Morgunblaðið - 16.04.2000, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 16. APRÍL 2000 25
Reuters
Sambúðarvandi strangtrúaðra
Gyðinga og hinna sem hneigjast
til frjálslegri lífshátta setur
inark sitt á allt ísraelska samfé-
lagið. Hér eru strangtrúaðir í
biðröð fyrir utan matvöru-
markað til að búa sig undir fæðu
við hæfi vegna föstu sinnar.
er þeirrar skoðunar að við eigum að
verja landið frá okkar eigin landa-
mærum,“ segir hún. „Enda höfum
við margoft séð að þegar Líbanir
ætla sér að gera árásir á Israel þá
gera þeir það þrátt fyrir öryggis-
svæðið." Þá segir hún tíma til kom-
inn að huga að þjáningum líbönsku
þjóðarinnar, jafnvel þó hún sé sam-
mála því að í sumum tilfellum helgi
tilgangurinn meðalið. Hersetan haf!
hins vegar engu áorkað nema því að
gera Líbani að svörnum óvinum
Israela.
„Að líta á frið sem
raunverulegan valkost“
Hún segist telja það verkefni
sinnar kynslóðar að semja frið við
nágranna ísraels og er meðal ann-
ars einn af stofnendum samtaka
trúaðra kvenna fyrir verndun
mannslífa. „Við teljum að þjóðinni
hafi hlotnast einstakt tækifæri til að
semja frið og ákváðum að reyna að
stofna til nýrrar vitundar innan
samfélags trúaðra um nauðsyn þess
að nýta þetta tækifæri," segir hún.
„Flestir trúaðir líta á verndun
mannslífa sem mikilvægasta boð-
orðið og við reynum að notfæra okk-
ur það til þess að fá fólk til að líta á
frið sem raunverulegan valkost."
Hún kveðst trúa því að Israelar
og Palestínumenn geti komist að
einhvers konar málamiðlun þó hún
eigi ekki von á því að þeir verði nein-
h’ perluvinir til að byrja með. Hún
geti vel skilið að Palestínumenn beri
kala í brjósti til ísraela og að þeir líti
svo á að gyðingar eigi engan tilveru-
rétt í þessum heimshluta. Það breyti
því hins vegar ekki gyðingar þurfi á
föðurlandi að halda. „Það hversu
skammarlega þjóðir Evrópu sviku
gyðinga í hendur nasistum réttlætti
það að við settumst hér að,“ segir
hún. „Nú þegar við höfum þraukað
stríð og byggt upp landið höfum við
hins vegar ekki lengur ástæðu til að
líta á okkur sem fórnarlömb. Það er
því er kominn tími til að taka næsta
skref og huga að þeim hörmungum
sem aðrir hafa þurft að búa við. Þá á
ég fyrst og fremst við Palestínu-
menn. Þeir eru ekki ábyrgir fyrir
þeim hörmungum sem við höfum
þurft að þola og lentu sjálftr í að-
stöðu sem þeir kærðu sig ekkert
um.“
Zvia telur friðarferlinu standa
hvað mest ógn af landnemabyggð-
um ísraela á Vesturbakkanum sem
Palestínumenn munu aldrei sætta
sig við. Fjöldi landnema muni hins
vegar aldrei fallast á að yftrgefa
heimili sín og það geti reynst stjórn-
völdum dýrkeypt að þvinga þá til
þess. „Eg hef verið andvíg landn-
emabyggðum gyðinga á Vestur-
bakkanum frá upphafi," segir hún.
„Ég var þess alltaf fullviss að þær
myndu einungis leiða til vandræða
og hefði aldrei getað trúað því að
þær yrðu enn til staðar 25 árum síð-
ar.“
Hún segist líta svo á að landnem-
arnir hafi mjög rangt fyrir sér. Hún
telji þó að viðhorf margra landnema
hafi verið að breytast. Vissulega
muni margir þeirra berjast gegn því
að láta landið af hendi en aðrir hafi
smám saman verið að gera sér grein
fyrir því að þeir hafi verið á rangri
braut og séu farnir að sætta sig við
að hluti landnemabyggðanna verði
yfirgefinn. „Fólk hefur verið að gera
sér grein fyrh’ því að málstaðurinn
nýtur ekki stuðnings þjóðarinnar,"
segir hún. „Þá tel ég að dauði Rab-
íns hafi verið mörgum landnemum
mikið áfall þar sem þeir hafi séð að
barátta þeirra væri gengin út í öfg-
ar. Þetta fólk hefur hins vegar ekki
að neinu að hverfa og því get ég ekki
annað en fundið til samúðar með
þeim, þrátt fyrir að þeir hafi valdið
bæði hörmungum og vandræðum
með afstöðu sinni.“
Hún segist þó telja að samfélag
bókstafstrúarmanna henti mörg-
um konum betur en samfélag ver-
aldlega sinnaðra enda sé líf
kvenna innan þess að mörgu leyti
cinfaldara. Það henti þó ekki öllum
og hafl alls ekki hentað henni. Hún
segist þó vissulega hafa fundið fyr-
ir einmanaleika á undanfórnum ár-
um auk þess sem hún sakni þeirrar
samkenndar og þess stuðnings sem
ríki innan samfélags trúaðra.
„Samfélag trúaðra hefur mjög
sterkt stuðningskerfi en í samfé-
lagi veraldlegra sinnaðra verður
maður að standa á eigin fótum,"
segir hún. „Þannig eru til dæmis
þeir sem koma inn í samfélag
bókstafstrúarmanna umvafðir um-
hyggju á meðan þeir sem yfirgefa
samfélag þeirra og gerast verald-
Iega sinnaðir fá engan stuðning.
Það eru reyndar til samtök sem
vinna með þeim en úti í samfélag-
inu hefur enginn áhuga á þessu
fólki.“
„Stend ekki lengur í
stríði við Guð“
Aðspurð segist Raya enn vera
trúuð en að nú trúi hún á Guð á
sinn eigin hátt. „Þegar ég var
strangtrúuð var ég alltaf í stríði
við Guð,“ segir hún. „Eg átti það
jafnvel til að finna til haturs gagn-
vart honum en nú er ég sátt við
hann. Eg get auðvitað ekki verið
viss um að trú min sé rétt en hún er
að minnsta kosti samkvæmt minni
eigin sannfæringu."
Ólíkt flestum þeim sem hafa yf-
irgefið samfélag bókstafstrúar-
manna er Raya hægrisinnuð og
styður landnemabyggðir gyðinga
á Vesturbakkanum. Hún segist þó
styðja þær af öryggisástæðum en
eklti af trúarástæðum eins og fjöl-
skylda hennar geri. „Ég trúi því
ekki að við getum keypt okkur frið
með því að láta herteknu svæðin af
hendi og sé því ekki að það liggi
nein lausn íþví,“ segir hún. „Við
munum aldrei geta látið Palestínu-
mönnum nógu mikið eftir til þess
að þeir sætti sig við veru okkar hér
og því sé ég ekki ástæðu til þess að
láta þeim neitt eftir, sérstaklega
þar sem það mun einungis veikja
stöðu okkar.“
Hún hefur heldur ekki trú á því
að trúuðum og veraldlega sinnuð-
um muni takast að leysa ágrein-
ingsmál sín á næstunni. „Sam-
kvæmt gyðingatrú hefur hegðun
einstaklingsins áhrif á örlög fjöld-
ans og því munu hinir trúuðu
aldrei sætta sig við lífsstíl hinna
veraldlega sinnuðu," segir hún. Þá
segir hún veraldlega sinnaða eiga
erfitt með að sætta sig við ýmis lög
sem byggð eru á ströngum reglum
gyðingdómsins og þau fríðindi sem
trúaðir búi við svo sem undanþágu
frá herskyldu.
„Ég er sammála því að trúaðir
ættu með réttu að sinna her-
skyldu," segir hún. „Á sama tíma
veit ég að það myndi leiða til ótelj-
andi árekstra og því tel ég að við
séum jafnvel betur komin án
þeirra. Það er ekki vænlegt til ár-
angurs að reka her með hermönn-
um sem kæra sig ekki um að þjóna
landinu."
Góð byrjun að hafa reglur
til að lifa eftir
LIMOR Lazarovich er alin
upp á heimili foreldra
sinna í miðborg Jerú-
salem. Foreldrar hennar,
sem komu frá írak, ólu dætur sínar
upp samkvæmt veraldlegum gild-
um þó trú á Guð og ákveðnar gyð-
inglegar hefðir hafi verið hluti af
daglegu lífi þeirra. Limor var ekki
í neinum tenglum við bóksta-
fstrúarmenn fyrr en unnusti henn-
ar veiktist af krabbameini og lést
eftir eins árs baráttu við sjúkdóm-
inn. „Á þessum tíma fór ég að velta
fyrir mér tilgangi lífsins," segir
hún. „Ég hugsaði mikið um lífið og
dauðann og það leiddi mig að lok-
um til Guðs. Þetta var langt ferli
sem leiddi að lokum til þess að ég
kaus að lifa samkvæmt hinum
ströngu fyrirmælum lögmálsins.“
Limor segir fjölskyldu sína hafa
átt í ákveðnum erfiðleikum með að
sætta sig við að hún veldi þessa
leið en þau hafi smám saman lært
að lifa með því. Þá hafi hún á tíma-
bili reynt að hafa áhrif á systur
sínar en komist að því að það væri
ekki hægt að sannfæra fólk, löng-
unin yrði að koma innan frá. „Þar
sem ég reyni að lifa samkvæmt
hinum ströngu reglum lögmálsins
get ég hvorki borðað heima hjá
foreldrum mi'nurn né systrum né
eytt helgideginum með þeim“ segir
hún. „Við hittumst hins vegar í
miðri viku og tölum um daglega
amstrið á meðan börnin okkar
leika sér saman. Við ræðum þó
hvorki trúmál né stjómmál enda
vitum við að við getum aldrei orðið
sammála í þeim efnum.“
Hún segir vissulega leiðinlegt að
geta ekki rætt trúmál við systur
sínar en þannig verði það bara að
vera. Það skipti meira máli að
halda góðu sambandi við fjölskyld-
una enda kveði eitt af boðorðunum
á um það að okkur beri að virða
föður okkar og móður. „Auðvitað
er erfitt að vita til þess að fjöl-
skylda mfn lifi ekki samkvæmt lög-
málinu," segir hún. „En ég trúi þvf
að með hjálp Guðs vakni þau til vit-
undar einn daginn."
„f leit að hamingju
og innri friði“
Limor segir samfélög bókstafs-
trúarmanna mjög mismunandi og
það fari eftir því hvaða samfélagi
fólk tilheyri hvernig það líti á
hana. I samfélagi hinna allra trú-
uðustu hefði til dæmis enginn vilj-
að giftast henni vegna bakgrunns
hennar. Eiginmaður hennar sé hins
vegar úr frjálslegra samfélagi og
þau búi meðal fólks með mjög mis-
munandi bakgrunn.
Sjálf segist hún ekki hafa haft
jákvætt viðhorf til trúaðra áður en
hún gekk til liðs við þá. Það hafi
því reynst henni erfitt að yfirgefa
sitt gamla líf. Hún hafi hins vegar
aldrei efast um að hún væri að
gera rétt, þó hún eigi enn sínar
veikleikastundir. Hún sakni þess til
dæmis að fara í bíó, á ströndina og
f sund auk þess sem hún eigi fullt f
fangi með að fylgja hinum ströngu
reglum sem lögmálið kveði á um.
„Ég hef fundið mína leið en er
enn að leita að hamingju og innri
friði,“ segir hún. „Það mun taka
mig mörg ár að skilja innihald
trúarinnar og því tel ég það góða
byijun að hafa reglur til að lifa eft-
ir á meðan skilningur minn er að
aukast. Tilgangur margra þessara
reglna er ofar mfnum skilningi en
svo eru aðrar sem hafa augljóst
gildi eins og það að halda hvíldar-
daginn heilagan. Þá eru margar
þeirra þess eðlis að maður skilur
ekki tilgang þeirra fyrr en maður
hefur lifað samkvæmt þeim. Þann-
ig getur til dæmis verið mjög heitt
í ísrael og því þykir mörgum
kjánalegt að hylja fót- og hand-
leggi sfna eins og trúaðar konur
gera. Eftir að ég fór að klæðast á
þennan hátt hef ég hins vegar gert
mér grein fyrir hversu auðveldlega
ungar konur geta týnt sér í kyn-
hlutverkinu og farið að halda að
allt gangi út á það að vera aðlað-
andi og kynþokkafullar.“
Þá segist Limor gleðjast yfir því
að vita að hún sé að ala börnin sín
upp samkvæmt lögmálinu. Einnig
hafi hún mjög gaman af því að
stunda Biblíunám en sfaukin
áhersla sé lögð á menntun kvenna
ineðal bókstafstrúarmanna. Konur
sæki nú námskeið og fyrirlestra
auk þess sem þær geti hlustað á
sérstaka útvarpsstöð sem útvarpi
fræðsluefni fyrir trúaða.
Hún kveðst sátt við þann
áherslumun sem sé á menntun
karla og kvenna innan samfélags-
ins enda hafi karlar lagt stund á
lærdóm öldum saman og allt hafi
sinn tíma. Sjálf geti hún ekki ætl-
ast til þess að taka hlutina með
áhlaupi. Þekking og skilningur
verði að koma smám saman og til
að byija með sé henni kappnóg að
læra allar reglumar.
Þá segist hún vera fullkomlega
sátt við stöðu konunnar innan sam-
félags trúaðra enda telji hún kven-
réttindabaráttuna einungis hafa
veikt stöðu nútfmakonunnar. „Frá
upphafi mannkynssögunnar hafa
karlar og konur farið með mismun-
andi hlutverk," segir hún. „Kven-
réttindabaráttan hefur hins vegar
leitt til þess að konur hafa í síaukn-
um mæli tekið á sig hlutverk karla.
Á sama tfma fara þær enn með hið
hefðbundna kvenhlutverk og þann-
ig á það augljóslcga ekki að vera.“
„Guð mun vísa
okkur veginn“
Limor telur mörg ár í það að ein-
hvers konar jafnvægi komist á í
sambúð trúaðra og veraldlega
sinnaðra ísraela. Áður segist hún
hafa talið að hinir trúuðu vildu
ráðskast með þjóðina en hún líti
ekki þannig á það í dag. „Auðvitað
vildum við helst að allir gerðust
trúaðir en það er ekki á okkar
valdi heldur undir vilja Guðs kom-
ið,“ segir hún.
„Við viljum hins vegar ekki
þurfa að vera í felum. Við þurfum
að fá að búa á stöðum þar sem
þörfum okkar er sinnt og það get-
ur þýtt það að veraldlega sinnaðir
vilji ekki búa í nágrenni við okkur.
Eins og er sé ég enga lausn á þess-
um vanda en ég trúi því að Guð
muni vísa okkur veginn. Hann mun
leiða okkur öll til fyrirheitna lands-
ins og sjá til þess að við getum búið
þar saman í friði.“
Limor gegndi herþjónustu áður
en hún gekk til liðs við bóksta-
fstrúarmenn og segist á þeim tíma
hafa gagnrýnt það að trúaðir væru
undanþegnir herskyldu. Nú skilji
hún hins vegar að trúaðir eigi erf-
itt með að sinna herskyldu þar sem
herinn taki ekki tillit til grundvall-
arþarfa þeirra varðandi mataræði
og helgi hvíldardagsins.
„Ég tel herinn vissulega fara
með mikilvægt hlutverk í vörnum
landsins," segir hún. „Bænir
trúaðra gegna þó engu minna hlut-
verki enda má leiða rökum að því
að Guð hafi sýnt okkur að þegar á
reyni þurfum við ekki síður á þeim
að halda. Þetta sannaðist meðal
annars í Persaflóastríðinu þar sem
það var ekki herinn heldur hreint
kraftaverk sem kom í veg fyrir að
stórslys yrði þegar eldflaugum
rigndi yfir Tel Aviv.“
„Ekki okkar að leysa
þeirra vandamál“
Limor kveðst hafa verið mjög
vinstrisinnuð áður en hún gekk til
liðs við bókstafstrúarmenn. Hún
hafi sfðan smám saman orðið
hægrisinnuð enda telji hún það
hljóta að fara saman við gyðinga-
trú. Hún segir marga trúaða líta
svo á að Israelum sé heimilt að láta
herteknu svæðin af hendi sé um líf
og dauða að tefla. Framan af hafí
hún viljað trúa því að þetta væri
hægt en hún trúi því ekki lengur.
„Skoðanir mfnar breyttust eftir að
ég gerði mér grein fyrir því gyð-
ingar hafa ekki vald til að láta af
hendi Iand sem þeim hefur verið
falið,“ segir hún. „Þegar við tölum
um að skila herteknu svæðunum
erum við líka að gangast við því að
landið hafi einhvern tfma tilheyrt
einhvcrjum öðrum en það er ekki
rétt. ísrael var alltaf ætlað okkur
og þvf er okkur ómögulegt að skila
hluta þess.
Ég er viss um að Palestínumenn
eiga mjög erfitt," heldur hún
áfram. „Það má hins vegar rekja
til aðstæðnanna f heild en ekki
bara til okkar. Alþjóðasamfélagið
hefur brugðist þeim og ábyrgðinni
er skellt á okkur þar sem við eig-
um óbcina aðild að því hvemig
komið er. Ég gleðst alls ekki yfir
eymd þeirra, enda segir í orði Guðs
að við eigum ekki að gleðjst yfir
mótlæti andstæðinga okkar. Ég tek
hins vegar heldur ekki á mig
ábyrgðina á mótlæti þeirra. Það
sem þá vantar fyrst og fremst eru
peningar og það er ekki okkar að
sjá þeim fyrir peningum. Við höf-
um nóg við okkar peninga að gera
og það er ekki okkar að leysa
þeirra vandamál.“