Morgunblaðið - 16.04.2000, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 16. APRÍL 2000 39
---------------------V
Á vígsludegi Hressingarhælis Hringsins í Kópavogi 14. nóvember 1926 safnast félagskonur saman til mynda-
töku við suðurvegg hússins. Nafngreindar hafa verið (sjá teikningu) 2. Björg Cortes (?) 9. Kristín V. Jacobson,
14. Guðrún Geirsdóttir, 15. Augusta Ólafsson, 16. Sigríður Bogadóttir, 17. Soffía Hjaltested, 18. Soffía Claessen
(?) 25 Jófríður Zoega 31. Guðborg Eggertsdóttir 33. Sigríður Börnsdóttir (Jónssonar) 34. Halldóra Ólafs. 35.
Ásta Einarsson. Fleiri mætti þekkja ef vel er skoðað.
Hringskonum er ljóst að fjár-
magn er afl þeirra hluta sem gera
skal. Því er það að enda þótt einn
þáttur félagsstarfsins hafi ævin-
lega staðið til menntunar og menn-
ingar hefur tekjuöflun verið megin-
þáttur í allri vinnu félagskvenna.
Af því er mikil starfssaga sem seint
verður fullsögð. En sérstakur þátt-
ur á ævi Hringsins er innra starfið
og félagsandinn, gleðin og vináttan
sem skapast þegar keppt er sam-
eiginlega að settu marki. Hefur sú
samvera öll verið gefandi.
Öflun heimilda fyrir rit um
Hringinn í Reykjavík er tímafrek
því heimildir framan af árum hafa
farið forgörðum. Samhliða rituðu
máli er víðtæk söfnun mynda í
gangi og er heitið á hvern sem þar
getur lagt lið að láta til sín heyra.
Hér eru birtar nokkrar myndir
sem verið er að nafngreina og
hvert nýtt nafn sem kemur til
skjalanna er mikils virði sem heim-
ild.
í húsakynnum þjóðminjasafns - Myndadeild, Vesturvör 25 í Kópavogi
sitja þær (f. v.) Valgerður Kristjónsdóttir og Björg Einarsdóttir hanska-
klæddar að yfirfara gamalt safn mynda frá Morgunblaðinu ef ske kynni
að þar leyndust myndir frá starfsævi Hringsins. Til þeirra má koma
upplýsingum um myndir eða nöfn í síma 551-4080, Ásvallagötu 1.
Laugardaginn 8. júlí 1944 hófst tveggha daga fjölmenn útihátið Hringsins í HJjómskálagarðinum. Blaðamenn
komu á vettvang með ljósmyndara með sér og frá Morgunblaðinu er þessi mynd runnin af hluta þeirra 25 yngis-
meyja er voru að framreiða í veitingatjöldum. Frá vinstri 1. Ingibjörg Jónsdóttir, 2. Gróa Eyjólfsdóttir, 4.
Kristín Haraldsdóttir, 5. Kristjana Pétursdóttir, 6. Anna G. Blöndal, 7. Anna Gísladóttir, 8. Herdís Vigfúsdóttir,
11. Ingibjörg M. Blöndal. Nöfn þeirra þriggja er vantar væru vel þegin.
Morgunblaðið/Golli
Katrín Huld Grétarsdóttir með margmiðlunardiskinn.
Tækniskdli íslands
Alþjóðamark-
aðsfræði kynnt
á margmiðl-
unardiski
NEMENDURí
alþjóðamarkaðs-
fræði við Tækni-
skóla íslands buðu
fyrirtækjum og
ráðningarstofum
til kynningar á
náminu í Þrótt-
araheimilinu í
Laugardal á fóstu-
dag. Gestir voru
leystir út með
margmiðlunar-
diski með kynn-
ingu á náminu og
skólanum. Katrin
Huld Grétarsdótt-
ir, nemandi í
alþjóðamarkaðs-
fræði, segir að háskólanám
hafi ekki áður verið kynnt með
svipuðum hætti á margmiðlun-
ardiski.
Villandi
nafn
Katrín Huld segir að hug-
myndin að kynningunni hafi
kviknað eftir að nemendum f
markaðsfræði í öllum öðrum
skólum en Tækniskólanum var
boðið til árlegrar auglýsinga-
hátíðar auglýsingahönnuða fyr-
ir skemmstu. Ein ástæðan fyrir
því að alþjóðamarkaðsfræðin
gleymdist gæti falist f villandi
nafni skólans. Hið rétta væri
að Tækniskólinn væri háskóli
og þar færi ekki aðeins fram
tækninám eins og nafnið gæfi
til kynna.
Raunhæf
lokaverkefni
Alþjóðamarkaðsfræðinám
stendur nemendum til boða að
loknu tveggja ára háskólanámi
í iðnrekstrarfræði eða rekstr-
arfræði frá Samvinnuháskólan-
um á Bifröst. Námið tekur
tvær annir og er sérstök
áhersla lögð á tungumálanám.
Öll samskipti fara fram á
ensku ef frá er talið lokaverk-
efnið. Um er að ræða raunhæft
verkefni í tengslum við hugs-
anlegan útflutning starfandi ís-
lensks fyrirtækis. Þrír skiptin-
emar, 2 frá Finnlandi og einn
frá Eistlandi, hafa stundað
námið hér á landi í vetur. Is-
lensku nemendunum gefst
kostur á að stunda helming
námsins á erlendri grund, t.d. f
Danmörku, Finnlandi og Bel-
gíu.
Góðir starfs-
möguleikar
Að sögn Katrínar Huldar eru
starfsmöguleikar nemenda að
námi loknu góðir. íslensk fyrir-
tæki séu að gera sér grein fyr-
ir því hversu mikilvægu hlut-
verki markaðssetning gegni í
heildarferli rekstrarins.
Fyrir utan kynningu á skól-
anum, nemendum og náminu
er að finna á margmiðlunar-
diskinum viðtöl við ýmsa aðila
sem koma að náminu á einn
eða annan hátt, þ.e. fyrrver-
andi nemendur, kennara og
fulltrúa fyrirtækja sem verk-
efni hafa verið unnin fyrir. Is-
lensk fyrirtæki tengd al-
þjóðamarkaðsfræðináminu
hafa styrkt kynninguna og
gerð margmiðlunardisksins.