Morgunblaðið - 11.04.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.04.2000, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Gert ráð fyrir að tekjur Sæplasts hf. aukist verulega á þessu ári Búist við hagnaði af Yfírmaður hjá Ericsson gengur til liðs við OZ.COM rru tollfn{íls \ * : 1 f 9 * - * % > v Oj.■ > U,v Úrsmiðafélag íslands Ur er gjöf sem endist! smiðju og horfði til lengri tíma með sölu- og markaðssetningu í þessari heimsálfu. Rekstur annarra dótturfélaga Sæplasts gekk einnig eins og áætl- anir höfðu gert ráð fyrir, en nokkurt tap varð af rekstri verksmiðjunnar í Noregi. Hagnaður varð aftur á móti af rekstrinum í Kanada. 3P Fjárhús langstærsti einstaki hluthafinn Á síðasta ári keypti 3P Fjárhús hf., sem er í eigu Páls Kr. Pálssonar, Jóns Pálmasonar og Sigurðar Gísla Pálmasonar, 18% hlut í Sæplasti og er það langstærsti einstaki hlutahaf- inn. Á aðalfundinum kom fram að ákveðið hefur verið að Steinþór Ól- afsson verði ráðinn sem forstjóri fé- lagsins og verði hann ábyrgur fyrir samræmingu á öllum rekstri þess. Einnig hefur verið ákveðið að Torfí Guðmundsson taki við stöðu fram- kvæmdastjóra Sæplasts á Dalvík, en hann hefur áður gegnt stöðu mark- aðs- og sölustjóra. I máli Valdimars Snorrasonar kom fram að hann myndi ekki gefa kost á sér til frekari stjórnarformannssetu vegna pers- ónulegra ástæðna, en hann myndi áfram gefa kost á sér til stjórnar- setu. Pétur Reimarsson kjörinn stjórnarformaður Sæplasts I stjórn voru kjömir þeir Valdi- mar Snorrason, Bjami Jónasson, El- ías Gunnarsson, Pétur Reimarsson og Þórir Matthíasson. Varamenn em þeir Páll Kr. Pálsson og Kristján Jóhannesson. Pétur Reimarsson er nýr í stjórn Sæplasts hf. og Páll Kr. Pálsson og Kristján Jóhannesson koma báðin nýir inn í varastjóm. Pétur Reimarsson var kjörinn for- maður stjórnarinnar, en hann starf- aði sem framkvæmdastjóri Sæplasts hf. á ámnum 1984-1991. Elías Gunn- arsson var kjörinn varaformaður stjómar. Aðalfundurinn samþykkti tillögu stjórnar um að greiða 7% arð, og fundurinn veitti stjóm heimild til að kaupa allt að 10% eigin hlut í félag- inu. Þá samþykkti aðalfundurinn til- lögu um að félagsstjóm fái heimild til að gera valréttarsamninga við starfsmenn og stjórnendur félagsins til að kaupa allt að 10% hlutafjár fé- lagsins við aukningu á hlutafé. Fredrik Tor- stensson Tæknifyrirtækið OZ.COM til- kynnti í gær að Fredrik Tor- stensson hefði gengið til liðs við fyrirtækið sem yfirmaður sölu- og viðskiptaþró- unar. Torstens- son var áður yfir- maður viðskiptaþróunar hjá farsímadeild Ericsson í Bandaríkjunum. í fréttatilkynningu frá OZ.COM kemur fram að Torstensson hafi yf- ir tíu ára reynslu á fjarskiptamark- aðnum, eftir að hafa starfað í ýms- um deildum Ericsson í Bandaríkjunum. Sem yfirmaður sölumála og viðskiptaþróunar verði hann ábyrgur fyrir viðskiptum OZ.COM á þráðlausa netmarkaðn- um og muni hann vinna að sýn fyr- irtækisins á sítengdan heim. Einnig mun hann gegna lykilhlutverki í samvinnu OZ.COM við önnur fyrir- tæki í þessum geira og er gert ráð fyrir að reynsla hans muni nýtast vel við öflun nýrra og mikilvægra viðskiptavina fyrir fyrirtækið. Forráðamenn OZ.COM telja að með komu Torstensson aukist möguleikar fyrirtækisins á að hraða sölu- og viðskiptaþróun á Banda- ríkjamarkaði og víðar, að því er fram kemur í fréttatilkynningunni. GEFÐU GJOF Fallegt úr hentar vlð öll tækifæri öllum dótturfélögum REKSTRARÁÆTLANIR Sæplasts hf. gera ráð fyrir að tekjur félagsins aukist verulega á þessu ári og verði um 2 milljarðar króna. Reiknað er með að hagnaður verði af öllum dótt- urfélögum Sæplasts á árinu, og gera áætlanir ráð fyrir að hagnaður árs- ins verði um 60 milljónir króna. I ræðu Valdimars Snorrasonar stjórnarformanns Sæplasts á aðal- fundi félagsins sem haldinn var síð- astliðinn laugardag kom m.a. fram að hagnaður af rekstri Sæplasts á síðasta ári var 25,6 milljónir króna. Hann sagði skýringu á nokkuð lakari afkomu ársins en áætlanir gerðu ráð fyrir m.a. vera vegna samdráttar í sölu í desembermánuði ásamt meiri kostnaði vegna fjárfestinga en ráð var fyrir gert. Fram kom að við samanburð á nið- urstöðum rekstrar og efnahags bæri að hafa í huga að félagið yfirtók rekstur verskmiðjunnar í Kanada 9. maí síðastliðinn og rekstur verk- smiðjunnar í Salangen 30. júní síð- astliðinn. Verksmiðja í Álasundi var svo yfirtekin í lok desember og gætir áhrifa hennar eingöngu í efnahags- reikningi fyrir árið 1999. Árið 1999 var fyrsta heila rekstrarárið hjá verksmiðju Sæplasts á Indlandi, en hún var formlega tekin í notkun 1. október 1998. Fram kom í máli Valdimars að reksturinn hefði geng- ið samkvæmt áætlun, þrátt fyrir að nokkurt tap hefði verið af þessari starfsemi. Hann sagði að Sæplast hf. muni áfram vinna að fullum krafti að frekari framgangi þessarar verk- Nýsköpun 2000 Þátttaka fram úr björtustu vonum ÞÁTTTAKA í átakinu Nýsköpun 2000 hefur verið mjög góð og hafa skráningar í ár farið fram úr björt- ustu vonum. Síðasti skiladagur í samkeppni Nýsköpunar 2000 um viðskiptaáætlanir rennur út næsta fóstudag. Að baki Nýsköpunarverkefninu, sem nú er haldið í annað sinn, standa Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins, KPMG, Háskólinn í Reykjavík og Morgunblaðið. Ágúst Pétursson, verkefnisstjóri Nýsköpunar 2000, segir að þátttaka fólks af landsbyggðinni sé sérstak- lega góð þetta árið og meiri en þátt- taka þeirra sem búa á höfuðborgar- svæðinu. „Stjórn Nýsköpunar 2000 ákvað að leggja allt kapp á að fá landsbyggðarfólk með í slaginn. Til að ná þessu markmiði þótti lykil- atriði að ná góðu samstarfi við at- vinnuráðgjafa sem starfa vítt og breytt um landið,“ segir Ágúst. Að hans sögn voru skipulögð vönduð námskeið á átta stöðum utan höfuðborgarsvæðis og samkomulag tókst á milli Nýsköpunarsjóðs og Byggðastofnunar um að styðja við þann þátt málsins fjárhagslega. Einnig var samið við atvinnuráðgjaf- ana um að þeir undirbyggju nám- skeiðin og hefðu samband við fólkið hver á sínu svæði. „í stað þeirra 20% sem skráðu sig í fyrra eru nú yfir 50% skráninga frá landsbyggðinni. Nú er bara að sjá hvernig þessi mikla þátttaka skilar sér í samkeppninni um viðskipta- áætlanir. Ef fer eins og vonir standa til mun Nýsköpun 2000 hafa í för með sér stofnun nýrra fyrirtækja og stuðla að eflingu atvinnulífs vítt og breytt um landið,“ segir Ágúst. Fyrstu verðlaun í samkeppninni um gerð viðskiptaáætlana ein mil- ljón króna, önnur hálf milljón króna og síðan eru veitt 5 verðlaun, hver að upphæð 100 þúsund krónur. Sigur- vegarinn mun einnig fá ráðgjöf frá KPMG til að koma áætlun sinni í framkæmd. Áformað er að veita verðlaunin í seinni hluta maímánað- HiLSTO SttHttfYBHHÆWÍí*****1 -----j netþjóna tíl sö tryggja tli'vlö viöskíptavinlnn tífefln l f6r n rekstur sinn é þjðnusttí f gegnurr iryggl netþi&na sinna og markaöi i heiminutn. Coitíþ retu fyrirtækl I heimi nota Compaq ^tvur og t stööviun eöa föskún á þlónUSI lækl og fyrirtæki sem byggja, hefur fyrlf Iðngu sannað yflrburða rekstrar ., or haö lanestærsta á þessum 2MJXG0MPRQ *R»knival
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.