Morgunblaðið - 11.04.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.04.2000, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 86. TBL. 88. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR11. APRÍL 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Angela Merkel kjörin nýr formaður kristilegra demókrata í Þýskalandi Markið sett á sigur í næstu kosningum Essen. Morgunblaðið. ANGELA Merkel var í gær kjörin nýr formaður kristilega demókrataflokksins í Þýskalandi, CDU, á flokksþingi í Essen. Varð hún þar með fyrsta konan til að veljast í leiðtogasæti eins af stóru stjómmálaflokkunum í Þýskalandi. Á óvart kom hve sannfærandi stuðning hinn 45 ára austur- þýski efnafræðingur fékk hjá hinum tæplega eitt þúsund fulltrúum sem þingið sátu, eða tæp 96%. Öll forystusveit CDU var endurnýjuð á flokks- þinginu. I stöðu eftirmanns síns sem fram- kvæmdastjóra flokksins tilnefndi Merkel hinn lítt þekkta þingmann Ruprecht Polenz. Hann hlaut rúm 88% atkvæða. Nýr fjármálastjóri CDU er Hans Cartellieri, sem tekur við þeirri stöðu af Mathias Wissmann. Þá voru sjö varaformenn og 26 stjómarmenn kjömir; sumir þeirra áttu þar reyndar áður sæti. Hápunktur þingsins Ræða sú sem Merkel flutti fyrir kjörið var há- punktur flokksþingsins, sem hófst á sunnudag og lýkur í dag. Merkel þurfti oft að gera hlé á máli sínu vegna lófakiapps, en í ræðunni - sem form- lega var skýrsla fráfarandi framkvæmdastjóra - útlistaði hún þá þætti sem hún teldi að CDU ætti að leggja aðaláherslu á í stefnu sinni. Hún reyndi einnig að benda á veika punkta hinnar „rauð- grænu“ stjórnarstefnu jafnaðarmanna og græn- ingja, sem CDU þyrfti nú að einbeita sér að í hlut- verki sínu sem forystuafl stjórnarandstöðunnar og með sigur í næstu sambandsþingkosningum ár- ið 2002 að leiðarljósi. Að flutningi ræðunnar lokn- um linnti lófataki ekki fyrr en eftir rúmar sex mín- útur. Þakkaði Merkel kærlega fyrir hinn mikla stuðning og bætti við að hún vonaðist til að hann héldist. Ræðu Stoibers beðið með eftirvæntingu Á lokadegi flokksþingsins í dag er þess beðið með allnokkurri eftirvæntingu hvað Edmund Stoiber, formaður CSU, systurflokks CDU í Bæj- aralandi, og forsætisráðherra þar, segir í ávarpi sínu. Þykir Stoiber vera einhver mesti þungavigt- arstjómmálamaðurinn í forystusveit kristilegu flokkanna í Þýskalandi eftir endumýjun flokksfor- ystu CDU á flokksþinginu í Essen, og líklegt að hann hafi metnað til að gera tilkall til þess að verða næsta kanslaraefni CDU og CSU. ■ Scháuble eftirlætur/31 AP Angelu Merkel, nýkjörnum formanni Kristi- legra demókrata, var fagnað gífurlega á flokksþingi í Essen í gær. Álitínn vera keppi- nautur um kvenhylli Ósld. AP. NORÐMAÐURINN öystein Froysnes er nú á batavegi eft- ir að hafa hlotið umtalsverð meiðsl er strútur réðst á hann. Froysnes elur strúta í bæn- um Bygland suðvestur af Ósló. En á laugardag taldi einn fugla hans eiganda sinn vera annan karlkyns strút sem hefði hug á að veita sér samkeppni um athygli kven- fuglanna í búrinu. Strúturinn, sem er af afr- ísku kyni og um tveir metrar á hæð, sparkaði því í Froysnes sem féll á jörðina. Strúturinn sparkaði þar áfram í hann með þeim afleiðingum að Froysnes rifbeinsbrotnaði og lungu hans féllu saman, en að sögn lækna er hann nú á bata- vegi. I Noregi fjölgar sífellt þeim bændum sem leita nýrra ræktunarmöguleika og ala óvenjuleg eldisdýr á borð við strúta í því skyni að reyna fyr- ir sér á nýjum mörkuðum. Enn fellur Nasdaq New York. AFP. NASDAQ-verðbréfavísitalan lækk- aði um 5,81% í gær og telst það annað mesta fall vísitölunnar til þessa. Nasdaq lækkaði um 258,25 punkta og stendur nú í 4,188.20, en fyrir viku féll Nasdaq um 349 punkta í kjölfar úrskurðar dómara í máli Microsoft-hugbúnaðarfram- leiðandans. Vísitalan hækkaði síð- an á ný um 4,1% í vikulok, en hefur nú lækkað um 17% frá því hún stóð sem hæst, 10. mars sl. Nasdaq hef- ur engu að síður hækkað um 2,92% frá ársbyrjun. Það er mat margra sérfræðinga að verðgildi Nasdag vísitölunnar sé nú mun raunhæfara en áður eftir lækkanir sem átt hafa sér stað undanfarið. Þá hækkaði Dow Jones-iðnaðar- vísitalan um 75,08 punkta í gær og stendur nú í 11,186.56 punktum og hefur því lækkað um 2,7% frá ára- mótum. Reuters Aukin spenna í Bólivíu MÓTMÆLENDUR veifa hér bóliv- íska fánanum þar sem þeir taka þátt í mótmælaaðgerðum vegna hækkunar á vatnsskatti í landinu. Tugir þúsunda íbúa Bólivíu mót- mæltu hækkuninni á torgi í bænum Cochamba í gær og kröfðust þess að stjórnvöld breyttu út frá fyrri ákvörðun sinni um einkavæðingu á vatnsveitum í landinu. Óeirðir hafa verið í Bóliviu undanfarna daga og höfðu fimm látist á sunnudag. Leiðtogafundur N- og S-Kóreu Vonir um bætt tengsl ríkjanna Seoul. AP, AFP. LEIÐTOGAR Norður- og Suður- Kóreu munu hittast á sögulegum fundi í júní á þessu ári, að því er fram kom í sameiginlegri tilkynningu ríkj- anna í gær. Forseti S-Kóreu, Kim Dae-Jung, mun fljúga á fund Kims Jongs-Il, leiðtoga N-Kóreu, í Pyong- yang og munu viðræðumar standa í þrjá daga, frá 12.-14. júní. Dagskrá viðræðnanna hefur ekki verið birt en búist er við því að leiðtogamir muni ræða hugsanlega efnahagssamvinnu, málefni sundraðra fjölskyldna og möguleika á friðsamlegri sambúð ríkjanna. Æðstu ráðamenn N- og S- Kóreu hafa aldrei áður hist á fundi. Stórveldin fagna tíðindunum Fulltrúar erlendra ríkja fognuðu í gær fyrirhuguðum leiðtogafundi Kóreu-ríkjanna og létu í ljósi vonir um að hann yrði til að stuðla að því að drægi úr spennu í samskiptum þeirra. Bandarísk stjómvöld lofuðu við- leitni Kims Dae-Jungs til að bæta tengsl ríkjanna á síðustu missemm og sögðu að hann hefði með hinni s.k. „sólskinsstefnu sinni“ lagt gmnninn að væntanlegum fundi leiðtoganna. Bandaríkjamenn hafa síðustu ár lagt hart að ráðamönnum í báðum ríkjum að hefja viðræður. „Við höfum lengi sagt að skilyrði þess að skapa megi fríð og stöðugleika á Kóreu-skaga sé að beinar viðræður fari fram milli norður- og suðurhlutans," sagði Jam- es Rubin, talsmaður bandaríska ut- anríkisráðuneytisins, í gær. „Við höfum bæði unnið að því með beinum og óbeinum hætti að ríkin tækju upp viðræður.“ Rubin sagði einnig að Madeleine Albright, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, hefði hringt í utanríkisráðherra Suður- Kóreu, Lee Joung-bin, í gær og lýst yfir eindregnum stuðningi banda- rískra stjómvalda við fund leiðtog- anna. Stjómvöld í Kína lýstu líkt og Bandaríkin ánægju með fyrirætlanir N- og S-Kóreumanna. „Kínverjar vona að fundurinn muni skila raun- vemlegum árangri,“ sagði talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins, Zhu Bangzao. „Kínversk stjómvöld hafa ætíð stutt viðleitni til að bæta samskipti ríkjanna og tilraunir til að sætta norður- og suðurhluta Kóreu- skagans, viðræður og samráð sem leitt geti til friðsamlegrar sameining- ar.“ í yfirlýsingu frá rússneskum stjómvöldum í gær sagði að þau fögn- uðu tilkynningunni um leiðtogafund Kims Dae-Jungs og Kims Jongs-Il. Þar sagði að viðræðumar yrðu „mik- ilvægar til að efla stöðugleika og fríð á Kóreu-skaga og í norðaustur-Asíu“. ■ Lýkur lengstu/31 MORGUNBLAÐH) 11. APRIL2000 5 690900 090000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.