Morgunblaðið - 05.05.2000, Qupperneq 4
4 FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Samningur um stofnun Samfylkingarinnar samþykktur á 50. flokksþingi Alþýðuflokksins
Höfum fram-
selt okkar
vald til nýs
stj órnmálaafls
SAMÞYKKT var á flokksþingi Al-
þýðuflokksins - Jafnaðarmanna-
flokks íslands í gærkvöldi að stað-
festa „samning Alþýðuflokksins,
Alþýðubandalagsins og Samtaka
um kvennalista um stofnun Sam-
fylkingarinnar með þeim réttind-
um og skyldum sem því fylgir og
fram kemur í fyrrgreindum samn-
ingi og fylgiskjölum hans“. Með
þessari samþykkt var Alþýðuflokk-
urinn þó ekki formlega lagður nið-
ur, en pólitískt vald hans var fram-
selt til Samfylkingarinnar og sagði
Sighvatur Björgvinsson, formaður
Alþýðuflokksins, að hér með rétti
hann kyndilinn næstu kynslóð.
Flokksþingið hófst á Grand Hót-
eli í Reykjavík upp úr klukkan átta
í gærkvöldi og var slitið fyrir
klukkan tíu, en tveggja daga
stofnfundur Samfylkingarinnar
hefst í dag.
Sighvatur rifjaði upp að fyrir
tveimur árum hefði forustu flokks-
ins verið veitt umboð til að ganga
til samninga við aðra stjórnmála-
flokka um stofnun stjómmála-
flokks jafnaðarmanna og félags-
hyggjufólks. Það hefði ekki verið í
fyrsta sinn sem slíkt umboð hefði
verið veitt, en aldrei borið árangur
fyrr en nú.
Lagði til endurkjör sjálfs sín
Önnur tillaga var samþykkt á
þinginu og verður hún að teljast
nokkuð óvenjuleg: „Nú ætla ég að
gera það, sem aldrei hefur verið
gert áður,“ sagði Sighvatur. „Það
er að formaður Alþýðuflokksins
leggur til að hann verði sjálfur
endurkjörinn.“
Síðan var samþykkt með lófataki
að „framlengja með einni sam-
þykkt embættistíma allra kjörinna
fulltrúa í öllum stjórnum, nefndum
og ráðum innan flokksins um eitt
kjörtímabil eða fram til reglulegs
flokksþings á árinu 2002“.
Sighvatur sagði að þetta væri
gert vegna þess að enn þyrfti Al-
þýðuflokkurinn að standa við fjár-
hagslegar skuldbindingar. Því
þyrfti að kjósa flokksstjórn sam-
kvæmt lögum Alþýðuflokksins,
þótt hún hefði ekki lengur neinu
pólitísku hlutverki að gegna fyrir
utan að styðja Samfylkinguna.
Össur Skarphéðinsson, þingmað-
ur Samfylkingar, sagði í ræðu, sem
hann flutti til að þakka Sighvati
fyrir störf hans, að þetta væri
tímamótaflokksþing og ef til vill
síðasta flokksþing hins virka Al-
þýðuflokks.
„Nú höfum við með samþykkt
tillögu hér fyrr í kvöld í raun
framselt okkar vald til nýs stjórn-
málaflokks, sem verðm’ stofnaður
á morgun [föstudag],“ sagði Össur,
sem er í framboði til formanns
Samfylkingarinnar ásamt Tryggva
Harðarsyni, sem reyndar var einn-
ig staddur á flokksþinginu í gær-
Morgunblaðið/Krisíinn
Sighvatur Björgvinsson, formaður Alþýðuflokksins, flytur skýrslu for-
manns á 50. þingi flokksins í gærkvöldi. Sighvatur var endurkjörinn
formaður í gærkvöldi en flokkurinn afsalaði sér hins vegar pólitískum
völdum til Samfylkingarinnar, sem heldur stofnfund í dag og á morgun.
kvöldi þótt ekki tæki hann til máls.
Sighvatur sagði í samtali við
Morgunblaðið að þegar flokkurinn
hefði staðið við allar sínar skuld-
bindingar væri ekkert í vegi fyrir
því að leggja hann niður. Hann
ætti ekki von á því að þetta yrði
síðasta flokksþing Alþýðuflokks-
ins, en alls ekki væri víst að sér-
stakt flokksþing yrði haldið til að
leggja hann niður. Sighvatur rifj-
aði upp að franski sósíalistaflokk-
urinn hefði verið stofnaður með
sama hætti og Samfylkingin eða
sem regnhlíf yflr marga litla
stjórnmálaflokka, sem áður voru
til og í tímans rás væri svo komið
að þeir væru ekkert nema nafnið.
Ákveðið hefði verið að stofna Sam-
fylkinguna með þessum hætti
vegna þess að til þess að leggja
flokkana niður hefði þurft að halda
aðalfund í hverju einasta flokksfé-
lagi þar sem þau væru sjálfstæð
og hefðu mismunandi lög og gera
hefði þurft gríðarlegt fjárhagslegt
uppgjör, sem hefði tekið óhemju
tíma.
Besta gjöf sem stjórnmála-
flokkur getur gefið sér
Mikið var klappað í lok þingsins
og bað Sighvatur menn að spara
lófana því mikið þyrfti að klappa í
dag og ekki borgaði sig að mæta
með sára lófa á stofnfund Samfylk-
ingarinnar: „Alþýðuflokkurinn hef-
ur nú lokið sínu 50. flokksþingi og
hann gaf sjálfum sér í tilefni af þvf
bestu gjöf, sem nokkur stjórn-
málaflokkur getur gefið sjálfum
sér. Hvaða gjöf er það? Það er að
láta stærsta drauminn rætast."
Fjármál flokkanna sem standa að Samfylkingunni rædd á flokksþinginu
RÍKISSTYRKIR til þeirra stjóm-
málaflokka, sem standa að Samfylk-
ingunni verða notaðir til að greiða
niður skuldir þeirra, þótt þær sé mis-
miklar eftir flokkum, samkvæmt því,
sem kom fram á flokksþingi Alþýðu-
flokksins í gærkvöldi, þar sem sam-
þykktur var samningur flokkanna
þriggja um stofnun Samfylkingarinn-
ar.
Magnús M. Norðdahl, formaður
framkvæmdastjómar Alþýðuflokks-
ins, gerði grein fyrir samningnum um
stofnun Samfylkingarinnar á flokks-
þinginu og sagði að gmndvallaryfír-
lýsing hans væri að hinn nýi flokkur
tæki við hinum pólitísku réttindum,
framboðsréttindum og öðru slíku, úr
höndum gömlu flokkanna.
Greiddu allar gömlu
skuldirnar
Sighvatur Björgvinsson, formaður
Alþýðuflokksins, sagði að þegar
ákveðið var að fara að vinna að sam-
einingu flokkanna á vinstri vængnum
á flokksþingi Alþýðuflokksins árið
1996 hefðu bókfærðar skuldir flokks-
ins verið á fjórða tug milljóna og
fjölmargir flokksmenn í persónuleg-
um ábyrgðum fyrir þeim. Ákveðið
hefði verið að gera þyrfti Alþýðu-
flokkinn hæfan til að geta tekið þátt í
stofnun nýs stjómmálaflokks, en það
hefði hann ekki verið. Nú væm allar
gamlar skuldir flokksins greiddar og
enginn einstaklingur í þessari stöðu.
Það hefði aldrei áður gerst í sögu
Skuldir greidd-
ar með styrkjum
ílokksins svo hann vissi til.
Sighvatur sagði í samtali við Morg-
unblaðið að talsverð umræða hefði
verið um fjármálin meðan verið var
að ganga frá samfylkingarmálum og
þau hefðu verið eitt af mörgum
vandamálum, sem þurfti að leysa:
„En niðurstaðan varð bara sú að það
yrði hver að leysa sitt og ekki flytja
þann vanda með sér inn í Samfylk-
inguna.“
Lofuðu að taka engar nýjar
fjárskuldbindingar á sig
Magnús sagði að gömlu flokkamir
lofuðu að taka engar nýjar fjár-
skuldbindingar á sig.
„Þótt við værum lausir úr persónu-
legum ábyrgðum lá alveg ljóst fyrir
að það vom ekki allir í sömu spor-
um,“ sagði Magnús. „Við urðum til að
tryggja Samfylkingunni trúverðug-
leika og tryggja að enginn yrði skil-
inn eftir úti í kuldanum með ábyrgðir
á bakinu."
Hann sagði að því hefði verið gerð-
ur bindandi samningur um ráðstöfun
opinbers flokksstyrkjar þannig að
hann færi til þess að standa við skuld-
bindingar, en gengi að öðm leyti í
sameiginlegar þarfír.
„Þau framlög úr ríkissjóði, sem
renna til samstarfsaðilanna á kjör-
tímabilinu skulu afhent og greidd til
sameiginlegrar ráðstöfunar,“ sagði
Magnús og vitnaði í samkomulag
flokkanna. „Þaðan er þeim fyrst varið
til greiðslu afborgana og vaxta þeirra
skulda samstarfsaðila, sem tilgreind
era á fylgiskjali c - óþarfi að leggja
það fram hér, það er trúnaðarmál á
milli aðila - og þannig er tryggt að
þessir aðilar geti allir staðið við sitt.“
Ákvæði ef upp úr slitnar
Magnús sagði að einnig væri
ákvæði um það hvað skyldi gert ef
upp úr slitnaði:
„Það er mismunandi staða milli
flokkanna. Það er alveg ljóst. Sumir
þurfa meira en aðrir. Þar af leiðandi
fer stór hluti af þessum flokksstyrk
ekki í hendumar á Alþýðuflokknum
heldur til sameiginlegra þarfa meðan
aðrir leggja ekki jafn mikið fram. Það
er enginn hjúskapur stofnaður þann-
ig að þú getir ekki gert ráð fyrir því
að eitthvað springi í loft upp. Annað
væri óskynsamlegt. Þannig að við
geram ráð fyrir því að ef upp úr slitn-
ar - sem við að sjálfsögðu vonum og
trúum að verði ekki - fer fram upp-
gjör milli aðila.“
Ákváðu að líta framhjá
skuldastöðu
Á fundinum spurði Jakob Magnús-
son tónlistarmaður hvort ætlunin
væri „að upplýsa [þingið] um mis-
munandi fjárhagslega aðkomu flokk-
anna“ að Samfylkingunni.
Magnús sagði að staða mála í
þessu yæri einföld: „Við eram virki-
lega þeirri hugsun brenndir að vera
jafnaðarmenn og ákváðum hreinlega
að líta framhjá þessari skuldastöðu
og segja: Það koma allir inn í þetta
dæmi með bakið beint. Það þarf eng-
inn að skammast sín. Við munum
tryggja að það verður enginn fyrir
skakkaföllum þó að við sameinum
flokkana. Nákvæm skuldastaða
þeirra er ekki til umræðu hér.“
Harry Potter and the Prisoner of Azkaban
Þriðji og nýjasti gullmolinn í sagnaflokki J.K. Rowling
um gatdrastrákinn Harry Potter. Þessar spennusögur
fyrir börn og futlorðin börn hafa htotið fádæma
viðtökur um allan heim og unnið til fjölda viður-
kenninga. Rowting hefur verið tikt við Roald Daht,
Tolkien og Lewis og segir það meira en mörg orð.
Harry Potter tnd the
Phttosopher's Stone
Htrry Pottertndthe
Chtmber of Secrets
Erlendar bækur
daglega
Búist við allt að 700 manns á stofnfund Samfylkingar
Um 4.500 tóku þátt í
kosningu formanns
er I ymuiuissou
Austurstræti 5111130’ Ktinglunnt 533 1130 » HafnarfirS 555 0045
STOFNFUNDUR Samfylkingar-
innar hefst í Borgarleikhúsinu með
sérstakri hátíðardagskrá kl. 10 í dag,
undir yfírskriftinni: Jöfnum leikinn í
sámfélaginu. Búist er við að allt að
700 fulltrúar sæki fundinn.
Glenda Jackson, þingmaður
breska Verkamannaflokksins, og
Ole Stavad, ráðherra og varaformað-
ur danska Jafnaðarmannaflokksins,
flytja ávarp við setningarathöfnina,
sem verður sýnd í beinni sjónvarps-
útsendingu á Stöð 2.
Ails bárast um 4.500 atkvæðaseðl-
ar í póstatkvæðagreiðslu um for-
mann Samfylkingarinnar. Kjör-
stjóm hóf talningu atkvæða í
formannskosningum í nótt og er gert
ráð fyrir að úrslit í formannskjöri
verði kynnt í lok setningarathafnar-
innar skömmu fyrir hádegi í dag.
Eftir hádegi fer fram kynning á
lögum hins nýja flokks og afgreiðsla
þeirra og kl. 14 hefst umræða undir
yfirskriftinni: Nýjum stjórnmála-
flokki fylgt úr hlaði. Þar munu þing-
menn Samfylkingarinnar sitja við
pallborð og fundarmenn ræða
stjómmál líðandi stundar.
Síðdegis hefjast umræður í tveim-
ur málstofum um viðfangsefni
stjórnmála framtíðarinnar. Annars
vegar verður rætt um jafnaðarstefn-
una við breyttar aðstæður og stétta-
stjómmál nútímans og hins vegar
um hnattvæðingu og stöðu íslands.
Berit Andnor, þingmaður sænska
Jafnaðarmannaflokksins, og Glenda
Jackson verða meðal frummælenda
og sérstakur gestur málstofu um
jafnaðarstefnuna verður Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir borgarstjóri.
í kvöld kl. 20 hefjast svo umræður
í fimm málstofum sem bera yfir-
skriftina: Auðlindir og almannahags-
munir; Sátt í fjölþættu samfélagi -
7.000 nýir íslendingar; Ný pólitík -
ný vinnubrögð; Hvernig breytum við
íslandi í þekkingarþjóðfélag? og
Hvernig viljum við byggja landið?
Málstofurnar eru öllum opnar en
þærverða í Verslunarskólanum, Há-
skóla Reykjavíkur og Sambíóunum í
Kringlunni, skv. upplýsingum undir-
búningsnefndar fundarins.
Á morgun, laugardag, heldur
fundurinn áfram kl. 10 þegar fram
fara almennai- stjórnmálaumræður
og umræður og afgreiðsla stjórn-
málaályktunar flokksins.
Kosið verður á fundinum í emb-
ætti varaformanns, gjaldkera, ritara
og formanns framkvæmdastjómar.
Þá verða 6 fulltrúar kjörnir í fram-
kvæmdastjórn og 30 manns í flokks-
stjórn.
Gert er ráð fyrir að lokaathöfn
fundarins verði svo kl. 15-16 á morg-
un.