Morgunblaðið - 11.04.2000, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 11.04.2000, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2000 33 J ór daníukonungur sækir Noreg heim HARALDUR Noregskonungur og Abdullah, konungur Jórdaníu, kanna hér heiðursvörð við kon- ungshöllina í Ósló við upphaf þriggja daga opinberrar heimsókn- ar Jórdaníukonungs til Noregs, sem hófst í gær. Norðmenn hafa veitt Jórdaníu um 300 milljón króna fjárhagsað- stoð á þessu ári og ávarpaði Abdull- ah norska þingið í gær og minntist þar m.a. Óslósamkomulagsins. Á meðan ræddi Abdul Uah, utan- ríkisráðherra Jórdaníu, við Thor- bjorn Jagland, utanríkisráðherra Noregs, um framgang friðar- viðræðna í Miðausturlöndum, en Abdullah mun í dag ræða við yf- irmenn Norsk Hydro og Jens Stolt- enberg, forsætisráðherra Noregs. Fjármál Living- stone skyggja á kosninga- baráttuna Vika bókarinnar 11.-17. apríl Glæpasögur, alda- mótaljóð og bókaball GLÆPASAGAN verður í hávegum höfð í Viku bókarinnar, sem hefst í dag og stendur til mánudagsins 17. apríl. Því þótti skipuleggjendum vik- unnar við hæfi að kalla fulltrúa fjöl- miðla fyrir og gefa þeim færi á að yf- irheyra fulltrúa Félags íslenskra bókaútgefenda. Fundai-staðurinn var ekki af verri endanum; Hegningar- húsið við Skólavörðustíg. Þetta er í annað sinn sem Vika bók- arinnar er haldin hér á landi. Tilgang- urinn er að draga athygli að bókum og hvetja til bóklestrar og bókaum- fjöllunar árið um kring en ekki ein- göngu í jólabókaflóðinu. Alþjóðadag- ur bókarinnar er svo 23. apríl, sem að þessu sinni ber upp á páskadag. Bókatíðindum vorsins var dreift í 70.000 eintökum um helgina en þar era kynntar um 70 bækur sem komið hafa út frá áramótum. í tilefni af bókavikunni hafa skáldin Þórarinn Eldjárn, Ingibjörg Haraldsdóttir og Sjón samið aldamótaljóð, sem prent- uð hafa verið á sérstaka plastpoka. Hvert tímametið á fætur öðru slegið Allir þeir viðskiptavinir íslenskra bókaverslana sem kaupa bækur fyrir meira en þúsund krónur í bókavik- unni fá nýstárlega glæpasögu í kaup- bæti. Hún heitir Leyndardómar Reykjavíkur 2000 og er skrifuð af átta höfundum. Þeh- eru: Viktor Ai-n- ar Ingólfsson, Hrafn Jökulsson, Birg- itta Halldórsdóttir, Amaldur Indr- iðason, Stella Blómkvist, Ámi Þórarinsson, Gunnar Gunnarsson og Kristinn Kristjánsson. Sá síðast- nefndi er foringi Hins íslenska glæpafélags, félagsskapar höfunda og áhugamanna um glæpasögur. Hann segir að undirtektir hafi strax verið gífurlega góðar þegar sú hug- mynd kom upp að skrifa sameigin- lega glæpasögu. „Það myndaðist undir eins mikill keppnisandi. Eftir aðeins tvær vikur vom fjórir fyrstu rithöfundarnir búnir að skrifa helm- ing bókarinnar og svo var hvert tíma- metið á fætur öðru slegið. Við köllum þetta raðsögu," segir hann - með til- vísun til raðmorðingja. „Bókin er skrifuð á einum og hálf- um mánuði og það hafa ekki jafn- margir verið drepnir í íslenskri bók síðan íslendingasögumar vom skráðar,“ segir Kristinn. Morgunblaðið/Kristinn Frá blaðamannafundi í Hegningarhúsinu. Lengst til vinstri situr foringi Hins íslenska glæpafélags, Kristinn Kristjánsson, þá Benedikt Kristjánsson, framkvæmdastjóri Viku bókarinnar, Sigurður Svavarsson, formaður Félags íslenskra bókaótgefenda, og Pétur Már Ólafsson, varaformaður. Dagskrá viku bókarinnar London. Morgunblaðið. Framboðsfrestur til borgarstjóraembætt- isins í London er nú runninn út og þótt allt virðist stefna í sigur Ken Livingstone bættust þrír nýir frambjóðendur við á lokasprettinum og eru þeir nú ellefu talsins. Um leið og framboðs- fresturinn rann út var Livingstone vikið úr Verkamannaflokkn- um, en hins vegar virðist flokksforystan ætla að snúa blinda auganu að stuðnings- mönnum hans. Fjármálin halda áfram að vefjast fyrir Livingstone, sem segir kokhraustur að allar at- hugasemdir þar um séu óhróður runninn undan rifjum fyrrverandi flokksbræðra hans. Þótt hin formlega kosningabar- átta sé nýhafin, má heita að hún hafi byrjað daginn sem Tony Blair tók við forsætisráðherraembætt- inu. Þar með var ljóst, að embætti borgarstjórans í London yrði end- urreist og um leið varð ljóst, að Ken Livingstone myndi falast eftir því og að flokksforystan gæti ekki hugsað sér hann sem frambjóð- anda Verkamannaflokksins. Síðan hefur allt það vatn, sem runnið hefur til sjávar, og átti að skola Livingstone út í hafsauga, þvert á móti fleytt honum í sjálfstætt framboð, þar sem hann stendur með pálmann í höndunum gagn- vart frambjóðanda flokksins, Frank Dobson, og öðrum fram- bjóðendum. Umdeilt lán Fyrir nokkru voru gerðar at- hugasemdir við fjármál Ken Liv- ingstone og varð hann að biðja þingið afsök- unar á því að hafa vantalið tekjur sínar í skýrslu til þingsins. Það mál virtist engin áhrif hafa á fylgi hans í borgarstjórastólinn. Nú eru fjármál hans aftur komin upp á borðið í sambandi við frétt The Times af 40 þúsund punda láni, sem hann hefur tekið hjá fyrirtæki, sem hann stofnaði utan um sjálfan sig sem verk- taka. Þetta vilja sumir meina að sé ólöglegt, en Living- stone segir það af og frá; hann hafi gert þetta að ráðum endurskoð- anda síns og öll gagnrýni sé runnin undan rifjum hælbítanna í herbúð- um flokksins. Til viðbótar gerði blaðið það svo að umtalsefni, að Livingstone hefur fest kaup á hús- næði í Brighton ásamt sambýlis- konu sinni, Kate Allen, sem bendi til þess að hann sé ekki á flæðiskeri staddur fjárhagslega. Þau húsa- kaup eru þó að sögn blaðsins langt- um smærri í sniðum en 465 þúsund punda húsið, sem hrakti Peter Mandelson úrstjórninni um tíma. Meðan Livingstone er í fréttun- um reyna hinir frambjóðendurnir að halda uppi einhverri kosninga- baráttu. Eins fjarstæðukennt og það nú er virðast möguleikar þeirra þó ekki liggja í málefnunum, heldur miklu frekar í þeim málum, sem þyrlað er upp til höfuðs Living- stone. Ennþá vill almenningur sjá í gegnum moldviðrið og ekkert hrín á vinsældum hans. En jafnvel Ken Livingstone mun veitast erfitt að vinna London, ef einhver hans mál þola ekki dagsins ljós. Borgarbókasafn Reykjavíkur Steinunn Sigurðardóttir skrifar upphaf smásögu á heimasíðu Borg- arbókasafnsins, www.borgar- bokasafn.is. Gestir eru hvattir til að botna söguna. Bústaðasafn, Gerðuberg og Sólheimasafn Smásögur í brennidepli. Sýning á smásögum og brotum úr þeim. Aðalsafn og Foldasafn v/Fjörgyn Vakin athygli á ævisögum, dag- bókum og ævibrotum. í Foldasafni verður brugðið upp myndum úr ævi barns sem hefur alist upp í hverfinu og er jafngamalt því. Einnig verða sýndar myndir úr „ævi“ húss í hverf- inu. Fulltrúar fjögurra æviskeiða mynda dag í lífi sínu. Afraksturinn verður sýndur í aðalsafni, Þingholts- stræti 29a, í vikunni. í sýningarskáp aðalsafns: Viðburðir úr ævi þjóðar. Seljasafn Þriðjudag 11. apríl kl. 10. Helga Arnalds segir söguna um Gosa. Bústaðasafn Miðvikudag 12. apríl kl. 10. Leik- húsið Tíu fingur sýnir Sólarsögu. Sólheimasafn Miðvikudag 12. apríl kl. 17. Elín Ebba Gunnarsdóttir og Agúst Borg- þór Sverrisson lesa framsamdar smásögur. Þorvaldur Már Guð- mundsson leikur á klassískan gítar. Málþing um kristni á Islandi Oddfellowhúsið við Sjafnarstíg, Akureyri. Laugardag 15. apríl kl. 13. Málþing í tilefni af útgáfu Kristni á Islandi. Iðunn og Kristín lesa Iðunn og Kristín Steinsdætur heimsækja Austurland í Viku bókar- innar og lesa fyrir börnin í grunn- skólunum. í dag, þriðjudaginn 11. apríl: Vopnafjörður kl. 9, Bakka- fjörður kl. 11.30. Miðvikudag 12. apríl: Hallormsstaður kl. 9, Seyðis- fjörður kl. 11. Kynning í Bókasafni Seyðisfjarðar síðdegis. Námsefni á nýrri öld Ráðstefna á vegum Hagþenkis - félags höfunda fræðirita og kenns- lugagna. Námsefni á nýrri öld - Hvert stefnir? Kennai'aháskóli ís- land. Föstudagur 14. apríl kl. 14-18. Ljóðalestur í Garðabæ Bókasafn Garðabæjar, mánudag 17. apríl kl. 17.30. Jóhanna Vigdís Arnardóttir leikkona les upp Ijóð. Sektarlaus vika í bókasafninu. Glæpafélagsfundur Aðalfundur Hins íslenska glæpa- félags, miðvikudag 12. apríl kl. 20.30. Bókaball Versalir, veislusalur, Hallveigar- stíg, föstudag 14. apríl kl. 19.30 Bókaverslun á nýrri öld Morgunverðarfundur bóksala og bókaútgefenda, Háteigi, Grand Hót- el Reykjavík, föstudag 14. apríl kl. 8.30-10. Rætt um framtíðarsýn. Bókmenntadagskrár á Súfistanum Þriðjudag 11. apn'l kl. 20. Sótt og dauði íslenskunnar. Dagskrá í tilefni af útgáfu Stórbókar með úrvali ís- lenskra texta frá 18. öld. Fimmtudag 13. aprfl kl. 20. Dagskrá í tilefni af útgáfu heildarsafns ljóða Stefáns Harðar Grímssonar. Glæpasögur og afþreyingarbókmenntir Komhlaðan við Bankastræti. Laugardag 15. apríl kl. 14. Bóka- samband Islands efnir til um- ræðufundar um afþreyingarbók- menntir. Spennusagnaandi yfir vötnum Spennusagnaandi ríkir í Bóka- safni Kópavogs í bókavikunni og verða útstillingar í samræmi við það. Bókasafnið hefur gefið út lista yfir íslenskar spennubækur sem til eru á safninu. Allir fá ljóð í bókapokann sinn. Þriðjudag 11. apríl kl. 14. Börn úr Smáraskóla í Kópavogi lesa úr uppáhaldsbókunum sínum. Miðviku- dag 12. apríl kl.10 og kl.14. í sögu- stund fyrir 3 til 6 ára verða lesnar spennusögur fyrir börn. Föstudag 14. apríl kl. 16-17. Birgir Svan Sím- onarson og Unnur Sólrún Braga- dóttir lesa sögur og ljóð. Ný Kristnisaga Fimmtudag 13. apríl, Al- þingishúsið. Athöfn vegna útgáfu nýrrar Kristnisögu. Kvikmynduð bókmenntaverk Háskólabíó. Föstudag 14. aprfl. Framsýning myndarinnar Fellur mjöll í Sedrusskógi eftir samnefndri sögu David Guterson sem kom út á íslensku fyrir tveimur áram og er nú nýkomin út í kilju. Föstudag 28. apr- fl. Aska Angelu frumsýnd. Æsku- minningar FrankMcCourt hafa ver- ið á metsölulistum um allan heim og eru nú komnar út á íslensku. Ken Livingstone
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.