Morgunblaðið - 16.04.2000, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 16. APRÍL 2000
i------------------------
SKOÐUN
MORGUNBLAÐIÐ
*
KALDASTRÍÐSÁRÓÐUR
UM RÚSSAGULL í
FJÖLMIÐLUM
MIR
JÓN Ólafsson ræðir einnig
fjárstuðning Sovétríkjanna við MÍR
og telur stuðning við Sósíalistaflokk-
inn (bls. 179-87). Mér er málið skylt
þar sem ég hafði árum saman af-
skipti af MIR, að því leyti, að ég sá
um skipulagningu á samkomuhaldi
glæsilegs listafólks frá Sovétn'kjun-
um, tónlistarfólks, skapandi og túlk-
andi, balletdansara og annarra lista-
manna. Þetta var ánægjulegt starf,
sem tengdi menningarsamskipti
landanna traustum böndum. Sam-
skiptin voru gagnkvæm. Hingað
, komu listamenn á heimsmælikvarða.
Má þar nefna Kazanzevu, sem heill-
aði fólk uppúr skónum með söng sín-
um; Lisitsían, baritóninn, sem marg-
ir telja að eigi sér engan líka,
píanósnillinginn Nikolajevu og tón-
skáldið Katsjaturian, svo að fáir séu
nefndir. Mér er í minni, að listunn-
andinn Óskar Norðmann hringdi til
mín eftir einn konsertinn með Lisits-
ían og bað mig fyrir alla muni, að sjá
til þess, að þessi frábæri söngvari
kæmi hingað aftur sem allra fyrst;
hann hefði aldrei heyrt fegurri söng,
t fallegri rödd, né séð fágaðri fram-
komu á sviði. Héðan fór einnig fjöldi
listamanna og menntamanna til Sov-
étríkjanna, með sjálfan Pál ísólfsson
í broddi fylkingar.
Það sem mér líkaði ekki við í starf-
semi MÍ R hér var að Sovétríkin vildu
ekki stofna hér menningarstofnun
opinberlega á sama hátt og Banda-
ríkin og fleiri lönd höfðu stofnað hér
og kostuðu opinberlega. Heldur var
kosið að pukra með þetta og greiða
mánaðarlegan styrk, sem átti að
nægja til að greiða starfskrafti hálf
mánaðarlaun og húsaleigu. Það kom í
ljós, að þessi styrkur var svo við nögl
skorinn, að engin leið var að reka hér
menningarsamskipti af neinum
. myndarskap.
Ég tók að mér þessa milligöngu,
þó að mér væri það þvert um geð og
aðeins með því skilyrði, að stofnað
yrði til menningarstofnunar Sovét-
ríkjanna opinberlega á sama gnrnd-
velli og Menningarstofnun Banda-
ríkjanna starfaði hér og þá að
sjálfsögðu kostuð af Sovétríkjunum.
Þessu var lofað, en þegar ég sá fram
á, að ekkert yrði úr stofnun slíkrar
menningarstofnunar, neitaði ég að
sjá um þessa milligöngu. Ekki stóð á
viðbrögðum sendiráðsins hér. Ég
varð samstundis persona non grata
(óvelkominn gestur) í sendiráðinu og
strikaður út af gestalista sendiráðs-
ins, mér til mikillar armæðu eða hitt
,_þó heldur.
Mikið af því, sem segir í bók Jóns
um MÍR, er meira eða minna brengl-
að. Ekki nenni ég að elta ólar við það
allt, en nefni aðeins, að þar segir, að
MÍR hafí skuldað margra mánaða
laun og húsaleigu. Þetta er úr lausu
lofti gripið, ég sá alltaf um að greiða
laun og húsaleigu reglulega, þótt ég
yrði stundum að slá víxla vegna þess
hve „styrkurinn" var skorinn við
nögl.
Mál og menning
Ég get að sjálfsögðu ekki hrakið
•fullyrðingarnar um Rússagull til
Máls og menningar, þar sem ég hefi
ekki persónulega neina vitneskju eða
reynslu um samskipti Máls og menn-
ingar og Sovétríkjanna. Mér finnst
nú liggja beint við, að Mál og menn-
ing opinberi alla reikninga vegna
byggingar hússins að Laugavegi 18,
sem ætti ekki að vefjast fyrir fyrir-
jtækinu. Ekki kæmi á óvart, að aðal
„sökudólgarnir" í að
byggja það hús, væru
íslenskir bankar, all-
margir vel stæðir unn-
endur Máls og menn-
ingar og alþýða manna.
I annan stað væri
gott, að Mál og menning
skýrði frá því, þó að það
komi byggingu Lauga-
vegs 18 ekki við (þó að
skylt sé skeggið hök-
unni), hvaða samninga
bókaforlag Máls og
menningar og bókabúð
Máls og menningar
gerðu við rússneska
forlagið Mezdurodnaja
Kniga og þá sérstaklega hvemig
samningurinn hljóði, sem Einar 01-
geirsson segir frá í einkabréfi sínu,
sem birt er á kápusíðu bókar Jóns.
Er hér ekki um að ræða venjulegan
Koma mun í ljós, segir
Halldór Jakobsson í síð-
ari grein sinni, að fjár-
austur Bandaríkjanna
og annarra erlendra
ríkja til flokka og sam-
taka andsnúa Sósialista-
flokknum hefur numið
margfaldri þeirri upp-
hæð, sem Sovétríkin eru
talin hafa sent þeim
síðast nefnda.
samning milli tveggja fyrirtækja í
tveimur löndum um útgáfu fagur-
bókmennta og vísindarita annars
landsins, greiddan af því landi? I
þessu tilviki virðist samningurinn
hafa verið byggður á völtum grunni,
og útgefandinn biður mótaðila að
strika út hluta skuldar. Er þetta
einsdæmi í viðskiptum tveggja fyrir-
tækja hvar sem er í heiminum? Hitt
er svo umhugsunarefni hvort siða-
lögmál séu í heiðri höfð með því að
grúska í einkabréfum nýlátins
manns og birta opinberlega algjör-
lega heimildarlaust. Hvað um frið-
helgi manna og heimila?
Ef birtir yrðu reikningar bygging-
ar Laugavegs 18, kæmi einnig í ljós
hvemig háttað var samskiptum Máls
og menningar og Austur-Þýska-
lands, og hvemig var háttað kaupum
eða kaupleigu verslunarráðs lands-
ins á einni hæð Laugavegs 18. Kem-
ur þá í ljós hvort þar var einungis um
venjuleg viðskipti að ræða eða hvort
þar væm faldir fjárstyrkir Máls og
menningar og þá í hve miklum mæli.
Meðal annarra orða, hvenær verð-
ur úr því, að Mál og menning minnist
þeirra bræðra, Kristins og Einars
Andréssonar, á myndarlegan hátt?
Sannleikanum borið vitni
Það stóð ekki á viðbrögðum fjöl-
miðla hér við bók Jóns Olafssonar.
Morgunblaðinu rann blóðið til skyld-
unnar og birti grein með fjögurra
dálka fyrirsögn með stríðsletri um
fimm mismunandi aðferðir sovéskra
kommúnista til fjárstuðnings við ís-
lenska sósíalista, gagnrýnislaust.
Dagblaðið Vísir át svo eftir stóra
bróður og birti grein með stríðsletri,
Rússagullið staðreynd. Stöð 2 spilaði
undir og ekki stóð á Degi.
Fjölmiðlaumfjöllun-
in öll um þessi mál náði
þó hámarki þegar Stöð
2 fekk Guðmund H.
Garðarsson, fyrrver-
andi alþingismann og
forkólf í Vörðu landi og
Samtökum um vest-
ræna samvinnu, í
sjónvarpsviðtal til að
vitna um sannleikann
um Rússagullið. Að
vísu snerist viðtalið
upp í andhverfu sína og
sannfærði alla hugs-
andi menn um, að Guð-
mundur veit nákvæm-
lega ekkert um málið.
Guðmundur sagði þá í ofangreindum
samtökum hafi undrast, að hinir
(vondu kommai’nir) virtust hafa rúm
fjárráð, en telur að verðir lýðræðis
og frelsis hafi átt í peningavandræð-
um. Þetta sagði Guðmundur með
grátstafinn í kverkunum, en auðvitað
er hér einungis byggt á huglægu
mati hans. Um leið býsnaðist hann
yfir, að Þjóðviljinn skuli hafa komið
út árum saman, rekinn með tapi og
lenti þar þegar í mótsögn við sjálfan
sig.
Þá kvað Guðmundur nokkrar hálf-
kveðnar vísur og sagðist muna eftir
tilviki, sem styddi fregnir um, að Sós-
íalistaflokkurinn hafi á árum áður
fengið fjárstyrk frá Sovétríkjunum.
Því til sönnunar hélt hann því fram
að ónefndir menn innarlega hjá
flokknum hefðu talað óvarlega.
Fréttakonunni þótti þetta svar sýni-
lega heldur rýrt og spurði nú hvort
hann vissi til þess, að fé hefði verið
flutt frá Sovétríkjunum til Sósíalista-
flokksins hér. Guðmundur þagði við,
en sagði síðan: „Ég veit ekki hvort ég
á að segja það beint, en já, einn mað-
ur sagði mér beinlínis, að það væru
fluttir peningar, að vísu ekki frá
KGB, en með öðrum hætti frá Aust-
ur-Evrópuríkjunum.“
Það er hörmulegt til þess að vita,
að jafnmætur maður skuli láta kapp-
ið hlaupa með sig í gönur og þjóna
lund sinni með hálfkveðnum vísum
og Gróusögum. Hversvegna nafn-
greinir hann ekki mennina? Allt við-
talið minnti mann óþægilega á Njálu,
þegar konungur bað Gunnar Lamba-
son að segja frá hvemig Skarphéðinn
þoldi við í brennunni. Um það segir
sagan: Um allar sagnir hallaði hann
mjög til og ló víða frá.
Viðbrögð ljölmiðla
Það er sjálfsagt ekki tilviljun, að
hin nýja hrina um Rússagull tröllríð-
ur nú fjölmiðlum. Það styttist óðum
sá tími, þar til aðgengileg verða, og
eru að hluta þegar aðgengileg, skjöl í
Bandaríkjunum sem sanna munu
fjárstuðning við þríflokkana hér. Val-
ur Ingimundarson sagnfræðingur
hefir athugað sum þeirra skjala, sem
tiltæk eru. Kennir þar margra grasa.
í bók sinni, í eldlínu kalda stríðsins,
segir hann frá margskonar stuðningi
Bandaríkjanna við þríflokkana, t.d.
að Bandaríkin hafi stutt ýmiss konar
blaðaútgáfu á vegum Alþýðusamban-
dsins, sem þá var undir stjórn þríf-
lokkanna. Ennfremur, að sendur hafi
verið erindreki frá Bandaríkjunum
til að hjálpa þríflokkunum í kosning-
um til Alþýðusambandsþings. Mars-
hall-hjálpin gerir ráð fyrir stórfé til
stuðnings erlendum flokkum, stofn-
unum og einstaklingum til baráttu
gegn „kommúnistum“ og má nærri
geta, að þetta fé hefir einnig runnið
til andstæðinga „kommúnista" hér.
Ekki minnist ég þess, að Morgun-
blaðið hafi getið um uppljóstranir
Vals Ingimundarsonar, né heldur að
Morgunblaðinu hafi þótt það frá-
sagnarvert, að Trimble, sendimaður
Bandaríkjanna, hafi verið með hug-
myndir um, að sjá varaliði þríflokk-
anna fyrir vopnum. Ekki hefur
Morgunblaðið heldur birt ummæli
Kenneth Byrns, sendifulltrúa
Bandaríkjanna hér, svohljóðandi (sjá
í eldlínu kalda stríðsins, bls. 182):
Ef við getum látið íslendinga hafa
vopn, þá stendur ekkert í veginum
fyrir að útvega þeim sprengjur til að
gera þeim kleift að eyðileggja prent-
vélai’ Þjóðviljans. Ef við genim al-
vöru úr því, ættum við að hvetja [þá
íslendinga] til að ráða af dögum
helstu leiðtoga Kommúnistaflokks-
ins [Sósíalistaflokksins]. Það mætti
réttlæta þetta allt með því að segja
að þetta væru vamaraðgerðir gegn
kommúnismanum.
Margar fleiri tilvitnanir hefðu átt
að gefa Morgunblaðinu, sem frjálsu
og óháðu blaði, ástæðu til margra
dálka stríðsfyrirsagna, en enginn
hefir séð þær ennþá. Sama gildir um
hið frjálsa dagblað DV og hina hlut-
lausu og siðavöndu Stöð 2. Það yrði
of langt mál upp að telja allar þessar
tilvitnanir, en ég nefni aðeins sem
dæmi tillögur sendimanna Banda-
ríkjanna um að sósíalistum verði vik-
ið úr ábyrgðarstöðum og ennfremur
að hefja skipulagða undirróðurs-
starfsemi með því að senda skæru-
liðaforingja (helst norræna) og vopn
til Islands til að aðstoða íslenska and-
stæðinga kommúnista í baráttu sinni
(bls. 190). Ekki má heldur gleyma
ótrúlegu skítkasti í Ólaf Thors, sem
haft er eftir ýmsum ráðamönnum
bandarískum.
Þar sem Morgunblaðið virðist ekki
hafa áhuga á, að almenningur viti um
allt það ótrúlega ráðabrugg Banda-
ríkjamanna, sem fram kemur í bók
Vals, skora ég á hið óháða DV að gera
því skil, og mætti þá koma undirspil
frá hinum rösku rannsóknarfrétta-
mönnum Stöðvar 2. Þar ættu að vera
hæg heimatökin.
Það er skaði að Val Ingimundar-
syni skyldi ekki takast að grafa upp
hve stór hluti milljarðanna, sem ætl-
aðir voru til baráttunnar gegn heim-
skommúnismanum, samkvæmt
Marshall-hjálpinni, fjárlögum
Bandaríkjanna og úr sjóðum NATO,
kom til Islands og þá hvaða flokkar,
stofnanir og einstaklingar tóku við
fénu hér. Hér er ekki um neinar get-
gátur vondra komma að ræða. Heim-
ildirnar liggja fyrir skjalfestar opin-
berlega, og ég vona að auðsótt sé að
fá vitneskju um viðtakendur hér, eða
hvað? Er þá aðeins eftir að fá úr því
skorið hve mikið fé kom til íslands og
hverjir tóku við.
Njósnamál
Nýlega sögðu þeir Björn Bjamason,
menntamálaráðherra, og Steingrímur
J. Sigfússon, alþingismaður, álit sitt
um hvort íslensk stjómvöld eigi að
óska eftir aðgangi að STASI-skjölum, í
dálkinum Með og á móti í Dagblaðinu
Vísi. Bjöm segir frá því, að hann hafi
verið á ferð í Austur-Berlín fáum vik-
um eftir fall Berlínarmúrsins og hafi
komið í höfuðstöðvar STASI og rætt
við starfsmenn. Hann segir að ljóst sé,
að þama var gífurlegt magn upplýs-
inga og raunar með ólíkindum hvemig
íylgst var með öllum í þessu einræðis-
ríki. Rannsókn á skjölunum sýni, að
útsendarar STASI störfuðu ekki ein-
ungis í Austur-Þýskalandi, heldur víða
um heim. Bjöm lætur svo að því liggja,
að íslenskir menn hafi njósnað fyrir
Halldór Jakobsson
Austur-Þj óðverj a.
Ekki get ég með neinu móti gert
mér í hugarlund, hversvegna svo
skynsamur maður, sem Björn er tal-
inn vera, kýs hér að leika einfeldn-
ing. Hvert skólabarn veit, að leyni-
þjónustur eru til í hartnær öllum
ríkjum heims. Auðvitað eru þessar
leyniþjónustur misjafnlega slæmar,
en allar eiga það auðvitað sameigin-
legt að halda uppi njósnum innan-
lands og utan. Ekki hefði Björn þurft
að gera sér ferð til Berlínar til þess
að fræðast um starfsemi leyniþjón-
ustumanna. Það ættu að vera hæg
heimatökin hjá honum að heimsækja
CIA í Bandaríkjunum og spyrjast
íyrir um hvort þeir á þeim bæ hafi
útsendara í öðrum löndum. Þá gæti
hann sagt þeim í trúnaði, að Austur-
Þjóðverjar hafi aðhafst slíkt og því-
líkt. Líklega hefði Björn þá einnig
fengið sig fullsaddan á þeim upplýs-
ingum um fólkið í Bandaríkjunum og
annarstaðar, réttum sem röngum,
sem hjá CIA og FBI er að finna og
hvernig fylgst er með því.
Björn þyrfti þó ekki að gera sér
ferð til Bandaríkjanna til að kynna
sér njósnamál, sem hann virðist
áhugasamur um. Það hefði nægt að
heimsækja sendiráð Bandaríkjanna
hér við Laufásveginn. Þar gæti hann
komist að raun um, að fylgst hefur
verið með fjölda Islendinga og
stjómmálaskoðunum þeirra. Ef
hann ræddi við sendiráðsmenn og
spyrðist fyi-ir um hvemig spjald-
skráin yfir íslendinga væri til komin
myndi að sjálfsögðu koma í ljós, að
sendiráðið hefði engan veginn getað
komið þessari spjaldskrá upp nema
með hjálp íslendinga. Spjaldskráin,
sem Valur nefnir einnig í bók sinni
(bls. 183-84), mun vera mjög um-
fangsmikil og notuð óspart, ekki síst
þegar Islendingar sóttu um ferða-
leyfi til Bandaríkjanna. Björn myndi
komast að því að þessi spjaldskrá er
mjög nákvæm, stjómmálaskoðanir
vandlega tíundaðar og í sumum til-
vikum með æviágripi. Þá er spurn-
ingin hvaða aðilar gáfu sendiráði
Bandaríkjanna þessai’ upplýsingar.
Það skyldi þó ekki hafa verið Sjálf-
stæðisflokkurinn eða einstaklingar
úr flokknum? Sjálfstæðismaður
skrifaði grein í Þjóðviljann fyrir
mörgum áram og færði rök að því, að
hverfaskrá, sem hann hafði unnið
með í kosningum fyrir flokkinn, hefði
komist í hendur sendiráðsins. Ekki
varð ég var við, að Sjálfstæðisflokk-
urinn bæri þetta af sér. Þessir menn
voga sér að brigsla öðrum um njósn-
ir!
Því nefni ég þessa grein, Með og
ámóti í Dagblaðinu Vísi, að þar er
fjallað um hvort nauðsynlegt sé að
hafa upp á öllum gögnum sem snerta
hugsanlega njósnastarfsemi gegn ís-
lenska ríkinu. Bjöm svarar eins og
við mátti búast, að sjálfsagt sé að
óska eftir aðgangi að STASI-skjöl-
unum. Steingrímur er sammála, en
bendir á að jafnræði verði að ríkja í
málinu og eðlilegt væri að dómsmál-
aráðherra óskaði einnig eftir skjöl-
um og gögnum frá vesturveldunum
líka. Hann leggur til að skipuð verði
sannleiksnefnd, sem kannaði þessi
mál frá grunni. Ég vildi bæta því við,
að sú nefnd ætti einnig að kanna fjár-
veitingar erlendra ríkja og samtaka
til íslenskra stjórnmálaflokka, og
samtaka og einstaklinga sem tengj-
ast þeim.
Það þarf ekki mikinn spámann til
að segja fyrir um það, að koma mun í
ljós, að fjáraustur Bandaríkjanna og
annarra erlendra ríkja til flokka og
samtaka andsnúnum Sósíalista-
flokknum hefir numið margfaldri
þeirri upphæð, sem Sovétríkin era
talin hafa sent þeim síðast nefnda.
Opinbert er fyrir löngu, að Marshall-
hjálpin var að hluta til notuð til þess
að berjast gegn „kommúnistum“ er-
lendis og fjárlög Bandaríkjanna gera
árlega ráð fyrir milljörðum króna til
þessarar baráttu, auk tuga milljóna
króna úr sjóðum NÁTO. Bandaríkja-
menn era hreinskilnir og eru ekkert
að fela baráttu sína gegn „kommún-
istum“, þótt þeir túlki orðið dálítið
frjálslega. Nærri má geta, að ís-
lenskir stjómmálaflokkar, menn og
stofnanir, hafa tekið við þessu fé,
ekki síður en aðrir. Nýjasta dæmið
er bræðraflokkur Sjálfstæðisflokks-
ins, Kristilegir demókratar í Þýska-
landi. Kæmi ekki á óvart, að fjárstuð-