Morgunblaðið - 05.05.2000, Side 34

Morgunblaðið - 05.05.2000, Side 34
34 FðSTUD'AGlTR 5. TVIÁÍ 2Ó00 MORGUNBLAÐlÐ LISTIR Langafi prakkari á Austurlandi MÖGULEIKHÚSIÐ sýnir barna- leikritið Langafi prakkari á Austur- landi þessa dagana og verða sýn- ingar í félagsheimilinu Herðubreið á Seyðisfirði á morgun, laugardag, kl. 14 og í hátíðasal Menntaskólans á Egilsstöðum sunnudaginn 7. maí kl. 14. Einnig verða sýningar í grunn- og leikskólum víðar á Aust- urlandi. Leikritið, sem er eftir Pétur Eggerz, byggist á sögum Sigrúnar Eldjárn. Langafi og Anna eru leikin af þeim Bjarna Ingvarssyni og Aino Freyju Járvela, leikstjóri Pétur Eggerz, búninga gerir Katrín Þor- valdsdóttir og tónlist er eftir Vil- hjálm Guðjónsson. Vortónleik- * ar Alafoss- kórsins ÁLAFOSSKÓRINN í Mosfellsbæ heldur sína árlegu vortónleika í Varmárskóla í kvöld, föstudags- kvöld, kl. 20:30 og í Grensáskirkju iaugardaginn 6. maí kl. 17. Efnisskráin er að mestu íslensk og norræn lög. Álafosskórinn verður tvítugur nú í haust og verður haldin hátíð af því tilefni. Stjórnandi kórsins er Helgi R. Einarsson og undirleikari Jónas Þórir. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Borgin og höf- uðskepnurnar umhverfisstjóri Borgarskipulags. Sýningin er liður í menningar- borgarárinu og stendur til 29. maí. Skúlptúr- ar Kefl- víkings KEFLVÍKINGURINN Jó- hann Maríusson opnar sýningu á skúlptúrum í Perlunni, 4. hæð, á morgun, laugardag, ki. 17. Verk Jóhanns eru unnin í tré, málma, gler og stein, sum hver eru einnig raflýst. Jóhann er menntaður kvik- myndagerðarmaður en hefur stundað höggmyndagerð síð- astliðið ár, m.a. undir leiðsögn Ralf Hurst, sem er kunnur fyr- ir höggmyndagerð vestan hafs. Þetta er önnur einkasýning Jó- hanns hér á landi, en hann hef- ur tekið þátt í samsýningum hér heima og í Bandaríkjunum. Sýningin stendur til mið- vikudagsins 31. maí. ♦ Morgunblaðið/Jim Smart Fjögurra lækna er getið í öllum ritunum þremur í Læknatali íslands: Baldur Johnsen, Erlingur Þorsteinsson, Sigurður Samúelsson og Friðrik Einarsson. Nýjar bækur • LÆKNAE á íslandi hefur að geyma æviskrár 2.022 lækna íþrem- ur bindum sem starfað hafa á Islandi frá miðri 17. öld til ársins 2000. Læknatalið erað nokkru byggt á ritinu Læknar á Islandi, sem Vil- mundur Jónsson landlæknir og Lár- us H. Blöndal bókavörður tóku sam- an, en það rit kom út í þremur útgáfum á árunum 1944-1984. Frá þeim tíma hefur læknum fjölgað um nærri 70%, aðstæður margar breyst og allmargir læknar hafa látist. „Því var orðið löngu tímabært að nýtt læknatal liti dagsins ijós,“ segir í ávarpi ritnefndar. Með hinni nýju út- gáfu Læknatalsins fjölgar æviskrám lækna því verulega frá eldri útgáfu, auk þess sem þar er að finna talsvert fyllri upplýsingar um hvern og einn. í formála ritstjóra er m.a. rakin í stuttu máli saga íslenskrar lækna- stéttar. Þar kemur fram að á þessu eru rétt 240 ár liðin frá því að fyrsti íslenski læknirinn með háskólapróf tók við föstu embætti hér á landi. Ritstjóri Læknatalsins er Gunn- laugur Haraldsson þjóðháttafræð- ingur. Ritnefnd ávegum Læknafé- lags Islands skipuð: Hafsteini Sæmundssyni, Sigurbirni Sveins- syni og Emi Bjamasyni. Útgefandi er Bókaútgáfan Þjóð- saga ehf. í samvinnu við Læknafélag íslands. Ritin eru alls 1.725 bls. Prentsmiðjan Oddi hf. annaðist prentun, bókband ogannan frágang og Halldór Þorsteinsson sá um út- litshönnun. Verð: 26.900 kr. SÝNINGIN Borg og náttúra verður opnuð í Ráðhúsi Reykjavíkur á morgun, laugardag, kl. 13 og fjallar um þema menningarársins sem er Menning og náttúra. Sýningin end- urspeglar á myndrænan hátt sam- spil borgarinnar við höfuðskepnurn- ar fjórar: Vatnið, það er samspil borgar við strönd og haf. Jörðina, sem er sá grannur sem borgin er byggð á og tengist borgarlífinu á opnum svæðum og við jaðar hennar. Eldinn í iðram jarðar í formi jarð- hitans sem mótað hefur borgina og loftið sem er sjóndeildarhringurinn sem mótar ytri umgjörð og ramma Reykjavíkur. Borgarskipulag Reykjavíkur stendur að sýningunni í samvinnu við Háskóla íslands, Árbæjarsafn og byggingarlistadeild Listasafns Reykjavíkur. Framkvæmdastjóri sýningarinnar er Björn Axelsson, Skólatón- leikar í Garðabæ VORTÓNLEIKAR Tónlistarskóla Garðabæjar verða haldnir í sal skólans í Kirkjuiundi 11 á morgun, laugardag, kl. 13 með tónleikum forskóladeilda. Dagana 8., 10. og 12. maí era vortónleikar nemenda í sal skólans kl. 18 alla dagana. Hinn 15. maí heldur söngdeildin sína vortónleika og 17. maí era tónleikar strengjadeildar kl. 18. Stórs veitarhlj óm- ar í Ráðhúsinu STÓRSVEIT Reykjavíkur efnir til stórsveitarveislu í Ráðhúsinu á morgun, laugardag, kl. 16. Að þessu sinni býður Stórsveitin æskunni til leiks og koma fram þrjár skólastórsveitir auk Stór- sveitar Reykjavíkur. Þær eru: Stórsveit Tóniistarskóia FIH, stjórnandi Edward Fredriksen; Léttsveit Tónmenntaskóla Reykjavíkur, stjórnandi Sigurður Flosason, og Léttsveit Tónlistar- skóla Keflavíkur, stjórnandi Karen Sturlausson. Sæbjörn Jónsson er við stjórn- artaumana hjá Stórsveit Reykja- víkur. Ungir og upprennandi djassleik- arar leika kröftuga bigband-slag- ara, en mikil gróska hefur verið í starfsemi skólastórsveitanna á undanförnum misserum, segir í fréttatilkynningu. Aðgangur er ókeypis. Sýningu lýkur Stöðlakot, Bókhlöðustíg 6. Sýningu Helgu Jóhannes- dóttur iýkur á sunnudag. Stöðlakot er opið daglega kl. 15-18. Stór- merki- leg kvikindi HEIMILDAR- MYNDIR Háskólabíó MICROCOSMOS ★★★ Leikstjóm og handrit: Claude Nuridsany og Marie Pérennon. Frakkland. 1996. „ÆTLI það væri gaman að vera maur?“ spyi- ungur bíófari pabba sinn. Og það er ekki nema von að hann spyrji. Með stórkostlegri kvikmyndatöku heimildamyndar- innar Microcosmos, er eins og maður sé kominn inn í þennan heim og orðinn eitt af skordýrum jarðar. Það er ótal margt sem maður uppgötvar með þessum nærmyndum og kannski helst hvað skordýr era rosaleg falleg og alveg stórmerkileg kvikindi. Tökum fiðrildi sem dæmi; hvert einasta smáatriði er úthugsað, hver svo sem gerði það nú. Meira að segja geitungar eru fallegir. Og þótt skordýrin tilheyri okkar heimi finnst manni, þegar maður sér þessa mynd, að maður sé kominn í gegnum eitthvert galdrahlið inn í annan samhliða heim eins og fyrir- finnst í vísindaskáldsögum eða Harry Potter-bókunum, bara því að þetta er eina leiðin til að kom- ast þangað. I gegnum þessa myndavélalinsu. Þetta er virkilega fallegt mynd- verk og skemmtileg upplifun á að horfa. Höfundar myndarinnar eyddu tugum ára í að þróa tökubúnað og aðferðir til að ná þessum fallegu myndum. Þá finnst mér að þau hefðu mátt eyða aðeins meiri tíma í frágang myndefnisins sem var ekki nógu skemmtilegur á stund- um; tónlistin misvel viðeigandi og sundurleysi í frásögn. Aðalatriðin komast þó til skila en það er mynd af einfaldri lífsb- aráttu litlu kvikindanna. Að vera maur og bera endalaust í búið, vera ógnað af rigningar- dropa og síðan étinn af einhverjum fugli. Nei, ég held að það væri ekki gaman að vera maur. Hildur Loftsdóttir Ný sending Leðurjakkar og -kápur Stuttkápur - Regnkápur Vindjakkar Konan í iðu litanna MYNDLIST Listhás ðfeigs ROSWITHACEGLARS- WOLLSCHLAEGER MÁLVERK Sýningin er opin frá ki. 10 til 18 og stendur til 6. maí. í LISTHÚSI Ófeigs við Skóla- vörðustíg hanga nú málverk eftir listakonuna Roswithu Ceglars- Wollschlaeger. Roswitha er frá Slésvík á landamærum Þýskalands og Danmerkur, héraði sem tilheyrt hefur þessum tveimur löndum á víxl eftir því sem veldi hvors um sig hefur vaxið eða dvínað. Hún lærði málaralist í Kiel en býr nú í Flensborg. Myndir Roswithu eru litsterkar og í þeim birtast alls konar svipir og form, líkt og veröld þeirra sé öll iðandi af lífi án þess að áhorf- andinn geti í raun fest sig við nema mannsmyndirnar sem sterk- ast era dregnar fram. Það eru konumyndir en á bak við konurnar og allt í kring eru einhverjar aðrar verur sem oft virðast ógnandi, sviplausar en ábúarmiklar, gjarn- an málaðar dökkum iitum eða látn- ar vera í skugga. Sterkir og ólg- andi litirnir í þessum myndum benda til að í gerð þeirra liggi sterkar tilfinningar hrifnæms listamanns sem er mikið niðri fyrir að tjá sýn sína á veruleika sinn. En þrátt fyrir litagleðina og til- finningahitann eru myndirnar frekar dapurlegar og virðast birta frekar dökka sýn á tilveruna. I þeim er manneskjan - konan - eins og varnarlaus gagnvart öflum sem umkringja hana en eru henni ekki endilega vinveitt. Ekki er að sjá að í framsetningu Roswithu sé að greina mikla von um að fram- tíðin leysi manneskjuna úr þessum viðjum. Kannski er fulllangt gengið að iesa svo mikið og svo mikla svartsýni í málverkin og vel kann að vera að listakonan kannist ekki við sig í slíkri lýsingu. Verkin eru þó þannig unnin og af svo einlægri tilfinningu að áhorfandinn hlýtur að reyna að samsama sig tilfinn- ingunum sem þau vekja. Styrkur Roswithu virðist einmitt liggja í því hve hún nær að opin- bera tilfinningar sínar í málverk- inu án þess að hirða endilega um reglur og formræna fágun. Verkin era máluð beint frá hjartanu og þótt þau falli ekki inn í stefnur og stíl samtímans leynist engum að þær eru einlæg og opin tjáning. Jón Proppé

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.