla íslands, í upphafi framsögu- erindis síns. Ólafur sagði að í umræðum um kennaraskortinn væri stundum sagt að þær stofnan- ir, sem önnuðust kennaramenntun, menntuðu ekki nógu marga og að þær þyrftu að taka inn fleiri nem- endur til að „stoppa upp í gatið“. Staðreyndin væri hins vegar sú að nóg væri til af kennaramenntuðu fólki í landinu, en það væri hins vegar eftirsótt á hinum almenna vinnumarkaði og margir útlærðir kennarar leituðu því í önnur störf. Ólafur sagði að mikilvægt væri að velta því íyrir sér hvers konar sýn almenningur hefði til skólastarfs og hvort ef til vill væri ástæða til að gera átak í því að breyta viðhorfum fólksins í landinu til þess starfs sem unnið er í skólum. Ólafur gat þess að árið 1988 hefði Alþingi samþykkt lög um kennara- menntun þar sem gert var ráð fyrir að lengja kennaramenntun úr þremur árum í fjögur. Ekki fékkst fjármagn til þess að lengja kenna- ranámið og því var frestað ár eftir ár og að lokum var þessu ákvæði kippt út úr lögunum. Þessi afstaða til kennaranámsjns væri umhugs- unarverð, sagði Ólafur Proppé. „Ég fullyrði að það er ekki síður vandasamt starf að vera kennari í grunnskóla en lögfræðingur, við- skiptafræðingur, iðjuþjálfi eða í fjölmörgum öðrum starfsstéttum sem krefjast lengra háskólanáms, að öllum þessum starfsstéttum ólöstuðum, og ég bið ykkur að hugsa um það, af hverju þessu er svona háttað hér. Á öllum Norður- löndunum er kennaramenntun fjögur til fimm ár,“ sagði hann. Ölafur sagði að unnið væri að því í Kennaraháskólanum að koma til móts við breytta tíma og breytta námsskrá, en í þriggja ára kenn- aranámi yrði það ekki gert nema á kostnað einhvers annars. Ólafur benti ennfremur á að sá sem væri að mennta sig til að verða grunn- skólakennari þyrfti að vera tilbúinn til að kenna afar ólíkum nemend- um, allt frá 6 ára upp í 16 ára og hann þyrfti einnig að búa sig undir það að kenna hvaða grein sem er. Ólafur upplýsti að nú væru 1.250 nemendur í Kennaraháskóla Is- lands og skólinn væri reiðubúinn að gera samning við menntamálaráðu- neytið og fjármálaráðuneytið um að auka nemendafjöldann upp í 1.500 á þremur árum. Ólafur lýsti jafnframt þeim skoðun sinni að vandinn yrði ekki leystur innan Kennaraháskólans. „Vandinn er miklu djúpstæðari og almennari, hann liggur í samfélaginu. Hann liggur í því að þessi störf séu viður- kennd. Það á að efla virðingu þess- ara stétta og laun og kjör þannig að menntaðir kennarar fari ekki í önn- ur störf, frekar _en að fara í kennslu," sagði Ólafur Proppé rektor KHÍ. Stoltur grunnskólakennari Finnbogi Sigurðsson formaður Kennarafélags Reykjavíkur sagði í framsöguerindi sínu að hann væri þeirrar skoðunar að í borginni störfuðu bestu kennarar sem völ væri á. Hins vegar væri æði margt í þeirra starfsumhverfi sem gerði það að verkum að árangurinn af þeirra starfi væri lakari en vera skyldi. Finnbogi sagði meðal ann- ars: „Hvað er það sem gerir það að verkum að stór hluti kennara í Reykjavík er nánast með hausinn niðri í bringu og segir þegar hann kemur einhvers staðar: „Eg er nú bara kennari“. Þá hugsaði ég: „Nei, þetta gengur ekki. Eg er grunn- skólakennari og ég er stoltur af því. Það sem meira er, ég hef fengið staðfestingu á því að svo er. Ég er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.