Morgunblaðið - 05.05.2000, Síða 40
40 FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Glenda Jackson er þinfflnaður Verkamannaflokksins í Bretlandi, var um hríð aðstoðarráðherra og um áratuga-
skeið heimsþekkt leikkona áður en hún fór út í stjórnmálin. Hún segist hafa gefíð kost á sér til þingmennsku til að
leggja fram sinn skerf í baráttunni gegn Margaret Thatcher. Jackson var meðal þeirra sem vildu verða borgar-
stjóraefni flokksins í London en hlaut ekki stuðning flokksforystunnar. Kristján Jónsson ræddi við Jackson.
Morgunblaðið/Kristinn
Glenda Jackson, þingmaður Verkamannaflokksins í Bretlandi og fyrrverandi aðstoðarráðherra. Hún segist
ekki vera komin til að gefa Samfylkingunni ráð heldur fagna því að líf sé f jafnaðarstefnunni um allan heim.
„Sagt að þarna
ætti ég að
hengja sverðið“
EGAR fyrstu skoðana-
kannanir voru gerðar í
fyrra í Bretlandi meðal
kjósenda Verkamanna-
flokksins vegna væntanlegra borg-
arstjórakosninga í London varð
Ken Livingstone efstur en Glenda
Jackson næst. Hún fékk 16% en
varð samt ekki frambjóðandi
flokksins, Frank Dobson hlaut náð
fyrir augum flokksforystunnar.
Livingstone fór á hinn bóginn
fram sem óháður og kannanir síð-
ustu daga hafa bent til þess að
hann vinni. Takist honum það er
niðurstaðan áfall fyrir Tony Blair
forsætisráðherra er beitti sér af
alefli gegn Livingstone sem er
einn af þekktustu liðsmönnum
vinstriarms flokksins og lítt hrif-
inn af markaðshyggju Blairs.
Jackson er nú stödd hér á landi í
boði Samfylkingarinnar og mun
ávarpa fund hennar í dag. Hún var
á sínum tíma heimsþekkt leikkona
og er spurð hvers vegna hún hafi
ákveðið að yfirgefa leiklistina og
gerast stjórnmálamaður.
„Ég hef verið áhugasöm um
stjórnmál í meira en fjóra áratugi,
alveg frá því að ég var 21 árs en
þá fékk ég kosningarétt. Ég hef í
þeim skilningi verið lengi virk í
stjórnmálum og ávallt stutt Verka-
mannaflokkinn. En árið 1989 fóru
flokksmenn í kjördæminu Hamp-
stead and Highgate í London fram
á það við mig að ég gæfi kost á
mér við næstu þingkosningar. Ég
sagði já vegna þess að ég var
reiðubúin að gera allt sem ég gæti
gert til að koma Thatcher og
stjóm hennar frá völdum.
Ég varð kjörinn frambjóðandi
flokksins 1990. Næstu tvö árin gat
ég notað til að kynna mig meðal
kjósenda í kjördæminu. Eg hafði
átt heima þar fyrr á árum og ég
vann þingsætið 1992 en það hafði
þá ekki verið í höndum flokksins í
meira en 25 ár. Okkur tókst því
miður ekki að ná meirihluta á
þingi en það hafðist 1997.“
Agaleysi
á þingi
Hver er helsti munurinn á starfi
og hegðun leikara og stjórnmála-
manns? Þú hefur gefíð í skyn að of
mikið sé um agaleysi í störfum
margra stjórnmálamanna.
„Ekki endilega meðal stjórn-
málamanna almennt heldur í neðri
deild þingsins. Starfsemin og hefð-
irnar urðu til í landi sem var allt
öðruvísi, allar aðstæður á 18. og
19. öld vom svo ólíkar og þá sátu
t.d. engar konur á þingi og nú er
margt ungra þingmanna sem á
smábörn. Deilan um brjóstagjöf
þingkvenna á nefndafundum er
eitt dæmið um íhaldssemina, fár-
ánlegt. mál en þingforsetinn hefur
verið beðinn að endurskoða bann-
ið. Aðstæður eru ekki miðaðar við
þarfir kvenna þótt margt hafí
breyst til batnaðar í þeim efnum
frá því að ég fór á þing.
Margt miðast við gamla tíma og
þing karla þótt nú séu konurnar
yfir hundrað. Allir þingmenn hafa
sinn eigin, merkta fatasnaga.
Hann er láréttur og úr plasti. A
öðmm endanum er límbandsmerki
og ég spurði til hvers það væri og
var sagt að þarna ætti ég að
hengja sverðið! Petta sýnir hvað
allar breytingar á starfsreglum
þingsins ganga hægt fyrir sig.
Mér finnst margir af siðunum og
reglunum ákaflega hvimleiðar og
sunit af því sem fólk leyfir sér
myndi alls ekki viðgangast í leik-
listarheiminum. Það er ekki rétt
sem margir halda að allir leikarar
séu sjálfhverfir, leiklistin krefst
mikillar vinnu af fólki. Imyndin
sem margir tengja við leikarastétt-
ina er í reynd upprunnin á því
stóra og fjölbreytta sviði sem
nefnt er skemmtanabransinn.
Fólkið á því sviði er oft popp-
stjörnur."
Þú varðst aðstoðarsamgöngu-
málaráðherra þegar stjórn Tonys
Blairs tók við 1997 en hættir í
fyrra þegar þú ákvaðst að gefa
kost á þér sem frambjóðandi
Verkamannaflokksins við borgar-
stjórakosningarnar. Ertu sátt við
árangurinn íráðherrasætinu?
„Ég er ekki viss um að ég hafi
gert mér miklar væntingar, að-
stoðarráðherra er á lægsta valda-
þrepi ríkisstjórnarinnar. John
Prescott er samgönguráðherra og
það er hann sem mótar stefnuna
og fylgir málum eftir. En þetta var
afskaplega gaman og mikil vinna.“
Hvað telur þú að þeir eigi við
sem segja að þú hafí látið lítt að
þér kveða í ráðherraembættinu?
„Sumir segja að _ ég hafi ekki
bi'osað nógu mikið! Ég veit ekki af
hverju fólk segir þetta. En ég held
að þegar ég upphaflega fór á þing
hafi menn búist við að ég væri
annaðhvort bjáni eða einhvers
konar prímadonna en ég er hvor-
ugt. Fyrir suma hafa þetta verið
talsverð vonbrigði."
Jackson hefur ávallt haft á sér
orð fyrir að vera í vinstri armi
flokksins en hefur stutt Blair
dyggilega. Hann vill kenna flokk-
inn við nýja tíma og nýja hugsun.
Hún er spurð hvað sé nýtt, hvort
Verkamannaflokkurinn hafi gert
annað en að taka markaðshyggj-
una upp á arma sína, sætt sig að
fullu við hana og fleygt vinstri-
áherslum manna eins Michaels
Foots, flokksleiðtoga upp úr 1980.
„Hvað er markaðshyggja?" spyr
Jackson. „Við lifum á allt öðrum
tímum og í allt öðruvísi heimi en
fyrir tuttugu árum þegar Foot var
við völd í flokknum.
Það hafa orðið miklar breyting-
ar á kjósendahópnum í Bretlandi.
Verksmiðjuiðnaður er ekki lengur
grundvöllur atvinnulífsins eins og
hann var, heilar atvinnugreinar
eru horfnar. Ég nefni kolanámurn-
ar, skipaútgerð, við erum nú í
Evrópusambandinu. En ég álít að
við séum að hverfa frá þeirri trú
að nóg sé að vitna í pólitíska hug-
myndafræði til að koma á breyt-
ingum í landinu. Það sem hefur
ekki breyst hvað varðar flokkinn
eru grundvallaratriði sem alltaf
hafa mótað stefnu sósíalista og
jafnaðarmanna. Þar á ég við jafn-
rétti, félagslegt réttlæti, áhersla á
alþjóðahyggju, þetta breytist ekki.
Þú spyrð um gömlu stefnumálin
eins og þjóðnýtingu en hvað ætt-
um við að þjóðnýta? Stáliðnaður-
inn er horfinn, engar kolanámur.
Þegar íhaldsmenn réðu létu þeir
fólk sigla sinn sjó þegar atvinnu-
grein var búin að leggja upp laup-
ana. Stefna okkar og öll afstaða er
hins vegar að bjóða fólki endur-
þjálfun og endurmenntun til að
tryggt sé að fólk kunni það sem til
þarf til að geta í reynd tekist á við
breytingarnar sem eru að verða,
tekist á við ný verkefni.
Við leggjum áherslu á mannfólk-
ið sjálft en íhaldsmenn á að vernda
eignir.“
Þú og fleiri vinstrisinnar gagn-
rýndu Margaret Thatcher hart í
vaidatíð hennar. Var þessi gagn-
rýni ávallt réttmæt? Hvað hefur
Verkamannaflokkurinn fært til
fyrri vegar ef við rifjum upp þau
stefnumál hennar sem mestur
styrinn stóð um?
„Minni kynslóð var kennt að
græðgi væri vond en Thatcher
reyndi að sannfæra þjóðina um að
græðgi væri kostur. Að sjálfselska
væri ekki sjálfselska, tillitsleysi
gagnvart öðru fólki væri það ekki.
I þessum efnum held ég að stjórn-
arár hennar hafi valdið miklum
breytingum, fólk var sett út á
kaldan klaka, fleygt á sorphaug-
ana. Ekkert var gert til að hjálpa
því á nokkurn hátt. Þannig getur
maður ekki hagað sér, mesta auð-
lind okkar er fólkið, sköpunargáfa
þess og aðrir hæfileikar. Við höf-
um ekki efni á að láta það fara for-
görðum."
Velferðark erfið breska er byggt
á gömlum grunni. Ertu aldrei
smeyk um að það geti orðið grund-
völlur menningar þar sem fólk
venst á að vera háð aðstoð?
„Þetta var ein af röksemdum
Thatchers en þetta er bull. En ég
ætla ekki að fara að lýsa hér öllum
flækjunum í velferðarkerfinu okk-
ar, þær eru martröð og engum
dettur í hug að halda öðru fram.
En við verðum að vera með kerfi
þar sem fólk fellur ekki útbyrðis,
kerfi sem tryggir að fólk geti lifað
við kjör sem hægt er að kalla inn-
an velsæmismarka.
Velferðarkerfið okkar stendur
sig illa, það er allt of flókið og það
þandist út eins og gorkúla undir
stjórn íhaldsflokksins af ýmsum
ástæðum. Margir festust í fátækt-
argildru. Menn gátu ekki unnið og
aukið þannig tekjur sínar en hald-
ið greiðslum sem þeir fengu úr
velferðarkerfinu. Sem dæmi nefni
ég að ef fólk var undir ákveðnum
tekjumörkum gat það fengið styrki
til að greiða af húsnæðislánum en
ef það fékk svo vinnu missti það
húsið af því að launatekjurnar
voru ekki nógu háar, þær dugðu
ekki fyrír nauðþurftum og afborg-
unum af láninu. En tekjurnar voru
samt hærri en greiðslurnar frá
kerfinu.“
Einkavæðing
og jarðlestir
Jackson hefur stutt þá stefnu
Blairs að einkavæða hluta af jarð-
lestakerfinu í London en leggur
áherslu á að eftir sem áður verði
það í opinberri eigu. Um verði að
Frægðarferill leikkonu
GLENDA Jackson fæddist í Birk-
enhead í Norðvestur-Englandi ár-
ið 1936 og er af fátækum komin
en braust til mikils frama. Hún
varð leikkona og þótti standa sig
vel á sviðinu en það er kvik-
myndaleikurinn sem gerði hana
heimsfræga. Um hríð var hún
meðal hæstlaunuðu leikara f
heimi.
Jackson er í hópi fáeinna tuga
kvikmyndaleikara sem hafa hlot-
ið tvenn Óskarsverðlaun, fyrst
1970 fyrir hlutverk í myndinni
Women in Love og síðan 1973 fyr-
ir leik sinn í gamaninyndinni A
Touch of Class. Hún lók í fjöl-
mörgum myndum en einnig sjón-
varpsþáttum og muna þeir sem
ekki eru lengur bráðungir eftir
frábærri frammistöðu hennar í
þáttum um Elísabetu fyrstu Eng-
landsdrottningu, Meydrottning-
una svonefndu.
Jackson þótti takast sérstak-
lega vel upp við að túlka sjálf-
stæðar og oft kynþokkafullar
konur. I ævisögum sem ritaðar
hafa verið um hana er m.a. sagt,
að hún hafi ráðið jafn vel við að
sýna „eld og ís“, ólguna í skap-
gerð kvenna, hún verði seint sök-
uð um að vera sviplaus listamað-
ur.
Sjálf hefur hún ekki alltaf farið
allt of virðulegum orðum um
Hollywood og Óskarsverðlaunin.
„Móðir mín fægir Óskarsstytturn-
ar þar til málmurinn á bak við
gyllinguna sést, verðlaun aka-
demfunnar eru ekkert nema glys
að utanverðu en þar fyrir innan
ekkert nema ódýr málmur.
Þokkaleg tækifærisgjöf en gerir
mann ekkert betri.“