Morgunblaðið - 05.05.2000, Side 14
14 FÖSTUDAOIÍR feí ÍVtAJ 2000
MORGUNBLÁDH)
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Frímínútur í
Hamraskóla
Skipulagsstofnun metur umhverfísáhrif lagningar Hallsvegar
Nýr vegur í Grafarvogi
Grafarvogur
SKÓLAÁRINU fer brátt að
ljúka og þá tekur sumarfrí-
ið við hjá nemendum og
vafalaust hafa einhverjir
þessara nemenda í Hamra-
skóla í Grafarvogi, sem
voru úti í frímínútum, verið
að hugsa um sumarið og
sólina.
Nemendurnir eru þó ekki
alveg lausir úr prisundinni
strax því þótt elstu nemend-
urnir hafí þegar lokið sam-
ræmdum prófum eiga hinir
yngri eftir að taka öll sín
próf, en þangað til er allt í
lagi að láta sig dreyma.
Grafarvogur
SKIPULAGSSTOFNUN hef-
ur hafið athugun á umhverfis-
áhrifum lagningar Hallsvegar
í Grafarvogi frá Fjallkonuvegi
að Víkurvegi. Um er að ræða 2
akreina veg og er áætlað að
framkvæmdir hefjist í sumar
og ljúki síðar á árinu, en fyi'sti
hluti Hallsvegar frá Strand-
vegi að Fjallkonuvegi var
lagður árið 1989.
I skýrslu, sem unnin var af
Verkfræðistofu Sigurðar
Thoroddsen hf. (VST) kemur
fram að tilgangur fram-
kvæmdarinnar sé að bæta
samgöngur til og frá Grafar-
vogshverfum, létta á umferð
um Gagnveg í gegnum íbúða-
hverfi og koma í veg fyrir
óþarfa gegnumakstur með til-
heyrandi slysahættu.
Samkvæmt umferðai’spám
er gert ráð fyrir að umferð
verði 12.000 bílar á dag árið
2008 og 16.000 bílar á dag árið
2027. Fram kemur í skýrsl-
unni að verði ekki af lagningu
Hallsvgar frá Fjallkonuvegi
að Víkurvegi muni umferð um
hluta Gagnvegar aukast um
2.000 til 3.000 bíla á sólarhring
frá árinu 1999 til ársins 2008
en minnka um 1.000 bíla á sól-
arhring á sama tíma verði veg-
urinn lagður. Samkvæmt um-
ferðarspám er ekki talin þörf á
breikkun Hallsvegar í fjórar
akreinar fyrr en í fyrsta lagi
eftir árið 2025.
Samkvæmt frumma-
tsskýrslu er leyfilegur hámai--
kshraði á Hallsvegi 50 km/klst
en forsendur útreikninga mið-
ast við að hann geti orðið 60
km/klst. Gerð verða þrenn
gatnamót í tengslum við fram-
kvæmdina, þ.e. Ijósastýrð
gatnamót við Víkurveg, T-
gatnamót við aðkomu inn í
Gufuneskirkjugarð um Þver-
veg og hringtorg á mótum
Hallsvegar og Fjallkonuvegar,
en þar verða líklega ljósastýrð
gatnamót ef og þegar vegur-
inn verður breikkaður í 4 ak-
reinar. Þvei-vegur milli Halls-
vegar og Gagnvegar verður
aflagður og fyrirhugað er að
færa undirgöng austur fyrir
gatnamót Fjallkonuvegar og
Hallsvegar með tilheyrandi
breytingum á göngustígakerfi.
Hljóðmengun
Samkvæmt frummats-
skýrslu eru jákvæð áhrif fram-
kvæmdarinnar bættar sam-
göngur fyrir akandi og
gangandi vegfarendur, sér-
staklega hvað varðar minni
umferð um íbúðarhverfi.
Helstu neikvæðu áhrif
framkvæmdarinnar er hljóð-
mengun. Hávaði mun aukast í
næsta nágrenni vegarins en
verðm- haldið innan marka
mengunarvarnareglugerðar
og er fyrirhugað að gera hljóð-
mön úr jarðvegi framan við
Garðhús 1-15 vegna þessa.
Samkvæmt frummats-
skýrslu mun umferð um Halls-
veg milli Strandvegar og Fjall-
konuvegar aukast óverulega
með tilkomu Hallsvegar frá
Fjallkonuvegi að Víkurvegi og
ekki valda merkjanlega aukn-
um umferðarhávaða. Mengun
vegna útblásturs bifreiða
verður innan marka mengun-
arvarnareglugerðar. Á fram-
kvæmdatíma verður umferð
malarflutningabíla um Gagn-
veg takmörkuð eins og kostur
er. Almenningi gefast 5 vikur
til að kynna sér framkvæmd-
ina og gera athugasemdir.
Morgunblaðið/RAX
Óvissa rflrir um starfsemi Byrgisins í kjölfar þess að rýma þurfti meðferðarheimili þess
Hafnarfjörður
BYRGIÐ, kristilegt líknarfé-
lag, á í viðræðum við Eimskip
um hugsanleg kaup eða áfram-
haldandi leigu á húsnæði þess
við Vesturgötu 18 - 24 í Hafn-
arfirði, en húsið var rýmt fyrir
rúmri viku síðan vegna ófull-
nægjandi brunavama. Guð-
mundur Jónsson, forstöðu-
maður Byrgisins, sagði í
samtali við Morgunblaðið að
þessar aðgerðir bæjaryfir-
valda, að láta rýma húsið,
hefðu haft mjög slæmar afleið-
ingar fyrir starfsemi Byrgis-
ins. Af 21 vistmanni hefðu 5
lent á götunni og leiðst aftur út
í neyslu fíkniefna á ný.
„Rekstur Byrgisins er kom-
inn niður í 30 til 40% og biðlist-
inn stækkar bara,“ sagði Guð-
mundur. .Auðvitað er þetta
mjög slæmt ástand.“
Að sögn Guðmundar gat
hann ekki látið húsið við Vest-
urgötu standa autt, þar sem í
því voru eigur fólks. Hann
sagði að vegna umfjöllunar um
málið í fjölmiðlum hefðu óp-
rúttnir menn haft vitneskju
um það að enginn væri í húsinu
og því átt auðvelt með að brjót-
ast inn í það og stela verðmæt-
um ef þeir hefðu haft áhuga á
því. Vegna þessa sagðist Guð-
mundur hafa tekið ákvörðun
um það að fara með nokkra
vistmenn aftur í húsið.
Enn eru 9
vistmenn í húsinu
„Síðar um kvöldið, sama dag
og við rýmdum húsið, tók ég
ákvörðun um það að fara með
9 vistmenn þama inn aftur.
Lögreglan var ekki búin að
innsigla húsið og ég lét hana
vita af ráðagerðum mínum,
enda hefur samstarf Byrgisins
við lögreglu alltaf verið mjög
gott og ég ætlaði ekki að eyði-
Rætt við Eimskip
um kaup eða leigu
Morgunblaðið/Jim Smart
Guðmundur Jónsson, forstöðumaður Byrgisins, segir að
enn séu 9 vistmenn á meðferðarheimilinu á Vesturgötu í
Hafnarfirði.
leggja það,“ sagði Guðmundur.
„Fólkið fór inn í skjóli þess að
það væri að taka saman eigur
okkar, einhvem tíma þurftum
við hvort sem er að sækja þær.
Þar sem við höfum fengið upp-
lýsingar um að kannski verði
ekki frekar aðhafst neitt í mál-
inu þá er fólkið enn í húsinu.“
Guðmundur sagði að nokk-
ur óvissa ríkti um framtíð
Byrgisins í Hafnarfirði en þó
væm nokkrar blikur á lofti í
þeim málum.
„Við höfum verið að ræða
við lögmann Eimskips varð-
andi áframhaldandi vem í hús-
inu, en þeir eiga húsið. Um-
ræðumar standa yfír núna og
hafa þær verið mjög jákvæð-
ar.“
Að sögn Guðmundar mun
verkfræðistofa taka húsið út á
næstu dögum og eftir það
verður ljóst hvað þarf að bæta.
Hann sagði, að á sínum tíma
hefði hann beðið slökkvilið-
sstjóra og byggingarfulltrúa
Hafnarfjarðarbæjar um upp-
lýsingar um það hvað þyrfti að
gera til að bæta ástand hússins
og þó að þeim hefði verið skylt
að koma með ábendingar um
úrbætur hefðu þeir ekki gert
það og því hefði nú verið leitað
til verkfræðistofunnar.
„Það em miklar líkur á því
að við verðum áfram í húsinu,
annars væmm við ekki að láta
kanna hvað þyrfti að bæta þar.
Ég reikna með því að við þurf-
um að leggja svona 1,5 til 2
milljónir í endurbætur á hús-
inu, en annars er að mínu viti
ekki mikið að þessu húsi, enda
höfum við nú þegar lagt rúm-
lega 3 milljónir í viðgerðir og
uppbyggingu hér innanhúss.
Áður en við leggjum út í frek-
ari framkvæmdir þurfum við
þó að fá vitneskju um það frá
bæjaryfirvöldum hvort húsið
eigi að standa eða hvort það sé
ráðgert að rífa það.“
Guðmundur sagðist lengi
hafa haft það á tilfinningunni
að bæjaryfírvöld vildu ekki
hafa starfsemi Byrgisins í
bænum.
Guðmundur sagði að því
miður væra þær hremmingar
sem Byrgið væri að ganga í
gegnum þessa dagana í Hafn-
arfírði ekki þær einu.
„Það stóð til að opna með-
ferðarstöð í Rockville (fyrram
ratsjárstöð varnarliðsins á
Sandgerðisheiði) í september í
fyrra en það hefur dregist og
nú er stefnt að því að opna
hana í byrjun júní. Þá getum
við væntanlega opnað fyrir 60
manns, en ætlunin er að stað-
urinn geti hýst um 150 manns
síðar á árinu. Þarna verða
íbúðarhús, mötuneyti, póst-
hús, skrifstofur og fyrirlestra-
salur. Fyrir rúmu ári gerðum
við tveggja ára samning við ut-
anríkisráðuneytið um afnot af
staðnum og núna eigum við
rétt um 10 mánuði eftir af
þeim samningi og emm ekki
einu sinni búnir að hefja starf-
semi, þannig að við verðum að
vona að gerður verði áfram-
haldandi samningur við okkur.
Staðurinn var
gjörsamlega í rúst
Til þess að fjármagna fram-
kvæmdir á staðnum tókum við
m.a. að okkur smá verkefni
fyrir Islenska aðalverktaka.
Við tókum að okkur að fjar-
lægja raflínustaura, sem liggja
frá Rockville og niður að
Keflavíkurflugvelli og verður
það gert í sumar. Þá peninga
sem við fengum fyrir það höf-
um við notað í uppbyggingu í
Rockville, en við höfum alls
lagt um 30 milljónir í þetta
verkefni og höfum við ekki
fengið neina styrki til þessa
verks.
Þessi staður var gjörsam-
lega í rúst þegar við fengum
hann til afnota. Hann var
miklu verr á sig kominn heldur
en talið var. Það er ekki til það
rör þama upp frá sem var ekki
frostsprangið. Af þessum sök-
um hefur það tekið mun lengri
tíma en við ætluðum að koma
staðnum í stand.“
Guðmundur sagði að þó
starfsemi væri að fara að hefj-
ast í Rockville þyrfti Byrgið
alltaf að vera með annað heim-
ili á höfuðborgarsvæðinu og
heimilið á Vesturgötunni væri
hugsað sem slíkt.
„í Rockville verður lang-
tímameðferð og þar kemui'
fólk til með að dvelja 6 til 12
mánuði. Þar mun það vinna
gegn fíkn sinni og stunda ein-
hverja vinnu á staðnum. Eftir
dvölina í Rockville verður því
boðið að dvelja á meðferðar-
heimilinu á höfuðborgarsvæð-
inu til þess að aðlagast betur,
enda verður þetta mjög vemd-
að umhverfi í Rockville og óf-
ært að senda fólk Jraðan beint
út í lífsbaráttuna. Á heimilinu á
höfuðborgarsvæðinu mun fólk
fá aðstoð við að leita sér að
vinnuogíbúð.“
Ekki fengið neina
styrki frá ríkinu
Að sögn Guðmundar hefur
sá hópur sem sækir í meðferð
hjá Byrginu breyst mikið.
„Fyrst vai- þetta fyrst og
fremst götufólk og eiturlyfjan-
eytendur en núna er þetta all-
skonar fólk. Fólk hringir í okk-
ur úr heimahúsum allsstaðar
af landinu og biður um að fá að
koma í meðferð. Ég segi það
hiklaust að í sambandi við með-
ferð eiturlyfjaneytenda þá
stöndum við feti framar en
Vogur.“
Guðmundur sagði að síðan
Byrgið hefði hafið starfsemi í
lok árs 1996 hefði það ekki
fengið neina styrki frá ríkinu,
þrátt fyrir það að það starf sem
það hefði unnið hefði vafalaust
sparað n'kinu stórpening.
„Stjómvöld töluðu um að
veita ætti einum milljarði í bar-
áttuna gegn fíkniefnum. Við
höfum ekki fengið krónu af
honum, en teljum að við séum
búnir spara þjóðinni þennan
milljarð, þann tíma sem Byrgið
hefúr verið með starfsemi.