Morgunblaðið - 11.04.2000, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 11.04.2000, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2000 67 FOLKI FRETTUM MYNDASAGA VIKUNNAR | 1 r Glæpir í svart/hvítu Goldfish er eftir Brian Michael Bendis sem teiknar einnig. Bókin var gefin út af Image Comics árið 1998 og fæst í myndasöguverslun Nexus IV. AÐ TEIKNA í svart/hvítu er líklega það heiðarlegasta sem teiknari getur gert. Það er svipað og þegai- tónlistar- menn spila og syngja inn á plötur án þess að notast við hljóðbreyta. Lista- maðurinn er berskjaldaður fyrir gagnrýnum augum lesandans og hef- ur ekki eins mikið rými fyiir flugelda- sýningar. Kosth’ svart/hvíta myndheimsins eru þeir að listamaðurinn á mun auð- veldai-a með að beina athygli les- andans á rétta staði og krefst einföld- unin betri sögusmíðar. Því miður er samband svart/hvítra myndasagna og lesanda svipað sambandi piparsveina og flegnu kjólanna. Það eru alltof fáir nægilega skynsamir til að átta sig á því að innihaldsríkustu kostimir eru ekki alltaf dulbúnir sem augngildrur. Brian Michael Bendis er einn af þeim ungu myndasöguhöfundum sem hafa fengið mikið lof fyrir verk sín. Nýlega vann hann Eisner-verðlaunin, sem eru virtustu bókmenntaverðlaun myndasöguheimsins, fyrir Torso-ser- íu sína. Það er sex blaða sería sem fjallar um sannsöguleg ævintýri Eliot Ness eftir að hann yfirgaf Chicago og gerðist lögregluforingi í Cleveland. Hann skrifar aðallega glæpasögur, er m.a. höfundur Jinx-seríanna, en nú er í umferð afbragðs reynslusaga eftir hann þar sem hann segir frá Holly- wood-ævintýram sínum. Goldfish er glæpasaga í anda gömlu stríðsáraglæpamyndanna þó svo að hún eigi að gerast í nútíman- um. Reyndar eru allar sögupersónur hér ósvífin fúlmenni að hætti Taranti- no-myndanna en það er eitthvað við sögusviðið og söguþráðinn sem leiðir hugann til gömlu svart/hvítu byssu- bófanna. Goldfish er viðurnefni aðalsögu- hetjunnar, sem snýr aftur til heima- bæjar síns eftir tíu ára fjarvei-u til að bjarga syni sínum írá glæpsamlegu uppeldi móðurinnar. Hann er reynd- ar ekki það sem við myndum kalla íyrinnyndai’föður þar sem allir seðlar í hans eign eru sviknir úr höndum auðtrúa fjárhættuspilara. Móðir pilts- ins er mun beittari hnífur sem í pen- ingagræðgi sinni hefur stungið sér djúpt inn í hjartastað undirheima Ohio-borgar. Það sem gerir stíl Bendis afar sér- stæðan er það að hann notast nær undantekningarlaust einungis við samtöl til að segja sögur sínar, og því greinilegt að kvikmyndir hafa haft mikil áhrif á stíl hans. Honum tekst alltaf að skapa trúverðug og áhuga- verð samtöl milli sögupersóna og skil- ar þannig lesandanum afbragðs lesn- ingu. Birgir Örn Steinarsson - I bókinni er ekki allt sem sýnist. FULL BUÐ AF NYJUM VÖRUM INGOLFSSTRÆTI 5 • 101 REYKJAVIK • SIMI 5515080
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.