Morgunblaðið - 11.04.2000, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 11.04.2000, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐ JUDAGUR 11. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR t lEiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HALLDÓR BACHMANN, Grænumörk 5, Selfossi, lést mánudaginn 10. apríl. Fyrir hönd aðstandenda, Anna María Guðmundsdóttir, Fjóla Bachmann, Guðlaug Bachmann, Rósa Bachmann, Inga Lára Bachmann, Jónína Bachmann, Halldór Bachmann, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, BALDVINA MAGNÚSDÓTTIR, Hraunbæ 96, Reykjavík, andaðist í Landspítalanum, Fossvogi, laugar- daginn 8. apríl. Snæbjörn Pálsson, Magnús Snæbjörnsson, Ingibjörg Sigurðardóttir, Páll Snæbjörnsson, Guðrún Dóra Gísladóttir, Sigrún Birna Magnúsdóttir, Davíð Snær Pálsson, Arna Pálsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar, sonur og bróðir, ^ ÞORSTEINN HELGASON PhD, prófessor í verkfræði, Hvassaleiti 87, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 13. apríl kl. 13.30. Elísabet Einarsdóttir, Svava Þorsteinsdóttir, Helgi Þór Þorsteinsson, Einar Baldur Þorsteinsson, Helgi J. Þórarinsson, Guðrún Jónsdóttir, Kristín H. Nickerson, David Nickerson, Kirstín Lydia Nickerson, Louise Valgerður Nickerson. a "J" Elskulegur faðir, tengdafaðir, afi og langafi okkar, KRISTINN JÓN ÁRNASON, frá Skeiði, Svarfaðardal, Neðstaleiti 5, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mið- vikudaginn 12. apríl kl. 13.30. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði. Jórunn Kristinsdóttir, Sigurlaug Kristinsdóttir, Einar Eggertsson, Hugrún Kristinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við fráfall og jarðarför okkar elskulega sonar, föður, tengdaföður, vinar og afa, STURLU EINARSSONAR húsgagna- og húsasmíðameistara, Klyfjaseli 2, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar Landspítalans. Unnur D. Haraldsdóttir, Einar Sturluson, Arnhildur Reynis, Guðlaug J. Sturludóttir, Áki Jóhannsson, Einar Sturluson, Atli Sturluson, Hólmfríður B. Petersen, Sigurjón Ernir Sturluson, Guðmann Geir Sturluson, Bára M. Eiríksdóttir og barnabörn. SIGRIÐUR KRISTIN KRISTJÁNSDÓTTIR + Sigríður Kristín Kristjánsdóttir fæddist í Sandgerðis- bót í Glerárþorpi 3. júlí 1932. Hún lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri 14. mars siðastliðinn og fór útför hennar fram frá Glerár- kirkju 21. mars. Af hverju, af hverju þú? Þetta er það eina sem ég hef getað hugs- að um síðan þetta gerð- ist. Það að þú sért dáin úr þessum hroðalega sjúkdómi. Tíminn sem ég hef verið með þér hefur verið sá dýr- mætasti í lífi mínu. Allt frá því að ég kom heim til ykkar afa í Miðholtið af fæðingardeildinni hafíð þið afi verið stór og mikilvægur hluti af minni ævi. Því er ekki hægt að lýsa með orð- um hversu yndisleg manneskja þú varst. Alveg frá því að ég man fyrst eftir þér hefur þú alltaf verið í góðu skapi, þú gast alltaf fundið broslegu hliðarnar á öllum vandamálum og því sem maður gerði af sér í eintómum hálfvita- skap. Þegar við bjugg- um í Múlasíðunni var mitt annað heimili hjá ykkur afa. Maturinn þinn var sá besti sem ég borðaði og þá sérstak- lega kjötfarsbollur, sem ég borðaði ekki heitar en þú geymdir þær alltaf á bekknum því að þú vissir að mér þættu þær bestar kaldar. Alltaf, jafnvel þó að ég væri nýbúin að borða heima, hljóp ég yfir til ykkar til að fá mér að borða og alltaf spurði afi mig, hvort ég væri búin að borða og alltaf sagði ég nei og fékk mér meira að borða hjá ykkur. Mér finnst það mesta furða að ég hafi ekki orðið að algerri feitubollu í uppvextinum. Eins og ég sagði áðan þá sá ég þig aldrei reiða, jafnvel ekki þó að lítill óviti henti niður sjónvarpinu ykkar, eða velti borði með logandi kertum yfu- sig, jafnvel þó að óvitinn hefði stækkað aðeins, og teppið í stofunni, og endalaust mætti finna eitthvað í þessum dúr en aldrei varðstu reið. Amma þú ert manneskjan sem ég hef alltaf viljað líkjast, þú varst alltaf í góðu skapi, til þín var alltaf hægt að leita með vandamál eins og einelti, þú skildir allt, fannst alltaf eitthvað broslegt eða jafnvel spaugilegt við allt. Þú varst alltaf fyrst til að sjá all- ar mínar einkunnir, allar nýjar klipp- ingar, þú ert manneskjan sem ég vil líkjast. Hvíldu í friði, amma mín, því við öll sem erum eftir styðjum hvert annað og huggum okkur við það að þú ert núna á betri stað og við vitum að þér líður mun betur og allir sem þú elsk- aðir og voru komnir á annað tilveru- stig, núna ertu hjá þeim og þeir passa þig þar sem við getum það ekki leng- ur. Ég elska þig. Þín dótturdóttir, Hjördís Elma. Blómastofa Iridjlnns Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík, sími 553 1099. Opið öll kvöld til kl. 22 - einnig um helgar. Skreytingar fyrir öll tilefní. Gjafavörur. Legsteinar í Lundi SOLSTEINAR vlð Nýbýlaveg, Kópavogi Sími 564 4566 Varanleg minning er meitluð ístein. M S. HELGASOIM HF il STEINSMIÐJA Skemmuvegi 48, 200 Kóp. Sími: 557-6677 Fax: 557-8410 Netfang: sh.stone@vortex.is ÁRNI KRISTJÁNSSON + Árni Kristjáns- son, fyrrverandi aðalræðismaður, fæddist í Reykjavík 19. janúar 1924. Hann lést á Landa- kotsspítala 25. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 4. apr- fl. Árni Kristjánsson er látinn, um starfs- feril hans er ég ekki nógu fróð, en þar munu aðrir færari vera. Mér fannst sem snöggvast mér dimma fyrir augum þegar mér barst andlát hans - en ljós gleði- legra og bjartra samverustunda á heimili foreldra hans, Kristjáns Einarssonar og Ingunnar Arna- dóttur Þórarinssonar, prófasts frá Stóra Hrauni á Snæfellsnesi. Það er gott að minnast þessa glaða, góða fólks sem var mér allt svo gott. Árni Kristjánsson var mér góður vinur og eins og bróðir ávallt. Eina systur átti hann, Elínu, sem var nokkru yngri. Ég var um sumartíma í nokkur ár á heimili Kristjáns og Ingu og eins á Stóra-Hrauni hjá séra Árna prófasti og Elísabetu konu hans, þau voru mér ávallt traust og umhyggju- söm. Aldrei mun ég gleyma séra Árna svo ógleymanlegur var hann og oft hef ég þess óskað að ég hafi verið eldri þá, svo sterk var trú hans og ógleymanlegar hug- leiðingar hans um ei- lífa lífið og tilveruna. Ég var aðeins of ung til að festa mér allt nógu vel í minni þennan merka Guðsmann, en trú hans og áhrif mun ég ávallt muna - og kenningar margar. Árni sálungi vinur minn og frændi var gæfumaður að eiga svo mikinn trúmann fyrir afa - mesta sálusorgara sem ég hef hitt, nafn hans lýsir mér á efablöndnum augnablikum, sem kunna að byrgja mér sýn. Stundum minnist ég séra Árna og það lýsir og græðir huga. Fjölskyldu Árna vinar míns og frænda bið ég guðs blessunar. Blessuð sé minning hans. Jóhanna Wathne. Gróðrarstöðin B mtcm ♦ Hús blómanna Blómaskreytingar við öll tækifæri. Dalveg 32 Kópavogi sími: 564 2480 H ^ H| H H H H H Erfisdrykkjur * H M M M P E R L A N Simi 562 0200 liii iiiii irxxxxxxi!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.