Morgunblaðið - 16.04.2000, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 16. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Golli
Bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir stofnuðu Bakkavör hf. í litlu húsnæðí í Garði árið 1986.1 dag rekur fyrirtækið dótturfélög víðsvegar í
Evrópu með áætlaða veltu upp á 3 milljarða króna á þessu ári.
KVÓTALA US RISI
í SJÁVARÚTVEGI
VIÐSKIPn AIVINNULÍF
Á SUNNUDEGI
► Ágúst Guðmundsson stjórnarformaður er 35 ára. Hann
stundaði nám við Fjölbrautaskólann í Ármúla og nam
frönsku við Université de Pau et des pays de ÉAdour í
Frakklandi. Ágúst lauk prófi við leiðsögumannaskóla
Ferðamálaráðs og stundaði ýmis störf uns hann stóð að
stofnun Bakkavarar hf.
► Lýður Guðmundsson forsljóri er 32 ára. Lýður lauk stúd-
entsprófi frá Verslunarskóla íslands 1987 og hefur helgað
sig fyrirtækinu frá upphafi.
Úr rekstri Bakkavarar hf.
Velta
Eftir Elmor Gíslason
AÐ hefur margoft sannast
að hugvit og áræðni get-
ur skilað miklum árangri.
Árið 1986 stofnuðu bræð-
urnir Ágúst og Lýður Guðmunds-
synir lítið fyrirtæki í Garði á
Reykjanesi. Reksturinn snerist um
að framleiða og selja sjávarafurðir
á erlenda markaði. Nú 14 árum
síðar er þessi litli heimilisiðnaður
orðinn að alþjóðlegri fyrirtækja-
samstæðu sem veltir rúmum
þremur milljörðum á ári og fer ört
vaxandi. Síðar í þessum mánuði
stendur til að bjóða út hlutafé í
fyrirtækinu að nafnverði 105 millj-
ónir króna og í kjölfarið verður
sótt um skráningu á Aðallista
Verðbréfaþings íslands.
Þrátt fyrir að fyrirtækið Bakka-
vör Group hf. sérhæfí sig í rótgró-
inni atvinnugrein þ.e. framleiðslu,
sölu og dreifingu sjávarafurða, þá
hljóta forsvarsmenn þess engu að
síður að teljast til frumkvöðla í ís-
lensku atvinnulífi. Bræðurnir
Ágúst og Lýður Guðmundssynir
voru aðeins 22 og 19 ára gamlir, er
þeir settu félagið á laggirnar í litlu
húsnæði í Garði. Upphaflega var
tilgangurinn að vinna þorskhrogn
til útflutnings en fljótlega fór fyr-
irtækið að vinna og selja aðrar
tegundir hrogna, s.s. loðnu-, grá-
sleppu-, ufsa-, og ýsuhrogn. í dag
rekur félagið umfangsmikla starf-
semi í sex þjóðlöndum víðsvegar í
Evrópu.
Þrátt fyrir öran vöxt, hefur fé-
lagið ávallt skilað hagnaði frá
1992, að árinu 1996 undanskildu. Á
síðasta ári nam hagnaður sam-
stæðunnar 157 miiijónum króna
eftir skatta sem er 695% aukning
frá árinu 1998 þegar hagnaðurinn
var 20 milljónir. Samkvæmt
rekstraráætlun yfirstandandi árs
er gert ráð fyrir að velta verði um
3 milljarðar króna og hagnaður
fyrir skatta 185 milljónir. Ónýtt
skattalegt tap samstæðunnar nem-
ur 105 milljónum króna.
Hlutafé félagsins samkvæmt
samþykktum þess er 449.470.002
krónur. Á aðalfundi 2. mars sl. var
samþykkt að auka hlutafé fyrir-
tækisins um 50 milljónir króna og
sækja um skráningu alls útgefins
hlutafjár félagsins á Aðallista
Verðbréfaþings Islands. Aðalfund-
ur samþykkti jafnframt að falla frá
forkaupsrétti vegna hlutafjáraukn-
ingarinnar og verður öll upphæðin
því seld í útboðinu ásamt 55 mil-
ljóna króna nafnverðshlut í eigu
Kaupþings þannig að heildarnafn-
verð hlutafjár í útboðinu verður
105 milljónir króna á genginu 5,5.
Umsvifín aukist verulega
Eins og ofangreindar hagnaðar-
tölur bera með sér hafa umsvif fé-
lagsins aukist verulega undanfarin
misseri. Á síðasta ári var ráðist í
kaup á sænska fyrirtækinu Lysek-
ils Havsdelikatesser AB (nú
Bakkavör Sweden AB) sem er
annar stærsti framleiðandi kældra
'96 '97 '98 '99 '00
sjávarafurða í landinu og leiðandi í
sölu lútfisks og matjesíldar á
sænska markaðnum. Þá var jafn-
framt ráðist í að kaupa upp 80%
hlutafjár í franska félaginu Comp-
toir Du Caviar (nú Bakkavör
France) en þar átti Bakkavör fyrir
20%. Framleiðsla félagsins byggist
aðallega á Tarama sem er viðbit,
laxakavíar og kóngskrabba, auk
sölu og dreifingar á styrjukavíar,
grásleppukavíar og reyktum
hrognum.
Á þessu ári hafa síðan bæst við
tvær einingar til viðbótar á megin-
landinu. I þýsku borginni Ham-
borg var fyrirtækið Bakkavör
Germany stofnað í febrúar og er
félaginu ætlað að sjá um markaðs-
mál og dreifingu á afurðum sam-
stæðunnar á þýskum markaði.
í mars sl. var síðan ráðist í enn
Hagnaður fyrir skatta
--------------- Millj. kr. 200
j- 150
--------------------------50
'96 '97 '98 '99 '00
eina fjárfestinguna er gengið var
frá kaupum á 75% hlutafjár í
pólska sölu- og dreifingarfyrirtæk-
inu Norpol Sp. Z.o.o. (nú Bakkavör
Polska). Þar er um að ræða sér-
hæfðan sölu- og dreifingaraðila á
kældum sjávarafurðum, s.s. kav-
íar.
Af öðrum rekstrareiningum inn-
an samstæðunnar ber fyrst að
nefna Bakkavör ísland hf. sem
hefur aðsetur í 3.500 fm húsnæði í
Reykjanesbæ. Starfsemi félagsins
byggist einkum á söfnun, úr-
vinnslu og sölu á öllum helstu teg-
undum hrogna. Áætluð velta
verksmiðjunnar í Reykjanesbæ á
þessu ári er um 5-600 milljónir
króna.
I Reykjanesbæ er jafnframt
starfrækt sérstök vöruþróunar-
deild sem vinnur að því að auka
vöruúrval og verðmæti söluafurða
fyrirtækisins, jafnframt því að
auka þekkingu á hrávöruvinnslu
og fullvinnslu innan félagsins. Þess
má einnig geta að síðastliðin tvö ár
hefur deildin unnið að þróun nýrra
afurða, m.a. vöruþróun og fram-
leiðslu á kavíar og smyrjum í sam-
starfi við norska matvælafyrirtæk-
ið Mills.
Frá árinu 1994 hefur verið rekin
söluskrifstofa í Bretlandi sem sel-
ur aðallega hráefni til flugfélaga
og veisluþjónusta.
Móðurfélag stofnað
um reksturinn
Það hefur margoft sýnt sig að
fyrirtæki eru misvel í stakk búin
til að mæta velgengni og örum
vexti á stuttum tíma. Aðspurður
hvort forsvarsmenn Bakkavarar
hafí ekki fundið fyrir slíkum vaxta-
verkjum í kjölfar aukinna umsvifa
erlendis, svarar Ágúst Guðmunds-
son neitandi. „í Ijósi þeirra öru
breytinga sem hafa verið að eiga
sér stað á liðnu ári, var ákveðið að
taka upp nýtt skipurit og stofna
nýtt móðurfélag, Bakkavör Group
hf., utan um allan reksturinn.
Skipuritið er svokallað „matrixu"
skipurit sem gengur út á það að
starfsemi hvers aðildarfélags í
hverju landi er sjálfstætt fyrir-
tæki. Dótturfélögin eru þ.a.l. sjálf-
stæðar rekstrareiningar en öll
hlutabréf í þeim eru í eigu Bakka-
vör Group hf. I kjölfarið var starf-
seminni á íslandi skipt upp í ann-
ars vegar Bakkavör Group hf. sem
sér um yfirstjórnun samstæðunnar
og hins vegar í Bakkavör Island
sem sér um starfsemina hér
heima.“
Hann segir hugmyndafræðina
að baki þessari útfærslu snúa að
því að viðhalda þeirri skilvirkni
sem minni einingar ráða yfir en
jafnframt að ná fram samlegð á
milli félaganna á sviði innkaupa,
fjármála, flutninga, vöruþróunar
og framleiðslu. „I krafti stærðar-
innar getum við boðið lægri verð á
afurðum okkar en á sama tíma
starfa dótturfélögin með sjálfstæð-
um hætti, hvert á sínum markaði
með tilheyrandi sveigjanleika. Með
þessu fyrirkomulagi náum við því
fram að vera bæði stórir og litlir á
sama tíma með öllum þeim eigin-
leikum og kostum sem einkenna
hvort rekstrarform um sig.“
Annar mikilvægur styrkur sam-
stæðunnar sem þeir nefna felst í
auðveldu aðgengi að fjármagni
miðað við erlenda samkeppnis-
aðila. Það útskýra þeir með því að
benda á að íslenskir fjárfestar hafi
verið áhugasamir um að fjárfesta í
sjávarútvegi og í matvælavinnslu
sem byggist á úrvinnslu sjávar-
afurða, sem hafi veitt félaginu
tækifæri til að vaxa með fyrir-
tækjakaupum. í öðrum Evrópu-
löndum hafi fjármálamarkaðir hins
vegar mjög takmarkaðan áhuga á
fyrirtækjum í sjávarútvegi og
vinnslu sjávarafurða.
Megináherslan á Evrópu
Allt frá því að fyrirtækið hóf
rekstur árið 1986 hefur stærstur
hluti afurða þess verið seldur á er-
lendum mörkuðum en einungis lít-
ill hluti hér á Islandi. Mikilvæg-
asta markaðssvæðið er í
Norður-Evrópu en gert er ráð fyr-
ir að vægi markaðanna í eystri og
syðri hluta álfunnar muni fara vax-
andi.
Að sögn Lýðs Guðmundssonar,
forstjóra, á félagið einkum við-
skipti við alþjóðlegar verslanakeðj-
ur s.s. Carrefour, Auchan, ICÁ,
Tesco og Casino, auk veitingaþjón-
usta og annarra fyrirtækja í mat-
vælasölu.
Hann telur það ekki áhættusamt
að beina viðskiptum að svo fáum
stórum aðilum. Hann vísar til
þeirrar samþjöppunar sem átt hef-
ur sér stað í verslun í Evrópu á
undanförnum árum og fyrirsjáan-
legt er að muni aukast enn frekar í
framtíðinni. „Þetta knýr á sam-
þjöpppun hjá birgjum sem verða
sífellt að bjóða betri verð, meiri
áreiðanleika og aukið öryggi í
dreifingu. Þetta er það umhverfi
sem við höfum náð að fótfesta okk-
ur í með góðum árangri. Ætlunin
er að halda áfram að vaxa og fjár-
festa í fleiri fyrirtækjum sem falla
að okkar starfsemi með það fyrir
Hluthafar í Bakkavör Group hf. - 2. mars 2000
Bakkabræður
Grandi hf.
Kaupþing hf.
Mills D.A.
Kaupthing Bank Luxemburg S.A.
Ehf. Alþýðubankinn (] 0,7%
Hávöxtunarfélagið sj. 1 (! 0,6%
Hlutabréfasjóðurinn Aulind (l 0,6%
Lífeyrissjóður bænda II 0,3%
Samtals: 100,0%
34,7%
31,3%