Morgunblaðið - 05.05.2000, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2000 37
LISTIR
Nær öldungis
ruglaður
drengur
Burt-
fararpróf
frá FÍH
ÞÓRA Passauer
sóprau heldur
burtfarai-prófstón-
leika í klassfekum
söng í sal Tónlist-
arskóla FÍH í
Rauðagerði 27 í
kvöld, föstudag-
skvöld, kl. 20.
Flutt verða verk
eftir Grieg, Al-
fvén, Sigfus Einarsson, Jórunni Viðai’,
Bi-ahms, Strauss, Tchaikovsky, Mus-
sorgsky og Gerschwin.
Þóra hóf nám við Söngskólann í
Reykjavik þar sem kennarar hennai’
voru Valgerður J. Gunnarsdóttir og
Guðmundur Jónsson. Hún hélt áfram
námi við Tónlistarskóla FÍH hjá Jó-
hönnu Linnet haustið 1997. Keimarar
Þóru í vetur hafa verið Björk Jónsdótt-
ir og Þóra Fríða SæmuncLsdóttir. Með-
leikari hennar á tónleikunum er Þóra
Fríða Sæmundsdóttir. Þetta eru jafn-
framt fyrstu burtfararprófstónleikar-
nir í klassfekum söng frá skólanum.
--------------------------
ixyjar DæKur
• NAFNABÓKIN okkar er skrá
yfir öll leyfileg, íslensk mannan-
öfn um síðustu áramót, um 2.500
talsins. Þá er átt við þau nöfn
sem nú má nota við nafngjafir.
Þessari nafnaskrá í bókinni fylgja
fræðilegar skýringar á uppruna
og merkingu nafnanna, en þær
annaðist Olöf Margrét Snorra-
dóttir, BA í málvísindum, starfs-
maður Orðabókar Háskóla fs-
lands, og naut við það leiðsagnar
dr. Guðrúnar Kvaran, for-
stöðumanns Orðabókarinnar.
I fréttatilkynningu segir að þetta
sé eina bókin þessarar tegundar sem
komið hefur út síðan 1991 og sú eina
sem er með nær tæmandi skrá yfir
lögleyfð mannanöfn, en ný mann-
anafnalög tóku gildi í byijun ársins
1997. í bókinm eru einnig skrár um
eiginnöfn sem hefur verið hafnað af
mannanafnaneftid síðan þá, um ai-
menn leyfileg millinöfh og slík nöfn
sem hafnað hefur verið, og um al-
gengustu nöfnin á nokkrum tímabil-
um. Þá eru í bókinni raktar helstu
reglur um nafngjafir eftir gildandi
lögum og lögin sjálf birt.
Ennfremur segir: „Gildandi mann-
anafnalög frá ársbyijun 1997 fela í
sér ýmsar breytingar frá eldii lögum.
Nefna má að umsóknir um ný nöfn á
nafnaskrána eru einfaldar í fram-
væmd. Þá var söðlað um í afstöðu til
nafnabreytinga nýrra ríkisborgara
með erlend nöfti. Þeir geta haldið
nöfhum sínum og þeir sem áður hafa
orðið að taka uþp íslensk nöfh geta
fengið þeim breytt í upphafleg nöfti.“
Utgefandi er Islendingasagnaútgáf-
an ehf. / Muninn bókaútgáfa. Bókin
er 170 síður. Ritstjóri er Herbert
Guðmundsson. Verð: 3.480 kr.
LEIKLIST
Lcikfélag
Sauðárkróks
NÖRD NÆR ÖLDUNGIS
RUGLAÐUR DRENGUR
Eftir Larry Shue. Leikstjóri Guðjón
Sigvaldason. Félagsheimilið
Bifröst,Sauðárkróki, 30.4.
ÞAÐ má færa rök fyrir því að
sæluviku Skagfirðinga fylgi hlátur
og gleði ásamt menningaraukum af
ýmsu tagi. Leikfélag Sauðárkróks
hefur að þessu sinni valið að sinna
hinu fyrrnefnda hlutverkinu og láta
menningaraukann í hendur annarra
á þessari sæluviku. Verkefni þeirra,
NÓRD er bandarískt að uppruna var
reyndar leikið hér af Ladda, Gísla
Rúnari og Eddu Björgvins ásamt
fleirum fyrir hálfum öðrum áratug
eða svo á Hótel íslandi. Nokkur til-
raun hefur verið gerð til að færa
verkið fram til dagsins í dag með til-
vísunum ýmiss konar en í leiðinni
hefur gleymst að þar sem útgangs-
punktur verksins er að Nördinn var
stríðshetja í Víetnam og bjargaði þar
lífi annarrar aðalpersónunnar þá
væru þeir orðnir nokkuð aldraðri, nú
þrjátíu árum síðar en raun ber vitni.
Ekki verður við öllu séð.
Nördinn, Rick Steadman, kemur í
heimsókn og sest upp hjá Will sem á
erfitt með að neita lífgjafa sínum um
nokkuð. Rick reynist ótrúlega leiðin-
legur, en er mesta gæðablóð inni við
beinið og eftir að hafa lagt líf Wills
snyrtilega í rúst leysist farsællega úr
málunum eins og vera ber.
Leikritið stendur nánast og fellur
með frammistöðu þess sem fer með
hlutverk Nördsins. Styrmir Gíslason
stendur sig framúrskarandi vel, er
óþvingaður og öruggur í hlutverkinu
og nær góðum tökum á kómískum
HINIR árlegu vortónleikar Lúðra-
sveitar Verkalýðsins verða haldnir í
Vélamiðstöð Reykjavíkurborgar að
Skúlatúni 1 á morgun, laugardag kl.
13:30. A efnisskránni kennir ýmissa
grasa en ákveðið samræmi er milli
verkanna, sem leikin eru fyrir hlé og
þeirra sem leikin eru eftir hlé. Flutt
möguleikum þess. Ekki spillir útlitið,
sérsmíðaður tanngarður og nauðra-
kað höfuðið hjálpa til við að skapa
sérkennilega persónu. Styrmir er
greinilega góðum leikhæfileikum
gæddur og heldur uppi leiksýning-
unni án vandkvæða.
Aðrir leikendur þurfa að hafa sig
meira við þar sem ekkert hinna hlut-
verkanna býður upp á mikil tilþrif í
gamanleik; eru öllu heldur eins kon-
ar stuðningsmenn þess eina leikara
sem leikur Nördinn. Hann á alla
brandarana. Feðgarnir Sigurður
Freyr Emilsson og Arnar Þór Sig-
urðsson standa sig ágætlega og
Unnur Eygló Bjarnadóttir skapaði
skemmtilega manngerð úr móður-
inni taugaveikluðu. Þá eru Guð-
brandur J. Guðbrandsson, Sigurlaug
Vordis Eysteinsdóttir og Sigurður
Halldórsson ágætlega með á nótun-
um og halda vel á sínu.
Ekki var laust að manni fyndist að
leikstjórinn hefði mátt stytta lengstu
samtalskaflana sem eni nokkuð end-
urtekningasamir og bæta engu við.
Sýningin verður fyrir vikið í lengsta
lagi og gæti sem hægast hafa verið
allt að hálftíma styttri. Þá hefði leik-
stjórinn að ósekju mátt leggja sig
meira fram við að skapa léttari
stemmningu um sýninguna með vali
á tónlist á milli atriða og fyrir sýn-
inguna; gefa skýrar upp boltann um
að hér sé ósvikið gamanleikrit á ferð-
inni. Það er galli á annars greinar-
góðri leikskrá að þýðanda verksins
er hvergi getið og hefur þetta nánast
verið frekar regla en undantekning í
leikskrám að sýningum þeirra
áhugaleikfélaga sem undirritaður
hefur fengið í hendur í vetur.
Að öðru leyti er þetta vel fram-
bærileg sýning og á vafalaust eftir að
skemmta Skagfirðingum það sem
eftir lifir Sæluviku og jafnvel lengur.
verður m.a. tónlist eftir Suppé, Bach,
Holst, og A. L. Webber en einnig
verður frumfluttur á íslandi nýr
mars, sem pantaður var af norska
menningaiTáðinu, eftir stjómanda
sveitarinnar, Tryggva M. Baldvins-
son.
Aðgangur er ókeypis.
Hávar Sigurjónsson
Lúðrar hljóma
í Vélamiðstöðinni
Guðmundur Hermannsson úrsmiður
"Tír
Antikklukkur frá 18. og 19. öld. Margt fágætra safngripa.
Sérhæfð viðgerðarþjónusta á klukkum og úrum.
Ath! Er fluttur frá Laugavegi í Bæjarlind 1, Kópavogi.
Upplýsingar í sima 554 7770 www.ur.is.
Opið laugardag og sunnudag.
Hreinlætis-
tæki a
da
O I*
dl
HÚSASMIDJAN
Sími 525 3000 • www.husa.is
IVIBIA - RUSSELL ATULETIC - CÖLUMBIA - RUSSELL ATHLEI'IC - COLUMBIA - RUSSELL ATHLETIC - COLUMBIA - RUSSELL AU ILETIC - COLUMBIA - RUSSELL ATHLLH'IC - CQLUMBIA - RUSSELL ATHLETIC
nRUSSELL
' ATHLETIC
♦Columbia
Sportswear Company*
Aðeins brot af
úrvalinu...
HREYSTI
ÆFINGAR - ÚTIVIST - BÓMULL
---Skeifunni 19 - S. 568 1717-
www.hreysti.is
Netverslun með fæðubótarefni á betra verði