Morgunblaðið - 16.04.2000, Page 51

Morgunblaðið - 16.04.2000, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ I DAG BRIDS Umsjón (iiiðmiiinliir Páll Arnarson „ÞAÐ meldaði enginn tíg- ul, var það nokkuð,“ segir makker um leið og hann slengir tígulfimmunni á borðið. Kóngurinn kemur upp í blindum og þú liggur með ÁD á eftir í austur. Gott hjá makker. Norður * 104 v D852 * R82 * AD105 Austur a 875 v Á1093 ♦ ÁD73 a 83 Vestur Norður Austur Suður - - - 1 spaði Pass 2 lauf Pass 2 hjörtu Pass 4 hjörtu Allir pass Lesandinn er sem sagt í hlutverki austurs í vörn gegn fjórum spöðum. Sagnhafi stingur upp tígul- kóng, sem þú drepur og tekur næst á tíguldrottn- ingu. Makker - útspils- séníið - lætur fjarkann í þann slag, sem þendir til að hann hafi byrjað með fjórlit, þvi reglan er að spila þriðja/fimmta frá lengd. Þú býst við að fá tvo slagi á tromp, en samt er rétt að íhuga hvort ein- hver hætta sé á ferðum. Eða hverju á að spila í þriðja slag? Ef makker á fjóra tígla, þá er suður með tvo, svo þar er ekkert meira að hafa. Helsta hættan í spil- inu er sú að skipting suð- urs sé 5-5-2-1. Ef þú spilar tígli áfram mun suður trompa og spila litlu trompi að drottningu blinds: Norður ♦ 104 ¥ D852 ♦ K82 + AD105 Vestur Austur A G63 a 875 ¥ - ¥ Á1093 ♦ G954 ♦ ÁD73 * KG7642 * 83 Suður A ÁKD92 ¥ KG764 ♦ 106 a 9 Legan upplýsist og sagnhafi kemst tvisvar inn í borð (á laufás og með spaðatrompun) til að svíða af þér 109 í trorhpinu. Við þessu þarf að bregðast og það er gert með því að spila laufi í þriðja slag, beint upp í gaffalinn. Þar með fer ein innkoma blinds fyrir lítið, þvi jafn- vel þótt suður kunni að gruna þig um græsku, þá fer hann varla að spila trompi strax á sjöuna heima. Arnað heilla Q A ÁRA afmæli. Næst- 0\J komandi þriðjudag, 18. apríl, verður áttræð Una Þorgilsdóttir, Ólafsbraut 62, Ólafsvík. Hún tekur á móti vinum og vandamönn- um á afmælisdaginn í Skút- unni, Hólshrauni 3, Hafnar- firði, kl. 20-23. ÁRA afmæli. Á 0\/ morgun, mánudag- inn 17. apríl, verður sextug- ur Jóhannes Fossdal, flug- stjóri, Oddagötu 8, Reykja- vík. Eiginkona hans er Hilda Hansen. Þau taka á móti gestum á heimili sínu í dag, sunnudag, frá kl. 18. pf/A ÁRA afmæli. Á t) \/ morgun, mánudag- inn 17. apríl, verður fimm- tugur Þorgeir Björnsson, sölustjóri hjá Slippfélaginu í Reykjavík, Birtingakvísl 66, Reykjavík. Eiginkona hans er Vilheimfna Sigurð- ardóttir. Þau verða stödd á Flórída á afmælisdaginn. pf /\ ÁRA afmæli. í dag, O V/ sunnudaginn 16. apr- íl, verður fimmtugur Páll Pálsson, sölumaður, Smárarima 98, Reykjavík. Eiginkona hans er Hafdis Halldórsdóttir. Þau eru stödd erlendis. Med morgunkaffinu Eg leyfi Lúðvík stundum að ráða hvar hann situr. LJOÐABROT DAGSETUR (Brot) Mig varðar það litlu hvort langt eða skammt mér leiðin sé ákvörðuð hér. En hitt er mér kappsmál, að komast það samt, sem kraftar og tíð leyfa mér. Sé hvfldin uppynging þess krafts, sem eg á, og kvaddur til starfa ég verð: Þér, morgunn, er óhætt að ætla mér þá ögn örðugri og jafnlengri ferð. Stephan G. Stephansson. ORÐABOKIN Ganga - labba EITT sinn var rætt um of- angreind sagnorð í þess- um pistlum. Komst ég þá m.a. svo að orði, að mér hafi „í seinni tíð fundizt sem so. að labba sé á góðri leið með að út- rýma so. að ganga, a. m. k. úr mæltu máli“. Á liðnum vetri var ég nokkrar vikur erlendis, þar sem víða mátti fara í góðar göngu- ferðir. Ég fullyrði, að ég heyrði engan Islending á þeim stað tala um að ganga, það löbbuðu allir. Eg opna tæplega - að ég segi ekki alltaf - svo við- tækið mitt, þar sem verið er að lýsa gönguleiðum, að so. að labba hljómi ekki í mín eyru. I fyrra var verið að lýsa svonefndum Laugavegi í Ríkisútvarp- inu. Göngumaður gekk aldrei þessa skemmtilegu leið, heldur labbaði hana. Það er miður farið, ef so. að ganga, sem er gamalt germanskt mál, lýtur í lægra haldi fyrir so., sem hefði verið tahð hálfgert bamamál í mínu ung- dæmi. So. að ganga merkir að ferðast fótgangandi, vera í hreyfingu. So. að labba kemur samkv. heim- ildum ekki íyrir í íslenzku fyrr en á 17. öld. Það merkir ekki alveg hin sama og ganga, heldur að ganga hægt, rölta. Þeir, sem fara um Laugaveginn, ganga trúlega margir greiðlegar en svo, að þeir rétt rölti veginn. í nýn- orsku merkir samsvarandi so. að þramma og í sænsk- um mállýzkum ganga þyngslalega, og er hér auðsær skyldleiki á milli. Menn skulu ganga sér til heilsubótar, ekki labba. - J.A.J. STJÖRNUSPÁ eftir Franees Drakc HRUTUR Afmælisbarn dagsins: Þú tekur hlutina alvarlega, en ert þó til íglens og gaman, þegar þér fínnst það eiga við. Hrútur (21. mars -19. apríl) Notfærðu þér þann hæfileika þinn að vera fundvís á mis- smíðir. Gefðu þér tíma til að bæta úr þeim, en vertu ekki að nudda öðrum upp úr mis- tökunumA Naut (20. apríl - 20. maí) /a* Það er hverjum manni nauð- synlegt að vera einn með sjálfum sér öðru hverju. Hafðu ekld áhyggjur af öðr- um þegar þessi þörf kemur yfir þig. Tvíburar (21. maí - 20. júní) AA Óvæntir atburðir kalla á snöf- urmannleg viðbrögð, en gerðu samt ekkert að óathug- uðu máli því það borgar sig ekki. Farðu varlega í fjármál- Krabbi ^ (21. júní - 22. júlí) Ailir hlutir þurfa sinn undir- búning því flas er ekki til fagnaðar. Varastu að láta til- finningarnar hlaupa með þig í gönur, en sýndu tillitssemiA Ljón (23. júlí - 22. ágúst) m Allt hefur sinn stað og stund og nú þarftu ekki annað en grípa tækifærið þegar það gefst. Farðu þér samt í engu óðslega. Það er fleira í boði.\ Meyja (23. ágúst - 22. sept.) (fi&L Stundum kunna breytingar að vera nauðsynlegar breyt- inganna vegna. Láttu þær að- stæður samt ekki leiða þig út í hluti sem þér eru á móti skapi. (23. sept. - 22. október) m Það er gaman að njóta augna- bliksins þegar allar aðstæður eru réttar. Láttu það eftir þér að vera þú sjálfur og hafðu ekki óþarfa áhyggjurA Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.) Það léttir lífið að hafa gama- nsemina alltaf við hendina. En mundu að öllu gamni fylg- ir nokkur alvara og þvi er betra að gæta orða sinna. Bogmaður m ^ (22. nóv. - 21. des.) aíO Farðu varlega í að kaupa hluti að óathuguðu máli. Ekk- ert liggur á og það eru margir fiskar í sjónumA Þér berast óvæntar fréttir af fjarlægum Steingeit ^ (22. des. -19. janúar) ttSÍ Þú þarft að safna að þér margs konar upplýsingum áður en þú getur gengið frá því máli sem nú hvflir mest á þér. Þá er þér ekkert að van- búnaðiA Vatnsberi f . (20. jan. -18. febr.) CfeU Taktu lífinu ekki of alvarlega og láttu það eftir þér að taka þátt í giens og gamni en hafðu samt í huga að öllu gamni fylgir einhver alvaraA Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þér finnst þú eiga gott skilið tyrir verk þín. Vertu rólegur því þú munt njóta árangurs erfiðis þíns. Mundu að þolin- mæði þrautir vinnur allar. Stjömuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byégðar á traustum grunni vísindafegra staðreynda. Vlö SUNNUDAGUR 16. APRÍL 2000 51 Öldungadeild MH - \ Stundatafla haustannar •z. v féær /s > árið 2000 er komin á netið. www.mh.is * Bláu húsin við Faxafen - Sími 553 6622 í tilefni sumarkom TILBOÐ Stór Space byssa með 8 hljóðum og blikkandi Ijósum. Verð kr. 198. Vandað barnaþríhjól. Verð kr. 998. Búðu til eigin hálsfesti og armbönd. Verð kr. 298. Tennisspaðar + bolti. Verð kr. 398. Fótboltasett, bolti, hanskar, pumpa. Vertð kr. 798. Garðsett. Verð kr. 98. Sippubandi. Verð kr. 98. Allar vörur í verslunum okkar eru frá kr. 198 til 998 Gtnílem búðin Kringiunni, s. 588 1010 Laugavegi, s. 511 4141 Keflavík, s. 421 1736

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.