Morgunblaðið - 05.05.2000, Síða 36

Morgunblaðið - 05.05.2000, Síða 36
36 FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Óhefðbund- ið ritverk BÆKUR Saga KRISTNI Á ÍSLANDI Hjalti Hugason, Gunnar F. Guð- mundsson, Loftur Guttormsson, Þórunn Valdimarsdóttir og Pétur Pétursson: Kristni á íslandi I-IV. Útgefandi Alþingi, Reykjavík 2000. 434+373+418+466 bls., myndir. SAMBÚÐ kristindóms og ís- lenskrar þjóðar í þúsund ár er efni þess mikla ritverks, sem hér er til umfjöllunar. Það er samið í tilefni þess að á þessu sumri eru tíu aldir liðnar frá því kristni var lögtekin á Alþingi við Öxará. Undirbúningur verksins hófst er Alþingi samþykkti árið 1990 að fela þingforsetum að hafa samráð við þjóðkirkjuna og guðfræðideild Háskóla íslands um “samningu ritverks um kristni á ís- landi og áhrif hennar á þjóðlíf og menningu í þúsund ár“, eins og segir í ávarpi Halldórs Blöndal, forseta Alþingis, í upphafi 1. bindis. Vinna að verkinu hófst hins vegar ekki fyrr en árið 1992, en áður hafði ritstjórn samþykkt nákvæma og ýtarlega rit- stjórnarstefnu, sem fylgt hefur ver- ið. Öllum má ljóst vera, að ekki er vandalaust að gera ritstjórnarstefnu svo umfangsmikils verks sem þessa svo úr garði að henni megi fylgja. Höfundar eru margir, og í upphafi var ljóst, að verkið myndi taka lang- an tíma og að kalla yrði eftir aðstoð og samvinnu margra sérfræðinga. Álitamálin hljóta og að verða mörg þegar fjalla skal um svo víðtækt efni sem þúsund ára sögu kristni í land- inu og engan veginn gat verið ljóst í upphafi hvaða efnistökum skyldi beita. í inngangi lýsir ritstjórinn, Hjalti Hugason, tilgangi og markm- iðum höfunda og ritstjórnar svo: „Kristni á Islandi er fyrst og fremst ætlað að vera yfirlitsverk. Því var lagt fyrir höfunda að leggja eldri rannsóknir til grundvallar skrifum sínum. Á hinn bóginn var þeim ætlað að beita þær fyllstu gagnrýni og leitast við að túlka nið- urstöður þeirra í nýju Ijósi þannig að í verkinu fælist raunveruleg nýs- köpun. Þá var til þess ætlast að höf- undar kortlegðu eyður í fyrri rann- sóknum og leituðust við að fylla í þær með eigin frumrannsóknum, ályktunum eða tilgátum eftir því sem ytri rammi verksins, tími og umfang leyfðu.“ Þeim markmiðum, sem hér var lýst, hefur verið náð í öllum megin- atriðum og er ekki að efa, að fjöl- margir íslendingar munu lesa þess: ar bækur sér til gagns og gamans. í heild uppfyllir Kristni á Islandi þá meginkröfu sem gera verður til góðrar sagnfræði, að hún sé í senn læsileg og byggð á traustum fræði- legum grunni. Ritverkið Kristni á íslandi skipt- ist í fjögur bindi. Hvert þeirra nær yfir skýrt afmarkað tímabil og ber sérstakan titil. Einn aðalhöfundur er að hverju bindi og að auki skrifa sérfræðingar sérstaka afmarkaða kafla eða þætti. Fyrsta bindið, sem nefnist Frumkristni og upphaf kirkju, nær yfir tímabilið frá land- námi og fram um 1150, en þá hafði kristnin fest rætur í landinu, bisk- upsstólar og kirkja voru orðin föst í sessi. Hjalti Hugason er aðalhöf- undur j)essa bindis, en sérfræðingar þau Ásdís Egilsdóttir, Guðbjörg Kristjánsdóttir, Gunnar Kristjáns- son, Inga Huld Hákonardóttir og Njáll Sigurðsson. Þetta 1. bindi hefst á inngangi og síðan tekur við umfjöllun um erlent baksvið og um trú og þjóðfélag fyrir kristnitöku. Um kristnitökuna sjálfa er ýtarlega fjallað og sömuleiðis um stöðu og uppbyggingu trúarinnar hér á landi og þátt hennar í þjóðlíf- inu fyrstu hálfa aðra öldina eftir að kristni var lögtekin. Undirstöðu- þáttur í fræðilegri umræðu Hjalta Hugasonar er sá, að á kristnitökuna beri að líta sem langtímaþróun fremur en atburð og er það tvímæla- laust rétt. Kristnitakan á Alþingi var að sönnu einstakur atburður, lögformleg trúarbragðaskipti, en þar með var ekki sagt að Islending- ar hefðu allir gerst kristnir, a.m.k. ekki í þeim skilningi sem síðar hefur verið lagður í það hugtak. Að kristna þjóðina hlaut að taka lengri tíma en einn til tvo sólarhringa og það er vafalaust rétt, sem Hjalti heldur fram, að líta megi svo á sem kristnitakan hafi staðið nánast frá landnámi. A.m.k. bjuggu kristnir menn á tilteknum svæðum hér á landi frá því snemma á landnámsöld og alla 10. öld urðu Islendingar fyrir sífelldum áhrifum frá kristnum mönnum í nágrannalöndum. í þessu efni er ég fyllilega sam- mála Hjalta, en ég á erfiðara með að kyngja þeirri skoðun hans að sagnir um trúboð Þorvaldar Koðránssonar víðförla og Stefnis Þorgilssonar séu byggðar á þjóðsögum eða helgisög- um, samdar af norðlenskum munk- um í þeim tilgangi að auka veg Hóla- biskupsdæmis og norðlenskrar kristni gagnvart Skálholtsbiskups- dæmi. Helstu rökin fyrir þessari kenningu eru þau að trúboðs þeirra Þorvaldar og Stefnis er ekki getið í Islendingabók, sem þó var samin á vegum beggja biskupsdæmanna. Sú röksemd er þó fremur léttvæg og þögn íslendingabókar sannar ekk- ert í þessu efni, það gerir þögn heimilda sjaldnast. Islendingabók er að sönnu eldri en rit sem geta Þorvaldar og Stefnis, en ekki má of- meta heimildagildi hennar fyrir þá sök eina. Jafnframt má spyrja, hvort líklegt sé að bræður í Þingeyrar- klaustri hefðu komist upp með að spinna þjóðsögur af þessu tagi ef enginn fótur hefði verið fyrir þeim. Og er líklegt að sagan af Stefni hefði komist inn í Kristni sögu ef forystu- mönnum kirkjunnar hefði verið kunnugt um að hún væri uppspuni? Kristni saga var altént samin í Skál- holtsbiskupsdæmi. Þessari spurn- ingu verður að svara neitandi og enn mætti spyrja, hvort Ari Þorgilsson hafi af einhverjum ástæðum þagað viljandi yfir sögunum af Þorvaldi og Stefni, eða var honum hreinlega ókunnugt um þær? Annað bindi verksins nefnist ís- lenskt samfélag og Rómakirkja og nær yfir tímabilið frá því um 1150 til siðskipta. Aðalhöfundur þess er Gunnar F. Guðmundsson en Ásdís Egilsdóttir, Guðbjörg Kristjáns- dóttir og Inga Huld Hákonardóttir skrifa þætti um einstök sérfræði- efni. í þessu bindi er fjallað um kaþ- ólska kristni á íslandi á miðöldum og tekst Gunnari einstaklega vel að draga fram alla meginþætti sögunn- ar og sýna hlutverk og áhrif trúar- innar í samfélaginu. Að öðrum bind- um verksins ólöstuðum þykir mér þetta fróðlegast og best skrifað og kaflinn um íslensku klaustrin (bls. 212-245) er hreinasta afbragð. Þriðja bindi nefnist Frá siðskipt- um til upplýsingar. Aðalhöfundur þess er Loftur Guttormsson en sér- fræðingar þau Einar Sigurbjörns- son, Inga Huld Hákonardóttir, Mar- grét Eggertsdóttir og Þóra Kristjánsdóttir. Meginefni þessa rits er saga kristninnar á hinum „myrku öldum Islandssögunnar" og er það efni oft býsna flókið og erfitt viðureignar, ekki síst samþætting konungsvalds og kirkju. Höfundum tekst víða vel að greiða úr flækjunni en þó er því ekki að neita að ég sakna ýtarlegri umfjöllunar um þátt kirkju og kristni í menntun þjóðar- innar. Á það ekki síst við um bókaút- gáfu og prentverk, stólsskólana og reyndar einnig um þátt Hafnarhá- skóla. Þeir hlutar sem standa upp úr í þessu bindi eru þættir Einars Sig- urbjömssonar um réttrúnað og heittrúarstefnuna. Þeir eru báðir einkar vel samdir og fróðlegir. Fjórða og síðasta bindið nær yfir 19. og 20. öld og nefnist Til móts við nútímann. Aðalhöfundar þess eru tveir, Þórunn Valdimarsdóttir, sem skrifar um 19. öldina, og Pétur Pét- ursson, sem fjallar um 20. öld. Sérf- ræðingar eru þau Einar Sigur- björnsson, Gunnar Kristjánsson, Hörður Áskelsson, Inga Huld Há- konardóttir, Njáll Sigurðsson og Þóra Kristjánsdóttir. Hlutur sér- fræðinganna virðist mér vera nokkru meiri í þessu bindi en hinum fyrri og ber þar fyrst að nefna um- fjöllun þeirra Einars og Gunnars um trúarrit á 19. öld. Að henni er mikill fengur, en næsta lítið hefur áður verið ritað um þessi efni nema í sérf- ræðiritum. I síðari hluta ritsins ber sérstaklega að nefna ágætan þátt Gunnars Kristjánssonar um trú í ís- lenskum bókmenntum á 20. öld, fróðlega kafla um „frjálslyndu guð- fræðina", um „sálarrannsóknir og spíritisma" og kaflann „Frá kreppu til kalda stríðsins". Þar er þróun kirkju- og trúmála sett í samhengi við samfélagsþróunina á miklum umbrotatímum. Eini gallinn við þessa kafla er sá að þeir eru helst til yfirborðskenndir, vekja máls á for- vitnilegum efnum en greina ekki frá málum til neinnar hlítar. Sama máli gegnir um kaflann „Dósentsmálið". Hann bregður að sönnu forvitnilegu svipleiftri á ólík viðhorf og átök guð- fræðinga á 4. áratug aldarinnar, en er alltof stuttaralegur, svo óvíst er að þeir lesendur, sem ekkert þekkja til þessara mála fyrir, átti sig á því um hvað málið snerist. Hitt er svo aftur umdeilanlegt, hvort umfjöllun um þetta tiltekna mál á heima í rit- verki sem þessu. „Dósentsmálið" var í raun dægurmál, bóla, og skipti engu máli fyrir þróun eða áhrif kristni á íslandi. Sama má segja um ýmsar aðrar embættaveitingar við guðfræðideildina, sem mikill styrr stóð um á sínum tíma, en er að engu getið í þessari bók. Eins og áður hefur komið fram, var Kristni á Islandi frá upphafi ætl- að að vera yfirlitsverk. Áf því leiðir að höfundar byggja að mestu á eldri rannsóknum, eins og fyrir þá var lagt, en minna fer fyrir frum- rannsóknum og fræðilegum álykt- unum, sem varpað gætu nýju ljósi á söguna. Það er þó síður en svo Ijóður á verkinu og reyndar er aðdáunar- vert hve vel hefur tekist að sam- ræma vinnubrögð og frásögn svo margra og ólíkra höfunda. Þar á rit- stjórinn, Hjalti Hugason, mikið hrós skilið. í þessu viðfangi ber einnig að hafa í huga, að ritverkið er óhefðbundið í þeim skilningi að hliðstæð rit eru engin til sem hafa mátti hliðsjón af. Hér er ekki heldur um að ræða eig- inlega kirkjusögu, heldur sögu kristninnar á íslandi. Allir hafa aðalhöfundarnir unnið gott verk og eiga hrós skilið. Fram- lag sérfræðinganna má hins vegar ekki gleymast. Það var mikið og án þess hefði verkið allt orðið svip- minna en raun ber vitni. Kristni á íslandi er metnaðarfullt verk og ber að óska öllum aðstan- dendum þess til hamingju með góð- an árangur. I heild uppfyllir verkið þær kröfur, sem gera verður til góðra fræðirita og ekki spillir að bækurnar eru einkar fallega úr garði gerðar. Þær eru ríkulega og fallega myndskreyttar og auka myndir og myndatextar miklu við frásögn meginmáls. Allar nauðsyn- legar skrár fylgja hverju bindi og allur frágangur verksins er sem best verður á kosið. Jón Þ. Þór Verk Ernu Guðmarsdóttur verða í gluggum Sneglu listhúss. Úr íslenskri náttúru í Sneglu VERK Ernu Guðmarsdóttur verða til sýnis í gluggum Sneglu listhúss, á horni Klapparstígs og Grettis- götu, dagana 5.-18. maí. Myndirnar eru málaðar á silki og myndefnið sótt í íslenska náttúru. Erna lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla Islands árið 1985 og hefur haldið einkasýningar og tek- ið þátt í mörgum samsýningum. M-2000 Föstudagur 5. maí. Landsbókasafn Islands - Háskólabókasafn. Klerkar, kaupmenn og karfamið. Gestasýning frá Bremen sem á sínum tíma var svo að segja andleg höfuðborg íslands.Víðaerleit- að fanga á sýn- ingunni til að W endurspegla '• tengsl íslands við Brem- en og aðrar þýskar hafnar- borgir. Sýningin er til 30. júní. Stjórnsýsluhúsið Búðardal - Dalabyggð kl. 17. Menning - náttúrlega. „Er ég unni mest“ er yfir- skrift sýningar sem leirlista- nemar og listamenn frá Lista- háskóla Islands standa fyrir. Sýningin er hluti af samstarfs- verkefni Menningarborgarinn- ar Menning - náttúrulega. Sýn- ingin stendur til 31. maí. Dagskráin er liður í menn- ingarborgarárinu. www.reykjavik2000.is.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.