Morgunblaðið - 16.04.2000, Qupperneq 33
32 SUNNUDAGUR 16. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 16. APRÍL 2000 33
V
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
TYÖFÖLDUN
REYKJANESBRAUTAR
VÖFÖLDUN Reykjanes-
brautar hefur verið til
umræðu í nokkur ár. Sam-
kvæmt núgildandi vegaáætlun
er gert ráð fyrir, að því verki
verði lokið á árinu 2010. Þetta
er allt of langur tími. Hér er
um svo mikilvæga samgöngu-
bót að ræða að það er nauðsyn-
legt að flýta henni mjög frá
því, sem nú er áætlað. Rökin
fyrir því eru augljós. Þar veg-
ur öryggisþátturinn þyngst.
Miðað við þá umferð, sem nú
fer um Reykjanesbraut er
beinlínis hættulegt að aka þar
um, að ekki sé talað um í vondu
veðri eða slæmu skyggni.
Höfuðborgarsvæðið og Suð-
urnesin eru að vaxa saman. Að
örfáum árum liðnum verður
samfelld byggð á þessu svæði.
Út frá sjónarhóli atvinnulífs-
ins er ljóst, að þetta er nú þeg-
ar orðið eitt samfellt atvinnu-
svæði. Það skýrir m.a. mikla
umferð um Reykjanesbraut.
Fólk, sem býr á höfuðborgar-
svæðinu vinnur á Suðurnesj-
um og fólk, sem býr þar sækir
vinnu á höfuðborgarsvæðið.
Sama þróun er reyndar að
verða í byggðunum fyrir aust-
an fjall og að einhverju leyti á
Akranesi og í Borgarfirði eftir
tilkomu Hvalfjarðarganganna.
Þegar á þetta er litið fer
ekki á milli mála, að það er of
langt að bíða í heilan áratug
eftir tvöföldun Reykjanes-
brautar.
Þingmenn landsbyggðar-
kjördæma hafa tilhneigingu til
þess að afgreiða samgöngumál
á höfuðborgarsvæðinu með
því, að þar sé engu saman að
jafna, vandamálum á því svæði
og þörfum landsbyggðarinnar.
Þetta er gamaldags málf-
lutningur, sem á að heyra sög-
unni til. Hér er um ólík vanda-
mál að ræða. Samgöngu-
vandinn á suðvesturhorninu er
allt annars eðlis en samgöngu-
vandinn í dreifbýlinu en hann
er eigi að síður til staðar og
hann verður að leysa. Það á
ekki að leysa hann á kostnað
landsbyggðarinnar en það á
heldur ekki að leysa sam-
gönguvandamál dreifbýlisins á
kostnað suðvesturhornsins.
Enda býr þjóðin við svo góðan
kost um þessar mundir að hún
á að hafa efni á hvoru tveggja.
Gunnar I. Birgisson, alþing-
ismaður Sjálfstæðisflokksins
fyrir Reykjaneskjördæmi,
hafði rétt fyrir sér þegar hann
sagði á fundi Samtaka iðnaðar-
ins um þetta mál fyrir nokkr-
um dögum: „Þetta er ekkert
mál miðað við jarðgangaáætl-
un ríkisstjórnarinnar og það
verður að hafa í huga, að fjár-
munir verða að koma inn á
þetta svæði rétt eins og til
landsbyggðarinnar.“
Það er líka ástæða til að
vekja athygli á ummælum
Hjálmars Arnasonar, alþingis-
manns Framsóknarflokks,
sem sagði á sama fundi: „Slys-
astuðullinn mun lækka á
Reykjanesbraut samkvæmt
mati tryggingarfélaga úr 0,36 í
0,09 og þó svo að ekki liggi fyr-
ir nákvæmar rannsóknir á
heildarkostnaði tryggingafé-
laga og ríkissjóðs leyfi ég mér
að slá því fram , að saman-
lagður kostnaður á tíu ára
tímabili nálgist 3 milljarða
króna. Það er talsvert meiri
kostnaður en áætlað er að tvö-
földun kosti.“
Tvöföldun Reykjanesbraut-
ar er eitt af þeim málum, sem
almenningur sér að skipta
meginmáli án þess að lesa
nokkrar skýrslur eða heyra
álit nokkurra sérfræðinga.
Ástæðan er einfaldlega sú, að
hver einasti maður, sem ekur
um Reykjanesbraut gerir sér
grein fyrir því, að hann ræður
ekki sjálfur örlögum sínum á
þessari leið hversu varlega
sem hann fer. Þau örlög geta
verið í höndum þess, sem á
móti kemur.
Þegar á allt þetta er litið er
ástæða til að hvetja sam-
gönguyfirvöld og Alþingi til
þess að endurskoða þær áætl-
anir, sem nú eru uppi um þessa
framkvæmd á næstu tíu árum
og gera ráðstafanir til þess að
henni verði hægt að ljúka á
mun skemmri tíma.
MIKILVÆG
VÖRN
FYRIR HINN
ALMENNA
BORGARA
NÝTT álit umboðsmanns Al-
þingis um ákvörðun ríkis-
skattstjóraembættis í máli ein-
staklings og nýr dómur
Hæstaréttar í máli fyrirtækis,
sem varðar löggjafarvinnu á Al-
þingi, sýna hversu mikilvæg
vöm er til staðar í samfélagi
okkar fyrir almenna borgara,
sem telja sig misrétti beitta.
Það eru ekki margir áratugir
síðan einstaklingur átti ekki
margra kosta völ í samskiptum
við opinbera aðila. Almanna-
rómur taldi að dómstólar
dæmdu alltaf hinu opinbera í vil
og það tæki mörg ár að ná rétti
sínum.
Þessi tilfinning er ekki lengur
til staðar.
Ég sagði við Gunn-
laug:
„Þú hefur alltaf
haldið trúnaði við
æskuáhrifin, og kynni
af heimslistinni hafa
þar engu um breytt.“
„Nei,“ svaraði Gunnlaugur. „Áður
en ég fór utan, sá ég dálítið af list
hér heima, eins og ég hef sagt þér,
málverk á veggjum, bækur í skáp-
um. Á Seyðisfirði gat ég farið í bóka-
safn og náð mér í sitthvað um list.
Hún lá þar grafin í bókum í hillun-
um. Þegar ég var á Hofi í Vopna-
firði, sá ég fyrst myndir eftir Titian,
Rafael og Rembrandt. Ég var nátt-
úrlega fullur af hrifningu og sá, að
ég var kominn í snertingu við heims-
menninguna. Og þegar ég kom til
Reykjavíkur vissi ég þó nokkuð um
list, t.d. að Titian hefði verið til. Það
var þá ekki ómerk vitneskja fyrir
strák, sem hafði verið að beita bjóð
og stokka upp línur. En strax og ég
sá myndirnar eftir Spánverjana,
þótti mér þær betri en allt annað.
Þegar ég sigldi til Kaupmanna-
hafnar, hafði skipið viðdvöl í Osló og
Leith og þar sá ég listasöfn, hin
fyrstu sem urðu á vegi mínum. Sumt
af því, sem ég sá svo í Kaupmanna-
höfn, þótti mér skemmtilegt, ekki
sízt tvær stórar franskar málverka-
sýningar. Og þegar ég skrapp til
Berlínar á námsárunum og sá
myndir eftir gömlu meistarana og
franska málara, varð ég fyrir áhrif-
um, sem ég bjó lengi að.
Þegar ég byrjaði að
mála, var ég hjálpar-
vana, málaði oftast
litlar myndir, lands-
lag, sjó og báta, - og
snemma fólk. Ég hef
alla tíð haldið mig við
sama efnið, og verkið hefur gengið
betur með reynslu og æfingu. Við-
horf mitt til listarinnar breyttist
mikið eftir síðari heimsstyrjöldina.
Þá tók allt stakkaskiptum, einnig
listin. Andrúmsloftið varð annað.
Nýja listin eða sú abstrakta, fór að
berast hingað og mér þótti margt af
henni skemmtilegt, en féll þó aldrei í
stafi - eða hún hafi hrifið mig, nei.
Kandinsky og Mondrian voru að
vísu miklir brautryðjendur og oft
vitnað í það, sem þeir sögðu eða
skrifuðu um list, en ég held lítið upp
á þá, held meira upp á þá, sem komu
síðar eins og Léger, Picasso og
Miro. Þeir, ásamt Juan Gris, Chag-
all og nokkrum öðrum, hafa gefið
myndlistinni líf og lit á þessari öld.
Litsýn eða smekkur margra súr-
realista eru skemmtileg mótsetning
við yndisþokkann í litum sumra áð-
ur nefndra málara. Tassisminn, sem
við höfum áður minnzt á, er oft
ágætur, mikil litadýrð, mjúk og fín -
minnir ofurlítið á impressjón-
ismann. Annars er margt hvers-
dagslegt af þessu, sumt skrýtið. Og
svo er það poppið - mér finnst það
muni þurfa andlegan styrk til að
meðtaka það.
En ég er enginn púrítani í list. Ég
hef aldrei haft reglulegt uppáhald á
abstraktlistinni, finnst að vísu
nokkrir listamenn í þeim dúr hafi
gert mjög góðar myndir, en þeir eru
mjög fáir - og þá einna helzt þeir,
sem hafa aldrei gengið þessari
stefnu algjörlega á hönd, eða þjónað
undir hana, heldur hinir, sem hafa
haft gagn af henni og kunnað að
velja og hafna.“
„Þú hefur einmitt sjálfur valið og
hafnað.“
„Ég held ég hafi lítið sótt til
abstraktlistar, kannski ekki neitt.
Mig minnir að franskur listamaður
hafi sagt, að abstraktsjón sé hluti af
listinni. Fyrir mér er abstraktsjón
ekki listin sjálf, hún er í allri mynd-
list. Það fyrsta, sem maður vinnur
með, þegar mynd er máluð, er stærð
hennar, þ.e. hlutfallið milli lengdar
og breiddar. Og allt annað í mynd-
inni hlýtur að lúta því. Þetta hlutfall
er auðvitað abstraktsjón. Það er
ekki til í náttúrunni. Við skulum
segja þetta svona: ef einhver fer út
og málar mynd af fjalli, kemst hann
ekki hjá því að velja fjallinu ein-
hvern ákveðinn stað í málverkinu.
Það er abstraktsjón, því að hann
velur staðinn með tilliti til hæðar og
lengdar myndarinnar. Hann gerir
sér kannski ekki grein fyrir því
sjálfur. Þetta er bara einhver til-
finning fyrir hlutföllum og skipu-
lagningu. Svona vinna allir málarar
ósjálfrátt. Þannig er abstraktsjónin
hluti af eðli mannsins."
M.
HELGI
spjall
IMORGUNBLAÐINU í DAG,
laugardag, er skýrt frá því, að
mikil lækkun hafi orðið á gengi
hlutabréfa í Bandaríkjunum í
gær, föstudag. Hin svonefnda
Dow Jones-vísitala lækkaði um
5,66% á einum degi og hefur þá
fallið um tæp 9% frá sl. þriðju-
degi. Nasdaq-vísitalan, sem fyrst og fremst
mælir gengi tæknifyrirtækja, lækkaði í gær,
föstudag um 9,67% og hefur þá lækkað um
34,2% frá 10. marz. Til þess að setja þessar
tölur í ákveðið samhengi má geta þess, að árið
1987 lækkuðu hlutabréf í Bandaríkjunum í
verði um 12% á einum degi og þá fór allt á
annan endann í viðskiptalífinu þar og reyndar
víða um heim.
Skýringin, sem gefin er á þessu mikla falli
hlutabréfa á Bandaríkjamarkaði, er sú, að í
gær, föstudag, var tilkynnt, að verðbólgan í
marz hafi verið hin mesta í fimm ár og þess
vegna megi búast við nýrri vaxtahækkun
vestra til þess að hamla gegn þeirri þróun.
í nýju tölublaði bandaríska viðskiptatíma-
ritsins Business Week, sem út kom fyrir þess-
ar síðustu fréttir af bandaríska markaðnum,
fjallar einn af dálkahöfundum blaðsins,
Robert Kuttner, um þróun hlutabréfaverðs
og bendir á einfalda staðreynd í því sam-
bandi. Hann segir að ekkert hafi gerzt, sem
hafi breytt þeirri einföldu reglu, að fyrr eða
síðar hljóti verð hlutabréfa að endurspegla
hagnaðarmöguleika fyrirtækjanna. Síðan
tekur höfundur eitt dæmi til þess að sýna um
hvað þessar umræður snúast. Fyrir þremur
árum var stofnað fyrirtæki til þess að selja
leikföng á Netinu, sem nefnist eToys. Á
skömmum tíma hækkuðu hlutabréf í þessu
fyrirtæki svo mjög í verði að markaðsvirði
þess nam 8 milljörðum Bandaríkjadala. Fyr-
irtækið var metið verulega hærra en leik-
fangafyrirtæki, sem margir þekkja og nefnist
Toys ’R’ Us. Síðarnefnda fyrirtækið seldi
fjögur hundruð sinnum meira en netfyrirtæk-
ið og skilaði 376 milljón dollara hagnaði á ár-
inu 1998 á sama tíma og eToys var rekið með
tapi.
Þegar spurt er á hverju svona verðmat
byggist er svarið að það byggist á væntingum
um möguleika netfyrirtækisins í framtíðinni.
Þær væntingar byggjast ekki á því, að menn
hafi fast land undir fótum. Þær byggjast ekki
á rökstuddum áætlunum af neinu tagi. Þær
byggjast á trú. En hversu lengi er hægt að
reka atvinnufyrirtæki á trú um það, sem kann
að gerast í framtíðinni en enginn veit hvort
nokkru sinni gerist?
Hér á íslandi hafa orðið til á undanförnum
árum fyrirtæki, sem grái markaðurinn metur
á milljarða króna, þótt raunveruleg atvinnu-
starfsemi sé lítil, tekjur takmarkaðar og tap-
rekstur regla en ekki undantekning.
Að því kemur að þessi fyrirtæki verða að
sanna sig í raunverulegum rekstri. Hversu
mörg ár hafa þau til þess? Tvö ár? Fimm ár?
Tíuár?
Þessi fyrirtæki, sem margir trúa að verði
fyrirtæki framtíðarinnar, eru ekki skráð á
Verðbréfaþingi Islands. En verðmat hluta-
bréfamarkaðarins hér á einstökum fyrirtækj-
um, sem hafa með höndum umsvifamikinn
rekstur, standa traustum fótum og skila
hagnaði ár eftir ár vekur líka spurningar.
Stendur Eimskipafélag íslands, sem er við-
miðunin í margvíslegum umræðum um við-
skiptalífið hér, undir því verðmati hlutabréfa-
markaðarins, að félagið sé 40 milljarða virði?
Getur félagið skilað hagnaði á næstu árum,
sem réttlætir það verðmat?
Þeir, sem hafa haldið því fram á undan-
förnum mánuðum og misserum, að verðmat
hlutabréfamarkaða bæði hér og annars stað-
ar væri meira í ætt við loftbólu en raunveru-
leika hafa ekki fundið hljómgrunn fyrir sínum
skoðunum. Þegar svo er komið að fyrirtækin,
sem skráð eru á Nasdaq, lækka um þriðjung í
verði, sem samsvarar því að hlutabréf á Verð-
bréfaþingi íslands lækkuðu á skömmum tíma
um 130 milljarða eða ef tekið er mið af lækk-
un Dow Jones frá því á þriðjudag að markað-
urinn hér mundi lækka um tæpa 40 milljarða
er ástæða til að staldra við og íhuga hvað hér
er að gerast.
Hér eins og annars staðar byggist fjárfest-
ing í hlutabréfum að töluverðu leyti á lántök-
um eins og aðrar fjárfestingar.
Eitt af því, sem gerðist í kreppunni miklu í
Bandaríkjunum fyrir sjötíu árum, var einmitt
það, að þegar hlutabréfin lækkuðu í verði
gerðu bankarnir kröfu um endurgreiðslu,
sem engir peningar voru til fyrir. I kjölfar
þeirrar reynslu voru settar mjög stífar reglur
í Bandaifkjunum, sem hafa verið í gildi fram á
þennan dag, um það hve mikið bandarískir
bankar mega lána til hlutabréfakaupa, sem
hlutfall af markaðsvirði bréfanna. Þessar
reglur voru settar til þess að koma í veg fyrir
að fjárfestar gengju of langt í spákaup-
mennsku.
Það er mikið umhugsunarefni á þessum
litla markaði hér, hvort einstakir aðilar geti
með eins konar handafli haldið uppi verði á
hlutabréfum. Því er haldið fram, að það sé
gert. Það er erfitt að sýna fram á það með
rökum eða sanna.
En það er ekki erfitt að standa við þá stað-
hæfingu dálkahöfundar Business Week að
fyrr eða síðar hljóti verð hlutabréfa að endur-
spegla möguleika fyrirtækjanna til þess að
skila hagnaði í samræmi við það verðmat.
Gerir íslenzki hlutabréfamarkaðurinn það?
Evrópu-
skýrsla utan-
ríkisráðherra
FYRIR NOKKRUM
dögum lagði Halldór
Ásgrímsson utanrík-
isráðherra fram á Al-
þingi viðamikla
skýrslu um stöðu Is-
lands í Evrópusamstai'finu. Þetta er mikil-
væg samantekt á upplýsingum, sem varða
einn mikilvægasta þáttinn í utanríkismálum
okkar íslendinga nú um stundir. Það skiptir
miklu í þeim umræðum, sem hér fara fram, að
aðilar máls og allur almenningur hafi greiðan
aðgang að slíkum upplýsingum.
Á þessum áratug hafa við og við skotið upp
kollinum umræður um hugsanlega aðild okk-
ar að Evrópusambandinu. Andstæðingar að-
ildar hafa með réttu bent á, að sjávarútvegs-
stefna Evrópusambandsins útiloki aðild að
óbreyttu. Talsmenn aðildar hafa haft þau rök
ein fram að færa gegn því sjónarmiði, að það
yrði að láta á það reyna í viðræðum, hvers
konar samningum íslendingar mundu ná um
sjávarútvegsmál. Á móti hefur verið bent á,
að þær undanþágur frá sjávarútvegsstefnu
Evrópusambandsins, sem Norðmenn náðu í
síðustu samningum sem þeir gerðu og síðar
voru felidir í þjóðaratkyæðagreiðslu þar,
mundu ekki duga okkur íslendingum. Tals-
menn aðildar hafa svarað því til, að íslending-
ar mundu ná betri samningum vegna þess, að
sjávarútvegur væri þrátt íyrir allt jaðar-
atvinnugrein í Noregi en undirstöðuatvinnu-
grein á Islandi.
Sá kafli í skýrslu utanríkisráðherra, sem
fjallar um sjávarútvegsmál, gefur ekki tilefni
til bjartsýni um, að nokkrar breytingar séu að
verða á sjávarútvegsstefnu ESB, sem skipta
máli fyrir okkur íslendinga.
I skýrslu utanríkisráðherra segir m.a.:
„Sjávarútvegsstefnan var endurskoðuð 1992
og verður endurskoðuð aftur árið 2002. Fyrir
árslok 2001 ber framkvæmdastjórninni að
leggja fram fyrir þingið og ráðherraráðið
skýrslu um stöðu sjávarútvegsins í Evrópu-
sambandinu. Sú skýrsla skal liggja til grund-
vallar ákvörðunum um breytingar á sjávar-
útvegsstefnunni árið 2002. Endurskoðun
þessi nær til allra þátta sjávarútvegsstefn-
unnar en sérstök áherzla verður lögð á að-
gang að veiðisvæðum innan 6-12 sjómílna en
heimild ríkja til að takmarka hann rennur út
31. desember 2002, verði ekkert að gert...
Undirbúningur endurskoðunarinnar er þegar
hafinn og hefur framkvæmdastjórnin unnið
að skipulagningu á henni síðan 1998. Þá voru
sendar út spumingar til 350 aðila í sjávar-
útveginum í ESB. Síðan hafa verið haldnir 30
fundir með hagsmunaaðilum, vísindamönnum
og stjórnvöldum á ýmsum svæðum og verða
fleiri slíkir fundir haldnir á næstu misserum.
Framkvæmdastjórnin hefur dregið vissar
ályktanir af þessum fundum og má búast við
að endurskoðunin muni markast að miklu
leyti af þeim.“
Síðan segir um helztu niðurstöður af þess-
um athugunum framkvæmdastjómarinnar:
„Eins og áður segir verður aðgangur að
svæðum innan 6-12 sjómílna endurskoðaður
og virðist ríkja sátt um, að aðildarríkjum
verði áfram heimilt að takmarka aðganginn.
Þó em í sumum ríkjum uppi óskir um, að það
svæði verði stækkað.
Spánverjar, Portúgalar, Finnar og Svíar
hafa ekki aðgang að veiðisvæðunum í Norð-
ursjónum og óska þessi ríki eftir að fá hann.
Ríki, sem liggja að Norðursjónum, eru á móti
því og hafa áhyggjur af aukinni sókn á svæð-
inu, þó að ákvörðun sé tekin um leyfilegan
heildarafla af flestum tegundum í Norður-
sjónum og honum skipt á milli einstakra ríkja.
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugardagur 15. apríl
Morgunblaðið/Golli
Horft niður Skólavörðustíg.
Skip þeirra ríkja, sem ekki hafa kvóta í Norð-
ursjó, fengju þó einungis heimild til að veiða
tegundir, sem ekki eru kvótasettar... Á fund-
unum var því haldið fram, að þó að leyfilegur
heildaraíli hafi verið takmarkaður og kvóti
hafi verið settur á hafi sóknin ekki minnkað.
Meðal annars sé það vegna slaks eftirlits og
skorts á vísindalegri ráðgjöf af nægilegum
gæðum. Ekki var þó einhugur um að kasta
kerfinu fyrir róða heldur rætt um að bæta það
með betra eftirliti og styðja með ýmsum að-
gerðum s.s. aukinni kjörhæfni veiðarfæra,
draga úr útkasti og heimila sóknarstýringu.
Framseljanlegir kvótar nutu ekki almenns
stuðnings m.a. vegna áhyggna af samþjöppun
og fækkun starfa. Helzt var að finna stuðning
í Hollandi, Spáni og Danmörku.
Hlutfallslegi stöðugleikinn svokallaði virð-
ist vera almennt viðurkenndur, í sumum til-
vikum þó sem slæmur en nauðsynlegur þar
sem breytingar eða afnám þess fyrirkomu-
lags mundi valda frekari vandamálum. Þó
komu fram tillögur um breytingar á hlutfalls-
legri skiptingu veiðiheimilda úr mörgum
stofnum.“
Til skýringar á því hvað við er átt með
„hlutfallslegum stöðugleika", sem er grund-
vallaratriði í sjávarútvegsstefnu ESB(!), seg-
ir svo í skýrslunni: „Skipting leyfilegs
hámarksafla milli aðildarríkja ESB er byggð
á reglunni um hlutfallslegt jafnvægi eins og
áður segir. í því felst, að hlutdeild viðkomandi
ríkja í einstökum stofnum, sem lúta ákvörðun
um leyfilegan heildarafla, er fyrirfram ákveð-
in. Þessi skipting á veiðiheimildum aðildar-
ríkja úr helztu stofnunum er einn af horn-
steinum sameiginlegu fiskveiðistefnunnar."
I skýrslu utanríkisráðherra er brugðið upp
mynd af því sem gerast mundi í sjávarútvegs-
málum ef ísland yrði aðili að ESB. Þar segir
m.a.: ,Að öllum líkindum gætu Islendingar
haldið áfram að nota það kerfi, sem nú er við
lýði, þ.e. aflamarkskerfi með framseljanlegu
aflamarki og aflahlutdeild... hægt (er) að
gera kröfu um það að sjávarútvegsfyrirtæki
hafi raunveruleg og efnahagsleg tengsl við
ísland. Til ýmissa ráða hefur verið gripið í að-
ildarlöndunum, sérstaklega Bretlandi, þar
sem talið er að 25-30% flotans séu í raun í
eigu annarra en Breta. í Bretlandi eru gerðar
kröfur um að sýnt sé fram á efnahagsleg
tengsl skipa við Bretland eða svæði þar sem
eru háð sjávarútvegi, áður en þau fá veiði-
leyfi ... Ef stefnt væri að því að tryggja raun-
veruleg efnahagsleg tengsl skipa, sem veiða
úr íslenzkum kvótum við Island, er margt
sem bendir til þess að gera verði verulegar
breytingar á fiskveiðistjómunarkerfinu.
Undanfarin ár hefur mestöllum afla íslenzkra
skipa verið landað á íslandi. Einungis hefur
verið heimilt að landa ferskum fiski á viður-
kennda markaði í ESB. Ef ísland væri með-
limur yrði ekki hægt að takmarka landanir í
öðrum höfnum í ESB í þetta miklum mæli.
Það mundi einnig eiga við um fullvinnsluskip,
sem hingað til hafa landað öllum sínum afla á
íslandi. Slíkt fyrirkomulag mundi að sjálf-
sögðu geta leitt til þess að afla yrði landað í
miklum mæli erlendis, sem ekki kæmi ís-
lenzku atvinnulífi til góða. Jafnframt má gera
ráð fyrir, að erfiðara yrði að hafa eftirlit með
afla þessara skipa, sem aftur leiddi til þess, að
fiskifræðingar hefðu lakari gögn til að byggja
á ráðgjöf um leyfilegan heildarafla."
Finnst mönnum nú ekki stórkostlega eftir-
sóknarvert að stökkva ofan í þennan grautar-
pott Evrópusambandsins í sjávarútvegsmál-
um?! Það er auðvelt að sjá fyrir sér svipinn á
íslenzkum útgerðarmönnum, þegar þeir
stæðu frammi fyrir því að verða allt í einu
fangar þess ótrúlega skrifræðis, samninga-
makks og baktjaldamakks, sem leiða mundi
af því fyrir íslenzkan sjávanítveg að lenda í
klónum á þessu kerfi.
Skýrsla Halldórs Ásgrímssonar utanríkis-
ráðherra sýnir, að það hafa engar þær breyt-
ingar orðið á sjávarútvegsstefnu ESB, sem
réttlæta aðildarumsókn okkar íslendinga, og
hún sýnir einnig að það eru ekki fyrirsjáan-
legar neinar breytingar á þeirri stefnu á
næstu árum, sem mundu leiða til stefnubreyt-
ingar af okkar hálfu.
Áhrif stækk-
unar ESB
I SKYRSLU UTAN-
ríkisráðherra er fjall-
að um marga aðra
þætti þessa máls, sem
snerta hagsmuni okkar, og er í þessu sam-
bandi ástæða til að vekja athygli á þeim áhrif-
um, sem stækkun ESB getur haft á markaðs-
stöðu okkar í sumum þeirra ríkja, sem nú
sækja um aðild að Evrópusambandinu.
í skýrslunni segir m.a.: „Fyrirsjáanleg
stækkun ESB til austurs mun án efa hafa
þýðingu fyrir íslenzkan útflutning. ísland
hefur með öðrum EFTA-ríkjum gert fríverzl-
unai’samninga við ýmis ríki í austanverðri
Evrópu og tryggja þessir samningar m.a.
fullt tollfrelsi í viðskiptum með sjávarafurðir.
Flest þessara landa hafa sótt um aðild að
ESB. Einkum gæti innganga þeirra í ESB
komið niður á síldarútflutningi þangað en síld
er meðal afurða, sem seldar hafa verið til
þessara ríkja. Samkvæmt reglum Alþjóðavið-
skiptastofnunarinnar (WTO) ber ESB skylda
til að ganga til viðræðna við Island um bættan
markaðsaðgang þegar markaðsaðgangur
skerðist við inngöngu nýrra aðila í ESB. Yfir-
íeitt eru veitt tollafríðindi fyrir tiltekið magn
á ári og ræðst magnið af innflutningi á til-
teknu þriggja ára tímabili en hugsanlega yrði
tekið tillit til vaxtarmöguleika. Þar með
skerðast þeir möguleikar, sem eru fyrir hendi
í þessum löndum fyrir útflutning á íslenzkum
afurðum þegar efnahagur þar fer að batna.“
Hér er augljóslega á ferðinni mál, sem
huga þarf að samtímis því sem samningavið-
ræðum þessara ríkja við ESB miðar áfram.
Nú má búast við að talsmenn ESB-aðildar
segi að það séu nákvæmlega svona viðskipta-
hagsmunir, sem geri það að verkum, að það
sé nauðsynlegt fyrir okkur að gerast aðilar að
ESB og að við getum ekki búizt við því að
tryggja viðskiptahagsmuni okkar til eilífðar
með því að standa utan ESB. Jafnframt munu
þeir halda því fram, að gerist Norðmenn aðil-
ar að ESB verði enn erfiðara að halda ESB
við EES-samninginn. í þessu sambandi er
auðvitað ljóst, að líta verður á samskipti okk-
ar við Evrópuríkin í heild. Þegar tekin eru inn
í þau samskipti sameiginlegir öryggishags-
munir og margvísleg menningarleg samskipti
er ekki ástæða til að ætla annað en að við get-
um tryggt viðskiptahagsmuni okkar hér eftir
sem hingað til.
I skýrslu utanríkisráðherra er vikið að fjár-
festingum í sjávarútvegi og þar segir m.a.:
„íslendingar hafa skv. EES-samningnum
heimild til að koma í veg fyrir að útlendingar
fjárfesti í íslenzkum sjávarútvegi og eru í lög-
um ákvæði, sem banna útlendingum að eiga
íslenzk fyrirtæki, sem stunda veiðar og frum-
framleiðslu á sjávarafurðum. Með slíku
ákvæði er reynt að tryggja að útlendir aðilar
geri ekki út skip undir íslenzkum fána á
Islandsmiðum þannig að þau komi í raun
aldrei til íslands heldur sæki þjónustu og selji
allan sinn afla á erlendum mörkuðum. Þannig
gætu verðmæti þess afla sem þau veiða í raun
farið fram hjá íslenzku efnahagskerfi."
Morgunblaðið hefur áður lýst þeirri skoð-
un, sem hér skal ítrekuð, að okkur sé ekki
lengur stætt á því að banna erlenda fjárfest-
ingu í íslenzkum sjávarútvegi. Á sama tíma og
íslenzk fyrirtæki fjárfesta í sjávarútvegi ann-
arra þjóða getum við ekki búizt við að geta
haldið öðrum frá því að fjárfesta í íslenzkum
sjávarútvegi. Ef við reynum að gera það til
lengdar endar það með því að íslenzkum sjáv-
arútvegsfyrirtækjum verður úthýst í öðrum
löndum.
Firaist mönnum
nú ekki stórkost-
lega eftirsóknar-
vert að stökkva of-
aníþennan
grautarpott
Evrópusam-
bandsins í sjávar-
útvegsmálum?!
Það er auðvelt að
sjá fyrir sér svip-
inn á íslenzkum
útgerðarmönnum,
þegar þeir stæðu
frammi fyrir því
að verða allt í einu
fangar þess ótrú-
lega skrifræðis,
samningamakks
og baktjalda-
makks, sem leiða
mundi af því fyrir
íslenzkan sjávar-
útveg að lenda í
klónum á þessu
kerfi.