Morgunblaðið - 16.04.2000, Qupperneq 42
42 SUNNUDAGUR 16. APRÍL 2000
AFMÆLI
MORGUNBLAÐIÐ
Aflagrandi
Voram aö fa i solu glæsi- lega 122 fm 4ra—5 herb. íbúð á 2. hæð með sér- inngangi í þessu fallega húsi. Saml. stofur, 3 góð svefnherb. Þvottahús í íbúð. Vandaðar innrétt- ingar. Áhv. 6 millj. hús- bréf. Eign í algjörum sér- flokki. 7, sími 585 8800. 00-14.00.
Híbýli fasteignasala, Suðurgötu Opið í dag frá kl. 12.1
í?
f^| FASTEIGNA (f-
(HJ MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4. SÍMAR 570 4500, FAX 570 4505
OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ KL. 9-18. Netfang: http://habil.is/fmark/
Þingholtsstræti 5 - heil húseign
Heil húseign í hjarta borgarinnar.
Eignin, sem er 1.500 fm að stærð,
hefur öll verið endumýjuð frá
grunni, jafnt að utan sem innan.
Húsið, sem er allt í útleigu, er að
mestu nýtt undir hótelíbúðir auk
verslana og veitingahúss. Góð arð-
semi. Góð langtímalán áhv. Nánari
uppl. á skrifstofu.
Þórsgata - heil húseign
Til sölu 291 fm heil húseign með
sex vel innréttuðum íbúðum sem
allar eru í útleigu. Verð 30,0 millj.
Ránargata
Falleg burstahús í hjarta borgar-
innar. Hér er um að ræða þrjú
saml. hús, sem eru hvert um sig
kj., tvær hæðir og ris, samtals að
gólffleti 800 fm. Ýmsir nýtingar-
möguleikar, t.d. undir gistiheimili
eða útleigu á herbergjum. Einnig
mögul. á fjölda íbúða með því að
setja stigahús á baklóð. Nánari
uppl. á skrifstofu.
Fjarðargata - Hafnarfirði
Til sölu 204 fm verslunar-
húsnæði á jarðhæð með góðum
gluggum sem snýr að Strand-
götu. Afhendist tilb. til innrétt-
inga að innan, fullfrágengið að
utan með varanlegri klæðningu.
Nánari uppl. á skrifstofu.
Ingólfsstræti - heil húseign
Nýkomin í sölu 337 fm heil hús-
eign, kj. og tvær hæðir, vel stað-
sett miðsvæðis í Reykjavík. Um er
að ræða verslunar-, skrifstofu- og
íbúðarhúsnæði. Nánari uppl. á
skrifstofu.
SIGURÐUR
GUÐMUNDSSON
Einn hinna merku
kirkjuhöfðingja þessa
lands, sr. Sigurður
Guðmundsson vígslu-
biskup, er áttatíu ára í
dag, 16. apríl.
Um leið og honum
er óskað heilla á þess-
um degi er ánægjulegt
að fá tækifæri til að
draga upp nokkrar
myndir úr langri og
gifturíkri sögu hans á
samleið kirkjunnar.
Þótt enn sé ekki hægt
að tala um verkalok
hans á akri Guðs
kristni og svo verði ekki meðan Guð
gefur honum líf og heilsu, er þó
sannarlega tími nú til þess að líta til
baka í þökk, eins og hann mun sjálf-
ur gera á þessum degi.
Sr. Sigurður var einn þeirra
presta sem vígðir voru til prests-
þjónustu hinn 18. júní 1944 og voru
kallaðir morgungjöf lýðveldisins.
Það átti fyrir þeim öllum að liggja
að skilja eftir sig varanleg spor
jafnt í kirkjulegu sem almennt fé-
lagslegu tilliti og þannig rættist sú
ósk og það fyrirheit sem fólst í heit-
inu.
Sr. Sigurður hélt eftir vígslu
norður að Grenjaðarstað í Aðaldal,
eins hinna merkustu prestakalla
landsins í sögu kirkju og þjóðar og
sat þann stað í meir en fjóra tugi
ára, fyrst sem prestur, síðan próf-
astur og síðast vígslubiskup. Þar lét
hann til sín taka bæði á kirkjulegum
vettvangi sem veraldlegum og brást
jafnan við skyldum beggja eins og
eftir var leitað.
Þar er af mörgu að
taka, en hér skal að-
eins nefnt sem dæmi,
ævintýrið um Sumar-
búðirnar við Yest-
mannsvatn sem ætíð
mun tengt nafni hans í
þríeyki þeirra séra
Péturs, síðar biskups,
og Silla bankastjóra á
Húsavík.
Sr. Sigurður valdist
ungur til trúnaðar-
starfa fyrir kirkju sína.
Hann varð prófastur í
leyfi sitjandi prófasts
árið 1957 en var settur prófastur frá
1962 og gegndi því embætti í ald-
arfjórðung. Hann var kirkjuþings-
maður því sem næst frá fyrstu
stund, því að hann settist á Kirkju-
þing árið 1960, í annað sinn sem það
kom saman, og sat þar óslitið til ár-
sins 1986. í kirkjuráði sat hann eitt
kjörtímabil, 1982-1986. Hann var
vígður vígslubiskup Hólastiftis 1982
og gegndi því embætti til opinberra
starfsloka sinna 1990.
Þegar sr. Sigurður var kjörinn
vígslubiskup var embættið enn án
sinnar eðlilegu heimilisfesti á bisk-
upsstólnum á Hólum. Það var með
vissum hætti lán embættisins að
sóknarprestsembættið á Hólum
skyldi losna árið 1986.
Sr. Sigurður sem setið hafði
Grenjaðarstað yfir fjörutíu ár ákvað
að sækja til Hóla. Þannig varð hon-
um unnt að stíga það giftudrjúga
skref að setjast að á Hólum sem
sóknarprestur og taka þannig með
Opið í dag, sunnudag, milli kl. 12 og 14
STÓRAGERÐI - NÝTT Á SKRÁ
Vorum að fá í einkasölu 4-5 herbergja 121 fm hæð ásamt góðum
28 fm bílskúr. Parket, tvennar svalir. Björt, falleg og sérlega vel
meðfarin íbúð. Frábær staðsetning Verð 17,5 millj.
LAUFRIMI 6 - OPIÐ HÚS í DAG
Falleg 90 fm íbúð í nýlegu húsi
á fyrstu hæð með sérinngangi
og hellulagðri suðurverönd. Björt
og skemmtileg (búð. Einkasala.
Áhvílandi 4,8 millj. Verð 10,1
millj. Guðný og Markús taka
á móti ykkur milli kl. 14 og 16.
Mjög fallegt um 200 fm enda-
raðhús á tveimur hæðum með
innbyggðum bílskúr á góðum
stað í Árbænum. Beikiparket,
glæsilegt eldhús, fallegt útsýni,
sérgarður, svalir I suðvestur.
Einkasala. Ingibjörg tekur á
móti ykkur milli kl. 13 og 15.
Verð 20,8 millj.
KIRKJUTEIGUR 19 - OPIÐ HÚS í
DAG MILLI KL. 14 OG 17
157 fm sérhæð með bílskúr, her-
bergi í kjallara með sórinngangi
ásamt geymsluskúr sem mögu-
legt er að breyta í stúdíóíbúð.
Flísar á gólfi í eldhúsi og á holi,
stofa og borðstofa samliggjandi
með parketi, manngengt ris, sem
nýtist sem herbergi. Eignin býður
upp á mikla möguleika. Ómar
sýnir. Verð 15,9 millj.
#
f r O n
FINNBOGI KRISTJÁNSSON LÖOG. FASTEIGNASALI
OÍ0WMIÍLA 2
lífóí ViVí n/ 1M4
Upíh virFa ú'sííís fcí, S.tiö■17/iU
i'éU, k.L 12 .fjfj-1 í.fjíj.
REYKÁS 20 - OPIÐ HÚS í DAG
FLÚÐASEL
Gott 223 fm raðhús á þremur
hæðum í Seljahverfinu með
innb. 29 fm bílskúr. Tvennar
suðursvalir, sérgarður, 6 her-
bergi. Eign í góðu ástandi
utan sem innan. Áhv. 7,7
millj. Verð 20,3 millj.
sér embætti vígslubiskups heim að
Hólum. Þetta skref munu komandi
kynslóðir mega þakka honum rétt
eins og samferðafólk hans. Fljótt
fennir í sporin og breytingar á lög-
um um vígslubiskupa sem fylgdu í
kjölfarið láta marga gleyma þessari
afdrifaríku ákvörðun sr. Sigurðar.
Biskupsferill sr. Sigurðar Guð-
mundssonar er um margt merkileg-
ur. Þannig var hann ekki einungis
vígslubiskup á Hólum í átta ár,
heldur gegndi hann tímabundið
embætti biskups íslands í forföllum
sr. Péturs Sigurgeirssonar, og einn-
ig embætti vígslubiskups í Skálholti
í forföllum sr. Jónasar Gíslasonar,
og hafa ekki aðrir biskupar í sögu
kirkjunnar á íslandi gegnt öllum
þrem biskupsembættunum.
Með formlegum hætti lauk Sig-
urður vígslubiskup starfsdegi sínum
svo sem aðrir menn þegar sjötíu
æviár voru að baki og hefur síðan
búið á bernskuslóðum sínum á Ak-
ureyri. Lítið lát hefur þó verið á
önnum hans við prestsstörf, bisk-
upsstörf og fleira enda hentar það
honum best og mun svo verða með-
an dag gefur til starfs. Við hlið hans
stendur stoð hans og stytta í
hartnær 60 ár, frú Aðalbjörg Hall-
dórsdóttir. Engin leið er að hugsa
annað án hins, í öllu falli alls ekki
hann án hennar.
Hér verður ekki nánar rakið í
stuttri afmælisósk, enda þegar
skráð lífssaga þeirra hjóna á góðri
bók um þau. Persónulegar þakkir
þess sem þetta ritar fyrir andlega
og tímanlega leiðsögn í fjóra ára-
tugi, og einkum skörulega, hlýja og
sanngjarna stjórn sem sóknarprest-
ur á Raufarhöfn undir leiðsögn
prófastsins á Grenjaðarstað eru í
þessu samhengi aukaatriði. Hitt er
miklu meira að þjóðkirkjan öll
stendur í þakkarskuld fyrir farsæla
þjónustu prests, prófasts, vígslubis-
kups, kirkjuþingsmanns og kirkjur-
áðsmanns sem endurómar í kveðj-
unni: Guð blessi þér heilladaginn 16.
apríl 2000 og launi þér þjónustuna.
16. apríl 1521 kom Lúther til
Worms til að segja við keisarann:
„Hér stend ég og get ekki annað,
svo hjálpi mér Guð.“ Að standa
frammi fyrir verkefnum og erfið-
leikum dagsins í æðruleysi því sem
traustið til Guðs náðar gefur og
sinna þeim og sigrast á þeim hefur
greinilega fylgt þessum degi alla
tíð.
Það má því líka vera einkenni og
yfirskrift þessara 80 ára sem við
fögnum í dag.
Og 21 er traust tala.
Kristján Valur Ingólfsson.
Frágangur
afmælis-
og minn-
ingar-
greina
MIKIL áhersla er lögð á, að
handrit séu vel frá gengin, vél-
rituð eða tölvusett. Sé handrit
tölvusett er æskilegt, að diskl-
ingur fylgi útprentuninni. Það
eykur öryggi í textameðferð og
kemur í veg fyrir tvíverknað.
Þá er enn fremur unnt að senda
greinamar í símbréfi (569 1115)
og í tölvupósti (minn-
ing@mbl.is). Nauðsynlegt er,
að símanúmer höfundar/send-
anda fylgi.
Um hvem látinn einstakling
birtist formáh, ein uppistöðu-
grein af hæfilegri lengd, en aðr-
ar greinar um sama einstakling
takmarkast við eina örk, A-4,
miðað við meðallínubil og hæfi-
lega línulengd, - eða 2.200 slög
(um 25 dálksentimetra í blað-
inu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð
takmarkast við eitt til þijú er-
indi. Greinarhöfundar era
beðnir að hafa skírnamöfn sín
en ekki stuttnefni undir grein-
unum.