Morgunblaðið - 05.05.2000, Page 31

Morgunblaðið - 05.05.2000, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Handan við tungl og stj örnur Morgunblaðið/Halldór Runólfsson Tvö hnattlíkön eftir Lauri Astala. I baksýn sést í skipan Juha Máki-Jussila. Módel af Artalsvarða við Cranbrook Academy, Bloomfield Hills í Michigan, eftir Juhani Pallasmaa. MYNDLIST IV ý I i s t a s a f n i ð, Vatnsstíg 3b BLÖNDUÐ TÆKNI - NÍU FINNSKIR LISTAMENN Til 14. maí. Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 14-18. SÝNINGIN „Sólin, túngl og stjörnur“ er af ýmsum ástæðum merkilegt framtak. Það er ekki al- gengt að sjá samsýningar þar sem listamennirnir halda sig við eina meginhugmynd með eins festuleg- um hætti og nímenningarnir finnsku gera á öllum hæðum safnsins. Bak- við hugmyndir allra þátttakenda liggja kosmískar hugmyndir með vísindalegu og heimspekilegu ívafi sem hníga velflestar að vangavelt- um um fjarlægðir og nálægð. Hversu mælanleg sem veröldin er og geimurinn umleikis fáum við ekki umflúið þá staðreynd að mestan part upplýstrar vitundar okkar reik- um við um tilveruna mælistikulaust. Hugurinn reiknar ekki fjarlægðir nema því aðeins að hann einbeiti sér að dæminu. Þegar upp koma í hug- ann minningar úr ferðalögum liðins sumars fylgir þeim aldrei neinn kíló- metrafjöldi. Sum atvik eru nærtæk- ari en önnur án þess að vera í réttu hlutfalli við mælanlega fjarlægð í tíma eða rúmi. Þannig er vitundin ámóta áreiðanleg og áttaskyn ölvaðs manns. Gildisstikan skekur hana og skælir svo að raunhæfar tölur um stund og stað fara veg allrar verald- ar. Þýðir þetta að eðlis- og stjarn- fræðin séu listinni gagnslaus? Ekki vilja nímenningarnir meina það. Þeir benda á hve skapandi öll hugs- un um himingeiminn er og hve mikil hugmyndaauðgi leynist í þeim hlut- lægu athugunum sem vísindamenn rækja. Frómt frá sagt benda lista- mennirnir finnsku á þá ómældu möguleika sem liggja utan við þröngt hugmyndasvið listarinnar. Ef til vill er mikilvægasti boðskapur þeirra sá að finna megi óplægðan ómælisakur utan við sjálfhverfan heim myndlistarinnar sem nýst get- ur henni til mikilvægra landvinn- inga. Hin appollónska nálgun er langt frá því að teljast útdauð þótt hún hafi farið halloka fyrir díonýs- ískum háttum á undanförnum ára- tugum. Nestorar sýningarinnar, þeir Ju- hani Pallasmaa og Lauri Anttila, nálgast báðir kosmísk sannindi gegnum arkitektúrinn. Það er auð- vitað mjög finnskt, en sýnir um leið hve listhugsun þessara ágætu frænda okkar á tuttugustu og fimmtu gráðu austlægrar lengdar á konstrúktívismanum og súprema- tismanum mikið að þakka. Þessar merku rússnesku stefnur lifa enn góðu lífi í finnskri listhugsun og tengja hana við ameríska hefð, sem einnig stendur í mikilli þakkarskuld við gerska framúrstefnu á fyrstu tugum aldarinnar. Hugmyndir Pallasmaa og Anttila mætast norðan við Detroit í Michig- an, þar sem hinn heimsfrægi finnski arkitekt, Eliel Saarinen, settist að og teiknaði meðal annars Listaaka- demíuna í Cranbrook, í Bloomfield Hills, ásamt fleiri skólabyggingum, sem enn teljast með frumlegustu og áhrifamestu skipulagssamstæðum tuttugustu aldarinnar. Árið 1993 til ’94 var reist merkilegt dagatals- mannvirki eftir Pallasmaa á lóð Akademíunnar í Cranbrook sem markaði meðal annars staðinn þang- að sem ísaldarjökullinn náði til suð- urs. Módelin af verkinu eru til sýnis í forsal Nýlistasafnsins. Granítsúlurnar sex sem mynda boga eru úr kanadísku graníti sem jökullinn bar með sér fyrir tuttugu þúsund árum. Þær mynda gráðu- boga sem nýtist til staðsetningar himintunglunum. Bronsboginn er settur stjömukortum og sólúrstákn- um'sem ákvarða hreyfingu jarðar og sólar í 160 þúsund ár. Anttila beinir athyglinni að sólúri Saarinen í Hvittrásk, sem ákvarðaði um leið stöðu sólarinnar suður af Cranbrook í Michigan, en Eliel Saarinen deildi ævi sinni milli þess- ara tveggja fjarlægu staða. Jafn- framt þjóna ljósmyndir Anttila og hillur afbragðsvel tilgangi sínum þegar listamaðurinn beinir athygl- inni að samspili norðurljósanna og útvarpsbylgna sem verða fyrir raf- rænu áreiti þeirra, eða þegar hann athugar áhrif sólmyrkvans á út- varpssendingar. Antero Toikka fæst einnig við fyr- irbæri alheimsins út frá mælanleg- um gildum. Með tveimur spegil- fægðum stálplötum sem mætast í kross, og skornar eru með ákveðnu, en óreglulegu mynstri, sýnir lista- maðurinn lögun og þéttingu stjörnu- þokuklasa sem eru stærstu fyrir- bærin í himingeimnum sem lúta þyngdarlögmálinu. í SÚM-salnum hreiðra þeir um sig Lauri Astala, Jyrki Siukonen og Juha Maki-Jussila og draga sum part heimspekilegri - ef ekki einnig gamansamari - ályktanir af þemanu en áðurnefndir listamenn. Astala veltir fyrir sér kenningum sem kalla mætti nútímalegar villukenningar, runnar undan rifjum Cyrus Reed Teed og Karl Neupert. Þeir veltu fyrir sér hvort ekki mætti hugsa sér kúrfu alheimsins öfuga við þá sem við teljum hana vera. I staðinn fyrir að standa á hveli og horfa á himin- hvolfið sem útvortis mætti hugsa sér að allar línur hvelfdust um okk- ur og það sem við tækjum fyrir hið ytra væri raunar innri heimur. Reiknislega töldu Teed og Neupert að dæmið væri eitt og hið sama og þar með liti heimurinn eins út hvort sem við hugsuðum okkur ofan á kúl- unni eða inni í henni. Jyrki Siukonen bregður upp röð af smáum og meðalstórum verkum sem öll eru heimspekilegir þankar um alheiminn og reglurnar sem móta hann. Við fyrstu sýn virðast verk Siukonen ekki vera gerð af sama metnaði og list áðurnefndra listamanna, en það er hin mesta mis- sýn. Léttleiki verka hans vinnur á við hverja athugun og einfaldar lausnir hans búa yfir sterkri ljóð- rænni útgeislun. Sumar lausnir hans eru fullar af gáska en hafa um leið til að bera fágaða og skýra hugsun sem lyftir þeim langt upp yf- ir efnislegar eigindir verksins. Máki-Jussila er á enn gáskafyllri nótum í skipan sinni þar sem myndband lýsir hringsóli leikfanga- geimfars yfir líkamlegu landslagi, á meðan þreytulegur stjörnudrengur - máluð tréstytta í búningi töfra- mannsins Merlin - stjórnar gangi Vetrarbrautarinnar. Meðal sýnendanna níu er að finna þrjár konur sem einnig sveigja sýn- inguna yfir á léttari brautir, bæði hvað varðar efnivið og inntak. Johanna Kiivaskoski og Kaarina Ormio setja Bjarta og Svarta sal á flug með innilega einföldum verkum sínum og sláandi framsetningu. Grafísk tilfinning beggja finnur sér endurvarp í einföldum glimmer- ferningi Nanne Prauda, sem fjallar um tilveruna innra og ytra, tómið og alheiminn. Eins og oft má sjá í verk- um kvenna liggur styrkur Kiiva- skoski, Ormio og Prauda í algjörri afneitun þeirra á voldugu mynd- máli. Yfirlætisleysi þeirra gefur heildinni það fínlega og viðkvæma yfirbragð sem er nauðsynlegt mót- vægi við mónumental framsetningu flestra karlmannanna. Án kvenn- anna þriggja er hætt við að stór- karlabragurinn hefði léð heildinni of stirðbusalegan svip. Af þessu má sjá að sýning Finn- anna níu er í afar góðu jafnvægi, svona rétt eins og himintunglin og stjörnuþokurnar sem þar koma við sögu. Halldór Björn Runólfsson FOSTUDAGURö. MAÍ 2000 31

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.