Morgunblaðið - 11.04.2000, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 11.04.2000, Blaðsíða 39
38 ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2000 39 JltagiuMftfcifr STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. TENGSLISLENDINGA VIÐ VESTURHEIM HÁTIÐAHÖLDIN vegna þúsund ára afmælis landa- funda íslendinga í Vesturheimi hófust formlega með heimsókn Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra, til Kanada fyrir helgina. Þau munu standa næstu sjö mánuði þar í landi og í Bandaríkjunum og verða mjög fjölbreytt, m.a. verður efnt til fjölmargra tónleika, listsýninga, leiksýninga, auk kvikmyndahátíðar og bókaútgáfu. Tilgangurinn er fyrst og fremst að minnast landafundanna og vekja athygli á þeim, svo og að efla tengslin við Islendinga í vesturálfu og byggðir þeirra. Við athöfn í höfuðborg Kanada, Ottawa, afhenti Davíð Oddsson forsætisráðherranum, Jean Chrétien, styttu Ás- mundar Sveinssonar af Guðríði Þorbjarnardóttur og syni hennar Snorra, sem var fyrsti Evrópumaðurinn, sem fædd- ist í Vesturheimi. Því má segja, að gjöf Islendinga til Kanadamanna hafi verið sérlega vel til fundin, enda þakkaði kanadíski forsætisráðherrann vel fyrir sig og taldi styttuna tákn um aukin og bætt samskipti sem rekja má í þúsund ár. Þá minntust báðir forsætisráðherrarnir á það, að 125 ár eru liðin frá því íslenzkir landnemar settust að í Gimli í Mani- tóba. Hvergi er nú fleira fólk af íslenzku bergi brotið utan Islands en einmitt í Kanada. Það var því vel til fundið að hefja hátíðahöldin vegna landafundanna einmitt þar í landi. I viðræðum forsætisráðherranna kom fram ríkur vilji til að auka samskipti landanna, sem farið hafa vaxandi síðustu ár. Davíð Oddsson skýrði m.a. frá því, að íslenzkt sendiráð verður opnað í Ottawa í marz á næsta ári og lýsti Chrétien vilja til þess að athuga með opnun kanadísks sendiráðs í Reykjavík á móti. Þá er vilji til þess að bæta flugsamgöngur milli landanna og munu viðræður um loftferðasamning hefj- ast innan fárra mánaða. Þá kom fram, að fríverzlunarsamn- ingur verður gerður milli EFTA og Kanada, sem mun vafa- laust auka mjög verzlunarviðskiptin. Fjölmörg önnur mál voru til umræðu milli forustumanna landanna, m.a. málefni NATO, en ísland og Kanada hafa verið bandamenn í varnar- málum allt frá stofnun Atlantshafsbandalagsins. Hátíða- höldin vegna landafundanna og heimsókn forsætisráðherra munu enn styrkja þau mikilvægu tengsl, sem Islendingar eiga við Kanada. BOKIN STENDUR FYRIR SÍNU HINN 23. apríl hefur verið helgaður bókinni fimm síðustu ár og nú er hefi vika helguð þessari þjóðargersemi íslend- inga í annað sinn. í fyrra féllu þessir tveir viðburðir saman en nú ber dag bókarinnar upp á páskadag og hátíðarhöldin sem efnt hefur verið til verða því fiutt fram um nokkra daga. Dag- amir 11. til 17. apríl eru því helgaðir bókinni að þessu sinni. Yel fer á því að halda bókinni árlega hátíð. Markmiðið með þessu er fyrst og fremst að vekja athygli á bókinni á öðrum árs- tíma en þeim sem vanalega er tengdur henni. A síðustu árum hefur myndast svolítill vísir að vorbókaútgáfu þar sem annað er gefið út en hefðbundnar fermingarbækur, grill- og ferðahand- bækur fyrir sumarið. Þessu hljóta áhugamenn mn góðar bækur að fagna. Islenskri bókaútgáfu hefur reyndar vaxið fiskur um hrygg á síðustu árum. Bæði hefur orðið nokkur aukning á út- gefnum bókum og að auki hefur verið ráðist í mörg stór og mikil verk sem hingað til hefur vantað í íslenska bókaflóru. Hér er bæði átt við það mikla þýðingastarf sem unnið hefur verið á undanfómum ámm og auðgað bókmenntir okkar meira en flest annað og einnig síaukna útgáfu á íslenskum fræðiritum, einkum þó fræðiritum fyrir almenning. Þrátt fyrir að aðgangur að er- lendum bókum hafi aukist á undanfómum ámm og ný rafræn miðlunartækni hafi verið nýtt í auknum mæli til þess að koma ýmsu efni á framfæri, ekki síst fræðilegu, þá stendur hin ís- lenska útgefna bók því enn fyrir sínu. Utgáfa íslenskra sam- tímabókmennta stendur einnig með mikluin blóma en það vek- ur kannski ekki síður athygli að útgáfa fagurbókmennta og ýmiskonar heimilda frá fyrri öldum nýtur mikilla vinsælda. Þessi mikla gróska í bókaútgáfu stangast á við vísbendingar um að íslendingar lesi minna bækur en áður. Kannanir hafa sýnt að þetta á einkum við um ungt fólk. Eina ráðið gegn þess- ari þróun er að halda bókum að bömum, ekki síst þeim yngstu sem fljótt verða handgengin hinum rafrænu miðlum. Sumir spyrja vafalaust um tilganginn með þessu. Hann er annars veg- ar sá að viðhalda tengslum þjóðarinnar við bókmenningu sína sem arfúr hennar og sjálfsmynd byggist á. Og hins vegar er enn sem komið er afar ólíklegt að bókin og hið prentaða orð almennt muni víkja sem meginmiðill upplýsinga, hugmynda, þekkingar og bókmennta á næstunni. Það á enn við að blindur er bóklaus maður. Skýrslu utanríkisráðherra um stöðu íslands í Evrópusamstarfí var dreift á Alþingi í gær Gildi EES-samn- ingsins fyrir Is- land er óbreytt * / I skýrslu utanríkisráðherra um stöðu Islands í Evrópusamstarfí kemur meðal annars fram að ein leið til að efla samstarf og áhrif í ríkjum Evrópusambandsins er að nýta betur sendiráð Islands í aðild- / arríkjum ESB til að kynna sjónarmið Islands. SKÝRSLA Halldórs Ás- grímssonar utanrfldsráð- herra um stöðu íslands í Evrópusamstarfi var lögð fram á Alþingi í gær. Þar er annars vegar almenn umfjöllun um stöðu íslands í Evrópusamvinnu, sam- starfið innan EFTA og EES og hins vegar fjallað um samlögun Evrópu- ríkja, stofnanir Evrópusambandsins og einstaka málaflokka. Lýst er kostum og göllum EES-samningsins og íhugað hvaða kosti ESB-aðild gæti haft fyrir ísland. „EES-samningurinn er grunnur samskipta okkar við rfld Evrópusam- bandsins og verður því lýsing á dagleg- um rekstri hans umfangsmikill þáttur í þessari skýrslu. Hins vegar hef ég talið rétt að hafa einnig í huga til saman- burðar tvo kosti, þ.e. hvar við stæðum án samningsins og hvaða afleiðingar fúll aðild íslands að Evrópusamband- inu gæti haft. Hér er ekki um tæmandi úttekt að ræða enda þyrfti til þess at- beina fleiri aðila. Öll meginatriði koma þó fram í skýrslunni," segir utanrílds- ráðherra meðal annars í inngangi skýrslunnar. I upphafi eru raktar sögulegar for- sendur, minnt á að átta ár séu liðin frá undirritun EES-samningsins og að margt hafi breyst í samstarfi ríkja inn- an Evrópusambandsins á þeim tíma. Þrjú aðildarlönd EES-samningsins hafa gengið í ESB, nýr sameiginlegur gjaldmiðill leysi brátt af hólmi gjaldm- iðil ellefu aðildarríkja ESB og fleiri rfld íhugi þátttöku í því samstarfi. Þetta hafi þó í engu breytt ákvæðum EES- samningsins eða gildi hans fyrir Islend- inga. „Um tveir þriðju hlutar útflutnings íslendinga hafa undanfarin ár farið til markaða innan ESB og innílutningur hefur í enn meiri mæli komið fá ESB- löndum. Segir í skýrslunni að ekki séu horfur á að þetta hlutfall breytist veru- lega þótt nýtt verði til hins ítrasta tæki- færi á fjarlægum mörkuðum í Austu- Asíu, Bandaríkjunum, Afríku og Suð- ur-Ameríku. EES-samningurinn hefur nú verið í gildi í rúm sex ár og er óhætt að full- yrða að hann hefur reynst íslandi hag- stæður. Aðgangur að mörkuðum er greiðari, þátttaka í evrópskum sam- starfsverkefnum, ekki síst á sviði rann- sókna og þróunar, hefur skilað umtals- verðu fjármagni og þekkingu í íslenskt þjóðarbú og samræming leikreglna í atvinnulífi hefur leitt til aukins frjáls- ræðis og nútímalegri stjómunarhátta. EES-samningurinn hefur án efa stuðl- að vemlega að þeim stöð- ugleika sem nú rfldr í fs- lensku efnahagslífi. Samningurinn hefur hrað- að þróun löggjafar á fjöl- mörgum sviðum, eflt neyt- endavemd og umhverfisvemd, auðveldað aðlögun laga og reglugerða að breytingum á ýmsum sérsviðum sem em í örri þróun og má nefna sam- göngur og fjarskipti. Samevrópskar reglur auðvelda einnig þróun í átt til fjölbreyttara atvinnuh'fs og leiða til betri nýtingar nýrra tækifæra á sviði viðskipta og þjónustu, einnig á sviðum sem falla utan hefðbundinna íslenskra atvinnugreina. íslensk fyrirtæki eiga auðveldara með að efna til samstarfs við fyrirtæki á meginlandi Evrópu en áður. Óhagræði vegna skrifræðis við framkvæmd samningsins eða vegna íþyngjandi eftirhts með ákvæðum hans getur vart talist stórvægilegt í þessu samhengi." Þá segir í skýrslunni að EES-samn- ingurinn tryggi tengingu við þá þætti Evrópusamstarfsins þar sem best hafi tekist til. „Það má hins vegar telja til kosta hans að ýmsir þættir Evrópu- samstarfsins, sem ýmist em ekki ýkja eftirsóknarverðir eða hreinlega ganga gegn íslenskum hagsmunum, standa utan samningsins. Ber þar af sjónarhóli íslands íyrst að nefna sjávarútvegs- stefnuna. Það væri engum vandkvæð- um bundið að skrifa upp á almenn markmið hennar eins og þau em skil- greind innan ESB, þ.e. sjálfbæra nýt- ingu auðlinda, stöðuga markaði og traust lífskjör þeirra sem að greininni starfa. Það hefur hins vegar reynst ESB afar erfítt að ná þessum markmið- um, hvort sem um er að ræða skilvirka nýtingu fiskistofna, skipulag markaðar eða heilbrigða atvinnuhætti innan sjáv- arútvegsgeirans. Hefur það því verið mat íslenskra stjómvalda að hag sjáv- arútvegs væri betur borgið utan ESB, sé ekki hægt að tryggja með einhverj- um hætti áframhaldandi sambærilegt íyrirkomulag í veiðum og vinnslu á Is- landi og nú er. Aðstöðumunur á ákvörðunartöku Vikið er að ákvarðanatöku og að- gangi EFTA- og EES-ríkja að ákvarð- anatöku í Evrópusamstarfinu sem ekki hafi verið hinn sami og hjá ESB-ríkj- um. „Þessi aðstöðumunur lá fyrir þegar samningurinn var gerður. Á undirbún- ingsstigi, þegar framkvæmdastjómin safnar saman upplýsingum og efni áður en hafist er handa við smíð nýrrar löggjafar, á aðgangur íslenskra sér- fræðinga skv. EES-samningnum að vera sambærilegur við sérfræðinga ESB-ríkja. Á þeim sviðum, sem sldpta okkur íslendinga mestu, eigum við á að skipa mjög hæfum einstaklingum og hefur ráðgjöf þeirra nýst fram- kvæmdastjóm prýðilega, ekki aðeins hvað varðar séríslenska hagsmuni heldur almennt. Eftir að fyrstu drög liggja fyrir og pólitísk umræða hefst meðal aðildarríkja, í ráðherraráðinu og þeim nefndum sem það hefur sett upp, getur aðgangur hins vegar aðeins orðið óbeinn. Framkvæmdastjóm er ætlað að koma á framfæri til aðildarríkja ESB athugasemdum EFTA/EES-ríkj- anna í þeirri umræðu en reynslan hefur sýnt að ekki er hægt að treysta á mjög skeleggan málflutning framkvæmda- stjómar nema í þeim málum þar sem hagsmunir EFTA/EES- ríkjanna falla saman við sjónarmið framkvæmda- stjórnar. Það má og leiða að því líkur að jafnvel á undirbúningsstigi taki framkvæmdastjóm meira tillit til sjón- armiða sem hún veit að verður fylgt eft- ir í umræðu í ráðherraráðinu." Utanrfldsráðherra segir í skýrslu sinni að þótt aðgangur að pólitískri um- ræðu og stefnumótun innan EES-kerf- isins sé ekki með því móti sem íslensk stjómvöld hefðu helst kosið sé hægt að vinna íslenskum sjónarmiðum fylgis ut- an ramma samningsins með því að efla pólitísk tengsl við stjómvöld aðilarríkja og halda uppi viðræðum við þau um hagsmunamál á Evrópuvettvangi. „Norðmenn hafa stóreflt utanrflds- þjónustu sína með þetta í huga og halda uppi stöðugum og öflugum erin- drekstri, ekki síst gagnvart for- mennskurfldnu hveiju sinni. Þetta geta íslendingar tekið sér til fyrirmyndar innan eðlilegra kostnaðarmarka. Evrópumálefni má taka upp á tvíhliða fundum íslenskra ráðherra og starfs- bræðra og -systra þeirra innan ESB. Hægt er að nýta enn betur sendiráð Is- lands í aðildarríkjum ESB, en sendiráð em nú rekin í sjö af fimmtán aðildar- ríkjum. Til þess þyrfti að huga að auknu starfsliði og bættri aðstöðu þeirra. I öðmm tilfellum má gera út sendimenn til höfuðborga ESB-ríkja til að skýra sjónarmið Islands áður en mál, sem varða íslenska hagsmuni, em tekin fyrir af ráðherraráðinu. Stofnun sendiráða í lykilríkjum ESB, ekki síst í Suður-Evrópu, mundi auðvelda erin- drekstur þar. Hið sama gildir um ríki Mið- og Áustur-Evrópu eftir að aðild- arviðræðum lýkur. Að undanfornu hef- ur verið unnið að því að koma á reglu- legri samráðsfúndum með embættismönnum í utanrfldsráðuneyt- um aðildarríkjanna um Evrópumál, bæði frá norrænu löndunum og áhrifa- mikilum ríkjum innan Evrópusamban- dsins. Þannig hafa t.d. verið haldnir reglulegir samráðsfundir um Evróp- umál með þýskum stjómvöldum á gmndvelli tvihliða samnings. Þar sem aðgangur að æðri stigum stjómsýslu, jafnt innan framkvæmdastjómar sem aðildarríkja, er ekki samningsbundinn verður Island að hafa frumkvæði að því að koma á hefð fyrir reglulegum sam- ráðsfundum. Þar sem samningurinn býður ekki upp á tækifæri til pólitískra viðræðna verður að skapa þau utan hans.“ Framtíðarhorfur Varðandi framtíðarhorfurnar og EES-samninginn em dregin fram ýmis atriði er varða bæði kostnað og eftir- litshlutverk. „Island greiðir nú 9% kostnaðar vegna rekstrar ESA og EFTA-dóm- stóls en 3,81% kostnaðar vegna starfsl- iðs EFTA-skrifstofunnar. Umfang starfsemi mundi minnka að mun við brotthvarf Noregs. Miðað við helmingi minni stofnanir mætti gera ráð fyrir Hðlega fimmföldun framlags íslands eða fimm til sexhundruð milljónum, talsvert lægri upphæð en væntanleg aðildargjöld að Evrópusambandinu. Það væri í sjálfu sér ekki Islandi fjár- hagslega ofviða að halda uppi starfi þessara stofnana. Það sem erfiðara er viðfangs er hins vegar að halda uppi trúverðugu eftirhtsshlutverki stofnun- ar tveggja Htilla ríkja sem starfrækja eiga eftirHt með sjálfúm sér. í um- fangsmiklu og skuldbindandi sam- starfi, sem tryggir sambærilegar reglur fyrir allt atvinnulíf og öll önnur ríki sæta eftirHti framkvæmdastjómar, yrði erfitt fyrir samstarfsríkin innan ESB að sætta sig við að ísland og Liechtenstein leiki á einhvem hátt lausum hala. Má leiða rök að því að a.m.k. þurfi þrjú aðildarrfld EFTA/ EES svo að uppfylla megi lágmar- kskröfur hvað varðar sjálfstæði eftir- Htsstofnana og sérstaks dómstóls. Al- þjóðastofnun með aðeins tvö ríki innanborðs mundi tæplega ná því prófi. Mætti því búast við því að fram- kvæmdastjóm vekti upp aftur þær kröfur sem ESB gerði í EES-viðræð- unum á sínum tíma að eftirlit með framkvæmd samningsins yrði í hönd- um framkvæmdastjómar en úrskurð- arvald hjá Evrópudómstól. Það var hins vegar á sínum tíma tahð pólitískt óásættanlegt og bijóta í bága við stjómarskrá að fela stofnun, sem ís- land á enga aðild að, svo viðamikið eft- irUts-, úrskurðar- og framkvæmdavald að hluta. Sama gildir um þann kost að ráða sjálfstæða einkastofnun til starf- ans. Erfitt er að ímynda sér að hægt sé að bjóða út til einkaaðila stjómvalds- hlutverk á borð við það sem ESA gegn- ir eða EFTA-dómstóllinn.“ Staða íslands sem aðildarríkis I lok fyrri hluta skýrslunnar er fjall- að um stöðu íslands sem aðildarríkis og hún borin saman við þau ríki sem séu á leið inní ESB. Er síðan fjallað um ýmsa málaflokka svo sem samræmdar reglur um almannatryggingar, fjármagns- flutninga, samkeppnisreglur, umhverf- ismál og neytendavernd. ítarlegast er fjallað um sjávarútvegsmál og þar seg- ir meðal annars: „Óumdeilt hefur verið að sjávarútvegsstefna ESB yrði erfið- ust viðfangs kæmi að þeim degi að gengið yrði til samninga um aðild Is- lands að Evrópusambandinu. Markmið sameiginlegrar sjávarútvegsstefnu eru ekki ósvipuð þeim sem íslensk stjórn- völd hafa sett en allar aðstæður innan Evrópusambandsins, þar sem Htið er á sjávarútveg sem hluta af byggðastefnu fremur en sem sjálfstæðan sjálfbæran atvinnuveg, eru gjöróHkar. Styrkja- greiðslur innan ESB hafa ekki verið greininni til góðs og er vafasamt hvort ástæða sé til að sækjast eftir því fé. Ymsar þær aðferðir, sem þróast hafa innan ESB til að mæta sérstökum að- stæðum þar eru þunglamalegar og ómarkvissar við íslenskar aðstæður. Almenn þróun innan ESB um beitingu nálægðarregl- unnar (subsidiarity), sem og sú staðreynd að íslensk fiskimið eru aðskiHn frá sameiginlegum fiskimiðum ESB, gæti þó leitt til þeirrar niður- stöðu að sérreglur um einstök fram- kvæmdaatriði gætu gilt um hafsvæðið umhverfis ísland. Nú þegar gilda til- skipanir innan Evrópusambandsins um að staðbundnir stofnar geti lotið stjórn strandríkis en þeirri tilskipun hefúr til þessa verið beitt á veiðar innan 12 mflna. Til viðbótar má minna á að innan EES fékkst fram viðurkenning á því að sérstakar reglur ættu að gilda um ör- yggiskröfur íslenskra fiskiskipa. Reglur um staðbundna stofna í ís- lenskri lögsögu færu þó að öllum líkind- um fyrir sameiginlegar stofnanir til samþykktar eða a.m.k. kynningar. Sama gildir um ákvarðanir um leyfileg- an afla og skiptingu hans. Þegar afla- heimildum úr fiskistofnum ESB er skipt upp er miðað við regluna um hlut- fallslegan stöðugleika, þ.e. ínki fá í sinn hlut veiðiheimildir í réttu hlutfalH við veiðireynslu undanfarin ár. Enn frem- ur er tekið sérstakt tilHt til svæða sem háð eru sjávarútvegi. Þetta þýðir að starfsreglur ESB um úthlutun leiddu að óbreyttu til þess að Islendingar sætu áfram einir að fiskimiðum um- hverfis Island, þ.e. að svo miklu leyti sem um er að ræða stofna sem ein- göngu eru innan lögsögu. Staða þeirra ESB-ríkja, sem kynnu að vilja ásælast fiskveiðiréttindi við ísland í möguleg- um aðildarviðræðum, yrði ekki ýkja sterk. Öðru máli gegnir um flökku- stofna, þ.e. norsk-íslensku sfldina, loðnu, makríl, rækju á Flæmska hatti, kolmunna og karfa sem aðrar þjóðir deila með okkur nú þegar. Þar yrði erf- itt að standa gegn því að erlend skip fengju að veiða hluta síns kvóta innan íslenskrar lögsögu. Gert yrði út um kvótaskiptingu innan sameiginlegra stofnana ESB. ESB mundi annast samningagerð við aðrar þjóðir um flökkustofna en ísland ætti fulltrúa í samninganefndum. Island og ESB hafa í mikilvægum atriðum haft andstæðar skoðanir varðandi stjórnun flökku- stofna. Sameiginleg sjávarútvegsstefna ESB gerir ráð fyrir því að á hverju ári séu bornar upp til samþykkis á fundi sjávarútvegsráðherra í Brussel tillögur um heildarafla innan ESB og skiptingu hans. Gildir þetta jafnt um stofna innan lögsögu sem flökkustofna. Sameigin- legar stofnanir ESB tækju þá ákvarð- anir sem varða lífsafkomu íslensku þjóðarinnar væri Island að- ildarríki. Starfsreglur geta breyst og aðstæður allar og því erfitt að treysta því að ásættanleg niðurstaða ná- ist um aUa framtíð nema sérstakar reglur væru lögfestar. Evrópusambandsrfldn hafa ekki komið sér saman um sameiginlega stefnumót- un á mörgum sviðum en nýting fiski- stofna er eitt þeirra. Meginregla í aðild- arviðræðum er að varanlegar undan- þágur séu ekki í boði. Þó svo að niðurstaða aðildarviðræðna sé jafngild ríkjaráðstefnu og því formlega hægt að lögíésta undanþágu i aðildarsamningi með óyggjandi hætti þarf til þess sam- þykki allra aðildarríkjanna. Ótvíræðan póHtískan vilja allra aðildarríkja þyrfti til þess en meginreglan er sú að varan- legar undanþágur eru ekki veittar." EES hefur stuðlað að stöðugleika ESB ákveður lífsafkomu íslendinga »L Ráðstöfun sjö til átta milljarða króna yrði færð til stofnana E SB TEKNIR eru saman í skýrslu utanríkisráð- herra allmargir kaflar um hina ýmsu mála- flokka í Evrópusam- starfinu. Fjallað er ítarlega um fjármál, frjáls vöruviðskipti, sam- kepppnisreglur, neytendavernd, umhverfismál, rannsóknir og þró- un, æskulýðsmál og ýmislegt fleira. Hér fara á eftir samantekt- arkaflar skýrslunnar um nokkur þessara atriða. Þróun í samlögun Evrópu- ríkja: sögulegt yfirlit Það sem greint hefur ESB frá öðrum alþjóða- eða fjölþjóðastofn- unum er í hve miklum mæli aðild- arríkin hafa framselt hið formlega fullveldi sitt til ákvörðunartöku í hendur sameiginlegra stofnana. Meginmarkmið EFTA-ríkjanna var og er mun þrengra en aðildar- ríki Evrópusambandsins settu sér. EFTA-ríkin fara hvert og eitt með sjálfstætt ákvörðunarvald. Þannig má líta á að stofnun EFTA hafi verið andsvar við stofnun og starf- semi Evrópubandalagsins á sínum tíma. Seinna varð EFTA þó í raun vettvangur aðildarríkja þess fyrir samskiptin við Evrópubandalagið frekar en að teljast mikilvægur samstarfsvettvangur EFTA-ríkj- anna sín á milli. Samstarf EFTÁ- ríkja við ESB hefur þróast frá hefðbundnum tvíhliðasamskiptum til stofnanabundins og margþætts samstarfs sem byggt er á EES- samningnum. ESB-aðild og íslenskur landbúnaður Ljóst er að ESB-aðild myndi hafa veruleg áhrif á starfsum- hverfi íslensks landbúnaðar. Það er hins vegar erfitt að spá fyrir um það með fullri nákvæmni hvað að- lögun að hinni sameiginlegu land- búnaðarstefnu ESB myndi þýða fyrir afkomu landbúnaðar hér á landi. Gera má þó ráð fyrir að sauðfjárbúskap, mjólkurfram- leiðslu og jafnvel nautgriparækt myndi geta vegnað þokkalega - og betur en öðrum búgreinum - fyrst og fremst vegna fremur greiðs að- gangs að stuðningi frá ESB. Sér- staklega myndi ýmis umhverfis- og harðbýlisstuðningur, sem teng- ist flatarmáli ræktaðs lands, nýt- ast þessum búgreinum. Hins vegar er svo til enginn stuðningur til svínakjöts-, kjúklinga- og eggja- framleiðslu fjármagnaður af ESB. Nokkuð öruggt er að matvælaiðn- aðurinn myndi einnig eiga undir högg að sækja gagnvart frjálsum innflutningi og bændur hér á landi gætu þar með lent í vandræðum með afsetningu afurða sinna. Hugsanlegar undanþágur frá reglum sambandsins um frjáls við- skipti með landbúnaðarafurðir milli aðildarríkjanna gætu byggst á sérstöðu íslands hvað varðar sjúkdómahættu. Ef slíkar undan- þágur fengjust gætu þær takmarkað innflutning lifandi dýra auk ýmissa afurða úr hráu kjöti og ógerilsneyddri mjólk frá vissum löndum innan ESB. Ekki er unnt að áætla með fullri nákvæmni hvaða fjárhæðir ís- lenskur landbúnaður fengi frá ESB. Stuðningur ESB til íslensks landbúnaðar og mótframlög ís- lenskra stjórnvalda gætu numið samtals meira en 5 milljörðum kr., að því gefnu að skilgreiningar á harðbýli og stuðningsbærri fram- leiðslu væru svipaðar og gerist í norðurhluta Svíþjóðar og Finn- lands. Möguleikar eru einnig fyi-ir hendi á að veita innlenda viðbótar- styrki - bæði tímabundna og við- varandi - svipað og gert hefur ver- ið í Svíþjóð og Finnlandi. Ástæða er til að taka áætlun sem þessari með vissum fyrirvara, sérstaklega sökum óvissu um þróun landbún- aðarstefnu. Efnahags- og myntbandalag Evrópu (EMU) Á því rúmlega eina ári sem liðið er frá stofnun Efnahags- og mynt- bandalags Evrópu hafa markmið þess um stöðugleika, lága vexti og hóflega verðbólgu staðist í megin- atriðum. Innan fárra ára kann sú staða að vera komin upp að flest aðildarríki ESB verði orðin aðilar að Myntbandalaginu og samstarfs- ríki okkar í EFTA, eitt eða fleiri, stefni jafnframt að aðild að banda- laginu. Margt bendir hins vegar til að mörg ár líði þar til Bretland, stærsti markaður íslendinga, verði aðili að myntbandalaginu. Þá er ljóst að ekki er pólitískur vilji til þess innan aðildarríkja ESB að þróa EES-samninginn þannig að hann nái til efnahags- og peninga- stefnu ESB og þar með aðildar að EMU. Ef stjórnvöld taka ákvörð- un um að standa utan ESB og EMU um ókomna tíð verður helsti vandi atvinnulífsins gengisáhætta og vaxtamunur. Þess vegna þarf að athuga vandlega möguleika þess að tengjast gjaldmiðilssam- starfinu þegar fram í sækir. I því sambandi er skynsamlegt að haga stjórn efnahagsmála þannig að hagrænir þættir hindri ekki slíka tengingu í fyllingu tímans. íslensk stjórnvöld þurfa því að vera við- búin breyttum aðstæðum og miða stefnu sína í efnahags- og peninga- málum við það að unnt verði að að- lagast Myntbandalaginu með ein- um eða öðrum hætti. Evrópsk öryggis- og varnarmál Islensk stjórnvöld hafa frá upp- hafi stutt þróun Evrópusam- starfsins innan bandalagsins og lýst skilningi á viðleitni aðildar- ríkja ESB til að þróa sameiginlega evrópska öryggis- og varnarmál- astefnu. Það var staðfest með aðild Islands að yfirlýsingu leiðtoga- fundar bandalagsins í Washington DC. Á hinn bóginn var viðeigandi hluti yfirlýsingarinnar skilyrtur þannig að stuðningur bandalagsins við ESB myndi ráðast af samsvar- andi ákvörðunum innan ESB, einkum varðandi þátttökuréttinn og samskipti samtakanna tvennra. Málflutningur af íslands hálfu á vettvangi bandalagsins og VES hefur byggst á þessum grundvelli. íslensk stjórnvöld hafa lýst áhyggjum yfir því hvernig ESB hefur hingað til haldið á málum og ítrekað tekið fram að erfitt yrði að ná frekari árangri innan banda- lagsins á meðan ekki næðist sam- staða innan ESB um nauðsynlegar pólitískar ákvarðanir varðandi þátttökuréttinn og samskipti sam- takanna. Fjárlög ESB - Samantekt og niðurstaða Island er vel stætt ríki miðað við flest aðildarríki Evrópusam- bandsins og þjóðarframleiðsla á mann er mjög mikil. Af þessari ástæðu einni er ljóst að framlag íslands, sem aðildarríkis að ESB, yrði mun hærra en sú fjárhæð sem kæmi aftur inn í íslenskt efnahags- líf úr sjóðum sambandsins. Ef mið- að er við tilteknar forsendur kafl- ans gæti árlegt framlag Islands umfram það sem nú er greitt vegna EES-samningsins orðið á bilinu 7 til 8 milljarðar. Til baka gætu samkvæmt tilteknum for- sendum í kaflanum runnið um fimm milljarðar úr sameiginlegum sjóðum en það yrði háð samning- um og aðstæðum. Með stækkun ESB eru líkur á að framlag ís- lands hækkaði og endurgreiðsla úr sjóðum sambandsins lækkaði, allavega þar til efnahagur hinna nýju aðildarríkja batnar. Evrópusambandið er samstarf þjóða Evrópu sem hefur margvís- leg markmið. Mestu fjármagni er varið í að tryggja fjölbreytt hlut- verk landbúnaðar og fæðuöryggi í álfunni, og að stuðla að jöfnum lífsskilyrðum fyrir þegna hennar, jafnt í dreifbýli sem stórborgum. Aðildarríkin hafa komið sér saman um að þær fjárhæðir sem Evrópu- samstarfið velti megi ekki vera hærri, en sem nemur 1,27% af samanlagðri þjóðarframleiðslu þeirra allra. Árið 1999 var hlutfall- ið 1,1%. Um er að ræða samtrygg- ingarkerfi margra þjóða á tak- mörkuðum sviðum. Stærstu útgjaldaliðir hins opinbera í aðild- arríkjum ESB eru að mestu fyrir utan þetta samstarf, þ.e. liðir eins og heilbrigðisþjónusta, varnarmál, menntun og félagsleg aðstoð. Ef við íslendingar gætum reikn- að það út með einhverjum hætti að hærri fjárhæð kæmi til baka úr sjóðum ESB en sú fjárhæð sem ríkissjóður greiddi þar inn, væri það einungis vísbending um slaka stöðu íslensks samfélags í saman- burði við aðrar Evrópuþjóðir. Það getur ekki verið markmiðið. Spurningin er hvort íslenska þjóð- in þurfi og vilji kaupa sér þá tryggingu að með samstarfi við Evrópuþjóðir verði ávallt reynt að stuðla að því að lífsgæði á Islandi verði -í samræmi við lífsgæði ann- ars staðar í Evrópu. Önnur mikil- væg spurning hlýtur að vakna, þ.e. hvort þjóðin fallist á réttmæti markmiða samstarfsins um að stjórnvöld eigi að stuðla að jöfnuði í svo miklum mæli og verja til þess svo miklu fé. Efnahagsleg lífsgæði eru meiri hér á landi en þau eru að meðaltali innan ESB. Það eitt veldur því að framlag Islands yrði hærra en sú fjárhæð sem kæmi aftur inn í ís- lenskt efnahagslíf úr sjóðum ESB. Ef gengið er út frá þeim forsend- um, sem gefnar eru hér á undan, gæti framlagið orðið á bilinu 7 til 8 milljarðar og hugsanlega gætu fimm milljarðar ratað til baka í formi styrkja til landbúnaðar, sjávarútvegs og byggðamála. Ólík- legt væri þó að íslendingar mundu sækjast eftir styrkjum til sjávar- útvegs þannig að hugsanlegar end- urgreiðslur yrðu sem því næmi lægri en þeir fimm milljarðar sem áður nefndi. I því sambandi þarf að hafa í huga skaðsemi styrkja í sjávarútvegi sem Islendingar verða að forðast. Hugsanlegar endurgreiðslur gætu því lækkað sem því nemur. Stækki ESB til austurs er ljóst að staða efnaðra aðildarríkja ESB mundi versna þar sem þau ríki sem sótt hafa um aðild standa flest ekki vel efna- hagslega, eða þar til þau hafa rétt úr kútnum. Aðild íslands að ESB hefði allt- af einhver áhrif á stöðu ríkissjóðs. Ljóst er að réttur ríkissjóðs til að ráðstafa 8 milljörðum króna af þeim tekjum sem hann hefur til nú, yrði færður í hendur stofnana ESB. Hluta af þeirri fjárhæð yrði varið til landbúnaðar, sjávarútvegs og byggðamála á íslandi, sem hlyti að leiða af sér að núverandi fram- lag ríkissjóðs til þessara mála lækkaði. Það kæmi í hlut íslenskra stjórnvalda að ákveða með hvaða hætti íslenskur landbúnaður og dreifð byggð landsins yrði aðlöguð nýjum aðstæðum og réðu þær ákvarðanir miklu um hvaða áhrif aðild hefði á afkomu ríkissjóðs. Breytingar á tollskránni og áhrif þeirra á vöruviðskipti hefði líklega áhrif á afkomu ríkissjóðs, en erfitt er að meta með einhverri vissu hversu víðtæk þau yrðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.