Morgunblaðið - 05.05.2000, Page 46

Morgunblaðið - 05.05.2000, Page 46
"46 FÖSTUÐAGUR 5. MAÍ 2000 MINNINGAR MGRGUNBLAÐIÐ Firring á 1. maí Einmana byltingarsinni leitar stéttar- vitundar. DAGURINN hófstað venju með því að fáninn var dreginn að húni. Þegar inn var komið barst ljúf- ur söngur Violetu Parra íslands, Kristínar Á. Ólafsdóttur, úr við- tækinu: „Fyrir þig ber ég fána þessa framtíðarlands". Og bíddu við, voru þetta ekki piltamir í Þokkabót: „Nýríki Nonni átti verksmiðju". Ahgolli voru þeirnú alltaf góðir strákarniríÞokkabót. Ogbein- skeyttir maður. Frábærir. Klukkan hálf ellefu um morgun- inn hafði „Intemasjonalinn" hljómað fjómm sinnum í útvarp- inu. Ögmundur Jónasson og Grét- ar Þorsteinsson vora mættir í hljóðstofu: „Verkalýðshreyfingin er nauðsynleg sem lýðræðislegt mótvægi við peningaöflin og hluta- bréfaaðalinn. Auðvaldið hefur aldrei þekkt nein takmörk..." Mikiðrétt. VIÐHORF Paðgengur ------ ekki að sitja Eftir Ásgeir heima og Sverrisson hlustaál. maí-fundinn frá Ingólfstorgi í beinni útsendingu í útvarpinu. HreySngin stendur og fellur með virkri þátttöku alþýðunnar. ...þess vegna snýst baráttan um það hvers konar þjóðfélag við viljum skapa á Islandi, þjóðfélag félagslegs réttlætis eða þjóðfélag sérhagsmuna og gróðahyggju fjár- magnseigenda..." Alvegrétt. Hvar eru blank- skómir, mittisjakkinn ogsixpens- arinn? Ogspjaldið góða: „Lifi al- þjóðahyggja sigursællar verkalýðshreyfíngar“. Andsk. Ég hlýt að hafa brennt það um áríð þegar við vígðum sumarbústaðinn. Við Hallgrímskirkjuna, ríkis- rekna miðstöð hins marxíska óp- íums, beið hreyfingin. Sumir ör- eiganna áttu greinilega í erfiðleikum með að finna bílastæði en stundvíslega klukkan 14 rann gangan af stað og enn hljómaði „Internasjonalinn“, í sjöunda skiptið þann daginn. Undir hvaða fána á égað ganga? Þetta eru allt merki einhverra fé- laga. Hvar eru kröfuspjöldin um réttlátt þjóðfélag, jafna skiptingu gæðanna, hærrí laun, aukin rétt- indi, frelsi, bræðralag svo ekki sé nú minnst ájafnréttið? Hvar eru borðamir, sem minna á stéttar- baráttuna, á að samstaða verka- lýðshreyfíngarínnar er það fram- farasinnaða afl, sem eitt dugar gegn arðráni og hnattvæðingu auðvaldsins ? Hvar er stéttarvit- undin? Loks varð merki Eflingar fyrir valinu: rauður fáni og andlitslaus verkalýður, sem horfir til austurs. Fínt. Prýðilega stalínískt. Minn- ir á plakötin forðum af brosandi fólkinu á dráttarvélunum: „Ídí tav- arítsj... Komið þið félagar með okkur á samyrkjubúið. “ íslensku öreigamir sýnast þó öllu al- varlegrí. Aftast í röðinni voru nokkrir herstöðvaandstæðingar, sem sýni- lega höfðu enn ekki brennt kröfu- spjöjdin. Kannski höfðu þeir ekki vígt sumarbústaði nýlega. Bumbur voru barðar. En hvað var nú þetta? Hópur ungs fólks, sem klæddist svörtum fatnaði hélt torkennilegum borðum á lofti: „Fuck the Government" sagði á einum þeirra en „Niður með verkalýðsfélög" á öðrum. Hvurandsk. Anarkistar, stétt- aróvinir, niðurrifsmenn! Þeir sviku líka í Rússlandi! Hér á árum áður hefði þessu fólki verið snúið frá villu síns vegar, með hnúum og hnefum efþví var að skipta. Hér virðist öllum sama um að fjend- urnir eru komnirinn ígönguna til að draga úrsamstöðu alþýðunnar og þar með baráttuþreki hreyfíng- arinnar. Þegar inn á Ingólfstorg var komið hljómaði „Internasjonalinn" í áttunda skiptið. Hnefar verka- lýðsins sukku dýpra ofan í úlpu- vasana þegar baráttusöngurinn barst um miðbaeinn. Þeir steyta þó alltjent hnefana í Alþýðubandalaginu - ennþá. Stétt- arvitund þessa fólks erílágmarki. í algjöru lágmarki! Þetta er hin marxíska fírring! Ánægjulegt þó að sjá hversu margir reykja. Tvær miðaldra konur stóðu nærri einum hátalaranum. Þær höfðu tekið bamabömin með sér á baráttufundinn. Þetta eru öreigar framtíðarinn- ar. Við berjumst fyrir bömin. Auð- vitað! En skyldu konurnargera sér það ljóst? Áhvaða stigi skyldi stéttarvitundþeirra vera? Best að kanna málið. - Þeirra er framtíðin. Niður með hið alþjóðlega auðvald! Litla stúlkan fór að gráta. Kon- umar leiddu bömin í burtu. Stéttarvitund þessa fólks er engin, nákvæmlega engin! Það er fullsátt við að vera þrælar burgeis- anna, sem kaupa það til hlýðni með því að láta brauðmola falla af borð- um sínum þá sjaldan öreigamir taka að ókyrrast. „Nýríki Nonni“. Þeir hittu sko í mark strákarnir í Þokkabót. Og söng Krístin Á. ekki líka „Gracías a la vida“ eftir hana Violetu? Man ekki betur. Þama stóð hann! Þetta var ís- lenski verkamaðurinn. Hann var í lélegum Irakka yfir snjáðum jakkafötunum og hélt á derhúfunni enda var loks stytt upp. Þessi mað- ur hafði marga fjörana sopið, var hertur í baráttunni, hafði ábyggi- lega borið hnúajám á fundina forðum ef hvítliðamir og annað leiguþý auðvaldsins reyndu að skapavandræði. Þennan mann verð ég að tala við. Eftirfundinn getum við kannski farið saman íkaffí inn á Suðurlandsbrau t. - Niður með auðvaldið! Lifi samstaða verkalýðsins! - Farðu heim og láttu renna af þér, góði, sagði konan, sem stóð við hlið fyrirmyndarverkamanns- ins. í leigubílnum á leiðinni heim hljómaði „Intemasjonalinn" í níunda skiptið í útvarpinu og aftur vora mættir í viðtal þeir Ögmund- ur Jónasson og Grétar Þorsteins- son: .Auðvaldið eirir engu og nú ætla alþjóðleg stórfyrirtæki að sölsa undir sig íslenska heilbrigð- iskerfið. Menntun, símenntun, gagnmenntun og endurmenntun er auðvitað gríðarlega mikilvæg. Við þurfum einnig að ná betur til unga fólksins og gera því ljóst að þau réttindi, sem það nýtur, era komin til sökum baráttu verka- lýðshreyfingarinnar...“ Bjöllunni var hringt. Pizzusend- illinn. Loksins! - Og í hvaða stéttarfélagi ert þú, góurinn? - Eittúsndfjöhundrahohnítsju. Alþýðubakan var köld og Kast- ljós ábyggilega löngu byrjað: „Og hingað í sjónvarpssal era komnir þeir Ögmundur Jónasson og Grét- ar Þorsteinsson til að ræða 1. maí og-“ THEODORA M. STELLA GRÍMSDÓTTIR + Theódóra M. Stella Grímsdótt- ir, Stórholti 32, Reykjavík, fæddist í Reykjavík 31. janúar 1918. Hún lést á Landakotsspitala 24. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ágústa Magnús- dóttir og Grímur Theodór Grímsson. Systkini hennar sam- mæðra eru; Richard H.Ó. Felixson, Karl Hinrik Olsen (látinn), Magnús Ingvi Vigfús- son og Ágústa Helga Vigfúsdóttir. Systkini hennar samfeðra eru; Hilmar Grímsson, Ólafur Theodór Grímsson, Þórey Grímsdóttir og Þórarinn Grímsson (látinn). Hinn 10. desember 1943 giftist hún Hjálmtý Guðvarðssyni, f. 9. ágúst 1912, d. 24. janúar 1974, þau eignuðust eina dóttur Ágústu, f. 6. mars 1937, gift Hafsteini Sigurðs- syni, f. 15. júní 1938, böm þeirra Það er erfitt að trúa því að hún amma sé dáin. Þó var hún búin að beijast langri og hetjulegri baráttu við illræmdan sjúkdóm. Maður hafði það bara á tilfinningunni að það biti ekkert almennilega á henni. Hún kvartaði aldrei og var allan tímann jafn jákvæð og rausnarleg gagnvart öðra fólki. Hún amma þekkti aldeilis tímana tvenna. Allt frá því að hún þurfti að ganga yngri systkinum sínum í móður stað aðeins 15 ára gömul eftir að móð- ir þeirra hafði látist, og alveg þar til hún hélt hreykin upp á áttræðisaf- mælið sitt fyrir tveimur áram, um- kringd ættingjum sínum og vinum. Ég man alltaf eftir því þegar ég sem tíu ára gutti fékk að vera hjá ömmu Stellu í hannyrðabúðinni á Grandarstígnum. Ég hafði ekki mik- inn áhuga á gaminu, en þeim mun meiri á handsnúnu reiknivélinni sem þar var. Amma var þá ótrúlega þolin- móð og leyfði mér að fikta eins og mig lysti þótt það flýtti öragglega ekki fyrir afgreiðslunni. Það var ekki síður gaman að koma í heimsókn heim til ömmu því hún átti svo mikið af bókum sem gaman var að grúska í. Á gamals aldri tók amma upp á því að fara að læra ensku í bréfaskóla. Hún var mjög samviskusöm í náminu og fékk síðan góða æfingu í enskunni þegar Stephanie fór að koma hingað í heimsóknir. Það var merkilegt hversu góðum tökum hún náði á málinu mið- að við hve seint hún byrjaði að læra. Amma var mjög gestrisin og henni leið aldrei betur en þegar hún hafði fólk í kringum sig. Hún vildi alltaf gera vel við alla og það var ósjaldan að við stóðum alveg á blístri þegar okkur tókst loks að sannfæra hana um að við væram virkilega orðin pakksödd! Nú era amma og afi komin saman á ný og við vitum að þau munu halda áfram að líta eftir ástvinum sínum eins og þau hafa alltaf gert. Hjálmtýr og Stephanie. Elsku amma! Það er með söknuði sem við kveðjum þig í dag, en minn- inguna um „bestu ömmu í heimi“ munum við varðveita í hjörtum okkar. Þú áttir stóran þátt í mínu lífi og ég var ekki gömul þegar ég fór að gista hjá þér og fá að fara með þér í búðina hjá Ólafi að Grandarstíg 2. Þar gat ég setið tímunum saman að telja tölur, pakka inn og slá á búðarkassann, ég var ákveðin í að verða búðarkona eins og þú þegar ég yrði stór. Þegar þú vannst í Hannyrðaversluninni Þing- holtsstræti var ég orðin eldri og þá fékk ég að hjálpa til við afgreiðslu stöku sinnum og að flokka gam eftir litum. í sumarfríum fórað þið Sigrún vinkona þín stundum í Ölfusborgir og þá fékk ég oftast að fara með ykkur. Ég gisti oft hjá þér og þá var margt gert sér til dundurs á kvöldin, við eru: 1) Hjálmtýr, f. 1959, maki Stephanie Smith. 2) Ágúst, f. 1961, maki Anna Jó- hannesdóttir. 3) Theodóra Stella, f. 1962, maki Bergur Sandholt. 4) Haf- steinn Sv., f. 1970, maki Sigurlaug Kr. Jóhannsdóttir. Lang- ömmubörnin eru átta. Auk húsmóður- starfa vann Theodóra M. Stella í Mjólkurbúðinni á Njálsgötu, hjá Olafi Grundarstíg 2, Hannyrðaversluninni Þingholts- stræti og Stramma Óðinsgötu. Hún tók virkan þátt í Kvenfélagi Frí- kirkjusafnaðarins og starfi aldr- aðra eftir að hún hætti að vinna. títför Theodóru M. Stellu fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavik í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. prjónuðum og saumuðum út, lásum, horfðum á sjónvarpið, spiluðum og spjölluðum. Þú kenndir mér að elda, baka, steikja kleinur og margt margt fleira þær stundir sem við áttum sam- an. Þú hafðir mikla þjónustulund og þurftir alltaf að vera að dekra við alla, t.d. færðir þú mér morgunmatinn í rúmið og gafst mér suðusúkkulaði og rúsínur í skál ef ég vildi liggja upp í rúmi og lesa. Þér leið best ef þú gast verið að gefa öðram eitthvað að borða, og þú kunnir að elda góðan mat og varst viljug að elda fyrir þig eftir að þú varst orðin ein. Þú varst mikil handavinnukona og prjónaðir mikið á langömmubömin þín, húfur, peysur, sokka, vettlinga og margt fleira. Ég held, amma mín, að það hafi farið verst með þig eftir að þú veiktist árið 1995 að kraftar þínir leyfðu ekki lengur allt það sem þú varst vön að gera þér til dundurs. Þú varst svo dugleg og sterk og vildir ekki vera að kvarta þó svo stundum skildi maður ekki hvemig þú gast gert hina og þessa hluti. Þú ætlaðir og þannig komst þú mum lengra en nokkur þorði að vona eftir að þú fyrst veiktist. En nú er komið að kveðjustun- dinni, elsku amma mín, ég þakka þér fyrir allar þær stundir sem við áttum saman, þú, ég og fjölskyldan, við söknum þín. Hvíl í frlði. Theodóra Stella og fjölskylda. Elsku langamma. Við langömmu- bömin þín söknum þín mjög mikið enda höfðum við mikið samband við þig. Við systkinin kölluðum þig öll sitt hvora nafninu, Agústa kallaði þig ,Adda“, Hafdís kallaði þig „Magg- ala“, Bergur Garðar sagði alltaf „Ganga amma“ og Hjálmtýr sagði „Langa ha“. Þó svo nöfnin væra mörg var meiningin sú sama, þú varst lang- amma af lífi og sál. Við fundum fyrir allri þeirri hlýju og ást sem þú barst til okkar og við beram sömu tilfinn- ingar til þín. „Elsku langamma, núna ertu engill hjá Guði og þú sérð okkur með augun- um þínum“ - Hjálmtýr. Hvíl í friði, elsku langamma okkar, við söknum þín. Ágústa Ósk, Hafdís, Bergur Garðar og Hjálmtýr. Það var sólríkur en svalur morg- unn annars dags páska er hún Stella kvaddi þetta líf. Síðustu vikur höfðu verið henni erfiðar og nú er komið að kveðjustund. Það er margt sem kemur upp í hug minn á þessari stundu. Minning um þessa Ijúfu og hugulsömu konu sem svo gott var að hafa í kringum sig, spjalla við og vera í návígi við. Ég kynntist Stellu fyrir um það bil 17 áram, þegar ég heimsótti hana með tilvonandi eiginmanni mínum, en hann var eitt af fjóram barnabömum Stellu. Strax frá þeirri fyrstu heimsókn varð okkur vel til vina. Við spjölluðum oft saman bæði yfir kaffibolla í Stór- holtinu og í síma. Umræðuefnin vora mörg og margvísleg. Stella var víðles- in og viljug að miðla þeirri þekkingu og þeim fróðleik til okkar sem yngri voram. Hún rifjaði líka oft upp og sagði frá uppvaxtaráram sínum og líf- inu hér áður fyrr í Reykjavík. Fyrir mig sem alin var upp norður í landi voru þessar frásagnir sérlega fróðlegar og opnuðu mér nýja sýn á Reykjavík þess tíma. Langömmu- bömin hafa líka fengið að njóta fróð- leiks hennar því alltaf var hún að segja þeim eina og eina frásögn frá sínum uppvexti, leikjum og störfum. Stella var ung að áram þegar hún missti móður sína. Hún var elst fimm systkina og þurfti nú að horfa upp á heimili sitt leysast upp og þurfti sjálf að fara að standa á eigin fótum. Þetta áfall hefur eflaust haft mikil áhrif á líf hennar og störf alla tíð síðan. Vart verður Stellu minnst öðravísi en að nefna áhuga hennar á hannyrð- um hvers konar. Allt lék í höndum hennar hvort sem það var pijóna- skapur, útsaumur eða önnur hand- avinna, allt unnið af alúð og sérstakri vandvirkni. Þessir eiginleikar og áhugi nýttist henni vel í starfi, því stærstan hluta starfsævi sinnar vann hún í vefnaðar- og hannyrðaverslunum. Um leið og ég kveð þig, elsku Stella, vil ég þakka fyrir allar þær góðu stundir sem við fjölskyldan átt- um með þér. Öll samtölin okkar, alla þá umhyggju og hugulsemi í okkar garð og bamanna. Hafðu þökk fyrir allt. Anna Jóhannesdóttir. Elsku langamma! Takk fyrh- allt sem þú gerðir fyrir okkur. Allar spól- urnai- sem þú last inná fyrir okkur, á þær munum við hlusta og hugsa til þín um leið. Takk fyrir allt það góða og skemmtilega sem við gerðum saman, allar heimsóknimar og sendingamar. Við munum sakna þín mikið. Kveðjur, Steinunn Guðný, Jóhanna Hild- ur og Hafsteinn Gauti. Elsku amma og langamma. Við eigum okkur margar kærar minning- ar um þig. Til þín var alltaf gott að koma og gestrisnin þannig að undan veitingunum varð ekki vikist hversu saddur sem maður var. Þú varst alltaf í góðu skapi og söngur þinn notalegur og glaðlegur. Það var augljóst hverjum manni hversu mikil hannyrðakona þú varst og bera m.a. innrammaðar myndir, handmálaðir leirmunir og pijónaðar húfur, vettlingar, treflar og eyma- bönd þess glögg merki. Þú varst örlát á leiðbeiningar og alltaf var hægt að leita til þín þegar á þurfti að halda í pijónaskapnum. Við munum hvað þú varst alla tíð hrædd við hunda og þú varst því ekki hrifin þegar við eignuðumst hund, hana Töra. I fyrstu átti að skilja hana eftir úti í bíl þegar komið var í heim- sókn til þín, en það máttir þú ekki heyra minnst á. Hún átti að koma inn. Ekki leið á löngu þar til þið Tara vor- uð orðnar miklar vinkonur og vissi hún að í hvert skipti sem hún kom í Stórholtið fékk hún eitthvað gott að borða. Minnisstæð era líka öll þau skipti sem við Tara voram hjá þér í góðu yf- irlæti þegar Hafsteinn var að vinna en þá var oft spjallað fram eftir nóttu um allt milli himins og jarðar. Sigríði Ósk, litlu dóttur okkar, fannst svo gaman að koma tíl þín. Þá var setíð og horft á Jólaósk Önnu Bellu, leikið með bangsana þína eða litað. Engillinn sem þú saumaðir og gafst henni í jóla- gjöf hangir fyrir ofan rúmið hennar og við vitum að þú vakir yfir henni eins og þú munt vaka yfir öllum bamabamabörnunum þínum sem þér þótti svo vænt um. Elsku amma og langamma, við eram þakklát fyi-ir að hafa átt öll þessi ár með þér og við söknum þín. Hvíl í friði. Hafsteinn Sv., Sigurlaug, Sigríður Ósk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.