Morgunblaðið - 11.04.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.04.2000, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Heilsársvegur milli Sauðárkróks og Skagastrandar boðinn út Lægsta tilboð 100 milljónum undir áætlun LÆGSTA tilboð í fyrsta áfanga heilsársvegar um Þverárfjallsveg mílli Skagastrandar og Sauðárkróks var rúmum 100 milljónum undir kostnaðaráætlun. Framkvæmdir hefjast senn. Tilboð voru opnuð hjá Vegagerð- inni í gær. Boðinn var út fyrsti áfangi; 12 km af um 22,5 km fjallvegi, sem byggja þarf upp frá grunni, að sögn Rögnvalds Gunnarssonar, for- stöðumanns tæknideildar Vegagerð- arinnar. Kostnaðaráætlun Vegagerðarinn- ar var 297,3 m.kr. Lægsta tilboð barst írá Norður- taki ehf., Sauðárkróki, og var það 195,1 m.kr. Næstlægsta boð var frá Arnarfelli á Akureyri, 197 m.kr. Héraðsverk ehf., Egilsstöðum, bauð 208,8 m.kr., Fjörður sf., Sauðár- króki, 211 m.kr., Klæðning ehf., Garðabæ, 218,1 m.kr., Miðvangur, Reykjavík, 221,7 m.kr., G. Hjálmars- son hf., Akureyri, 240 m.kr., Völur hf., Reykjavík, bauð 254 m.kr. og Borgarverk ehf., Borgarnesi, bauð 275.2 m. kr. Áætlað er að framkvæmdir hefjist á þessu ári og þeim ljúki árið 2003. Þá voru í gær opnuð tilboð í efnis- vinnslu á Austurlandi 2000-2001. Kostnaðaráætlun verkkaupa var 156.2 m.kr. en lægsta boð var frá Amarfelli ehf., Akureyri, 95,3 m.kr. Myllan ehf., Egilsstöðum, bauð 98 m.kr., Suðurverk, Reykjavík, bauð 122,5 m.kr. og Króksverk ehf., Sauð- árkróki, bauð 122,8 m.kr. Þá buðu S.G. Vélar ehf., Djúpavogi, 128,2 m.kr. og Vélaleiga Sig. Þórarinsson- ar, Egilsstöðum, bauð 156,8 m.kr. Að sögn Rögnvalds Gunnarssonar er efnisvinnslan boðin út í tengslum við ýmsar framkvæmdir á Austur- landi næstu tvö ár. Lundinn kominn SKIPVERJAR á bátn- um Óla Bjamasyni EA tilkynntu Siglufjarð- arradíói að þeir hefðu séð lunda á flugi. Sigurgeir Jónsson ljósmyndari í Vest- mannaeyjum, sem hef- ur fylgst grannt með komu lundans um ára- bil, kveðst ekki hafa orðið var við fuglinn enn sem komið er. Hann hafði hins vegar haft fregnir af sjómönnum sem höfðu séð hann við úteyjarnar. Sigurgeir spáir því að þegar breyt- Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson ir um átt og það blási af suðaustan geri lundinn sig heimakominn í Vestmannaeyjum. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Boði Stefánsson ásamt bróðurdóttur sinni, Katrínu Mjöll Halldórsdótt- ur, með kindumar sem heimtust úr Kaldárgilinu á dögunum. Heimtust af fjalli á einmánuði Norður-Héraði. Morgunblaðið. BOÐI Stefánsson bóndi á Hrafna- björgum heimti nú á einmánuði á með lambi sem gengið hafði úti til þessa í vetur. Kindurnar sem voru tvævetla með lambi frá í fyrra voru vel á sig komnar mið- að við aðstæður, en þær hafa þurft að þreyja nokkur þung veð- ur í vetur og þar af eitt skaða- veður. Það var Guðleifur Þórarinsson bóndi í Másseli sem fann kindurn- ar á Hrossamýrum við Kaldárgil í Smjörfjöllum um fjórum kíló- metrum innaf Másseli. Það voru síðan Surtsstaðafeðgar Björn Sig- urðsson og Sigbjörn Nökkvi Björnsson sem náðu í kindurnar í Kaldárgilið. Björn náði ánni þeg- ar hún stökk á hann í rák í gilinu og ekki mátti miklu muna að þau hröpuðu bæði. Það þurfti síðan hjálp til að ná lambinu. Það tókst þegar Guðleifur í Másseli kom við annan mann til hjálpar og tókst að króa lambið af þegar þeir voru orðnir fjórir saman. Frumvarp um viðskipti við varnarliðið afgreitt af utanríkismálanefnd Meirihlutinn vill sam- þykkja frumvarpið MEIRIHLUTI utanríkismálanefndar leggur til að stjómarfrumvarp um framkvæmd tiltekinna þátta í vamarsamstarfí íslands og Bandaríkjanna verði samþykkt með orðalagsbreytingum. Fulltrúar Samfylkingarinnar boða breytingartillögu sem miðar að því að gefa Atlantsskipum tíma til að laga sig að þeim breytingum sem í frumvarpinu felast. f frumvarpi utanríkisráðherra um framkvæmd tiltekinna þátta í vamarsamstarfi íslands og Bandaríkjanna er meðal annars kveðið á um það hvaða skilyrði fyrirtæki þarf að uppfylla til að geta talist íslenskt í skilningi laganna. Fram hefur komið að það snertir hagsmuni Atlantsskipa ehf. sem ann- ast sjóflutninga fyiir varnarliðið og hefur komið fram gagnrýni á þann þátt. Frumvarpið var afgreitt út úr utanríkismála- nefnd í gær og lögðu fulltrúar stjómarflokkanna til að frumvarpið yrði samþykkt með fáeinum breyt- ingum sem lítið snerta helsta deiluefnið, það er að segja sjóflutningana. Þó er lagt til að bráðabirgða- ákvæði II verði umorðað svo merking þess verði skýr. í ákvæðinu er kveðið á um að áður en samn- ingar við vamarliðið, sem gerðir hafa verið fyrir gildistöku laganna og ekki sætt forvalsmeðferð, komi til framlengingar sé heimilt, að tillögu for- valsnefndar, að ákveða að fram skuli fara forval og hæfir aðilar samkvæmt lögunum tilnefndir. Sé heimildin nýtt gildi ákvæði laganna um það. Alit minnihluta utanríkisnefndar vom ekki kom- in fram í gærkvöldi. Sighvatur Björgvinsson, annar fulltrúa Samfylkingarinnar, boðaði þó í gær breyt- ingar á umræddu bráðabirgðaákvæði. Segir hann að tillaga sín miði að því að breytingamar taki ekki gildi fyrr en í upphafi næsta árs. Segist hann líta á hana sem málamiðlun þannig að Atlantsskipum gef- ist kostur á að laga sig að umræddum breytingum. Ný íslensk leitarvél tengist mbl.is NÝ íslensk leitarvél hefur verið opnuð á Netinu. Leitarvélin, sem nefnist ha.is, byggist á nýrri tækni frá breska há- tæknifyrirtækinu Autonomy en hún býður notendum upp á að skrifa leitarskilyrði á hefð- bundnu eða „venjulegu“ máli og era engar hömlur á notkun stafa eða tákna. Hægt verður að nálgast leitarvélina frá þremur vefjum Morgunblaðs- ins á Netinu: frá forsíðu mbl.is, forsíðu Fréttavefjarins og frá Fasteignavef Morgunblaðsins. Á ha.is er að finna yfir 600 þúsund íslenskar vefsíður sem auðvelt er að fletta upp á með einföldum spumingum en áætl- að er að ríflega 700 þúsund ís- lenskar vefsíður séu á Netinu. Einnig er að finna á ha.is lista yfir efnisflokka sem veita beinan aðgang inn á þær síður sem notandinn sækist eftir. Slóð leitarvélarinnar er www.ha.is. Gæsir flugu á glæsivagn AFLÍFA þurfti tvær gæsir úr stóram gæsahóp, sem flaug á glæsisvagn af Audi-gerð sem ekið var um Skothúsveg á laug- ardagskvöld. Ökumaður bifreiðarinnar var á leið yfir brúna yfir Reykjavík- urtjörn er gæsahópurinn kom í lágflugi í átt að bifreiðinni með þeim afleiðingum að nokkrar gæsanna skullu á henni. Nokkrar skemmdir urðu á bif- reiðinni og voru tvær gæsanna það illa farnar eftir höggið að lögregla þurfti að aflífa þær. Hannes Hlífar í efsta sætið HANNES Hlífar Stefánsson vann enska undrabarnið Luke MacShane í æsispennandi skák í sjöttu umferð Reykjavíkur- skákmótsins í gær. Hannes er því kominn í 1.-3. sæti ásamt Korchnoi og Nigel Short, en Short, Korchnoi og Timman gerðu jafntefli, svo og De Firmian og Christiansen. Stefán Kristjánsson sigraði norska alþjóðlega skákmeistar- ann Leif Erlend Johannsson og er kominn með 4 vinninga og er næstefstur íslendinganna, í 10.-14. sæti. í 4.-9. sæti á mót- inu eru þeir Timman, De Firmian, Wojtkiewicz, Bu, Christiansen og Miles með fjóra og hálfan vinning. Guðmundur Kjartansson, sem aðeins er 12 ára, sigraði Róbert Harðarson og hefur Guðmundur nú hlotið 3,5 vinn- inga. ■ Skákþáttur/46 Sérblöð í dag ..... Á ÞRIÐJUDÖGUM HeimUi Stórsigur Islands á Tyrkjum á HM í íshokkí/B3 Fram lagði KA í framlengdum leik/B2 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.