Morgunblaðið - 11.04.2000, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 11.04.2000, Blaðsíða 76
flltrgiittiMaMi Leitid uppiýsinga í síma 520 2040 www.atlantsskip.is MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNl 1,103 REYKJAVÍK, SÍMIS69I100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2000 VERÐ í LAUSASÖLU150 KR. MEÐ VSK. Banaslys á Grund- artanga BANASLYS varð á Grundartanga síðdegis í gær þegar ungur maður lenti undir vörubifreið og lést sam- stundis. Slysið átti sér stað í grunni sem verið er að vinna í vegna stækkunar á verksmiðju Norðuráls á Grundar- tanga. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Borgarnesi varð slysið þannig að vörubifreið var að bakka inn í grunninn og lenti á manninum og ók yfir hann. Ekki er hægt að greina frá nafni mannsins að svo stöddu. ------------- Utanríkisráðherra Fundað alla helgina hjá sáttasemjara Samningavið- ræður á við- TFjölga mætti sendiráðum í ESB-ríkjum í SKÝRSLU utanríkisráðherra um stöðu Islands í Evrópusamstarfi kemur fram að nýta megi betur sendiráð íslands hjá ríkjum ESB til að skýra sjónarmið Islands áður en - <3tál sem varða sérhagsmuni landsins eru tekin til umfjöllunar í ráðherra- ráði ESB. Stofnun sendiráða í fleiri ríkjum ESB myndi einnig auðvelda erindrekstur þar. Halldór Asgrímsson segir í skýrslu sinni að Norðmenn hafi stór- eflt utanríkisþjónustu sína og haldi uppi stöðugum erindrekstri innan ESB ríkja, ekki síst gagnvart for- mennskuríkinu hverju sinni. Segir ráðherra að íslendingar geti tekið sér þetta til fyrirmyndar innan eðli- legra kostnaðarmarka. Taka mætti upp Evrópumálefni á tvíhliða fund- um íslenskra ráðherra og starfs- bræðra innan ESB, nýta mætti bet- ur sendiráð Islands þar sem þau eru starfandi í sjö af fimmtán aðildar- "*Tfkjum ESB og í öðrum tilfellum mætti gera sendimenn út til höfuð- borga ESB ríkja til að skýra út sjón- armið Islands. --------------- Féll 5-6 metra niður í lest Bráða- birgða- viðgerð BROTNAR rúður eru oft fylgikvill- ar stórkarlalegra gleðiláta í mið- bænum um helgar, rúðueigendum til hremmingar. Við slíkum uppá- komum þarf að bregðast, skipta um rúðu eða gera við til bráðabirgða með tiitækum efnum og aðferðum. í Bankastræti sá þessi viðgerðar- maður þann kost vænstan að grípa til límbandsins og líma aftur brotna rúðuna, og lagði greinilega áherslu á að bíta límbandið í sundur á rétt- um stað sem næst rúðunni. VINNUSLYS varð í Mánafossi, skipi Eimskips, í Sundahöfn á níunda tímanum í gærkvöldi er skipverji féll 5-6 metra niður í lest. Bera varð manninn upp úr lestinni um stiga þar sem körfubíl slökkvi- liðsins í Reykjavík varð ekki við kom- 'ié til að lyfta sjúkrabörunum upp. Þrátt fyrir hátt fall var ekki talið að maðurinn væri alvarlega slasaður en hann var fluttur á Landspítalann í Fossvogi. Gatcwaj' Morgunblaðið/Ómar kvæmu stigi VIÐRÆÐUR í kjaradeilu atvinnu- rekenda og Verkamannasambands Islands voru á viðkvæmu stigi í gærkvöldi en deiluaðilar sátu enn á fundi í húsakynnum ríkissáttasemj- ara þegar blaðið fór í prentun. Deiluaðilar sátu á löngum fundum um helgina og náðu samkomulagi um sérmál. En þegar fundur hófst í gær voru óútkljáð mál sem varða launa- liði og fleira, svo sem tryggingar, veikindarétt og starfsmenntun. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði í gærkvöldi að ekki væri auðvelt að gefa afdráttarlausa mynd af stöð- unni í deilunni. „Viðræðurnar gengu vel um helgina og það er flest frá annað en það sem snýr að loka- ákvörðunum í málinu. Þau atriði sem eru undir eru þau lykilatriði sem ráða því hvort þetta næst eða ekki,“ sagði Ari og vildi ekki tjá sig frekar. Hepar Gunnarsson, varaforseti VMSI, vildi ekki ræða stöðu deilunn- ar við Morgunblaðið í gærkvöldi. Verkfall flestra aðildarfélaga VMSÍ hefst á miðnætti á miðvikudag náist ekki samningar. Langir fundir í deilu flugvirkja og Flugleiða Á miðvikudag hefst einnig verkfall flugvirkja, sem sinna millilandaflugi Flugleiða, ef samningar nást ekki fyrir þann tíma. Fundur var í deilunni um helgina og í allan gærdag. Emil Eyjólfsson, formaður samninganefndar, gaf ekki kost á viðtali um stöðuna í gær en á laugardag lögðu flugvirkjar fram gagntilboð við tilboði frá Flugleið- um. Ari Edwald vildi heldur ekki tjá sig um stöðuna í deilu flugvirkja. Flugleiðir tilkynntu í gær að þeir farþegar sem vildu flýta för sinni vegna yfirvofandi verkfalls gætu það án nokkurs aukakostnaðar. Um næstu helgi hefst verkfall flugvirkja hjá Flugfélagi íslands hafi samningar ekki tekist fyrir 17. apríl. Ef til þess kemur leggst niður allt áætlunarflug innanlands nema til þeirra staða sem íslandsflug flýgur til. Flugvirkjar gengu á dögunum frá kjarasamningi vegna þeirra félags- manna, sem vinna hjá Islandsflugi. Morgunblaðið/Ásdís Bikarinn til Keflavíkur KEFLAVÍK tryggði sér íslands- meistaratitil kvenna í körfuknattleik í gærkvöldi þegar liðið vann KR 57- 43. Þetta var fimmta viðureign lið- anna í úrslitarimmunni og fór odda- leikurinn fram í nýja KR-húsinu í Frostaskjóli að viðstöddum fjöl- mörgum áhorfendum. ■ Keflvíkingar/B3 Hugsanleg aðild Islands að Evrópusambandinu metin Kostnaður er tal- inn 7-8 milljarðar ÁRLEGT framlag íslands sem að- ildarríkis Evrópusambandsins gæti orðið á bilinu sjö til átta milljarðar króna, að því er fram kemur í skýrslu Halldórs Ásgrímssonar ut- anríkisráðherra um stöðu Islands í Evrópusamstarfi og hugsanlega aðild landsins að ESB. Skýrslan var lögð fram á Alþingi í gær og verður líklega rædd á fimmtudag. Til baka gætu runnið um 5 millj- arðar króna úr sameiginlegum sjóðum ESB en það yrði háð samn- ingum og aðstæðum. í skýrslunni eru taldar líkur á að með stækkun ESB myndi framlag íslands hækka og endurgreiðslur lækka, að minnsta kosti þar til efnahagur nýrra aðildarríkja batnaði. Samningurinn um EES er grunnurinn að samskiptum Utanríkisráðherra segir í skýrsl- unni að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið sé grunnurinn að samskiptum íslands Endur- greiðslur geta numið 5 milljörðum við ríki Evrópusambandsins og er fjallað ítarlega um daglegan rekst- ur EES-samningsins. I síðari hluta skýrslunnar er fjallað um einstaka málaflokka og kosti og galla aðild- ar út frá hverjum og einum. Um sjávarútvegsstefnu ESB segir að hún yrði erfiðasta við- fangsefnið ef að þeim degi kæmi að ísland gengi til samninga um aðild. „Markmið sameiginlegrar sjávar- útvegsstefnu eru ekki ósvipuð þeim sem íslensk stjórnvöld hafa sett en allar aðstæður innan Evrópusam- bandsins, þar sem litið er á sjávar- útveg sem hluta af byggðastefnu fremur en sem sjálfbæran atvinnu- veg, eru gjörólíkar," segir í skýrsl- unni og bent er á að styrkjagreiðsl- ur innan ESB hafi ekki verið greininni til góðs. Sameiginleg sjávarútvegsstefna ESB geri ráð fyrir að á hverju ári séu bornar upp til samþykkis tillögur um heildarafla innan ESB og skiptingu hans og gildi það einnig um flökku- stofna. Sameiginlegar stofnanir ESB tækju ákvarðanir „Sameiginlegar stofnanir ESB tækju þá ákvarðanir sem varða lífsafkomu íslensku þjóðarinnar væri Island aðildarríki. Starfsregl- ur geta breyst og aðstæður allar og því erfitt að treysta því að ásættan- leg niðurstaða náist um alla fram- tíð nema sérstakar reglur væru lögfestar,“ segir í skýrslu Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra. ■ Gildi EES/38-39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.