Morgunblaðið - 11.04.2000, Side 1

Morgunblaðið - 11.04.2000, Side 1
STOFNAÐ 1913 86. TBL. 88. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR11. APRÍL 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Angela Merkel kjörin nýr formaður kristilegra demókrata í Þýskalandi Markið sett á sigur í næstu kosningum Essen. Morgunblaðið. ANGELA Merkel var í gær kjörin nýr formaður kristilega demókrataflokksins í Þýskalandi, CDU, á flokksþingi í Essen. Varð hún þar með fyrsta konan til að veljast í leiðtogasæti eins af stóru stjómmálaflokkunum í Þýskalandi. Á óvart kom hve sannfærandi stuðning hinn 45 ára austur- þýski efnafræðingur fékk hjá hinum tæplega eitt þúsund fulltrúum sem þingið sátu, eða tæp 96%. Öll forystusveit CDU var endurnýjuð á flokks- þinginu. I stöðu eftirmanns síns sem fram- kvæmdastjóra flokksins tilnefndi Merkel hinn lítt þekkta þingmann Ruprecht Polenz. Hann hlaut rúm 88% atkvæða. Nýr fjármálastjóri CDU er Hans Cartellieri, sem tekur við þeirri stöðu af Mathias Wissmann. Þá voru sjö varaformenn og 26 stjómarmenn kjömir; sumir þeirra áttu þar reyndar áður sæti. Hápunktur þingsins Ræða sú sem Merkel flutti fyrir kjörið var há- punktur flokksþingsins, sem hófst á sunnudag og lýkur í dag. Merkel þurfti oft að gera hlé á máli sínu vegna lófakiapps, en í ræðunni - sem form- lega var skýrsla fráfarandi framkvæmdastjóra - útlistaði hún þá þætti sem hún teldi að CDU ætti að leggja aðaláherslu á í stefnu sinni. Hún reyndi einnig að benda á veika punkta hinnar „rauð- grænu“ stjórnarstefnu jafnaðarmanna og græn- ingja, sem CDU þyrfti nú að einbeita sér að í hlut- verki sínu sem forystuafl stjórnarandstöðunnar og með sigur í næstu sambandsþingkosningum ár- ið 2002 að leiðarljósi. Að flutningi ræðunnar lokn- um linnti lófataki ekki fyrr en eftir rúmar sex mín- útur. Þakkaði Merkel kærlega fyrir hinn mikla stuðning og bætti við að hún vonaðist til að hann héldist. Ræðu Stoibers beðið með eftirvæntingu Á lokadegi flokksþingsins í dag er þess beðið með allnokkurri eftirvæntingu hvað Edmund Stoiber, formaður CSU, systurflokks CDU í Bæj- aralandi, og forsætisráðherra þar, segir í ávarpi sínu. Þykir Stoiber vera einhver mesti þungavigt- arstjómmálamaðurinn í forystusveit kristilegu flokkanna í Þýskalandi eftir endumýjun flokksfor- ystu CDU á flokksþinginu í Essen, og líklegt að hann hafi metnað til að gera tilkall til þess að verða næsta kanslaraefni CDU og CSU. ■ Scháuble eftirlætur/31 AP Angelu Merkel, nýkjörnum formanni Kristi- legra demókrata, var fagnað gífurlega á flokksþingi í Essen í gær. Álitínn vera keppi- nautur um kvenhylli Ósld. AP. NORÐMAÐURINN öystein Froysnes er nú á batavegi eft- ir að hafa hlotið umtalsverð meiðsl er strútur réðst á hann. Froysnes elur strúta í bæn- um Bygland suðvestur af Ósló. En á laugardag taldi einn fugla hans eiganda sinn vera annan karlkyns strút sem hefði hug á að veita sér samkeppni um athygli kven- fuglanna í búrinu. Strúturinn, sem er af afr- ísku kyni og um tveir metrar á hæð, sparkaði því í Froysnes sem féll á jörðina. Strúturinn sparkaði þar áfram í hann með þeim afleiðingum að Froysnes rifbeinsbrotnaði og lungu hans féllu saman, en að sögn lækna er hann nú á bata- vegi. I Noregi fjölgar sífellt þeim bændum sem leita nýrra ræktunarmöguleika og ala óvenjuleg eldisdýr á borð við strúta í því skyni að reyna fyr- ir sér á nýjum mörkuðum. Enn fellur Nasdaq New York. AFP. NASDAQ-verðbréfavísitalan lækk- aði um 5,81% í gær og telst það annað mesta fall vísitölunnar til þessa. Nasdaq lækkaði um 258,25 punkta og stendur nú í 4,188.20, en fyrir viku féll Nasdaq um 349 punkta í kjölfar úrskurðar dómara í máli Microsoft-hugbúnaðarfram- leiðandans. Vísitalan hækkaði síð- an á ný um 4,1% í vikulok, en hefur nú lækkað um 17% frá því hún stóð sem hæst, 10. mars sl. Nasdaq hef- ur engu að síður hækkað um 2,92% frá ársbyrjun. Það er mat margra sérfræðinga að verðgildi Nasdag vísitölunnar sé nú mun raunhæfara en áður eftir lækkanir sem átt hafa sér stað undanfarið. Þá hækkaði Dow Jones-iðnaðar- vísitalan um 75,08 punkta í gær og stendur nú í 11,186.56 punktum og hefur því lækkað um 2,7% frá ára- mótum. Reuters Aukin spenna í Bólivíu MÓTMÆLENDUR veifa hér bóliv- íska fánanum þar sem þeir taka þátt í mótmælaaðgerðum vegna hækkunar á vatnsskatti í landinu. Tugir þúsunda íbúa Bólivíu mót- mæltu hækkuninni á torgi í bænum Cochamba í gær og kröfðust þess að stjórnvöld breyttu út frá fyrri ákvörðun sinni um einkavæðingu á vatnsveitum í landinu. Óeirðir hafa verið í Bóliviu undanfarna daga og höfðu fimm látist á sunnudag. Leiðtogafundur N- og S-Kóreu Vonir um bætt tengsl ríkjanna Seoul. AP, AFP. LEIÐTOGAR Norður- og Suður- Kóreu munu hittast á sögulegum fundi í júní á þessu ári, að því er fram kom í sameiginlegri tilkynningu ríkj- anna í gær. Forseti S-Kóreu, Kim Dae-Jung, mun fljúga á fund Kims Jongs-Il, leiðtoga N-Kóreu, í Pyong- yang og munu viðræðumar standa í þrjá daga, frá 12.-14. júní. Dagskrá viðræðnanna hefur ekki verið birt en búist er við því að leiðtogamir muni ræða hugsanlega efnahagssamvinnu, málefni sundraðra fjölskyldna og möguleika á friðsamlegri sambúð ríkjanna. Æðstu ráðamenn N- og S- Kóreu hafa aldrei áður hist á fundi. Stórveldin fagna tíðindunum Fulltrúar erlendra ríkja fognuðu í gær fyrirhuguðum leiðtogafundi Kóreu-ríkjanna og létu í ljósi vonir um að hann yrði til að stuðla að því að drægi úr spennu í samskiptum þeirra. Bandarísk stjómvöld lofuðu við- leitni Kims Dae-Jungs til að bæta tengsl ríkjanna á síðustu missemm og sögðu að hann hefði með hinni s.k. „sólskinsstefnu sinni“ lagt gmnninn að væntanlegum fundi leiðtoganna. Bandaríkjamenn hafa síðustu ár lagt hart að ráðamönnum í báðum ríkjum að hefja viðræður. „Við höfum lengi sagt að skilyrði þess að skapa megi fríð og stöðugleika á Kóreu-skaga sé að beinar viðræður fari fram milli norður- og suðurhlutans," sagði Jam- es Rubin, talsmaður bandaríska ut- anríkisráðuneytisins, í gær. „Við höfum bæði unnið að því með beinum og óbeinum hætti að ríkin tækju upp viðræður.“ Rubin sagði einnig að Madeleine Albright, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, hefði hringt í utanríkisráðherra Suður- Kóreu, Lee Joung-bin, í gær og lýst yfir eindregnum stuðningi banda- rískra stjómvalda við fund leiðtog- anna. Stjómvöld í Kína lýstu líkt og Bandaríkin ánægju með fyrirætlanir N- og S-Kóreumanna. „Kínverjar vona að fundurinn muni skila raun- vemlegum árangri,“ sagði talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins, Zhu Bangzao. „Kínversk stjómvöld hafa ætíð stutt viðleitni til að bæta samskipti ríkjanna og tilraunir til að sætta norður- og suðurhluta Kóreu- skagans, viðræður og samráð sem leitt geti til friðsamlegrar sameining- ar.“ í yfirlýsingu frá rússneskum stjómvöldum í gær sagði að þau fögn- uðu tilkynningunni um leiðtogafund Kims Dae-Jungs og Kims Jongs-Il. Þar sagði að viðræðumar yrðu „mik- ilvægar til að efla stöðugleika og fríð á Kóreu-skaga og í norðaustur-Asíu“. ■ Lýkur lengstu/31 MORGUNBLAÐH) 11. APRIL2000 5 690900 090000

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.