Morgunblaðið - 11.04.2000, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 11.04.2000, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ tí PRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2000 MINNINGAR HULDA GUÐBJÖRG , HELGADÓTTIR + Hulda Guðbjörg Helgadóttir fæddist á Þingeyri við Dýrafjörð 5. október 1925. Hún lést á líknardeild Landspítalans 6. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Patreks- kirkju, Patreksfirði 13. mars. ^Blsku amma okkar. Eftir erfiðu veikindin þín er það okkar mesta huggun að þér líður vel núna. Við eigum svo margar dýr- mætar og fallegar minningar um þig, sem við munum alltaf geyma í hjarta okkar. Amma, okkur langar svo til að kveðja þig með bæninni sem þú kenndir mömmu okkar, mamma kenndi okkur og við kennum börnum okkar. Guð geymi þig elsku amma. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesú þér ég sendi bænfrámínubrjósti sjáðu, blíði Jesúað mérgáðu. Elsku afi, megi Guð styrkja þig á þessum erfiðu stundum. Ingibjörg Birna, Ester og íjölskyldur. ALMA ELÍSABET HANSEN + Ahna Elísabet Hansen fæddist á Siglufirði 20. júní 'Í935. Hún lést á kvennadeild Land- spítalans 22. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram í kyrrþey. Mig langar með þessum orðum að minnast móðursystur minnar, Ölmu Elísa- betar Hansen, en hún lést eftir erfið veikindi ('«íf\n 22. mars sl. Nú þegar Alma er öll koma upp í hugann minningar frá bemskuárum, en fyrir okkur börnin var ætíð spenningur í kringum Ölmu, sem dvaldi svo lengi í útlöndum. Þegar hún kom í heim- sókn til íslands færði hún okkur eitthvað gott. Okkur varð snemma ljóst að hún bar hag okkar fyrir brjósti og hafði áhuga á öllu því sem við vorum að fást við. Þegar ég hugði á nám í Þýska- landi var Alma mér mjög innan handar og er ég henni ávallt þakk- látur fyrir stuðning hennar. Hún vísaði mér á gott fólk sem ég hef síðan haldið tryggð við. Alma var fróð og skemmtileg og tel ég mig hafa lært mikið á því að umgangast hana. Góð frænka er fallin frá. Guð blessi minningu hennar. Svavar Bragi Jónsson. Frágangur afmælis- og minningargreina i MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Það v eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minn- ing@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fyigi- Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðu- grein af hæfilegri lengd, en aðr- ar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfi- lega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blað- inu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt tii þrjú er- indi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. €y I i Persónuleg þjónusta Hötum undirbúiö og séð um úttarir á höfuðborgar- svæðínu sem og þjónustu vrð landsbyggðlna í 10 ár og erum samkvæmt verðkönnun Mbl. með lægsta verð allra á líkkistum og þjónustu við útfarir. Sími 567 9110 & 893 8638 R“"a' Geirmundsson Sigurður Rúnareson www.utfarir.is utfarir@itn.is utfararstjóri úlfararstjóri UTFARARSTOFAISLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður \ Útfararstofan sér um stóran hluta af útförum á höfuðborgarsvæðinu og er samkvæmt | verðkönnun Mbl. með-lægstu þjónustugjöldin v. kistulagningar og/eða útfarar. § Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu. Baldur Bóbó Frederiksen útfararstjóri. sími 895 9199 Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is CTW, r mjSwm i1 m rsson IBh útfararstjóri. Olsen WBja Æ| mA.Æ sími 896 8242 útfararstjóri. ÆmK.Æm Kortsnoj efstur, Hannes Hlífar í 2. sæti SKAK Reykjavfkur- s k á m ó t i ð FIMM umferðum er lokið á 19. Alþjóðlega Reykjavíkurskákmót- inu, þegar þetta er ritað. Viktor Kortsnoj er einn í efsta sæti, með 4)4 vinning, en í hópi næstu manna er Hannes Hlífar Stefánsson, með 4 vinninga. Mótið fer fram í Ráðhúsi Reykjavíkur og teflt frá kl. 17-24 alla daga. Þar er lífleg taflmennska og áhorfendur verða ekki fyrir vonbrigðum með það, sem teflend- ur bjóða þeim upp á. Keppnin fer harðnandi, eftir því sem lengra líð- ur á mótið, en þegar þessi skrif bh-tast í blaðinu, eru einungis þrjár umferðir eftir. Skákáhugamenn mega ekki láta þessar umferðir fram hjá sér fara. A skákstaðnum í Ráðhúsinu eru stöðurnar á fjórum efstu borðun- um sýndar á stóru tjaldi og að auki er boðið upp á skákskýringar. A heimasíðu mótsins á „Netinu“ geta skákáhugamenn að auki fylgst með skákunum á 7 efstu borðunum, um leið og þær eru tefldar, og fengið allar skákir og upplýsingar um mótið. Slóðin er http: //www.simnet.is/hellir/ Reykopen00.htm Hér á eftir verður fjallað um það helsta, sem gerðist í 3.-5. umferð mótsins. 3. umferð, 7. apríl: Helstu úrslit: Short-Wojtkiewicz, 1/2; McShane-Bu, 1-0; Hannes Hlífar-Jonkman, 1-0; Oral-deFirmian, 0-1; Timman-Sævar Bjarnason, 1-0; Martinez-Sokolov, 0-1; Kortsnoj-Salmensuu, 1-0; Conquest-Grisjúk, 1/2; Sarbok-Þröstur Þórhallsson, 1/2; • Heigi Ólafsson-Sig. Páll Stein- dórsson, 0-1; Helgi Áss Grétarsson-Wiley, 1-0; Jackson-Jón Viktor Gunnars- son, 0-1; Hillarp-Persson-Benedikt Jón- asson, 1/2; Ehlvest-Schulz, 1/2; Vinningsskák Sigurðar Páls Steindórssonar gegn Helga Ólafs- syni, stórmeistara, vakti athylgi, en hún verður rakin síðar í þessum skrifum. Ungstirnin, McShane og Bu, tefldu skemmtilega skák, þar sem Englendingurinn sýndi góða tækni við úrvinnsluna. Hannes Hlífar, Helgi Ass og Jón Viktor unnu sínar skákir, en Þröst- ur varð að sætta sig við jafntefli og Sævar stóðst ekki Timman snún- ing. 4. umferð, 8. apríl: Helstu úrslit: Sokolov-Conquest, 1-0; deFirmian-Hannes Hlífar, 1/2; Short-McShane, 1-0; Sigurður Páll Steindórsson- Timman, 0-1; Wojtkiewicz-Kprtsnoj, 0-1; Grisjúk-Helgi Áss Grétarsson, 1-0; Jón Viktor Gunnarsson-Miles, 0-1; Benedikt Jónasson-Oral, 0-1; Tómas Björnsson-Helgi Ólafs- son, 1/2; Christiansen-Bricard, 1-0; Þröstur Þórhallsson-Lampen, 1/2; Bykhovskij-Guðmundur Kjart- ansson, 1-0; Bu-Westerinen, 1-0; Salmensuu-Hillarp-Persson, 0-1; Sævar Bjarnason-Júlíus Frið- jónsson, 1-0. Slæm umferð fyrir íslensku keppendurna í efri hluta móstsins. Það var aðeins Hannes Hlífar, sem hélt sínu, en Helgi Áss, Sigurður Páll, Jón Viktor og Benedikt töp- uðu allir. Helgi Ólafsson og Þröstur ná sér ekki á strik og eftir jafnteflið minnka vonir um, að þeir blandi sér í baráttuna á toppnum. Kortsnoj sýnir engin þreytu- merki, þótt árin séu að verða 69. Hann vann hinn sterka Pólverja, Wojtkiewicz, með svörtu. McShane tapaði sinni fyrstu skák á mótinu, fyrir Short. Tilþrif hins 12 ára gamla Guð- mundar Kjartanssonar halda áfram að vekja athygli. Reynslu- leysi hefur komið í veg íyrir að hann hafi hlotið fleiii vinninga. I þessari umferð var hann sannar- lega óheppinn að tapa betri stöðu fyrir rússneska alþjóðlega meist- aranum, Bykhovskij. 5. umferð, 9 apríl: Helsu úrslit; Kortsnoj-Sokolov, 1-0; Hannes Hlífar-Short, 1/2; Timman-Grisjúk 1/2; Miles-DeFirmian, 1/2; Helgi Áss Grétarsson-Sigurður Páll Steindórsson, 1-0; Arnar Gunnarsson-Þröstur Þór- hallsson, 1-0; Helgi Ólafsson-Schnabel, 1-0, Conquest-Sævar Bjarnason, 0-1; Oral-McShane, 0-1; Ehlvest-Bykhovskij, 1-0; Nyysti-Jón Viktor Gunnarsson, 1-0; Schmied-Benedikt Jónasson, 0-1; Hillarp-Persson-Markowski, 1/2; Sarbok-Bu, 1/2; Guðmundur Kjartansson-Jack- son, 1-0; Kortsnoj komst einn í efsta sæt- ið með því að vinna Sokolov, en skákimar á næstu borðum urðu jafntefli. Tap McShanes í síðustu umferð dró ekki úr honum baráttu- viljann, nú vann hann tékkneska stórmeistarann, Oral. Sævar vann góðan sigur á stór- meisraranum, Sutart Conquest, Helgi Áss og Helgi Ólafsson unnu sínar skákir, en Þröstur og Jón Viktor töpuðu. Benedikt heldur áfram að tefla vel, í þessari umferð vann hann Sehmied. Staða efstu mann, eftir 5. um- ferð: 1. Kortsnoj (Sviss), 4V2 vinning; 2.-8. Short (Englandi), McShane (Engl.), Grisjúk (Rússlandi), Timman (Hollandi), DeFirmian (Bandaríkjunum), Hannes Hlífar Stefánsson, Christiansen (Bandar.), 4 vinninga hver; 9.-19. Wojtkiewicz (Póllandi), Helgi Áss Grétarsson, Markowski (Póll.), Bu (Kína), Hillarp-Persson (Svíþjóð), Sokolov (Bosníu), Sar- bok (Þýskalandi), Sævar Bjarna- son, Miles (Englandi), Arnar E. Gunnarsson og Ehlvest (Eistl- andi), 3V2 vinning hver. Meðal þeirra, sem eru í 20.-30. sæti, með 3 v., eru Helgi Ólafsson, Benedikt Jónasson og Stefán Kri- stjánsson. Með 2Vz vinning em margir ís- lenskir þátttakendur, m.a. Þröstur Þórhallsson, Sigurður Páll Steindórsson og Guðmundur Kjartansson. I toppbaráttunni vekja tveir 16 ára piltar, McShane og Grisjúk, mikla athygli. Þeir era ólíkir í út- liti, þótt jafnaldrar séu, sá fyrr- nefndi lágvaxinn og grannur, en sá síðarneí'ndi stór og kröftugur. íslensku keppendunum hefur gengið misjafnlega. Hannes Hlífar fer fyrir stórmeisturunum, Helgi Áss er enn í nálægð við toppinn, Helgi Ólafsson hálfum vinningi þar á eftir og Þröstur enn aftar. Alþjóðlegi meistarinn, Sævar Bjarnason, er að taka við sér, og Arnar E. Gunnarsson er einnig kominn með 3V4 vinning. Frammistaða Jóns Viktors Gunnarssonar veldur vonbrigðum, hann er ekkert líkur sjálfum sér. Um frammistöðu annaraa ís- lendinga á mótinu ber helst að geta góðrar taflmennsku Benedikts Jónassonar og hinna ungu og efni- legu, Sigurðar Páls Steindórsson- ar, 17 ára, og Guðmundar Kjart- anssonar, 12 ára. Við skulum nú sjá vinningsskák Sigurðar Páls Steindórssonar við Helga Ólafsson úr þriðju umferð mótsins. Hvítt: Helgi Ólafsson Svart: SigurðurPáll Steindórs- son Ninizo-indversk vörn 1. c4 Rf6 2. Rc3 e6 3. d4 Bb4 4. Dc2 d5 5. cxd5 exd5 6. Bg5 00 7. e3 h6 8. Bh4 c6 9. Bd3 Rbd7 Staðan er í anda uppskiptaaf- brigðisins í drottningarbragði. Munurinn er hvíti í hag, því að svartur tapar leik, þegar hann verður að leika Bb4-e7 í framhald- inu. 10. Re2 b6 11. 00 Bb7 12. Hadl He8 13. Bf5 Be7 14. f3 c5 15. Hfel cxd4 16. Rxd4 Re5 17. Bf2 g6?! 18. Bh3 — Það er eðlilegt að Helgi haldi í biskupinn, en staða hans á h3 veld- ur miklum erfiðleikum í lok skák- arinnar. Spurningin er hvers vegna hvítur leikur ekki 18. f4!? Rc6 (18. - Reg4 19. Bxg6 fxg6 Re6 og svarta drottningin fellur) 20. Rxc6 Bxc6 21. Bxg6 fxg6 22. Dxg6+ Kh8 23. e4! með sterkri sókn. 18. - Bc5 19. Rb3 De7 20. Rxc5 bxc5 21. b3 Had8 22. Bg3 Rh5 23. Bxe5 Dxe5 24. Ra4 - Nú fellur peð svarts á c-línunni, en hann fær spil fyrir það. 24. - c4! 25. bxc4 dxc4 26. Hxd8 Hxd8 27. Dxc4 Da5 28. Hcl Ba6 29. Dh4 - Ekki gengur 29. Dc7? Dxc7 30. Hxc7 Hdl+ 31. Kf2 Hfl+ mát. Besta vörnin er 29. Dc2, en eftir það á svartur ekkert einfalt fram- hald á sókninni. Hann ætti þó að hafa gott mótspil, eftir 29. Hd2 30. Db3 De5 31. Dc3 Dd5 o.s.frv. 29. - g5! 30. Dxh5 Dd2! Sigurður Páll teflir af miklum krafti. Hann hugsar ekki um að ná manninum til baka heldur teflir hann upp á veikleika hvíts á fyrstu reitaröð. 31. Hal Dxe3+ 32. Khl Bc2! 33. Dg4 Bdl 34. Db4? - Eftir 34. Dg3 virðist hvítur sleppa úr þrengingunum. Það er ekki að sjá, að svartur eigi neitt betra í þeirri stóðu en að vinna manninn til baka. 34. - Df2 35. Dc5 Hd4 og hvítur gafst upp, því að eina leiðin til að koma í veg fyrir mát er 36. Dxd4, en eftir það fellur ridd- arinn á a4 líka. Bragi Kristjánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.