Morgunblaðið - 11.04.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.04.2000, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2000 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ Matvælaumbúðir og umhverfí Afþakkið öþarfa umbúðir Matvælum er æ oftar pakkað í smáar ein- ingar, jafnvel einingar sem henta einni manneskju. Elín Guðmundsdóttir segir að krafan um að hægt sé að stinga matnum beint í ofn, örbylgjuofn eða pott hafí farið vaxandi og gerð umbúða hafí því breyst. VAL á umbúðum er því ekki einfalt mál og að mörgu þarf að hyggja. Umbúðir verða að verja matinn á |ipii-iirt og lurtá Imwnri, | Náttúrusalt Herbamare kryddsalt er blanda af hafsalti, kryddjurtum og lífrænt ræktuðu grænmeti. Ljúffengt og hollt kryddsalt á matarborðið og í matargerðina. Heílsa ehf. S:533 3232 fullnægjandi hátt, ekki mega ber- ast skaðleg efni úr þeim í matinn, útlitið þarf að vera rétt og þær þurfa að vera notendavænar. Þá þarf framleiðsla þeirra að vera vistvæn og síðast en ekki síst þarf að huga að því hvað verður um þær þegar þær breytast í úrgang. Vistvænar og endurnýtanlegar Þar sem ekki er hægt að vera án umbúða er stefnt að því að gera þær vistvænar og endurnýtanleg- ar. Alþingi setti lög í maí 1989 um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur og voru það fyrstu opinberu aðgerðimar gegn meng; un af völdum umbúða hér á landi. I lögunum er kveðið á um skilagjald á einnota umbúðum um drykkjar- vörur, bæði innfluttar og þær sem eru framleiddar eða átappaðar hér á landi. Árið 1996 gaf umhverfisráðu- neytið út reglugerð um meðferð umbúða og umbúðaúrgangs þar sem segir að eftir 1. júlí 2001 skuli minnst 50% og mest 65% af þyngd umbúðaúrgangs vera endurnýtt. Með endurnýtingu er átt við allar aðgerðir sem gætu leitt til nýting- ar, m.a. endurvinnsla, framleiðsla á moltu og orkuvinnsla. Hvað geta neytendur gert? Besta leiðin til að draga úr áhrif- um umbúða á umhverfið er að draga úr notkun þeirra eins og mögulegt er. Þáttur neytenda í að draga úr umbúðamengun getur verið stór því þeir hafa mikil áhrif á hvernig matvöru er pakkað og BAÐINNRETTINGAR í miklu úrvali OPIÐ laugardag 10-16 abra daga 9-18 Friform HÁTÚNI6A (í húsn. Fönix) SÍMI: 552 4420 Morgunblaðið/Jim Smart Neytendur geta valið vörur sem eru ekki í mörgum og óþörfum um- búðum ef þeir vilja vera vistvænir. Sem dæmi ættu þeir heldur að velja kaffi sem er bara í álpoka en ekki líka í pappaöskju. Gagnstætt því sem margir halda er mest af þvl plasti sem notað er I umbúðir end- urvinnanlegt eða hæft til brennslu án þess að af því stafi mikil mengun hvers konar umbúðir eru notaðar. Það eru neytendur sem ákveða með innkaupum sínum hvaða vara selst. Fyrsta skref í endurnýtingu matvælaumbúða er líka hjá neyt- endum - þ.e. flokkun heimilissorps. Þar þurfa sveitarfélögin að koma að í ríkara mæli og gefa neytendum kost á losna við flokkað sorp á auð- veldan hátt. Bréfpoki eða plastpoki? En hvernig eiga neytendur að vita hvaða umbúðir eru endurnýt- anlegar? Og hvernig eiga þeir að vita hvaða umbúðir eru vistvænar? Er t.d. betra að velja bréfpoka en plastpoka? Er vistvænna að kaupa drykki í áldós en í glerflösku? Því er helst til að svara að helstu efni sem notuð eru í umbúðir um matvæli eru pappír, pappi, plast, gler, ál og timbur og fræðilega eru öll þessi efni endurnýtanleg. Málmílát, t.d. dósir, og álpappír má t.d. endurvinna aftur og aftur án þess að málmurinn verði nokk- uð verri. Og gagnstætt því sem margir halda er mest af því plasti sem notað er í umbúðir endurvinn- anlegt eða hæft til brennslu án þess að af því stafi mikil mengun. Ekki eru til eða fyrirhugaðar neinar merkingar sem auðvelda neytendum að velja vörur í vist- vænum umbúðum. Það sem þeir geta haft í huga er að velja vörur sem ekki eru í mörgum og augljós- lega óþörfum umbúðum.Sem dæmi má nefna kaffi sem er bara í álpoka og ekki í pappaöskju líka eða hrís- grjón sem eru bara í plastpoka eða bara í kassa en ekki í hvoru tveggja. Með því að draga eftir föngum úr notkun umbúða má draga úr um- búðaúrgangi og með því að flokka umbúðaúrganginn má vinna mikið af honum aftur eða endurnýta á annan hátt. Höfundur er matvælafræðingur hjá Hollustuvernd ríkisins. Kertasöfnun hjá Sorpu Kertastubb- arnir fara til Sólheima SORPA hóf kertasöfnun íyrir nokkru og getur fólk nú komið með kertastubba og sett í svokall- aðan Kertasníki sem er á endur- vinnslustöðvum Sorpu. Að sögn Sifjar Svavarsdóttur kynningar- og fræðslufulltrúa hjá Sorpu eru kertastubbarnir nýttir til að búa til ný kerti og er vaxið sem safnast sent til Sólheima í Grímsnesi þar sem það er endurunnið. Endurvinnslustöðvar Sorpu eru nú átta talsins, í Reykjavík við Ánanaust, Sævarhöfða 21 og Bæjar- flöt 1-3, í Garðabæ. Þá eru þær við Miðhraun 20, í Hafnarfirði. í Kópa- vogi við Dalveg 1, í Mosfellsbæ við Blíðubakka við Hesthúsabyggð og á Kjalarnesivið Norðurgrund. Nýtt Sleipiefni KOMIÐerá markaðinn sleipiefnið Astroglide. í fréttatilkynn- ingufráYmus ehf. segir að sleipiefnið sé meðal annars notað gegn þurrki í leggöngum. Einnig er hægt að nota það til dæm- is á hitamæla og tíðatappa. Astrogli- de-sleipiefnið inniheldur engar olíur og má nota eins oft og þarf. Astrogli- de fæst í flestum apótekum og lyfja- búðum. Mjog’ takmarkað framboð af íslenskri papriku 30% verðtollur lagður á innflutta papriku Morgunblaðið/Ásdís ÍSLENSKAR paprikur eru ekki komnar á markað ennþá nema í litlum mæli en 30% verðtollur er lagður á alla inn- flutta papriku. Að sögn Ólafs Friðrikssonar deildarstjóra hjá landbúnaðar- ráðuneytinu breytast tollarnir 17. apríl næstkomandi í 15% verðtoll og 199 króna magn- toll. Hann segir að samkvæmt gildandi lögum séu engir tollar á grænmeti frá 1. nóvember til 15. mars en frá 16. mars eru tolllagðar fjórar tegundir; tómatar, agúrkur, paprika og salat. Um er að ræða 30% verðtoll og stundum magntoll eftir því hvort sambærileg innlend vara er til eða ekki.Ólafur segir að engar undanþágur séu veittar frá þessari reglu. Kjartan Ólafsson formaður Sam- bands garðyrkjubænda segir að ís- lenskar paprikur fari ekki að koma á markað að ráði fyrr en eftir páska. Hann segir að garðyrkju- bændur hafi reynt að rækta papr- iku með lýsingu en gera þurfi frekari tilraunir áður en af slíkri ræktun geti orðið fyrir alvöru. Á agúrkum er 30% verðtollur og 197 króna magntollur en dregið hefur úr innflutningi á agúrkum þar sem innlendir garðyrkjubænd- ur eru farnir að anna eftirspurn- inni stóran hluta ársins. Fram til 16. apríl er 15% verð- tollur á tómötum og 99 króna magntollur og 17. apríl hækkar verndin í 22,5% verðtoll og 148 krónu magntoll. Frá og með 24. apríl er á tómöt- um 30% verðtollur og 198 króna magntollur. Islenskir tómatabændur ná ekki að anna eftirspurn yfir vetrar- tímann en að sögn Kjartans fara tómatar að koma í meira mæli á markað uppúr páskum. Agúrkur taka vel við lýsingu Þegar Kjartan er spurður hversvegna neytendur geti keypt íslenskar agúrkur stóran hluta árs en ekki paprikur og tómata að sama skapi segir hann að það sé lengra síðan menn byrjuðu að rækta agúrk- ur undir lýsingu.„Svo virðist einnig sem agúrkur taki betur við lýsingu en paprika til dæm- is. í Kanada eru menn að fram- leiða tómata allan veturinn og tveir garðyrkjubændur á Flúðum rækta nú tómata með lýsingu og hefur það gefist ágætlega.“ Hann segir á hinn bóginn að nú vanti fleiri til að rækta tómata með þessum hætti. „Þá hafa tveir garðyrkjubændur ræktað salat með þessum hætti og náð góðum árangri. Þess má þó geta að bændur í Kanada fá raf- orku á lægra verði en við hér á ís- landi og það verður örugglega hraðari þróun um leið og raforku- verð lækkar til bænda.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.