Morgunblaðið - 11.04.2000, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 11.04.2000, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2000 FRÉTTIR ÍDAG Málþing um samgöngur % og loftslagsbreytingar LANDVERND, Félag íslenskra bif- reiðaeigenda, Bílgreinasambandið og Vegagerðin halda opna málstofu um samgöngur og loftslagsbreyting- ar miðvikudaginn 12. apríl nk. kl. 16-18 á Grand Hótel í Reykjavík. Á málstofunni mun Jóhann Guð- mundsson, skrifstofustjóri í sam- gönguráðuneytinu, gera grein fyrir þróun losunar gróðurhúsaloftteg- unda (GHL) frá samgöngum og mögulegum aðgerðum stjórnvalda. Ásgeir Þorsteinsson, frá Fræðslu- miðstöð bflgreina, svarar því hvort líklegt sé að tækniframfarir leysi vandann og Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, greinir frá hugmyndum um hvernig má draga úr losun GHL án þess að leggja einkabflnum. Þá mun Stefán Gísla- son umhverfísfræðingur segja frá því hvernig aðrh- og umhverfis- vænni valkostir í samgöngum geta verið. • <f Aðalfundur í Breiðholtsskóla AÐALFUNDUR Foreldra- og kennarafélags Breiðholtsskóla verð- ur haldinn miðvikudaginn 12. aprfl kl. 20 í hátíðarsal Breiðholtsskóla. Fundarstjóri verður Stefán Jó- hann Stefánsson hagfræðingur. Sér- stakur gestur fundarins verður Ste- fán Hermannsson borgarverkfræð- ingur. Á fundinum verða venjuleg aðal- fundarstörf en jafnframt verða hverfismálin skoðuð. Þar mun Stef- án Hermannsson veita íbúum upp- ij^singar um það sem þeir hafa áhuga ’ á að vita um viðhald svæða og mann- virkja hverfisins. www.mbl.is Dagur Parkin- sonsamtakanna PARKINSONSAMTÖKIN á ís- landi halda upp á dag Evrópsku parkinsonsamtakanna í dag, 11. apríl. Faralds- og erfðafræðileg rann- sókn á parkinsonveiki er í fullum gangi hér á landi og verður fólk á landsbyggðinni heimsótt fljótlega. Nokkrir taugasérfræðingar undir forystu dr. Sigurlaugar Svein- björnsdóttur stjórna rannsókninni. Velunnurum Parkinsonsamtak- anna er bent á reikning í Lands- banka íslands, Laugavegi 77, nr. 111-26-25, sem leggja má inn á. Parkinsonsamtökin á Islandi hafa skrifstofu í Þjónustusetri líknarfé- laga, Tryggvagötu 26, 4. hæð, sem er opin miðvikudaga kl. 17-19, en verður bráðlega opin fimm daga vikunnar. Verslunin hættir s ^ Mikið urvai af Double two einkennis- og spariskyrtum, stærðir 37 til 46. Einnig yfir- stærðir 46 til 50. Úrval af góðum fatnaði. Komið og gerið góð kaup. Allt á að seljast. Opið frá kl. 13 til 18 Greinir sf. Skólavörðustíg 41, sími 5621171. SKi j t ÓSPRENGJ ÍRMÚLA 23 A Ótrúlegt verð • f rá 995 Sportskór Barnaskór Dömuskór Herraskór Bætum daglega við skóm Skór frá Skæði og Skóverslun Kópavogs Opift frá kl. 1? -18 mánud. - föstud. og 10 -16 laugard. VELVAKAMH Svarað í sfma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Stórskemmti- leg menn- ingardagskrá UNDIRRITUÐ er einn af þeim lukkunnar pamfflum sem fékk að njóta stór- skemmtilegrar menningar- dagskrár sem Rithöfunda- samband íslands stóð íyrir í Borgarleikhúsinu í gær- kvöldi, 6. apríl. Dagskráin hét „Mig minnti að þessi borg væri brosandi kona“ og þar fluttu nokkrir úr- valsleikarar texta í Ijóðum og lausu máli sem allir áttu það sameiginlegt að fjalla, á einn eða annan hátt, um Reykjavík. Val á tónlist og og flutningur hennar var sömuleiðis með miklum ágætum. Frá því að þessi dagskrá var fyrst auglýst var ljóst að hér myndi verða um at- hyglisverða uppákomu að ræða, þó ekki væri nema vegna þess að Pétur Gunn- arsson rithöfundur tók hana saman. Að hún yrði þar að auki svona frábær skemmtun var algjör kaupauki. Hið eina sem mögulega er hægt að finna að skipu- lagi dagskrárinnar er að miðarnir á hana skyldu vera hafðir ókeypis. Ut af fyrir sig ætti það að vera kostur og er væntanlega gert til þess að allir eigi jafna möguleika á að taka þátt í dagskrá Menningarborgar. Þvi mið- ur var þó afleiðingin sú að salurinn í Borgarleikhús- inu var ekki nema hálffull- ur þrátt fyrir að allir miðar væru uppurnir. Það höfðu greinilega margir komið og fengið sína ókeypis miða en síðan ekki séð ástæðu til að mæta á sýninguna. Þetta er mikil synd því eins og fyrr er sagt var dagskráin mjög vönduð og vel flutt og greinilegt var að allir sem í salnum voru áttu sérlega skemmtilega kvöldstund. Ég þakka kærlega fyrir mig og mína. Elín Björk Jóhannesdóttir, Leifsgötu, Reykjavík. Danmörk hertekin HINN 9. apríl sl. voru 60 ár síðan Þjóðverjar her- tóku Danmörku. Ég var búsett í Kaupmannahöfn þá og man vel ringulreiðina og óttann sem greip um sig. Sumir flúðu út á land. Ég var á saumastofu þá. Ég var hjá Tantrup þegar við fengum stóru grænu balana inn á gólf og áttum að sauma úr þeim þýsk un- iform. Það urðu nú aldeilis læti. Hinn 16. apríl sama ár fæddist Margrét Þórhild- ur, tilvonandi Danadrottn- ing, sem nú verður 60 ára hinn 16. apríl næstkomandi og sendi ég henni innilegar hamingjuóskir og fjöl- skyldunni allri. Guð varðveiti drottning- una, Danmörku og fjöi- skylduna alla. Sigríður Johnsen. Þakklæti og ádeila RAGNHEIÐUR hafði samband við Velvakanda og vildi lýsa yfir ánægju sinni með að það skuli vera búið að setja lög um úti- gangshross í landinu. Nú er það orðin skylda að byggja yfir hrossin. Einnig langaði hana að þakka Magnúsi Davíð Nordhahl fyrir greinina Rasisminn og bóndinn í Vatnsnesi sem birtist í Morgunblaðinu 2. apríl sl. Einnig vill hún deila á gatnamálayfirvöld vegna skaða nagiadekkj- anna. Tapad/fundið Silfurhálsmen týndist HANDUNNIÐ silfurháls- men með náttúrusteini týndist fyrir um það bil mánuði. Fundarlaun. Upp- lýsingar í síma 552-7873. Poki með fötum týndist POKI með fötum í, m.a. ör- yggisskóm og úlpu, týndist 17. mars sl. Skilvís finnandi komi þessu til óskilamuna- deildar lögreglunnar. Fundarlaun. Morgunblaðið/RAX Víkverji skrifar... STÝRIMANNASKÓLINN í Reykjavík var nýlega með opið hús til að kynna starfsemi sína. Það var gert af myndarbrag og allt gert til að skýra námsefni og síðar við- fangsefni skipstjórnarmanna sem bezt. Það er einkennileg sú þróun sem orðið hefur í aðsókn að sjó- mannaskólum landsins. Sífellt færri sjá ástæðu til þess að afla sér mennt- unar sem skipstjórnarmenn og vél- stjórar. Einhverra hluta vegna telst það ekki eftirsóknarvert lengur. Kannski að mikill fjöldi undanþága til skipstjórnarmanna og vélstjóra ráði einhverju um þessa þróun. Svipaða sögu hefur verið að segja af Fiskvinnsluskólanum. Á hinn bóg- inn er sjávarútvegsdeild Háskólans á Akureyri að dafna og aðsókn í sjáv- arútvegstengt nám í Háskólanum hefur einnig aukizt. Það virðist því sem svo að meiri ásókn sé í menntun, sem leiðir til stjórnunarstarfa í landi, fremur en á sjó, þrátt fyrir mikla tekjumöguleika á sjónum. Þannig sýnist Víkverja einnig að þeir, sem afla sér menntunar sem vélstjórar stefni miklu frekar á vinnu í landi en ásjó. Þetta er alvarleg þróun, því hæfir millistjórnendur í sjávarútvegi eru ekki síður mikilvægir en topparnir. Á sínum tíma var mikil aðsókn að Fiskvinnsluskólanum og á fyrstu ár- um hans útskrifaðist þaðan mikill og fríður hópur og eru margir úr þeim hópi í mikilvægum stöðum innan ís- lenzks sjávarútvegs í dag. Menntun í sjávarútvegi er mikilvæg og nauð- synlegt að hlú þannig að henni að hún verði eftirsótt og haldi áfram að skila góðu starfsfólki. xxx AÐ VAKTI athygli þeirra, sem komu í Stýrimannaskólann um- ræddan kynningardag, hve vel var að kynningunni staðið. Víkverja er einnig kunnugt um það að mikil vinna hafði verið lögð í þrif innan- húss eins og reyndar daglega til að hafa allt sem fínast. Á hinn bóginn var tekið eftir því að utan húss var ekki staðið eins að verki. Þar blasti við ýmis sóðaskapur og má segja að sums staðar hafi hlaðið við skólann verið eins og stór öskubakki. Það er ekki góð aðkoma. XXX NÚ STYTTIST í það að Kennara- háskólinn útskrifi kennara á þessu vori. Það verður að vanda stór hópur ungs fólks með miklar vonir og væntingar um ævistarfið. Spurn eftir kennurum er ætíð mikil úti á landsbyggðinni, sem ekki virðist hafa sama aðdráttaraflið og skólar á höfuðborgarsvæðinu. Fyrir skemmstu var haldinn eins konar kynningardagur fyrir nema í Kenn- araháskólanum. Flykktust þá skóla- stjórar og sveitarstjórnarmenn á samkomu í skólanum og fóru að „bjóða“ í kennaraefnin. Skólarnir og viðkomandi sveitarfélög lýstu á fjálglegan hátt hinum góðu aðstæð- um, sem kennarar þeirra búa við og væntanlega góðum kjörum einnig. Sumir voru með myndbandasýning- ar, skyggnur og buðu upp á konfekt, en aðrir höfðu minna við. Það er vissulega gott fyrir vænt- anlega kennara að vera eftirsóttir. Það gefur þeim möguleika á betri kjörum en ella og kost á því að velja og hafna. Það er hins vegar hætt við því að aðstæður sem þessar leiði til þess að fjársterkari sveitarfélögin geti boðið bezt og þau sem minna mega sín verði að sætta sig við þá sem lakari eru taldir. Það getur svo aftur leitt til þess að börn í þeim sveitarfélögum fái slakari menntun en í hinum. Einhvern veginn finnst Víkverja þetta ekki í lagi, en hann hefur á hinn bóginn enga lausn á þessu vandamáli, fremur en svo mörgum öðrum. xxx OKS leggur Víkverji til að orð- skrípinu samkeppnisaðili verði útrýmt úr íslenzkri tungu. Orðið aðili tröllríður daglegu máli margra, einkum þeirra, sem stunda viðskipti af ýmsu tagi. Orðið samkeppnisaðili í stað keppinautar er að mati Víkverja álíka gáfulegt og orðið hjónabands- aðili yfir annað hjóna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.