Morgunblaðið - 05.05.2000, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 05.05.2000, Qupperneq 28
moA.ifl’/urmoK MORGUNBLAÐIÐ iS 0002 IAM ð flUOAaiJTRÖfl 28 FÖSTUDAGUR 5. MAI 2000 LISTIR MEÐ tónleikunum í kvöld lýkur öðru starfsári Ricos Saccanis sem aðal- hljómsveitarstjóra Sinfóníuhljóm- sveitar íslands. „Ég hlakka mikið til að fá aftur tækifæri til að vinna með „maestro“ Rico,“ segir Erling Blön- dal Bengtsson og kveðst hafa spilað með honum einu sinni áður. Það var árið 1996, þegar hann minntist 50 ára tónleikaafmælis síns með því að leika einleik með Sinfóníuhljómsveitinni. „Við Rico eigum það sameiginlegt að hann stundaði nám við háskólann þar sem ég kenni núna,“ heldur Erling áfram, en hann hefur síðastliðin tíu ár verið prófessor við Tónlistarhá- skóla Michigan í Ann Arbor. „Báðir eru konsertamir sem ég mun leika á tónleikunum, Rococotil- brigði Tsjajkovskíjs og Sellókonsert Saint-Saéns, meðal hornsteina selló- tónbókmenntanna. Og reyndar spil- aði ég þá báða á fyrstu tónleikum mínum á íslandi, sem haldnir voru í Gamla bíói á vegum Tónlistarfélags- ins árið 1946. Þá spilaði faðir minn með á píanó. Síðan hef ég spilað báða konsertana mörgum sinnum með Sinfóníuhljómsveit íslands, nú síðast Rococotilbrigðin á tónleikaferð hljómsveitarinnar á Austurlandi fyr- ir nokkrum árum,“ segir hann. En ekki nóg með það, hann hefur líka hljóðritað þá báða á geisladisk ásamt Arthur Rubinstein-fílharmón- íuhljómsveitinni í Lodz í Póllandi. ísafjarðarferð og upptökur með Kammersveitinni Eriing hyggst slá margar flugur í einu höggi i þessari íslandsheim- sókn. A morgun heimsækir hann heimabæ móður sinnar, ísafjörð, og leikur þrjár einleikssvítur eftir Bach á tónleikum í ísafjarðarkirkju. „Ég hlakka mjög mikið til að koma vestur en því miður verður þetta mjög stutt heimsókn að þessu sinni. A sunnu- daginn fer ég beint suður aftur til þess að taka upp með Kammersveit Reykjavíkur sellókonsert vinar míns, Atla Heimis Sveinssonar, Erjur, sem við frumfluttum á tónleikum Kam- mersveitarinnar í Salnum í Kópavogi í janúar á síðasta ári.“ í upptökumar fara þrír dagar en í lokin hyggjast Erling og eiginkona hans, Merete, eiga tveggja daga frí og heimsækja Líkar vel þegar flugfreyjan segir „velkomin heim“ Á efnisskrá tónleika Sinfóníuhljómsveitar íslands í Háskólabíói í kvöld kl. 20 eru Rococotilbrigði Tsjajkovskíjs og Sellókonsert og Orgelsinfónía Saint-Saens. Einleikari í tveimur fyrrnefndu verk- unum er sellóleikarinn góðkunni Erling Blöndal Bengtsson. I sam- tali við hann komst Margrét Sveinbjörnsdóttir að því að hann spil- aði bæði verkin á tónleikum í Gamla bíói aðeins þrettán ára að aldri, en það voru fyrstu tónleikar hans hér á landi. Morgunblaðið/Arni Sæberg Erling Blöndal Bengtsson og Rico Saccani á æfingu í Háskólabíói. ættingja og vini. Starfi hans íylgja eðlilega mikil ferðalög og á seinni ár- um hefur Merete oftast fylgt honum á tónleikaferðum. „Núna get ég gert það, þegar maður er ekki lengur með lítil börn,“ segir hún og hlær þegar hún er spurð hve gömul „börnin" þeirra eru orðin. „Þau eru 36 og 40 ára,“ segir hún. „Það voru mörg ár sem hún gat ekki ferðast með mér, svo nú erum við að vinna þau upp,“ segir eiginmaðurinn ánægður. Hún segir Islandsferðirnar vera í algjör- um sérflokki en hún kom hingað fyrst árið 1959. „Það er svo yndislegt þegar flugvélin lendir og flugfreyjan segir í hátalarakerfinu: „Velkomin heim.“ Það líkar mér vel,“ segir Erl- ing Blöndal Bengtsson, sem er Is- lendingur að einum fjórða. Samvinna við tengdadóttur Þegar hann er beðinn að segja undan og ofan af því hvað hann hefur verið að gera upp á síðkastið og hvað sé framundan kemur í ljós að það er æði margt. „Ég er t.d. nýbúinn að vera með tónleika í Rockefeller-há- skólanum í New York. Svo var ég í Danmörku fyrir um mánuði, þar sem ég lék einleik með Dönsku útvarps- hljómsveitinni á 75 ára afmælistón- leikum hennar. Þeir höfðu komist að því að ég er sá tónlistarmaður sem hefur lengst manna verið í tengslum við hljómsveitina, en ég spilaði fyrst með henni árið 1947. Þetta voru mjög hátíðlegir og skemmtilegir tónleikar, Margrét drottning var viðstödd og þeir voru sendir beint út í danska sjónvarpinu. Eftir mánuð tek ég svo þátt í þriðja heimsmóti sellóleikara sem haldið verður í Baltimore. Þang- að koma sellóleikarar frá öllum heimshornum, hittast og halda tón- leika og masterklassnámskeið. Ég er viss um að það verður mjög gaman.“ Fyrir utan tónleikahald og kennslu hefur Erling gert mikið af því á síð- ustu árum að leika inn á geisladiska, nú síðast með tengdadóttur sinni, sem er rússneskur píanóleikari og heitir Nina Kavtaradze. „Nú erum við t.d. nýbúin að taka upp disk með Brahms-sónötum fyrir selló og píanó og í sumar tökum við upp verk eftir Prokofieff, Debussy og Samuel Bar- ber,“ segir hann. Tenging Hallgrímskirkju og Háskólabíós Mynd- og hljóðflutningur í báðar áttir Pípuorgel Hljóðnemar Myndavél Oigel- lelkarl □ Móttaka Sendir * - Ljósleiðari - - Ljósleiðari - Móttaka Sendir Myndvarpi Sýningartjald Magnara- kerfi Myndavél Sinfóníuhljómsveitin f f f f f fl Stjömandinn I Magnarakerfi Hallgrímskirkja Hljóðnemar Háskólabíó Orgeltónar fluttir úr Hall- grímskirkju í Háskólabíó Tónleikar Erlings Blöndals Bengtsson- ar í Isafjarðarkirkju SINFÓNIUHLJÓMSVEITIN hefur tekið ljósleiðaratæknina íþjónustu sma og mun flytja orgelleik Harðar Áskelssonar úr Hallgrírnskirkju yf- ir í Iláskólabíó þar sem hljómsveitin undir stjóm Ricos Saccanis leikur ásamt Herði Sinfóniu nr. 3 í c-moll op. 78, öðru nafni Orgelsinfóníuna, eftir Camille Saint-Saéns. Hljóð og myncjverða flutt um Ijósfeiðara og munu orgeltónamir hljóma úr hátölurum og mynd af Herði við orgelið verður varpað á breiðtjald að baki hljúmsveitinni á sviði Háskóiabíós. Organistinn mun einnig sjá hljómsveitarstjórann á skjá fyrir framan sig í kirkjunni. Á meðfylgjandi skýringarmynd frá Landssímanum má sjá hvernig hljóð og mynd er flutt. Umsjón með verk- efninu hafa hljóðtæknimcnn frá EXTON, Rfldsútvarpinu, Landssím- anum og Háskólabíói. f tónleikaskrá segir að þótt Saint- Saéns hafi samið yfir 300 hljóm- sveitarverk, þar á meðal fimm píanókonserta, tvo fiðlukonserta og sellókonsertinn sem lcikinn verður á tónleikunum í kvöld, auk fjöhla forleikja og tónaljóða, þá hafi hann einungis samið þrjár sinfóníur, tvær þeirra áður en hann varð myndug- ur, 21 árs gamall. Þriðju sinfóniuna hafi hann hins vegar samið rúmlega fimmtugur, árið 1886, og telst hún, ásamt sumum píanúkonsertunum, til hans merkustu verka. Ennfremur segir í tónleikaskrá: „Yfirbragð þriðju sinfóníunnar er vissulega rómantískt og má þar rekja margt til hugmyndaheims Franz Liszt, sem hún var reyndar samin til minningar um. Grunnur hennar er klassískur, sumir myndu segja íhaldssamur ímeira lagi. Hún er í tveim aðalhlutum sem báðum má skipta í tvennt. Fyrri hlutinn er klassrskur stór fyrsti þáttur í c-moll, sem leiðir yfir í hátíðlegt Adagio. Seinni hlutinn hefst á skertsói sem sver sig allnokkuð í Beethovenætt- ina og stigur siðan upp í magnaðan en virðulegan lokaþátt í C-dúr. Hijómsveitarskipunin er all- óvenjuleg fyrir sinn tíma'því tón- skáldið notar hér orgel og píanó sem leikið er fjórhent á. Orgelið kemur fyrst til sögunnar í upphafi annars kafla í fyrri hlutanum (poco adagio) og gegnir þar vissulega áhrifamiklu og sjálfstæðu hlut- verki. Sama má segja um upphafið á lokakaflanum en þar, eins og í skertsóinu, á píanóið stóran þátt í að skapa glæsilegan hljóm. Það var félagsskapurinn London Philharm- onic Society sem pantaði verkið hjá tónskáldinu og var sinfónían frum- fluttþar í borg 19. maí 1886.“ ERLING Blöndal Bengtsson leik- ur þrjár einleikssvítur eftir Johann Sebastian Bach í heimabæ móður sinnar, ísafirði, á morgun, laugardag, kl. 17. Tónlistarfélag ísafjarðar stendur fyrir tónleikun- um, sem verða í Isafjarðarkirkju og eru fjórðu áskriftartónleikar fé- lagsins á starfsárinu. „Erling er af ísfirsku bergi brot- inn, móðir hans hét Sigríður Niel- sen, fædd og uppalin á Eyrinni, dóttir Sophusar Nielsen, kaup- manns og bæjargjaldkera á ísa- firði. Sophus var mikill áhugamað- ur um menningarmál og hafði forgöngu um að kaupa orgel-harm- óníum í Eyrarkirkju, hið fyrsta í kirkjunni, árið 1874. Hann átti sæti í byggingarnefnd, þegar gamla barnaskólahúsið var byggt 1901, sat í mörgum fleiri nefndum og var m.a. einn helsti stuðnings- maður bókasafnsins á ísafirði. Sophus eignaðist 23 börn og hvíla margir afkomenda hans ásamt honum og konu hans í gamla kirkjugarðinum á ísafirði. Erling Blöndal Bengtsson hélt sína fyrstu tónleika á Islandi árið 1946, aðeins 13 ára gamalt undra- barn. Hann lék ásamt föður sínum á tónleikum í Gamla bíói í Reykja- vík og síðan á ísafirði. Erling kom síðast til ísafjarðar haustið 1996 og lék þá einleik með Sinfón- íuhljómsveit Islands til að minnast 50 ára tónleikaafmælis síns. Hann varð mjög hrifinn af móttökunum á ísafirði og ísfirsku tónlistarlífi og lét í ljós ósk um að koma og leika þar aftur,“ segir í fréttatil- kynningu frá Tónlistarfélagi ísa- fjarðar. Á tónleikunum í Isafjarðar- kirkju leikur Erling Blöndal Bengtsson þau verk sem hann er hvað þekktastur fyrir, þ.e. ein- leikssvítur Bachs fyrir selló, nr. 2, 3 og 5. „Hann hefur gefið út yfir 50 hljómplötur en hefur hlotið sér- stakar viðurkenningar fyrir leik sinn á einleikssvítum Bachs. Margir telja þær með því merk- asta, sem mannsandinn hefur skapað á sviði tónlistar, og er hér því einstakt tækifæri að heyra þær fluttar af slíkum listamanni," segir ennfremur í fréttatilkynningunni. ---------------- 100 raddir á tónleikum SVÍF þú blær nefnast tónleikar sem haldnir verða í Kópavogskirkju á morgun kl. 13.30 og í Grindavík- urkirkju kl. 17. Um er að ræða vor- tónleika þriggja kóra ásamt nem- endum Söngseturs Estherar Helgu. Kórarnir eru Regnbogakórinn, samkór frá Reykjavík; Léttur sem klettur; starfsmannakór Rauða kross Islands; Brimkórinn, samkór frá Grindavík. Alls eru þetta um 100 söngraddir sem flytja íslensk og erlend sönglög ásamt syrpu úr Sister Act II og Gospel. Stjórnandi er Esther Helga Guðmundsdóttir. Undirleikari er Hreiðar Ingi Þor- steinsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.