Morgunblaðið - 11.04.2000, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 11.04.2000, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Morgunblaðið/Kristján Helgu Bryndísi Magnúsdóttur var vel fagnað í lok tónleika Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Gildir einu hvort maður er á Akureyri eða í London 150 íslensk- ir listamenn taka þátt í EXPO 2000 FJÖLBREYTT menningardagskrá verður á þjóðardegi íslands á heims- sýningunni EXPO 2000 í Hannover þann 30. ágúst nk. Menntamálaráðu- neytið auglýsti eftir dagskráratrið- um á síðastliðnu hausti og bárust margar umsóknir. M.a. á grundvelli þeirra hefur ráðuneytið gert sam- komulag við eftirtalda aðila um að koma fram þennan dag. Þjóðleikhúsið sýnir Sjálfstætt fólk - Bjart og Ástu Sóllilju og jafnframt verður sett upp farandsýning um verk og ævi Halldórs Laxness. Kam- mersveit Reykjavíkur leikur íslensk tónverk eftir m.a. Atla Heimi Sveins- son, Jón Leifs og Þorkel Sigur- bjömsson á tónleikum að kvöldi þjóðardagsins, en einnig mun Kam- mersveitin leika við upphaf menn- ingardagskrárinnar. Tónlistarhóp- urinn Guitar Islancio leikur nokkrum sinnum við skála Islands þennan dag. í íslenska skálanum verða Örsögur úr Reykjavík - stutt- mynd með þremur dansverkum eftir íslenska höfunda - sýndar nokkrum sinnum á þjóðardeginum. Dansleikhús með ekka sýnir dans- inn Ber sem fjallar um einelti, of- beldi og útskúfun og Eskimo-models sýnir íslenska fatahönnun og er það hluti af hönnunarsýningunni Futur- ice. Karlakórinn Heimir syngur við upphaf þjóðardagsins, en jafnframt mun kórinn halda tónleika síðar um daginn. Kvikmyndin Englar al- heimsins verður frumsýnd í Þýska- landi á EXPO-kvikmyndahátíðinni að kvöldi þjóðardagsins og hljóm- sveitin Sigur Rós heldur tónleika. Stefnt er að því að 12-16 knapar á ís- lenskum hestum myndi skjaldborg við fánahyllinguna við upphaf þjóð- ardagsins. ----------------- Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson Hrafnhildur Jóna Jónasdóttir við verk sín á Krákunni. Málverkasýn- ing á Krákunni Grundarfírði. Morgunblaðið. NÚ stendur yfir sýning Hrafnhildar Jónu Jónasdóttur x' veitingastaðn- um Krákunni í Grundarfírði. Þetta er fyrsta einkasýning Hrafhhildar og eru verkin olíu- og akrýlverk. Sýningin stendur til 15. apríl. ----------♦-♦-4------ Nýjar bækur • BARA stelpa - endurminningar 1 er eftir Lise Norgaard í þýðingu Sverris Hólmarssonar. Bókin fjallar um uppvöxt Lise allt frá fæðingu, þangað til hún byrjar 18 ára sem blaðamennskulærlingur á Roskilde Dagblad. Hún segir frá uppvexti sínum á þriðja og fjórða áratugnum úti á landi þar sem for- eldrar hennar reyna að móta hana og systkini hennar samkvæmt venjum borgarstéttarinnar. Einnig fjallar bókin um ástríka móðursystur, vofu þýskrar föðurömmu og heilt safn af sprellifandi syngjandi og spilandi fjölskyldurneðlimum, segir í frétta- tilkynningu. Lise Nprgaard hefur skrifað sem blaðamaður í Hjemmet, Berlingske Tidende og Politiken. Hún er höfundur nokkurra skáld- sagna og var höfundur Matador. Útgefandi er PP-forlag. Bókin er 333 bls., prentuð í Danmörku. Verð: 3.480 kr. TONLIST Sinfónfuhljómsveit Norðurlands í fþróttaskemmunni á Aknreyri LOKATÓNLEIKAR E1 Amor brujo (ástargaldur) eftir Manuel de Falla og píanókonsert í B dúr nr. 2 eftir Johannes Brahms voru á efnisskrá Sinfónfuhljóm- sveitar Norðurlands á tónleikum í Iþróttaskemmunni á Akureyri sl. sunnudaginn 9. aprfl kl. 16. MEÐ tónleikunum lauk sjöunda starfsári hljómsveitarinnar, en tón- leikarnir voru þeir fimmtu á þessum vetri. Aðalstjórnandi hljómsveitar- innar frá upphafi og jafnframt stjórnandi á þessum tónleikum var Guðmundur Óli Gunnarsson. Helga Bryndís Magnúsdóttir var einleikari í hinum stórfenglega píanókonsert Brahms nr. 2, en sá konsert er af mörgum talinn eitt helsta verk sinn- ar tegundar, sem samið hefur verið fyrr og síðar. Sinfóníuhljómsveitin var skipuð 47 hljóðfæraleikurum og var Jaan Alavere konsertmeistari. Það hefði svo sem verið ánægjulegt að fá helm- ingi fleiri strengjaleikara í píanókon- sert Brahms, því þar eru kröfur til mikils hljómmagns í margslungnum og þéttum tónavefnum óhemjumikl- ar og raunar einnig var fjöldans þörf á stöðum þar sem leika þurfti veikt. Það verður þó að segjast að hljóð- færaleikarar skiluðu hlutverki sínu með glæsibrag og bættu víða upp KVIKMYNDIR Bfóhöllin, Kringlu- bíó, Bfóborgin, Nýja bíó Akureyri og ÍVýja bíó Keflavfk. „DEUCE BIGALOW MALE GIGOLO“t** Leikstjóri: Mike Mitchell. Handrit: Rob Schneider og Harris Goldberg. Franfleiðandi: Adam Sandler o.fl. Aðalhlutverk: Rob Schneider, Willi- am Forsythe, Eddie Griffin, Arija Bareikis og Oded Fehr. 1999. BANDARÍSKA gamanmyndin „Deuce Bigalow Male Gigolo“ er dellumynd sem sver sig stundum í ætt við myndir Farrelli-bræðra. Grínið kann sér engin takmörk, það vottar fyrir nokkurskonar heimskuhúmor og ekkert er kvik- fæð hljóðfæraleikara, jafnvel fannst mér á stundum í Brahms, að hljóm- sveitin léki betur en hún ætti að geta. Verkið E1 Amor brujo eða ástar- galdur eftir de Falla var frumflutt í Madrid árið 1915, sem ballett í tveimur meginþáttum. Endanleg gerð og sú sem flutt var á þessum tónleikum er eins konar svíta í 10 dönsum eins og höfundur gekk end- anlega frá verkinu og frumflutt var í París árið 1925. Astargaldur þessi hefur löngum verið tónelskum hug- leikinn og vinsæll. Efst á vinsældar- listanum er þó Elddansinn. Tón- skáldið sækir í sjóð sígaunatónlistar og rímar það vel við tilvitnun Brahms í lokaþætti píanókonserts- ins, þar sem hann grípur til ung- verska sígaunadansins, sem hann hafði ungur að árum hrifist af. Flutn- ingur hljómsveitarinnar á E1 Amor var í heild góður, en helst þótti mér vanta á snerpu og léttleika í hröð- ustu þáttunum. Það verður að teljast mikið lán fyrir tónelskt fólk að fá að hlýða á píanókonsert nr. 2 eftir Brahms í hrífandi flutningi á tónleik- um. Ef flutningur þessa íburðar- mikla og stói'kostlega verks tekst vel þá gildir einu hvort maður er á Akur- eyri eða í London, maður er einfald- lega í miðju alheimsins og upplifir heimsviðburð. Þetta gerðist í íþróttaskemmunni á umræddum tónleikum. Ljótleiki salarins og handboltamörkin hurfu fyrir galdri sem hrífur mann burt, þannig að staður og stund hverfur um hríð. Helgu Bryndísi tókst í ein- leik sínum að beita tæknilegri full- komnun í þjónustu heitra tilfinninga og skilnings, og túlka þetta ægifagra myndahöfundunum heilagt. Gert er grín að hávöxnu kvenfólki, ofsa- feitu kvenfólki, kvenfólki með svefnsýki og þar fram eftir götun- um en þó er mesta grínið á kostnað aðalpersónunnar, Deuce Bigalow, sem er vandræðalegur smárindill er fyrir glettni örlaganna verður svokölluð karlmella. Myndin er brokkgeng eins og verða vill þegar sagðir eru brand- arar með jöfnu millibili. Sumum er hægt að hlæja að en aðrir falla ger- samlega flatir. Höfundur þeirra er Rob Schneider, sem skrifar hand- ritið ásamt Harris Goldberg, auk þess að fara með aðalhlutverkið. Hann er nokkuð spaugilegur sem peðraninn Deuee Bigalow og kring- umstæðurnar, sem hann flækir sig í þegar hann tekur að sér að gæta íbúðar alvöru karlmellu, bjóða upp á fyndnar uppákomur. Bigalow þessi þrífur fiskabúr fyrir fólk og kynnist í gegnum starf sitt sérstaklega myndarlegu en verk á heillandi hátt. Góð samvinna einleikarans og stjórnandans birtist í góðu vali á hraða og styrkleika, næmri hendingamótun, ásamt mús- íkölsku næmi, sem gæddi túlkun verksins hrífandi brag. Víða birtast áhrifamiklar tónhendingar einleik- shljóðfæra í hljómsveitinni, og er ástæða til að nefna sérstaklega leik Örnólfs Kristjánssonar í þriðja þætti á selló stefið sem svipar mjög til sönglagsins „Immer leiser wird mein Schlummer" eftir Brahms. Áheyrendur kunnu vel að meta glæsilegan flutning verksins og fögnuðu vel og innilega. Það voru tímamót í tónleikahaldi á Akureyri að fá nýjan Steinway-kon- sertflygil fyrir nokkrum árum, og þess nutum við á tónleikunum að þessu sinni í flutningi á píanókonsert Brahms og einnig áður í flutningi á þriðja píanókonsert Beethovens og öðrum píanókonsert Rachmaninoffs, en það eru píanóleikarar búsettir hér sem hafa leyst einleikshlut þeirra verka prýðilega af hendi. Þannig gegnir nýr flygill ekki aðeins því hlutvei’ki að veita tónlistarunnend- um áhrifamiklar fagnaðarstundir, heldur stuðlar hann einnig að eflingu byggðar við Eyjafjörð. Nýtt menn- ingarhús með fullkomnum tónleika- sal hér á Akureyri mun svo bæta um betur og þá loksins verða tónleikar eins og þessir í verðugu umhverfi. Með árangursríku starfi Sinfón- íuhljómsveitar Norðurlands og Guð- mundar Óla Gunnarssonar er ein mikilvæg forsenda menningarhúss- ins/yrir hendi. Áfram veginn. mjög hugsanlega brengluðu glæsi- menni. I ljós kemur að þar er á ferðinni karlmella sem býr í glæsi- legri íbúð og lifir ríkmannlega og hann biður Deuce að gæta íbúðar- innar á meðan hann skreppur í þrjár vikur til Sviss. Það er aðeins tvennt sem Deuce má ekki gera: Svara símanum og aka sportbíln- um. Og ef eitthvað kemur fyrir íbúðina verður hann einfaldlega drepinn. Þess verður ekki langt að bíða að Deuce telur sig knúinn til þess að gerast karlmella nema kúnnahóp- urinn er langt í frá kræsilegur og reyndar með ólíkindum furðulegur. Hér er á ferðinni sauðmeinlaus húmor í rauninni, yfirdrifinn eins og krafan er í dag og mjög á kyn- ferðislegum nótum. Persónurnar eru skrautlegar og sprellið heppn- ast stundum og þá er gaman en heildarmyndin er óþarflega veik. Arnaldur Indriðason Nýjar bækur • SAGA Kjalarnessprófastsdæmis er komin út í tilefni þúsund ára af- mælis kristnitöku á íslandi. Jón Þ. Þór sagnfræðingur ritaði söguna. í fréttatilkynningu segir m.a.: „Kjalarnesspróf- astsdæmi nær yf- ir Gullbringu- og Kjósarsýslu og V estmannaeyj ar. Allt til ársins 1940 voru Reykjavík, Seltjarnarnes og Kópavogur innan marka prófasts- dæmisins. Nátt- úrufar og land- fræðilegar aðstæður settu mark sitt á sögu prófastsdæmisins og íbúa þess. Þar hefur ávalt verið stundað- ur landbúnaður, en jafnframt sjáv- arútvegur settsterkan svip á líf og starf fólksins. Á höfuðkirkjum og menntasetrum í prófastsdæminu sátu ýmsir vel lærðir kenni- og lær- dómsmenn. Ýmsar miðstöðvar menningar og trúai’lífs voru í Kjal- arnessprófastsdæmi frá því snemma á öldum, og þar hafa margar nýjung- ar í kirkjustarfi, bæði safnaðarstarfi og stjórnskipun, litið dagsins ljós.“ Útgefandi er Kjalarnesprófasts- dæmi. Bókin er 200 síður, prýdd fjölda ljósmynda. • Drykkja - Ástarsaga er eftir bandarísku blaðakonuna og rithöf- undinn Caroline Knapp í þýðingu Ragnheiðar Margrétar Guðmunds- dóttur. Höfundur lýsir flóknu sam- bandi sínu við áfengi um tveggja áratuga skeið, þykjustuleiknum með fíknina og því ægivaldi sem drykkjan hafði á lífi hennar. Að endingu náði hún tökum á fíkn sinni og hóf hina hægu göngu til nýs sjálfsskilnings án áfengis. I fréttatilkynningu segi m.a.: „Þetta er frásögn af sérstakri ævi gáfaðrar og hæfileikaríkrar konu sem átti góða foreldra, ólst upp í fögru og ríkmannlegu umhverfi og naut frábærrar menntunar en var þó allt frá unglingsárum flækt í net fíknar, kvíða og brenglaðs sjálfsmats." Bókin varð metsölu- bók í Bandaríkjunum og hefur trónað á toppi sölulista víða um heim. Útgefandi er Forlagið. Bókin er 288 bls., prentuð í Svíþjóð. Kápu- hönnun: Hunang. Verð: 3.890. kr. Bókin er bók mánaðarins í apríl, þá á verðinu: 2.690. kr. ------------------- Dúettar frá Moravíu Á HÁSKÓLATÓNLEIKUM í Norræna húsinu á morgun, mið- vikudag, kl. 12.30 flytja Margrét Árnadóttir sópran, Nanna María Cortes mezzosópran og Iwona Jagla, píanó, Fimm dúetta frá Moravíu op. 32 eftir Antonín Dvor- ák (1841-1904) og Fimm dúetta op. 20 eftir Johannes Brahms (1833- 1897). Margrét Árnadóttir hóf nám í söng árið 1992 við Tónlistarskóla Mosfellsbæjar. Síðastliðin tvö ár hefur Margrét numið við Söngskól- ann í Reykjavík hjá Ólöfu Kol- brúnu Harðardóttur og Iwonu Jagla. Margrét hefur komið fram sem einsöngvari við ýmis tækifæri. Nanna María Cortes hóf nám við Söngskólann í Reykjavík haustið 1991. Hún lauk burtfararprófi 1998. Nanna María hefur sungið í kór Islensku óperunnar frá 1993; jafnframt hefur hún oftsinnis kom- ið fram sem einsöngvari. Nanna María stundar nú nám við kennaradeild Söngskólans í Reykjavík. Iwona Jagla er pólsk að upp- runa. Hún lauk masters- og ein- leikaraprófi í píanóleik í Gdansk árið 1983. Hún starfaði í nokkur ár hjá Islensku óperunni en kennir nú við Söngskólann í Reykjavík. Aðgangseyrir er kr. 500, en ókeypis er fyrir handhafa stúd- entaskírteinis. Jón Hlöðver Áskelsson Karlmella lendir í kröggum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.