Morgunblaðið - 16.04.2000, Side 22
22 SUNNUDAGUR 16. APRÍL 2000
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
alþjóðlegra samtímalistasafn og
komum okkar listamönnum á fram-
færi erlendis, sem er óhemju mikils
virði. Það víkkar líka sjónarhornið
hér heima, því þetta er stór heimur
að fara inn í og það eru ákaflega
spennandi möguleikar sem opnast
með bættum aðbúnaði að Listasafni
Reykjavíkur. Þróunin hefur verið
mjög hröð frá því að Kjarvalsstaðir
opnuðu og ég hef líka orðið vör við
mikla framþróun þessi sex ár sem
ég hef verið í menningamiálanefnd
Reykjavikurborgar. Áherslurnar
eru að breytast og það er orðið auð-
veldara að fá aðstoð og auknar fjár-
veitingar til ýmissa verkefna á
þessu sviði. Þetta er ekki eingöngu
á sviði myndlistar heldur á öðrum
sviðum menningar líka.“
Betri aðstaða til að
sinna rannsóknum
Nú á að vera þarna önnur starf-
semi líka?
„Já, þarna á t.d. að vera bóka-
safn, sem bætist við það safn sem
er á Kjarvalsstöðum. Markmiðið er
að laga bókasafnið að nútímanum
því bókasöfn veita ekki lengur bara
aðgang að bókum, heldur margvís-
legu öðru efni,“ segir Guðrún. „Svo
verður þarna líka arkitektúrsafn,
því byggingarlistadeild Kjarvalsst-
aða flytur líka í Hafnarhúsið, þótt
það verði ekki núna alveg í fyrstu.
Sú deild stækkar ört þótt þar sé að-
eins einn starfsmaður, Pétur Ár-
mannsson. Á Kjarvalsstöðum hafa
verið sýningar um ákveðin hverfi í
Reykjavík og einnig um ákveðna
arkitekta. Þannig á þessi deild eftir
að þróast og taka þessa listgrein
inn í þetta umhverfi á mjög
skemmtilegan hátt.
í Hafnarhúsinu verður einnig
starfrækt verslun, með ýmislegt til
fróðleiks og skemmtunar sem teng-
ist listinni og safninu.
Svo má ekki gleyma því að með
þessu húsi fáum við mun betri
geymslur og aðstöðu fyrir starfs-
fólkið. Þarna fáum við tækifæri til
að nota fullkomnar geymslur sem
eru staðsettar við sýningarsalina
þar sem fólkið er að vinna, þannig
að það verður miklu auðveldara að
stunda alla rannsóknarstarfsemi,
einnig fyrir þá sem koma utan að.
Við megum ekki gleyma því að vax-
andi þáttur í starfsemi allra safn-
anna er safnafræðsla. Með Hafnar-
húsinu skapast þetta bakland sem
er svo nauðsynlegt þegar verið er
að kenna fólki og fræða það.“
Að hvaða leyti tengist það sem er
framundan íhúsinu, margumræddu
menningarári?
„Sýningarnar sem nú verða opn-
aðar tengjast menningarárinu og
húsið verður að sjálfsögðu nýtt
bæði í þágu menningarborgar og
listahátíðar. Enda var það markviss
ákvörðun að koma sem stærstum
hluta þess í notkun á þessu ári. Þótt
ýmislegt verði eftir við fram-
kvæmdina verður vonandi öllum
Ijóst hvert stefnir með húsið.“
Öflugnr menningarkjarni
í Grófinni
Hvaða þýðingu fínnst þér þetta
hús hafa á þessu svæði í miðbæn-
um?
„Þessi starfsemi, bæði í Hafnar-
húsinu og í Grófarhúsinu, er mikið
framfaraspor á þessu svæði og hef-
ur geysilega þýðingu. Það koma af-
skaplega margir á þessar stofnanir,
Borgarbókasafnið dregur mikið að
og öll söfnin raunar, þannig að við
erum þarna að færa miðbænum
margt fólk í margvíslegum erind-
um. Það hefur mjög mikið að segja
fyrir miðbæinn að fá þangað alls
konar starfsemi og fólk í fjölbreytt-
ari erindum heldur en nú er. Þetta
er eiginlega ein af meginástæðum
þess að menningarmálanefndin
stóð að þessari tillögugerð. Okkur
fannst að þetta myndi geta farið svo
vel saman, menningarhús af þeirri
stærðargáðu sem Hafnarhúsið er
og sú lyftistöng fyrir miðbæinn sem
felst í starfsemi þess. Þetta er
þarna í næsta nágrenni við Hlaðv-
arpann og starfsemi æskulýðsráðs í
Hinu húsinu, þannig að þetta er
mjög öflugur menningarkjarni sem
myndast þarna í kringum Grófar-
torgið," sagði Guðrún Jónsdóttir að
lokum.
Háskóla-
kórinn í
Salnum
HÁSKÓLAKÓRINN heldur tón-
leika í Salnum f Kópavogi annað
kvöld, mánudagskvöld, kl. 20. Á
efnisskránni verða verk eftir Sig-
valda Kaldalóns, Sigursvein D.
Kristinsson, Ingunni Bjarnadóttur,
Kjartan Ólafsson, Jón Ásgeirsson,
Béla Bartók, Benjamin Britten, Eg-
il Gunnarsson.
Eftir hlé verða m.a. flutt án hlés
Raddir á daghvörfum - tilbrigði við
tfu þjóðsögur f tfu þáttum. Ljóða-
flokkurinn birtist fyrst í bók Hann-
esar Péturssonar, Stund og staðir,
árið 1962, en hún var tilnefnd til
bókmenntaverðlauna Norðurland-
aráðs árið 1964. Kórinn hefur nýl-
okið upptökum á verkinu í heild
sinni og mun það koma út á geislap-
lötu ásamt annarri íslenskri kór-
tónlist sem Háskólakórinn hefur
flutt.
Háskólakórinn hefur nú verið til í
ein 28 ár og upp úr honum hafa ver-
ið stofnaðir aðrir kórar. Á tónleik-
unum á morgun koma einnig fram
karlakórinn Silfur Egils og kvenna-
kórinn Strengur Hallgerðar.
Kórinn flytur Sálumessu Verdis í
Bologna á Italíu í vor ásamt há-
skólakórum frá hinum átta Menn-
ingarborgum Evrópu. Af því tilefni
verða á efnsiskránni í Salnum
nokkrir ítalskir madrigalar.
Stjórnandi Háskólakórsins er Eg-
ill Gunnarsson.
Háskólakórinn ásamt stjórnandanum Agli Gunnarssyni.
Gullna röddin dregur skammt
gegn skattinum
London. Morgunblaðið.
LUCIANO Pavarotti á ekki
sjö dagana sæla um þessar
mundir. Tenórröddin, sem
hefúr verið hans sterkasta
tromp, dugar honum lítt í
glímunni við skattayfirvöld.
Italskur dómstóll hefur
dæmt hann til að greiða
jafnvirði um 350 milljóna
króna í sekt íyrir undanskot
frá skatti og hann á enn yfir
höfði sér sakamál vegna
þessa. Viðureign hans við skattayfir-
völd og umbrot í einkalífi hafa slegið
á vinsældir hans meðal almennings
og nú segja sumir að röddin sé líka að
bregðast honum.
í frásögn fréttaritara The Guardi-
an í Róm segir að fáir ítalir hafi gert
athugasemdir við þau ummæli, þegar
háttsettur ítalskur embættismaður
kallaði Pavarotti svikara við föður-
land sitt, og fáir hafi samúð með Pav-
arotti nú í skattahremmingum hans.
Sá ljómi sem lék um nafn
Pavarottis þegar hann lauk
upp hliðum óperuheimsins
fyrir fjöldanum hefur fölnað.
Pavarotti hefur haldið
uppi þeim vömum að hann
eigi ekki að greiða skatta á
Italíu, því hann sé búsettur í
Mónakó. Fjármálaráðherra
ftalíu hefur sagt þetta tóma
vitleysu og tilraun til þess að
komast hjá því að greiða
skatta og skyldur af 35 milljarða
króna eign, enda veiji söngvarinn
rneiri tíma á búgarði sínum í Modena
en í íbúðinni í Mónakó. Skattayfirvöld
á Ítalíu segja Pavarotti skulda nær
600 milljónir króna í skatta af van-
töldum tekjum sínum í níu löndum,
sem Pavarotti segist aftur á móti hafa
greitt skatta af í viðkomandi löndum.
Þá hefur skilnaður hans og Adua
Veroni ekki gengið hljóðalaust fyrir
sig, en hún sótti um skilnað þegar
innilegar ljósmyndir birtust af ten-
órnum og ritara hans, Nicolettu Man-
tovani. Þegar söngvarinn hafnaði
kröfu Veroni, sem hljóðaði upp á átta
milljarða, gekk hún til liðs við skatta-
yfirvöld gegn honum. Þessi vandræði
með Veroni hafa svo leitt til þess að
ekkert hefur getað orðið úr hjóna-
bandi Pavarottis og Mantovani enn-
þá.
Og eins og þetta sé ekki nóg fjölgar
gagnrýnisröddunum um söng hans.
Og hnén eru stöðugt að angra hann.
En mitt í allri armæðunni segir frétt-
aritari The Guardian að Pavarotti
hafi samt átt hug og hjarta þeirra
sem á hann hlýddu, þegar hann í jan-
úar sl. söng Cavaradossi í afmælis-
flutningi á Toscu í Róm. Heyra mátti
að hann hafði áhorfendur á valdi sínu
og þeir hylltu hann með bravóhróp-
um á eftir. Gullna tenórröddin er
langt frá þvi að vera dauð úr öllum
æðum.
Luciano
Pavarotti
Kór frá Lundi
í Eyrarbakka-
kirkju
CANTEMUS-kórinn frá Lundi í
Svíþjóð heldur tónleika í Eyrar-
bakkakirkju á morgun, mánudag, kl.
20. Fluttir verða m.a. evrópskir
miðaldasöngvar, sænskir sumar-
söngvar og Gloria eftir Adolpho
Adam. Jóhanna Þórhallsdóttir syng-
ur einsöng en stjómandi kórsins er
Siegward Ledel.
í Cantemus-kómum era söngvar-
ar af ýmsum þjóðemum. Meðal kór-
félaga era Islendingar búsettir í
Lundi og nágrenni og hafa þeir und-
irbúið komu kórsins til íslands.
-----+++------
Söngtónleikar á
Hornafirði
SIGRÚN Hjálmtýsdóttir sópran,
Bergþór Pálsson baríton og Jónas
Ingimundarson píanóleikari halda
tónleika í Hafnarkirkju á Homafirði
á morgun, mánudag, kl. 20.30.
Á efnisskrá era lög eftir Sigfús
Halldórsson, söngvar úr söngleikj-
um svo sem Óperadraugnum eftir L.
Webber, Showboat eftir J. Kern og
atriði úr Porgy og Bess eftir G. Gers-
hwin.
-----H-*-------
Vika bókarinnar
Mánudagur 17. apríl.
Bókasafn Garðabæjar
Jóhanna Vigdís Arnardóttir leik-
kona les Ijóð í Bókasafni Garðabæjar
kl. 17.30. Þá er einnig síðasti dagur
sektarlausrar viku sem staðið hefur
sl. viku.
-----------------
Opin æfing hjá
Léttsveit Kvenna-
kórsins
LÉTTSVEIT Kvennakórs Reykja-
víkur býður til opinnai' æfingar í Ými
á þriðjudagskvöld, kl. 20.30. Margir
kórar koma saman þetta kvöld en að-
altilefnið er koma kórsins Cantemus
frá háskólabænum Lundi. Cantemus
kórinn er blandaður óháður kór í
Lundi stofnaður 1987. í honum
syngja um 30 manns og er stjórnandi
kórsins Sigward Ledel organisti í St.
Knuts kirkju í Lundi. Cantemus
syngur bæði kirkjulega og veraldlega
tónlist. Á þriðjudagskvöldið koma
fram Stúlknakór Bústaðakirkju og
Samkór Trésmiðafélags Reykjavík-
ur. Píanóleikari Léttsveitarinnai' er
Aðalheiður Þorsteinsdóttir.
Bragðmiklar barnagælur
TONLIST
K r a k á r 1 r f ó i ð f
Sa I n nin í Kópavogi
KAMMERTÓNLEIKAR
Trio Elegiaque í g-moll eftir Sergei
Rakhmaninov, Tríé i D-dúr op. 70
nr. 2 eftir Beethoven og Píanótríó
frá 1953 eftir Artur Malawski.
Fimmtudag kl. 20.30.
HÚN virðist stutt leiðin frá Pól-
landi til íslands. Hingað koma þeir,
Pólverjamir og sjá okkur fyrir því
sem er brýnast í lífinu. Þeir koma og
verka oní okkur fiskinn, og sjá okk-
ur svo fyrir tónlist. Þvflíkt lán! Tón-
listarlífið hér væri fátækara ef ekki
hefði notið við fjölmargra pólskra
listamanna. Nokkrir þeirra hafa
leikið í Sinfóníuhljómsveit íslands
áram saman; þeir eiga hér frábæra
söngkonu, og svo eiga þeir hér tón-
listarmenn sem hafa sest að úti á
landi til að auðga tónlistarlífið þar.
Jacek Tosik-Warszawiak píanóleik-
ari hefur búið í Borgamesi í átta ár.
Þar hefur hann kennt tónlist og
starfað með öðram tónlistarmönn-
um. Lítið hefur heyrst til hans hér á
höfuðborgarsvæðinu; því miður. Nú
kemur á daginn að hann er þriðj-
ungur og einn stofnenda píanótríós
sem kallar sig Trio Cracowia, en
meðlimir þess eru fymjm skólafé-
lagar úr Tónlistarháskólanum í
Kraká. Krakártríóið lék fyrir
þunnskipuðum Salnum í Kópavogi,
og sárt að svo margir skyldu missa
af frábæram leik þess. Fiðluleikar-
inn Krzysztof Smietana, og selló-
leikarinn Julian Tryczynski, félagar
Jaceks í tríóinu eru eins og hann,
margreyndir tónlistarmenn með
langan slóða á eftir sér af alls kyns
vegtyllum, viðurkenningum og
verðlaunum. Og þótt þeir félagamir
búi hver í sínu landi, og æfingar
hljóti þar af leiðandi að vera strjál-
ar, era þeir langt frá því að vera þrír
hljóðfæraleikarar þegar þeir spila
saman: þeir eru eitt tríó; - eitt hljóð-
færi. Samleikur þessara manna var
eins og best er hægt að ímynda sér
hann. Þeir höfðu fullkomið næmi
hver fyrir öðram, og öll „artikúla-
sjón“ var algjörlega einróma. Mús-
íkalskur leikur þeirra lyfti þessari
kvöldstund hátt upp úr hversdegin-
um. Tríó elegiaque eftir Rakhman-
inov er hrífandi tónsmíð og var frá-
bærlega leikin. í lok verksins er
langt diminuendo þar sem leikið
skal með sí-minnkandi styrk. Þessi
hending var listflega útfærð og
verkið dó út á áhrifamikinn hátt.
Tríó Beethovens nr. 2 úr ópus 70
var samið á einu frjóasta og afkasta-
mesta tímabili á starfsævi tón-
skáldsins, í lok fyrsta áratugar nít-
jándu aldarinnar. Þarna er
Beethoven sjálfum sér líkastur,
framlegur í hljómrænni framvindu
og snilldarlegur í útfærslu stefja og
stefbrota. Bráðlátt og snarpt upp-
haf fyrsta þáttar var svo dýnamískt
leikið, að frá byrjun var maður sem
festur upp á þráð. í hægum milli-
þættinum fór Krakártríóið dásam-
lega með undurfallegt, mjúkt og
veikt upphafsstefið og safaríkur
prestóþátturinn var kraftmikil and-
stæða þessarar blíðu.
Síðasta verkið á efnisskránni var
Píanótríó frá 1953 eftir Artur Mal-
awski. Þetta var óvæntasta gleðin á
þessum ágætu tónleikum. I dag er
Malawski sennilega best þekktur
sem kennari margra helstu tón-
skálda pólska skólans á þessari öld
og frægasti nemandi hans trúlega
Krzysztof Penderecki.
Það var fátæklegt að ekkert
skyldi vera sagt frá Artur Malawski
í prógrammi tónleikanna; því varla
hafa margir tónleikagestir þekkt
hann og verk hans. Þetta ágæta tón-
skáld fæddist í Przemysl og stund-
aði fyrst nám í fiðluleik og tónfræði í
heimabæ sínum. 1928 fór hann til
Krakár til frekara náms og varð síð-
armeir prófessor í hljómsveitar-
stjórn og tónsmíðum í Kraká. Pían-
ótríóið frá 1953 er mikilsháttar
tónsmíð. Stfll hennar er persónuleg-
ur og einlægur. Rammir pólýrytmar
og djúpur expressjónismi einkenna
verkið. Það er hefðbundið í formi; -
fjórir þættir, en tónmálið er fallegt
og ferðast framlegar og framandi
leiðir út frá tónmiðjunni. Þetta var
fín músík; heilsteypt verk, og fanta-
vel spilað af Krakártríóinu.
Nú er bara að bíða og vona að
Krakártríóið komi aftur hingað til
að spila; - sem fyrst.
Bergþóra Jónsdóttir