Morgunblaðið - 11.04.2000, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 11.04.2000, Blaðsíða 68
'8 ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Wes Craven ásamt hjónakornunum Courtney Cox Arquette og David Arquette en þau léku saman í Scream-myndum hans. Wes Craven CARPENTER, Romero, William- son, King og Craven; ásamt örfá- um öðrum eru þetta nöfnin á bak við uppsveiflu og endurnýjun hryllingsmyndarinnar. Af kvik- myndaleikstjdrum er Wes Craven tvímælalaust í fararbroddi. Rom- ero hættur eftir að hafa slegið í gegn með nokkrum sigildum myndum á borð við Night of the Living Dead (’68), Carpenter farið að fatast flugið eftir fjölmarga, framúrskarandi hrolli, menn frá Stanley Kubrick til Jans De Bont að krunka í greinina með misjöfn- um árangri. Craven hefur hinsveg- ar haldið sínu striki í hartnær 30 ár - frá því hann stimplaði sig rækilega inn með hálf-klassíkinni Last House on the Left (’72) til Öskurs nr. 3 (’OO), sem nýtur mik- illa vinsælda hér sem annars stað- ar um þessar mundir. Craven er fæddur 1939 og upp- alinn í Cleveland, Ohio, þar sem hann fékk strangt uppeldi, for- eldrarnir heittrúaðir baptistar. Hann tók BA-gráðu í sálarfræði við Wheaton og síðar MA í heim- speki frá Johns Hopkins-háskdlan- um í Baltimore. Að námi loknu starfaði Craven í fimm ár sem prd- fessor í hugvísindum og fátt sem benti til þess sem koma skyldi. Þá tdk menntamaðurinn sér frí og hélt til New York. Gerði síðan slíkar breytingar á högum sínum að hann líkir þeim við kamikaze, sjálfsmorðsaðgerðir japanskra hermanna í síðari heimsstyrjöld. Fór að starfa sem aðstoðarmaður við kvikmyndaframleiðslu nokk- urra B-myndafyrirtækja og líkaði vel. Eitt leiddi af öðru, Craven fikr- aði sig upp stigann á nýjum starfs- vettvangi og lauk árið 1972 við Síðasta hús á vinstri hönd, sem hann leikstýrði, skrifaði handritið að og klippti. Myndin kostaði skiptimynt en tdk inn 7 milljdnir daia; Craven var búinn að finna köllun sína í lífinu. Uppgötvaði það sama og Carl Laemmle hálfri öld áður, að ddýrar hrollvekjur gefa gull í mund. Craven hlaut |í' King ‘á Koil Amerískar Verðdæmi Twin XL: Verð áður kr. ■627ÍÖU Nú kr. 52.900 Full XL: Verð áður kr. Nú kr. 65.700 Alþjóðasamtök Chiropractora mæla með King Koil heilsudýnunum. Kvöldverðarboðið í The Last House on the Left var eitt margra dþægilegra atriða í byrjendaverki Cravens. Courtney Cox Arquette ásamt Jenny McCarthy í hrollvekjunni Scream 3 sem hefur notið mikilla vinsælda. misjafna ddma fyrir byrjendaverk- ið sem flestir töldu dsóma og við- urstyggð en aðrir hdfu til skýj- anna. Þannig hefur landið legið hjá leikstjdranum síðan, menn skiptast gjarnan f tvo hdpa - hata hann eða dá. Það kom ekki síður í ljds er leikstjdrinn frumsýndi The Hills Have Eyes (’77). Gagnrýn- endur og almenningur klofnuðu í skoðunum sfnum en ddýr myndin malaði gull og tdk inn stdrfé. Myndin um fenjaskrímslið, The Swamp Thing (’82), var gerð af nokkrum efnum en varð hvorki betri né verri fyrir vikið. Gamla MGM-stjarnan Louis Jordan kom við sögu, ásamt Adrienne Bar- beau, þáverandi eiginkonu starfs- brdður hans, Johns Carpenter, og Ray Wise, ágætum leikara sem virðist horfinn af sviðinu. Næst kom Nightmare on Elm Street (’87), myndin sem festi Craven í sessi sem meginhöfund nútímahrollsins, sem gjarnan er VISA VAKORT Eftirlýst kort nr. 4543-3700-0029-4648 4543-3700-0036-1934 4543-3700-0034-8865 Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA Islandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000 fyrir að klófesta kort og vísa á vágest VISA (SLAND Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Sími 525 2000. kenndur við unglinga. Myndin nýt- ur gdðs af bestu eiginleikum Crav- ens sem alhliða kvikmyndagerðar- manns. Hrottaleg og hæðin í senn; spennandi en jafnframt á köflum afar óþægileg á að horfa. Sama ár lauk Craven við The Serpent and the Rainbow, ábúðarmikla en gjör- samlega mislukkaða mynd um vúdúgaldra, uppvakninga og fleira í þeim dúr á paradísareyju í Kar- íbahafinu. Bill Pullman (af öllum mönnum) fdr með aðalhlutverkið. The People Under the Stairs (’91) er undarlega seiðandi erkivitleysa um morðingja, suma ekki af þess- um heimi. 1994 setti leikstjdrinn punktinn aftan við Martraðarbálk- inn með Wes Craven’s New Nightmare (A Nightmare on Elm Street 7), sem var eina fram- haldsmyndin sem hann leikstýrði sjálfur. Háskdlaprdfessorinn fyrrver- andi náði til enn stærri hdps með næsta bálki, kenndum við öskur - Scream. Sú fyrsta kom á markað- inn 1996 og gerði allt vitlaust. Að þessu sinni skrifaði Craven ekki handritið, það kom frá Kevin Williamson, efnilegasta hrollvekju- skáldi kvikmyndanna um árabil. Þeir félagar fylgdu þessu dgnvekj- andi kassastykki eftir með Scream 2 (’97) og sem fyrr segir kom sú þriðja út á árinu. Það segir meira en nokkuð ann- að um stöðu Cravens - og William- son - að eftir fáum myndum hefur verið apað jafn grimmt og Scream. Stælingarnar skipta a.m.k. tugum. Viðbrögðin enn gríðarlegri en við Martraðarbálkn- um, sem einnig setti eftirminnilegt mark á kvikmyndatískuna. Craven er tdnlistarlega sinnaður maður, spilar á mörg hljóðfæri og af þessum ástæðum tdk hann að sér að leikstýra Meryl Streep í Music of the Heart (’99), tilfinn- ingaþrungnu drama um fiðlukenn- ara sem gefur vændræðagemling- um í Spönsku Harlem (hverfi ftílks ættaðs frá Puerto Rico), innsýn í töfraheim tdnlistarinnar. Myndin gekk ekkert, gagnrýnendur tdku henni fálega, svo Craven hélt aft- ur út á blóðrauðar lendur hryll- ingsins, þar sem Scream 3 hefur nú tyllt sér í efsta sætið á vin- sældalista Craven-mynda. Sígild myndbönd SCREAM (1996) ★★★% B-hrollvekja af þeim toga sem kvikmyndahúsgestir hafa séð í massavís í gegnum tíðina. Leikstjór- inn er hinsvegar gamalreyndur í smíði slíkra afþreyinga og natinn við að skapa gæsahúð úr gömlum lumm- um. Handritshöfundurinn, Kevin Williamson, á einnig stóran þátt í hversu vel tekst til. Þeir fást við morðóðan náunga sem drepur ung fórnarlömb á hroðalegan hátt, pers- ónan minnir talsvert á hnífakruml- una Freddy Krueger. Hann leggst á unglingagengi, ógnar því m.a. með talsambandi samtímans, gemsanum. Nokkrir erótískir undirtónar og gálgahúmor en fyrst og fremst illþol- andi spenna með nokkrum, rafmögn- uðum hápunktum sem ærir lítt vön ungmenni. Með Drew Barrymore, Neve Campbell, Courtney Cox, Dav- id Arquette og Skeet Ulrich. A NIGHTMARE ON ELM STREET (1984)*^A Sú fyrsta og besta í vinsælum framhaldsmyndabálki, segir frá nokkrum ungmennum sem öll fá aft- urgönguna Freddie Krueger (Robert Englund), í hinar hroðaleg- ustu martraðir. Enda þær flestar með því að Álmstrætismóri drepur þau með flugbeittum hnífum sem spretta fram úr fingrum hans. Held- ur ógeðslegar og ómerkilegar mynd- ir, en þessi fyrsta er ótvírætt skelfi- leg og tónninn nokkuð frumlegur, og sýnu skárri en þær sem á eftir koma. Undarlega valdir leikarar einsog Ronee Blakely, Amanda Wyss, Johnny Depp og John Saxon, era kryddið í blóðmörnum. LAST HOUSE ON THE LEFT (1972) ★★★ I minningunni ein hroðalegasta og óþægilegasta mynd frá áttunda ára- tugnum, viðvaningsleg nokkuð en áhrifarík. Tvær stúlkur lenda í hönd- um mannræningja á rokktónleikum og þær fluttar í afskekkt hús. Ræn- ingjarnir eru forhertir glæpamenn á flótta og er samband úrhrakanna við stúlkurnar og foreldra þeirra allt suddalegt og einstaklega óþægilegt. Þær grípa að lokum til sinna ráða. Craven segist hafa byggt myndina á Meyjarkeldunnni eftir Bergman. Nokkuð langsótt en ekki óhugsandi. Fyrsta mynd leikstjórans og vakti á honum umtalsverða athygli. Sæbjörn Valdimarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.