Morgunblaðið - 05.05.2000, Síða 41
ræða samvinnu einkafyrirtækja og
opinberra aðila, hinir fyrrnefndu
muni nútímavæða merkjakerfið,
teinana, vagnana og stöðvarnar og
ef til vill gera það víðtækara.
„Sumar lestirnar þyrftu að
ganga allan sólarhringinn vegna
þess að eins og flestar milljóna-
borgir er London nú iðandi af lífi
allan sólarhringinn," segir Jack-
son. Hún segir að reynslan af
einkavæðingu sjálfra járnbraut-
anna sé svo slæm að það væri út í
hött að endurtaka þann leik. Hins
vegar sé sú hugmynd að þjóðnýta
aftur járnbrautarkerfið ófram-
kvæmanleg vegna þess að ekki
væri hægt að kaupa það af núver-
andi eigendum á verðinu sem þeir
myndu setja upp.
Hún segir flesta flokka verða að
velta fyrir sér hvernig stefna
þeirra muni duga í heimi sem
verði sífellt minni. Möguleikarnir
sem þessi breyting á aðstæðum,
alþjóðavæðingin, séu ótrúlegir, til
góðs og ills.
„Ef ég má víkja aftur að grund-
vallaratriðunum, jöfnuði og rétt-
læti. Hvernig viljum við koma í
veg fyrir að tilviljanakenndar að-
stæður hvers og eins við fæðingu
ráði örlögunum, hvernig eigum við
að setja reglur sem treysta hags-
muni hvers og eins, hvernig á að
tryggja að neytendur séu ekki
hlunnfarnir? Hægriflokkar hafa
sumir hverjir einfeldningslegt
svar; þeir segja að markaðurinn
eigi að ráða. En markaðirnir ráða
bara ekki þessum hlutum.“
Á heimasíðu þinni Icggurðu
áherslu á að borgarstjóraefni verði
að hafa til að bera ákveðinn
„þunga“, „gravitas". Ertu þá að
hnýta í Livingstone og gefa í skyn
að hann sé ekki þungavigtarmaður
í stjórnmálum ?
„Nei alls ekki, maður bendir
ekki á eigin kosti með því að hnýta
í keppinautana. Það virkar ekki.
A heimasíðuna setti ég fram þau
sjónarmið sem ég taldi að sýndu
stefnu mína og muninn á henni og
annarra væntanlegra frambjóð-
enda Verkamannaflokksins. En
það er ljóst að stjórnandi jafn
stórrar og flókinnar borgar og
London er verður að hafa pólitísk-
an þunga. Sá sem nær kjöri verður
með fleiri atkvæði á bak við sig en
nokkur annar stjórnmálaleiðtogi í
Evrópu sem kjörinn er beinni
kosningu. Hann mun því hafa mik-
il áhrif.
Stefna Livingstones er mjög
skýr, á þingi áttum við oft samleið
en þú verður að spyrja Living-
stone um ástæðurnar fyrir miklu
fylgi hans. Að nokkru leyti stafar
þessi mikli stuðningur af því
hvernig Verkamannaflokkurinn
klúðraði framboðsmálunum, mjög
margir eru á því og hafa lengi ver-
ið að borgarstjóri London eigi að
vera sjálfstæður og jafnvel utan
flokka.
Öllu skiptir að næsti borgar-
stjóri geti starfað með fólki, efni
ekki til árekstra, hann þarf ekki
aðeins að vinna með ríkisstjórninni
heldur einnig stjórnum hverfanna
sem eru yfir 30, einnig einkafyrir-
tækjum og frjálsum félagasamtök-
um.“
Ekki komin til
að veita ráð
En hvernig stóð á því að Jack-
son er hér íslandi þegar kosið er í
London, er hún að senda einhver
skilaboð með því að vera fjarri víg-
stöðvunum? Er hún að lýsa
óánægju með störf ráðamanna
Verkamannaflokksins?
„Mér fannst óhugsandi að
Verkamannaflokkurinn veldi fram-
bjóðanda án þess að kona gæfi
kost á sér, þess vegna gerði ég
það. Og hafði mjög gaman af bar-
áttunni. Það var margtekið fram
að við valið yrði einfaldlega notast
við þá aðferð að hver fulltrúi hefði
eitt atkvæði en það var svikið. Ég
naut þess að berjast, er ekkert
reið eða sár en þeir klúðruðu
framboðsmálunum og nú er aðeins
hægt að vona að það gerist ekki
aftur.
Ég er hér eingöngu vegna þess
að ég vildi þiggja boðið, hef ekki
komið til landsins fyrr. Mér fannst
það heiður að vera boðið hingað og
vera viðstödd fæðingu nýs jafnað-
armannaflokks, sjá hvernig þrír,
ólíkir flokkar hafa náð saman. Það
er spennandi."
Hún er spurð hvort hún muni
gefa Samfylkingunni ráð í ávarpi
sínu í dag en segist ekki vera kom-
in hingað til þess. Það væri ósvífni
af sér að gefa ráð. „En ég er kom-
in hingað til að fagna því að líf er í
jafnaðarstefnunni um allan heim
og við erum að sjá eitt af merkjum
þess hér á íslandi."
FRÉTTIR
Ráðið í þrjár
stöður fíðlu-
leikara
GENGIÐ verður frá ráðningu
þriggja fiðluleikara við Sinfón-
íuhljómsveit Islands á næstunni.
Ráðið er í stöðurnar til eins árs, en
fjórir mættu til prufuspils eftir að
stöðurnar voru auglýstar lausar til
umsóknar, þrír frá Islandi og einn
frá Armeníu.
Þröstur Ólafsson, framkvæmda-
stjóri Sinfóníuhljómsveitar íslands,
sagði í samtali við Morgunblaðið að
stöðurnar væru auglýstar bæði hér á
landi og erlendis. Miklu skipti að fá
hæfileikafólk frá útlöndum ef þess
væri kostur. Mikill kostnaður væri
því hins vegar samfara að koma í
prufu hingað til lands, bæði við flug-
far og gistingu, sem umsækjendur
yrðu að bera sjálfir og því kæmi iðu-
lega ekki nema hluti umsækjenda í
prufurnar, auk þess sem mun betri
launakjör væru í boði erlendis en hér
á landi. Þannig hefðu á síðasta ári
komið 22 umsóknir vegna flautu-
leiks, en einungis sex umsækjendur
síðan komið í prufur.
Þröstur sagði aðspurður að um 80
stöður hljóðfæraleikara væru við
Sinfómuhljómsveitina og væru fimm
hljóðfæraleikarar með erlent ríkis-
fang.
----------------
Orkumála-
ráðherra Ira
í heimsókn
JOE Jacobs, orkumálaráðherra ír-
lands, kemur til landsins í dag, föstu-
daginn 5. maí, til fundar við Siv Frið-
leifsdóttur umhverfisráðherra.
Auk orkumála fer Joe Jacobs
einnig með málefni geislavarna og
þar með kjarnorkuendurvinnslu-
stöðvarinnar í Sellafield. Fundurinn
fer fram í Ráðherrabústaðnum við
Tjarnargötu og munu ráðherrarnir
ræða sameiginleg hagsmunamál er
varða geislamengun frá Sellafield-
endurvinnslustöðinni.
B R 0 N Z E
Í M A G I C
SPRAY FYRIR LlKAMANN
Nú eru hinar vinsælu Biotherm
snyrtivörur sem margir þekkja frá
Evrópu fáanlegar á íslandi. Biotherm
býður upp á alhliða vörur fyrir andlit og
líkama, auk sérvara fyrir herra.
Viltu vera brún allan ársins hring?
Bronze Magic frá Biotherm gefur
húðinni fallegan gullinbrúnan lit á einni
klukkustund eins og þú hafir flogið á
sólarströnd.
Vertu velkomin á næsta útsölustað Biotherm og fáðu sýnishorn af þessum frábæru snyrtivörum.
Útsölustaðir: Andorra Hafnarfirði, Bjarg Akranesi, Bylgjan Kópavogi, Fína Mosfellsbæ, Hjá Maríu
Amaró Akureyri, Hygea Kringlunni, Hygea Laugavegi, Snyrtivöruverslunin Glæsibæ.
'ÉðsttiÓAGuk 's’. 'ivíXí %’ób 1*1
FLUGLEIÐA
HAGNYTT NAM
í FERÐAÞJÓNUSTU
SEM VEITIR
ALÞJÓÐLEGA
VIÐURKENNINGU
Ferðaskóli Flugleiða býður upp á
nám í ferðaþjónustu. Skólinn er sá
fyrsti á Islandi sem fékk formlegt
leyfi frá IATA (Alþjóðasambandi
flugfélaga) til að kenna samkvæmt
IATA-UFTAA staðli með
gögnum ffá IATA. Námið veitir
því alþjóðlega viðurkenningu.
Námskeiðið er 560 kennslu-
stundir og hefst í október 2000.
Kennt verður ffá kl. 13.00 -17.00
alla virka daga. Samtals tekur það
u.þ.b. 20 vikur og verður skipt í
tvær 10 vikna annir.
Kröfur eru gerðar um stúdentspróf
eða sambærilega menntun og góða
enskukunnáttu því námsefnið er á
ensku, en kennt verður á íslensku.
■ Helstu námsgreinar:
• Fargjaldaútreikningur
• Farseðlaútgáfa
• Bókunarkerfið AMADEUS
• Ferðalandafræði erlend og
innlend
• Ferðaþjónusta á Islandi
• Sölutækni og markaðsmál
■ Leiðbeinendur hafa mikla reynslu í
ferðamálum og kennslu, því þeir
sjá um þjálfún starfsmanna
Flugleiða og ferðaskrifstofa.
■ Að loknu námi verður farið til
einhvers áfangastaðar Flugleiða
erlendis.
■ Umsóknareyðublöð og nánari
upplýsingar fast hjá starfsþróunar-
deild Flugleiða, aðalskrifstofu
Reykjavíkurflugvelh og í símum
50 50 173 og 50 50 193
milli kl. 13 - 15.Umsóknarfrestur
er til 15. maí n.k.
ICELANDAIR